Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík – Haukar 91:59 Grindavík, 1. deild kvenna, mánudagur 10. mars 2003. Stig Grindavíkur: Denise Shelton 34, Erna R. Magnúsdóttir 12, Stefanía Ásmunds- dóttir 8, María A. Guðmundsdóttir 8, Pet- rúnella Skúladóttir 7, Sólveig H. Gunn- laugsdóttir 6, Jovana L. Stefánsdóttir 5, Sandra D. Guðlaugsdóttir 5, Guðrún Guð- mundsdóttir 4, Sigríður Ólafsdóttir 2. Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir16, Katie Hannon 13, Egidija Raubaite 13, Hafdís Hafberg 6, Hrefna Stefánsdóttir 6, Hanna S. Hálfdánardóttir 2, Bára F. Hálfdánar- dóttir 2, Hrafnhildur Kristjánsdóttir 1. Keflavík – KR 73:71 Keflavík: Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 16, Anna María Sveinsdóttir 16, Sonja Ortega 14, Erla Þorsteinsdóttir 12, Kristín Blöndal 8, Marín R. Karlsdóttir 5, Svava Ó. Stef- ánsdóttir 2. Stig KR: Jessica Stomski 28, Hildur Sig- urðardóttir 15, Helga Þorvaldsdóttir 11, Hanna B. Kjartansdóttir 9, Tinna B. Sig- mundsdóttir 5, Gréta M. Grétarsdóttir 4, María Káradóttir 2. ÍS – Njarðvík 81:75 Kennaraháskóli: Stig ÍS: Meadow Overstreet 28, Guðrún Baldursdóttir 15, Alda L. Jónsdóttir 10, Cecilia Larsson 10, Jófríður Halldórsdóttir 7, Steinunn Jónsdóttir 4, Kristín Kjartans- dóttir 4, Svandís Sigurðardóttir 3. Stig Njarðvíkur: Krystal Scott 38, Auður R. Jónsdóttir 17, Helga Jónasdóttir 6, Bára E. Lúðvíksdóttir 4, Sigurlaug R. Guð- mundsdóttir 4, Ingibjörg E. Vilbergsdóttir 2, Guðrún Ó. Karlsdóttir 2, Pálína H. Gunn- arsdóttir 2. LOKASTAÐAN: Keflavík 20 18 2 1573:1092 36 KR 20 12 8 1284:1256 24 Grindavík 20 10 10 1392:1417 20 Njarðvík 20 8 12 1332:1405 16 ÍS 20 7 13 1188:1372 14 Haukar 20 5 15 1159:1386 10  Keflavík og Njarðvík mætast í undanúr- slitum og KR mætir Grindavík. NBA-deildin New York - Washington ...................... 97:96 Boston - San Antonio ........................... 78:94 Orlando - Denver................................ 111:98 New Orleans - New Jersey................ 92:102 Sacramento - Indiana......................... 107:88 LA Lakers - Philadelphia .................. 106:92 Detroit - Golden State...................... 107:105 Toronto - Memphis........................... 106:119 Phoenix - Minnesota .......................... 98:105 SKOTFIMI Íslandsmótið í skotfimi með staðlaðri skammbyssu, haldið í íþróttahúsinu Digra- nesi laugardaginn 8. mars 2003. Karlar: Eiríkur Jónsson........................................518 Steindór Hr. Grímarsson.........................512 Carl J. Eiríksson ......................................504 Gunnar Sigurðsson ..................................504 Guðjón Freyr Eiðsson .............................500 Konur: Kristína Sigurðardóttir ...........................468 Gróf skammbyssa: Carl J. Eiríksson ......................................527 Gunnar Sigurðsson ..................................521 Eiríkur Jónsson........................................410 KNATTSPYRNA England - 1. deild: Nottingham Forest - Grimsby.................2:2 SKÍÐI Stórsvigsmót - TePe í Hlíðarfjalli 8. mars: Karlar: Ingvar Steinarsson, Akureyri .......... 1:20,32 Þórarinn Sigurbergsson, Akureyri . 1:21,42 Óðinn Guðmundsson, Akureyri ....... 1:23,63 Konur: Arna Arnardóttir, Akureyri ............. 1:24,77 Hrefna Dagbjartsdóttir, Akureyri .. 1:25,24 Stefanía Steinsdóttir, Akureyri ....... 