Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 B 39HeimiliFasteignir Strandasel Falleg og vel skipulögð 59 fm íb. á 2. hæð. Suðursvalir. Nýl. eldhús og gólf- efni. V. 8,5 m. Áhv. 4,0 m. 6679 Sörlaskjól - sérinng. Falleg kjallara- íbúð á besta stað í bakhúsi við ströndina. Út- sýni til Bessastaða. Áhv. 5,0 m. Laus til af- hendingar. 6061 Klukkurimi - sérgarður 75 fm íbúð á 1. hæð í fimm íb. húsi. Rúmgóð eign á góðum stað. Rúmg. stofa m. útg. í garð í suður. Hús Steniklætt að utan. Áhv. 4 m. V. 9,9 m. Eyjabakki - hagst. lán Rúmgóð og falleg 70 fm íbúð á 2. hæð í nýl. álklæddu húsi. Rólegt og barnvænt hverfi. V. 9,2 m. Áhv. 7,6 m. 6006 Sumarbústaðir Grímsnes - Svínavatn Svo til nýr 51 fm sumarbúst. með ca 20 fm svefnlofti og ca 80 fm verönd. Fullbúin í hólf og gólf. Rafmagn, hitakútur, hitaveita væntanleg. Gott útsýni. Verð 7,3 m. 1303 Laufrimi - sérinng. - nýtt í sölu Falleg 65 íb. á 1. hæð (gengið beint inn) með sérinng. og stæði í opnu bílskýli. Sérþvottahús. Útg. í garð í suður. V. 9,2 m. Magnús Gunnarsson, sími 822 8242 Sölustjóri Skrifstherbergi - nýtt á skrá - til leigu Laust nú þegar 16-33 fm nýjar ,glæsilegar skrifstofur í nágr. við Smáralind. Sameigl. kaffist. Mjög góð staðs. Hagst. leiga Nýtt á skrá - til sölu - Dalvegur Kóp. - 410 fm Mjög góð staðsetn. Að mestu eitt stórt rými. Mjög góð lofthæð. Góð- ar innkeyrsludyr. Gott útipláss. Verð tilboð. Stangarhylur - 700 fm á tveim- ur hæðum - öll húseignin til sölu/leigu Skrifst., fundarsalur og lager. Mjög gott auglýsingagildi. Síma- og tölvulagn. Lóð og bílastæði fullb. Hentar fyrir félaga- samt., rekst. heildsölu, almennan skrifstofu- rekstur o.fl. Verð tilboð. Til sölu/leigu - Lyngháls Rvík - 230 fm Höfðinn Góð lofth. 4 m, góðar inn- keyrslud. Góð staðsetning. Skipti mögul. Lækkað verð. Nýtt á skrá - Bæjarlind Kóp. - til leigu/sölu 112 fm Vandaðar skrif- stofur á annarri hæð. Allt í topp standi. Að mestu eitt stórt rými. Tölvulagnir. Hagst. leiga. Rauðhella - Hafn. - til leigu samtals sjö 150 fm bil Mjög góðar innkeyrsludyr. Lofth. 6-7 metrar. Bílastæði og athafnarsvæði malbikað. Mögleg langtíma- leiga. Hagstætt leiguverð. Völuteigur - Mos. - til sölu 1487 fm Í dag er húsn. nýtt undir skrifst., framleið. og lager. Mjög góður kælir. Mjög góðar innkeyrsludyr. Eignin er í mjög góðu standi. Verð tilboð. Faxafen - Rvík - samtals ca 2750 fm Vörug. ca 2082 fm sem er skipt upp í smærri rými. Mögl er að hafa einn sal. Versl./skrifst. ca 668 fm. Innréttað í dag fyrir skólastarfsemi. Húsnæði sem býður upp á ýmsa möguleika. Mögulegt er að kaupa í tvennu lagi. Verð tilboð. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160 Til sölu/leigu Arnarsmári Kópavogi 230 fm verslunar- eða þjónustuhúsnæði á einni hæð. 1.100 fm fullfrágengin sérlóð með 15 malbikuðum bílastæðum. Stórt hellulagt torg. 25 ára leigusamningur við Olís (OB Bensín) getur fylgt. Góðar tekjur vegna bensínsölu. Kjörið fyrir verslun, heildverslun, söluturn, myndbandaleigu o.fl. Laust strax. Leiga kemur til greina. Áhv. lán 15 millj. til 25 ára með 7,7% föstum vöxtum. Einn gjalddagi á ári. Eftirstöðvar 18 afborganir. Næsti gjalddagi 17. janúar 2004. Ýmis eignaskipti. