Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2 Tilnefningar til Óskars- verðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. SV. MBL Kvikmyndir.com HK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.45  SG DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16 Sýnd kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT kl. 4. Sýnd kl. 4. Bi. 12. kl. 8. Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10 Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd. 6  HJ MBL EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd Sýnd kl. 8. B.i 12. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.30. B.i. 12 ára Frá leikstjóra Boogie Nights. Rómantísk gamanmynd á mörkum þess að vera rómantísk gamanmynd! Ein eftirminnilegasta mynd ársins.  Kvikmyndir.com ADAM SANDLER EMILY WATSON PHILIP SEYMOUR HOFFMAN LUIS GUZMAN ÍSLENSKI rafdúettinn Einóma fær afar góða dóma á vefsíðu BBC fyrir fyrstu breiðskífuna sína, Undir feil- nótum, sem út kom síðasta sumar á vegum Vertical Form, sem er ein af stærri raftónlistarútgáfum Evrópu. Platan hefur þannig fengið góða dreifingu og hefur jafnframt fengið góða dóma í raftónlistarblöðum og á netmiðlum eins og www.absorb.org, Stylus Magazine, Incursion Music Review, Boomkat, www.echoes-on- line.de og www.cd-kritik.de. Vefsíða BBC er með „flettinga“- stærstu síðum heims og er dómari plötunnar, Olli Siebelt, einkar hrif- inn og kallar hana „hina fullkomnu tónlist við endalok heimsins...“ Í dómnum segir að loks sé komið skýrt dæmi þess að Ísland geti getið af sér annað en „jökulbundna feg- urð“ og „ægifallegar melódíur“ eins og hamrað hefur verið á síðan Sigur Rós gaf út Ágætis byrjun við lok/í upphafi aldar. Myrkrið eigi sér líka samastað á Íslandi en fyrstu vís- bendingar þess hafi verið að finna hjá harðkjarnasveitinni Mínus. Siebelt líkir Einóma við jafnólíkar sveitir og vélsveitina Skinny Puppy, svartþungarokkssveitina Burzum og hina dimmu rafsveit Coil. Undir feil- nótum sé myrkt og dulúðugt verk og sveipi hlustandann skuggum út í gegn. Hann klykkir svo út með því að lýsa plötunni sem stórbrotnu og afar frumlegu verki. Einóma er skipuð þeim Steindóri Kristinssyni og Bjarna Þór Gunn- arssyni. Þeir vinna að sinni annarri plötu um þessar mundir. Einómamenn horfa til himins. Einóma fær frábæra dóma í BBC Stórbrotið og frumlegt TENGLAR ..................................................... www.bbc.co.uk/music/experi- mental/reviews listarstjórn. Það verður líka mikill húmor í uppsetningunni og broddur. Allt í allt verða þetta um 40–50 manns sem þátt taka í sýningunni. Við sáum að Birgitta og Jónsi eiga 3 SAGAS Entertainment mun setja upp söngleikinn Grease eða Koppa- feiti hér í Reykjavík í júní, og verða sýningar annaðhvort í Borgarleik- húsinu eða Íslensku óperunni. Í hlut- verki Sandy verður íslenska popp- drottningin Birgitta Haukdal en í hlutverki Danny verður enginn ann- ar en Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. 3 SAGAS Entertain- ment er framleiðslufyrirtæki þeirra Bjarna Þórs Haukssonar, Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ra. Krist- jánssonar og hefur það sett upp Hellisbúann sívinsæla hérlendis sem erlendis ásamt því að vera með ým- islegt afþreyingartengt í farvatninu, t.a.m. kvikmyndir og sjónvarps- þáttaröð fyrir norska sjónvarpið. „Okkur langaði til að gera eitthvað með Birgittu og Jónsa,“ segir Bjarni Haukur, aðspurður um ástæðu þess að ráðist var í Grease. „Síðan kom fljótlega í ljós að Jónsi var alger Danny og Birgitta alger Sandy. Grease á enn fremur 25 ára afmæli í ár og einhvern veginn varð þetta bara málið.