1:33,08 Bannar Grönkjær að spila MORTEN Olsen, landsliðs- þjálfari Dana, er að athuga hvort honum sé stætt á að banna Jesper Grönkjær, leik- manni Chelsea, að leika aukaleikinn gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni. Síðari leikurinn er settur á þriðju- daginn 25. mars, eða daginn eftir að danska landsliðið kemur saman til að búa sig undir landsleik í EM á móti Rúmeníu, en það er mikil- vægur leikur fyrir Dani. „ÞAÐ gat ekki verið betra og þetta var einmitt það sem ég óskaði mér,“ sagði Heiðar Helguson við Morgunblaðið í gær en lið hans, Watford, dróst á móti Southamp- ton þegar dregið var til undan- úrslitanna í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Í hinni við- ureigninni leikur Sheffield United við sigurvegarann í leik Arsenal og Chelsea sem þurfa að mætast á nýj- an leik þann 25. þessa mánaðar. Þar með er sá möguleiki enn fyrir hendi að Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen mætist í úrslita- leiknum sem fer fram í Cardiff í Wales í vor. Leikirnir í undanúrslitunum fara fram á hlutlausum völlum eins og venja er til þegar komið er svona langt í keppninni og fara þeir fram sunnudaginn 13. apríl. Heiðar og félgar mæta Southampton á Villa Park en Arsenal eða Chelsea tekur á móti Sheffield á heimavelli Man- chester United, Old Trafford. „Ég vildi sleppa við að mæta Arsenal eða Chelsea og nú á ég mér þann draum að mæta Arsenal í úrslitaleiknum í Cardiff en verði það uppi á teningnum er góður möguleiki á að við förum í Evr- ópukeppnina þar sem Arsenal stendur vel að vígi í deildinni. Við mætum óhræddir til leiks á móti Southampton þó svo að þeirra lið hafi staðið sig mjög vel á tíma- bilinu. Við erum fullir sjálfstrausts enda búnir að slá út tvö úrvals- deildarlið í keppninni, WBA og Sunderland, og höfum enn ekki fengið mark á okkur í keppninni. Það getur allt gerst í bikarnum og vonandi heldur ævintýri okkar áfram.“Heiðar Helguson „Draumurinn að mæta Arsenal í Cardiff“ ÞAÐ gekk ekki vandræðalaust að ljúka viðureign Dynamo Astrakh- an og þýska liðsins í Nordhorn í EHF-keppninni í handknattleik á sunnudaginn, en liðin mættust í Rússlandi. Liðu nærri því þrír klukkutímar frá því að leikurinn var flautaður á þar til honum lauk. Ástæðan fyrir því hversu brösug- lega gekk að spila leikinn var sú að hörgull er mikill á rafmagni þar sem leikurinn var háður í Rússlandi. Var rafmagnið því sí- fellt að fara af íþróttahúsinu með þeim afleiðingum að leikmenn urðu að gera hlé á leik sínum. Ljubomir Vranjes, leikstjórnandi Nordhorn og sænska landsliðsins, segist aldrei hafa kynnst öðru eins, en hins vegar hafi leikmenn rússneska liðsins ekki látið sér bregða þótt rafmagnið væri sífellt að fara af og koma á. Þeir virtust vera öllu vanir. „Ljósin voru alltaf að detta út. Við gátum kannski leikið í fimm og tíu mínútur í einu á milli þess sem rafmagnið var tekið af okkur. Það kom fyrir að við þurftum að bíða allt upp í hálftíma í myrkri eftir því að rafmagnið kæmi á aft- ur. Ég hef aldrei lent í öðru eins en Rússarnir kipptu sér ekkert upp við þetta,“ sagði Vranjes í samtali við sænska fjölmiðla í gær. Nordhorn tapaði leiknum, 33:28, er úr leik í keppninni en Rússarnir halda áfram keppni. Maraþonleik- ur í Astrakhan Sumir, þar á meðal heimsmeistar-inn Michael Schumacher, héldu rakann nógu mikinn til að réttlæta að hefja keppni á regn- dekkjum. Aðrir, þar á meðal Juan Pablo Montoya, ákváðu réttilega að brúka þurrbarða og skiptu yfir á þá eftir að út á rásmarkið kom. Kimi Räikkönen hjá McLaren gekk lengra því á hringnum út á rásmarkið kallaði hann í talstöðina og sagðist vera á leið inn að bílskúr aftur til að taka þurr- dekk og ábót á bensíntankinn til að þurfa ekki taka nema eitt bensín- stopp og það seint í keppninni. Er hann þar með fyrsti ökuþórinn sem tekur bensínstopp áður en kappakst- urinn er raunverulega hafinn en fyrir vikið