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar  564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Steinasel 246 fm einbýli, 4 svefnh. rúmgott eldhús með eikarinnréttingu, parket á stofu og sjónvarpsholi, flísar á baði. Bílskúr og geymsla um 80 fm. Gnoðavogur 130 fm miðhæð í fjórbýli, nýleg innrétting í eldhúsi, þrjú rúmgóð svefnherbergi, stofa með suðursvölum, parket á herb. og stofu, flísalagt bað, 32 fm bílskúr. Kársnesbraut 133 fm einbýli, 4 svefnherb. rúmgott eldhús, nýlegt járn á þaki, 29 fm bílskúr, laust 1. apríl. Helgubraut 248 fm endaraðhús með um 45 fm aukaíbúð íbúð í kjallara með sér- inngangi. Eldhús með góðri innréttingu, flísum milli skápa og á gólfi, rúmgóð stofa með parketi, þrjú svefnherb. og sjónvarpsherbergi, stórt baðherbergi með nýlegri innréttingu. Krossalind 146 fm parhús á tveimur hæðum, 5 svefnherb., stofa með vestursvölum, 28 fm innbyggður bílskúr, húsið er ekki fullbúið. V 23 m. Reynigrund 126 fm raðhús á tveimur hæðum, 4 svefnherb. suðursvalir, 25 fm bílskúr, laust fljótl. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Hvassaleiti Þjónustuíbúð í húsi sem VR byggði. Góð 72 fm 2ja herb. á 1. hæð, mikið skápapláss, parket á stofu og eldhúsi, flísar á baði, laus fljótlega. Barónsstígur 2ja herb. 62 fm íbúð á 1. hæð, rúmgott svefnherb. og stofa, flísar á baði, laus strax. Reynihvammur Ný 2ja herb. 60 fm á 1. hæð með sérinngangi , afhent máluð að innan án innréttinga. Til afh. strax. 3JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Laugavegur 125 fm 4ra herb. á á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi, góðar innréttingar, þrjú svefnherb, suð-vestursvalir á stofu, stæði í lokuðu bílahúsi, lækkað verð. Kársnesbraut 72 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýli með sérinngangi, tvö svefnh. með skápum og parketi, rúmgóð stofa, flísar á baði, suðursvalir. Lækjarsmári Nýleg 111 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi, 3 svefnh., stofa með suð-vestursvölum, parket á allri íbúðinni nema á baði sem er flísalagt, kirsuberjaviður í innréttingum. Glæsileg eign. Hamraborg 70 fm 3ja herb. á 5. hæð, glæsileg íbúð með nýlega innréttingum, laus strax. Sjá nánar fleiri eignir á netinu www.eignaborg.is/— Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi Seyðisfjörður — Fasteigna- og skipasala Austurlands er með í sölu 289,6 ferm. einbýli á Vesturvegi 8 á Seyðisfirði. Þetta er timburhús, byggt árið 1907 en hefur nýlega verið end- urnýjað að innan sem utan. Bílskúr úr steini, sem er 39,9 ferm. fylgir. „Um er að ræða sérstaklega glæsi- legt og reisulegt einbýlishús byggt úr timbri sem eigendur hafa síðustu mánuðina unnið við endurbætur á svo segja má að húsið hafi verið algjör- lega endurnýjað þó svo jarðhæðin hafi ekki verið innréttuð og fullkláruð að utan,“ sagði Guðrún Gísladóttir hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands ehf. „Þegar núverandi eigendur festu kaup á húsinu var ástand þess afar bágborið en síðan þá hefur m.a. að ut- an verið skipt um þak, allt gler, gluggar og hurðir hafa verið sérsmíð- aðir í upprunalegu útliti og húsið ein- angrað og klætt með sérsniðinni við- arklæðningu í upprunalegri mynd. Miklu fleira hefur verið endurnýjað en hér er talið. Húsið skiptist í kjallara/jarðhæð, aðalhæð og ris. Teikningar gera ráð fyrir þvottahúsi, tómstundaherbergi og sjónvarpsholi í kjallara en mest allt efnið til innréttinga þar er til. Aðalinngangur er á suðurhlið húss- ins en þar eru stórar svalir sem ná yf- ir tvær hliðar hússins. Af þeim er gengið inn í forstofu með miklum skápum og dúk á gólfi. Úr forstofu er gengið um fallegar millidyr með frönskum gluggum og komið inn í glæsilegt