Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 49 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is FYRST af öllu: Það er engin mein- ing að sýna þessa úrvalsmynd á að- eins örfáum sýningum. Efnið er óvenju athyglisvert, leikurinn eftir- minnilegur í aðalhlutverkinu og á sannarlega fullt erindi á almennar sýningar. Ókei er ein þeirra gæða- mynda sem, líkt og Ítalska fyrir byrjendur og aðrar slíkar, spyrst vel út og spjarar sig í aðsókn. Þungamiðja Ókei er félagsráðgjaf- inn Nete (Steen), rösk og drífandi þrjátíuogeitthvað ára eiginkona og húsmóðir. Gift Christian (Lyby), há- skólalektor og verðandi skáldi, og móðir táningsstúlku. Hún er bæði húsmóðir og húsbóndi á heimilinu og ekki minnka umsvif hennar og ráð- deild er pabbi hennar, óþolandi karl- fauskur með allt á hornum sér, flytur inn á heimilið. Hann greinist með lífshættulegan sjúkdóm og er talinn eiga aðeins þrjár vikur ólifaðar svo Nete ákveður að sýna honum um- hyggju yfir síðasta hjallann. Allt fer á verri veg. Karlinn er ill- þolandi og setur allt á annan endann. Christian fer að gamna sér við nem- anda sinn, Nete reynir að ná sáttum á milli pabba síns og Martins bróður hennar, en feðgarnir hafa ekki talast við í átta ár. Táningurinn fer að steyta görn við móður sína. „Nete getur ekki bjargað heimin- um“, segir pabbi hennar. Og hittir naglann á höfuðið. Það er víst úti- lokað að vera öllum allt, þótt maður sé allur af vilja gerður. Þegar pabb- inn tekur að hjarna við í stað þess að fara að orðum læknisins og hrökkva uppaf, fer allt úr böndunum á heimili þar sem ráðdeildarsöm húsmóðirin hefur haldið öllum endum saman til þessa. Steen (Veislan–Festen), er óvenjuglæsileg og mögnuð leikkona, líkt og sýndi sig eftirminnilega í gæðamynd Thomasar Vinterbergs. Hún bindur Ókei gjörsamlega sam- an, bæði kómísk og alvarleg. Það gustar af henni í veraldarvafstrinu og í raun óhugsandi að döngunarlítil kennarablók hafi yfir höfuð dug og uppburði til að halda fram hjá henni. Pabbinn er í góðum höndum Ernst sem túlkar þetta einþykka og erfiða gamalmenni af sannfæringarkrafti. Ókei er velheppnuð blanda af gamni og alvöru, skondin hliðarsaga af bróðurnum Martin léttir alvöru- þunganum af áhorfendum. Hann er hommi sem er í þeirri undarlegu stöðu að eiga von á börnum með tveimur lesbíum! Nei, auðvitað ekki með gömlu aðferðinni! En öll él birt- ir upp um síðir og höfundar Okay koma sínu brothætta efni til ásætt- anlegra skila. Eins dauði … KVIKMYNDIR Háskólabíó: Norrænir bíódagar Leikstjóri: Jesper W. Nielsen. Handrit: Kim F.. Aakeson. Aðalleikendur: Paprika Steen, Trols Lyby, Ole Ernst, Nikolaj Kop- ernikus. 95 mín. Danmörk 2002. ÓKEI (OKAY)  Sæbjörn Valdimarsson Ókei er „vel heppnuð blanda af gamni og alvöru“, segir í umsögn. BANDARÍSKA leikkonan Gwyn- eth Paltrow er sögð hafa tekið bón- orði breska söngvarans Chris Mart- in. Martin, sem er söngvari hljómsveit- arinnar Coldplay, er sagður hafa beðið Paltrow í millilandasímtali á föstudag og segir ónafngreindur vin- ur leikkonunnar hana himinlifandi þar sem hún þrái að eignast börn og hún telji söngvarann vænlegan lífs- föru- naut …Leik- konurnar Renee Zell- weger og Catherine Zeta-Jones hlutu verðlaun bandarísku leikarasamtak- anna sem bestu leikkonur í að- al- og auka- hlutverkum fyrir hlutverk sín í söngvamyndinni Chicago en myndin hlaut jafnframt verðlaun samtak- anna fyrir besta leikhópinn í heild. Leikarinn Daniel Day Lewis hlaut verðlaun sem besti leikari í aðal- hlutverki fyrir hlutverk sitt í mynd- inni Gengi New York-borgar og Christopher Walken hlaut verð- laun sem besti leikari í auka- hlutverki fyrir hlutverk sitt í mynd- inni Gríptu mig ef þú getur. Þá var Clint Eastwood sæmdur heið- ursverðlaunum leikarasamtakanna fyrir ævistarf sitt. Einnig hlutu James Gandolfini og Edie Falco verðlaun sem bestu leikarar í sjón- varpi fyrir hlutverk sín í sjónvarps- þáttunum Sopranos-fjöl- skyldan …Breski söngvarinn og leik- arinn Adam Faith lést á laugardaginn var, 62 ára að aldri. Faith var nýkominn af sviði í Stoke-on- Trent þar sem hann tók þátt í upp- færslu á Love and Marriage er hann fékk hjartaáfall og hneig niður. Faith varð heimsfrægur söngvari og hjartaknúsari síðla 6. áratugar og á fyrri hluta 7. áratugar þegar hann keppti við Cliff Richard um hylli ungmeyja og sveina. Þegar popp- framinn tók að dala snéri Faith sér að leiksviðinu og haslaði sér völl sem leikari í söngleikjum og þekktum sjónvarpsþáttum … FÓLK Ífréttum BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Vantar þig gervi fyrir grímuballið? Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.