“ Bjarni segist ekki hræddur við að söngleikurinn sé ofnotaður en verkið var sett upp í Borgarleikhúsinu árið 1998 með þeim Rúnari Frey Gísla- syni og Selmu Björnsdóttur í burð- arrullum. „Þetta verk er einfaldlega orðið sí- gilt. Er svona kassastykki eins og Töfraflautan í óperuheiminum. Þetta verður rokkuð útgáfa hjá okk- ur, en Þorvaldur Bjarni sér um tón- stóran hóp aðdáenda og það er kom- in upp kynslóð sem ekki hefur séð Grease. Sýningin frá því ’98 átti þá langt eftir af líftíma þegar sýningum var hætt.“ Gunnar Helgason leikstýrir og Þorvaldur Bjarni mun jafnframt sjá um upptökur á hljómdiski með lög- um úr sýningunni sem Skífan ætlar að gefa út. „Bíllinn verður þarna og allar græjur, þetta verður einfaldlega skemmtileg rokk og ról sýning,“ seg- ir Bjarni. „Hér er á ferðinni ekta sumarsýning sem ætluð verður fólki sem vill fara á „alvöru“ skemmtun og sjá tilþrifamikla sýningu.“ Eins og segir er búið að ráða í tvö af aðalhlutverkunum en prufur fyrir önnur hlutverk verða haldnar í þess- ari viku. Á morgun kl. 17.00 á Hótel Borg verður atvinnufólk í söng, leik og dansi prófað og daginn eftir, nán- ar tiltekið á fimmtudaginn kl. 18.00, verður opin prufa í sömu hlutum. Leitað er að fólki 16 ára og eldra og verða strákar söngprófaðir í lög- unum „Sandy“ og „Those Magic Changes“ en stúlkur í lögunum „Hopelessly Devoted To You“ og „There Are Worse Things I Could Do“. Söngleikurinn Grease settur upp í júní Birgitta og Jónsi eru Sandy og Danny Morgunblaðið/Sverrir Heitasta par næsta sumars, Sandy og Danny, í faðmlögum í Gyllta sal Borg- arinnar: Birgitta Haukdal og Jón Jósep verða í aðalhlutverkunum í Grease. GENGIÐ hefur verið frá því að bandarísku Kjánaprikin, eða Jack- ass eins og þessi hópur grall- araspóa kallar sig á frummálinu, efni til aukaskemmtunar hér á landi. Upp- haflega var áætlað að Steve-O og hyskið hans kæmu einungis fram á einni skemmtun 11. apríl en vegna mikils áhuga, að sögn að- standenda, hefur verið bætt við auka- skemmtun 12. apríl. Í tilkynningu segir að skemmtanirnar tvær verði ólíkar að áherslu; föstudags- sýningin, sem hefst kl. 23, er ekki ætluð viðkvæmum og er bönnuð innan 16 ára en laugardags- skemmtunin, sem hefst kl. 15, er ætluð og leyfileg öllum aldurs- hópum. Miðasalan á báðar skemmtanir hefst í Háskólabíói næstkomandi sunnudag, hinn 16. mars, kl. 12 á hádegi. Fyrstu 100 sem kaupa miða á föstudagssýningu fá að auki miða í partí á Astró sem haldið verður að skemmtun lok- inni, að viðstöddum einhverjum Kjánaprikum. Þeir sem koma með tappa af Sprite flöskum fá 500 kr. afslátt af miðanum, en þó aðeins þeir sem kaupa miða á sunnudag- inn kemur, fyrsta söludag. Ennþá meiri Kjánaprik Steve-O í stuði. Á LAUGARDAGINN var haldið allsérstætt uppboð á Hard Rock Café í Kringlunni. Alþjóðleg samtök barmmerkjasafnara (Pincollectors International Net- work) buðu þar til sölu minjagripi frá hinum og þessum löndum en allur ágóði af sölunni rann óskipt- ur til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna á Íslandi. Þennan dag var veitingastaðurinn því upp- fullur af „merkismönnum“ sem beindu söfnunaráráttu sinni í já- kvæðan farveg. Uppboð á minjagripum á Hard Rock Café Máttur í merkjum Stoltur safnari með gullin sín. Big Bernd, barmmerkjasafnari með meiru, ásamt Jóni Garðari Ögmunds- syni, framkvæmdastjóra Hard Rock Café í Kringlunni, á laugardaginn. Morgunblaðið/Árni Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.