varð hann að hefja keppni úr bíl- skúrareininni. Og hefði ekki komið til hraðakstur í stoppinu eina hefði Räikkönen að líkindum unnið sinn fyrsta kappakstur. Félagi hans David Coulthard hefur tæpast haft mikla trú á því er hann stillti bíl sínum upp á 11. rásstað í Melbourne að hann ætti eftir að aka fyrstur yfir endamarkið – en það gerði hann í lok afar sviptingasams kappaksturs. Getur vertíðin í Form- úlu-1 tæpast byrjað betur eftir til- breytingaleysi síðasta árs. Óvenju- legt er að hvorugur Ferrari-þóranna komst á verðlaunapall. Coulthard þaggaði ekki bara niður í gagnrýnendum sem telja hann hafa misst neistann með hinum óvænta en afar spennandi sigri. Hann stöðvaði einnig sigurgöngu Ferrari og kom í veg fyrir að Michael Schumacher hafnaði 20. mótið í röð á verðlauna- palli. Þá leiðir Coulthard stigakeppni heimsmeistara eftir mótið í Mel- bourne en Schumacher hafði verið í forystu í þeirri keppni undanfarin tvö og hálft ár, eða í 896 daga, frá banda- ríska kappakstrinum í Indianapolis árið 2000. Sigurinn er hinn 13. sem Coulthard vinnur í Formúlu-1 og sá fyrsti frá í Mónakó í fyrravor. Sigurinn sannar og að McLaren-liðið kann tökin á þeim breytingum sem orðið hafa í íþróttinni með nýjum tækni- og keppnisreglum. Coulthard hóf keppni á sjöttu rás- röð og með sigrinum kom hann í veg fyrir að Michael Schumacher ynni fjórða árið í röð í Melbourne. Schu- macher varð fjórði en hann virtist stefna til sigurs um tíma en átti eitt þjónustustopp eftir er 13 hringir voru í mark. Voru þá jafnframt fjarlægðar tætlur tveggja vindskeiða af framan- verðum bílnum sem rifnuðu frá bíln- um og drógust áfram með honum er meistarinn ók yfir beygjubrík í slag við Räikkönen. Dagurinn var McLarens en þetta er fyrsti sigur liðsins í Melbourne frá því Mika Häkkinen fór með sigur af hólmi þar 1998. Fyrir utan sigur Coulthards háði Räikkönen um skeið harðan slag við Schumacher um fyrsta sæti. Er heimsmeistarinn freistaði einu sinni framúraksturs gaf Finninn ungi hvergi eftir svo að Schu- macher hraktist út úr brautinni. Varð Räikkönen á endanum þriðji en milli þeirra Coulthards varð Juan Pablo Montoya hjá Williams annar í mark. Montoya, sem hafði forystu framan af, var öðru sinni kominn með gott forskot – hann klúðraði því með því að snarsnúa bílnum á brautinni en þá komst Coulthard fram úr. Jarno Trulli hjá Renault varð fimmti í mark, Heinz-Harald Frentzen hjá Sauber sjötti, Fernando Alonso hjá Renault sjöundi og síðasta stigið hreppti Ralf Schumacher hjá Williams. Eftir góða frammistöðu framan af féllu BAR-bílarnir niður á við, Jacques Villeneuve varð níundi og Jenson Button tíundi en aðeins hálf sekúnda skildi þá að. Með ár- angri sínum fékk Renault fleiri stig úr mótinu en Ferrari og því í þriðja sæti í keppni bílsmiða, á eftir Mc- Laren og Williams. Fyrsta Formúlukeppnin í kappakstri lofar góðu um framhaldið AP Skotinn David Coulthard fagnaði góðum sigri í fyrsta kapp- akstrinum á þessu keppnistímabili, í Melbourne í Ástralíu. Coulthard stöðvaði sigurgöngu Ferrari FORMÚLA-1 var sannur sigurvegari Ástralíukappakstursins, fyrsta móts vertíðarinnar í ár. Vægðarlaus atvik og stöðugt fjör allan tím- ann og þau sögulegu tíðindi að Ferrari átti ekki mann á verðlauna- palli. Óvæntur sigurvegari eftir að þrír sem stefndu til sigurs gerðu allir mistök. Breytingar á tækni- og keppnisreglum áttu einhvern hlut að máli en þó fremur veður og mannleg mistök. Er ökuþórarnir óku út á rásmarkið beið þeirra blautt en ört þornandi malbikið í Al- bertsgarði sem lagði grunn að ringulreið. Ágúst Ásgeirsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.