Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 B 3 bílar Ný Nissan Micra hreppti hönn- unarverðlaunin 2003 á bílasýning- unni sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Þessi verðlaun, sem hafa verið veitt frá árinu 1996, eru veitt af hönnuðum í bílaiðnaðinum, sam- tals um 600 manns frá 30 löndum. Þótti nýja Nissan Micran standa upp úr sem best hannaði bíllinn í sínum flokki. Fulltrúi dómnefndar í þessu kjöri, Dominique Fontignies, afhenti Shiro Nakamura, hönnunarstjóra Nissan, verðlaunin og sagði við það tækifæri: ,,Nýja Micran var valin besti kosturinn vegna þess að hönnuðum hennar hefur tekist að skapa afar vel heppnaðan bíl með sterk einkenni. Allt útlit Micrunnar er ferskt og aðlaðandi og vel hefur tekist að blanda saman hagnýtum hlutum við tækninýjungar af ýmsu tagi. Nýja Micran er afrakstur sam- starfs hönnuða í Japan og Evrópu en bifreiðin er hins vegar framleidd í Bretlandi. Ingvar Helgason hf. er umboðsaðili Nissan á Íslandi og hefst sala á nýju Micrunni í næsta mánuði. Nissan Micra hreppti hönnunarverðlaunin í Genf Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Nissan Micra fékk hönnunarverðlaunin í Genf. BÚIST er við að búnaður sem dregur úr hættunni á því að ökumenn dotti undir stýri verði kominn í flesta bíla innan þriggja ára. Búnaðurinn, sem kallast ASTid (Advisory System for Tired Drivers), er nýlega kominn í sölu og kostar í Bretlandi um 500 sterlingspund. Búnaðurinn tekur mið af því í hve margar klukkustundir við- komandi ökumaður hefur sofið, tíma dags og vegaðstæður og reiknar síðan út hvenær ökumanni sé nauðsynlegt að gera hlé á akstrinum. Einnig skynjar búnaðurinn hreyfingu stýris- hjólsins og aðrar vísbendingar um syfju ökumanns og varar hann við. ASTid var hannaður í samstarfi fyrirtækisins Pernix og svefnrann- sóknastofnunarinnar í Leicest- ershire. Samkvæmt Pernix er talið að búnaðurinn verði vinsæll hjá þeim sem starfa við langflutninga og leigu- bílaakstur en hann verður einnig markaðssettur fyrir almennan mark- að. Gegn dotti undir stýri HUGMYNDIR um hvernig best sé að vernda líf og limi vegfarenda streyma fram í kjölfar aukinna krafna frá umferðaryfirvöldum jafnt í Bandaríkjunum og Evrópu. Ford hef- ur nú tekið forystuna á þessu sviði. Ekki er langt síðan fyrirtækið kynnti búnað sem lyftir vélarhlífinni upp skömmu áður en vegfarandi skellur á henni og skýtur jafnframt út líknar- belg á utanverðri vélarhlífinni. Nú kynnir Ford sérstaka varnarhlíf sem skýst undan framstuðaranum þegar ekið er á gangandi vegfaranda. Bún- aðinum er komið fyrir neðan við fram- stuðarann. Hann skýst fram á sama hraða og líknarbelgur blæs út þegar skynjari í stuðaranum finnur að ekið hafi verið á fyrirstöðu. Hlífin gefur lít- illega eftir þegar hún lendir á fæti vegfaranda og dregur þar með úr högginu og hættunni á meiðslum. En tilgangur hlífarinnar er fyrst og fremst sá að gangandi vegfarandi lendi ekki undir bílnum heldur kastist upp á vélarhlífina þar sem hann á að lenda á vélarhlífinni sem hefur lyfst frá festingum sínum og á líknarbelg sem hefur blásið út. Stuðarinn sjálfur verður gerður úr ofurþéttu svamp- kenndu efni svo meiðsli á neðanverð- um fæti verði sem minnst. Fótahlíf neðan stuðarans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.