eldhús. Eldhúsinnréttingin er mikil, efri skápar að hluta til með gleri, ker- amikhelluborð, eldavél í gamaldags stíl og stór háfur, allt í svörtu. Eyja er á miðju gólfi en í henni er vaskur og borð sem hægt er að sitja við. Úr eldhúsi er útgangur á tvo vegu, annar er töluvert breiður, þar er borðstofa sem er samtengd stofunni. Borðstofa og stofa eru mjög rúmgóð- ar og bjartar. Úr stofu, fyrir miðri stofu og borðstofu, er svalahurð og er þaðan gengt út á stórar svalir á aust- urhlið hússins og eru þær samtengd- ar á suðurhlið. Úr stofu og einnig eldhúsi er komið inn í hol, þar er stigi upp á rishæð, lúga er ofan í kjallara, bakdyraút- gangur og þaðan er gengið inn í gott hjónaherbergi með góðum skápum. Stigi er upp á efri hæð, gamall, lítill gluggi er í stigauppgangi sem hleypir inn góðri birtu. Við stigaop á efri hæð er nýtt handrið. Á efri hæð er komið upp á mjög stóran stigapall og hol sem býður upp á margvíslega notk- unarmöguleika, þaðan er gengið inn í baðherbergi og fjögur svefnherbergi. Baðherbergið er mjög stórt með nýjum tækjum í gamaldags stíl. Her- bergin eru öll mjög rúmgóð, öll með skápum, tvö þeirra eru með miklum skápum. Furu fulningahurðir eru fyr- ir öllum herbergjum og baðherbergi. Í loftum er að mestu upprunalegur málaður panell. Öll gólf á efri- og neðri hæð eru með fallegum upprunalegum pússuð- um gólffjölum nema forstofa, eldhús og baðherbergi, þar eru nýir dúkar. Vandaðir gólf-, loft- og vegglistar í gamaldags stíl eru í öllum vistarver- um og umhverfis hurðir og glugga og eins eru á nokkrum stöðum rósettur í lofti. Að innan er húsið sérlega skemmtilegt og hefur endurnýjun tekist eins og best verður á kosið. Bíl- skúr sem tilheyrir eigninni er í frekar lélegu ástandi og er lóð umhverfis húsið ekki að fullu frágengin. Tilboð óskast í eignina.“ Hús með sögu Í Húsasögu Seyðisfjarðar eftir Þóru Guðmundsdóttur sem kom út 1995 segir m.a. að Sigurður Jónsson, verslunarstjóri hjá Framtíðinni hf. og síðar Sameinuðu íslensku versluninni, hafi látið reisa þetta glæsilega hús árið 1907. Það kom hingað til- sniðið frá Noregi. Árið 1930 varð fyrrnefnt fyrirtæki gjaldþrota og var húsið selt í framhaldi af því. Hjónin sem áttu það misstu þá bæði lífsafkomu sína og skömmu síðar lést einkadóttir þeirra. Hjálmar Vilhjálmsson, bæjarstjóri og síðar sýslu- maður, keypti hús Sig- urðar og bjó þar og hýsti jafnframt skrifstofur kaupstaðarins og síðar bæjarfógetaembættisins. Ríkið keypti sýslumannshúsið 1952 og var það nokkru síðar leigt út sem tvær íbúðir. Þetta gamla sýslumannshús er glæsilegur fulltrúi norskra timbur- húsa á Íslandi. Til stóð um tíma að rífa þetta hús en sú hugmynd mætti mik- illi andspyrnu hjá Seyðfirðingum og var fallið frá þeirri fyrirætlun. Eig- endur fluttu inn í hús þetta í febrúar 2001 og hafa síðan unnið við endur- nýjun þess af mikilli atorku. Að innan er húsið sérlega skemmtilegt og hefur endurnýjun tekist eins og best verður á kosið. Stigi er upp á efri hæð. Gamall, lítill gluggi er í stigauppgangi sem hleypir inn góðri birtu. Á efri hæð er komið upp á mjög stóran stiga- pall og hol sem býður upp á margvíslega notkunarmöguleika. Vesturvegur 8 Vesturvegur 8 á Seyðisfirði. Þetta er tæplega 300 fermetra timburhús, flutt tilhöggvið frá Noregi 1907. Það hef- ur fengið rækilega endurnýjun. Fasteigna- og skipasala Austurlands leitar tilboða í þetta hús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.