Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar OPEL bauð til kynningar á nýjasta bíl sínum, Meriva, á sumarleyfiseyj- unni Mallorca í síðustu viku. Meriva var frumsýndur á bílasýningunni í París 2002 sem hugmyndabíll og kemur á markað hérlendis síðsumars en í vor á meginlandi Evrópu. Þetta er fimm manna bíll byggður á und- irvagni Corsa og markar talsvert tíð- indi því þarna fer lítill bíll með óvenjumiklu innanrými og nýstárleg- um lausnum í sætaskipan. Opel-menn segja að Meriva ryðji brautina fyrir nýja gerð bíla, eins og stóri bróðir Zafira gerði á sínum tíma, en þó verð- ur að geta þess að Ford hefur þegar sett svipaðan bíl á markað sem heitir Fusion og einnig er Mazda 2 af svip- uðum meiði. Þessir bílar hafa þó ekki verið á markaði hérlendis. Með Meriva hefur Opel stigið enn eitt skrefið til að endurnýja fólksbílal- ínu sína. Ný Corsa er komin sem og Vectra og í sumar setur fyrirtækið á markað Signum sem kemur í stað Omega sem hætt verður að framleiða. Þá er von á nýjum Astra á næsta ári. Mikið hjólhaf – mikið innanrými Meriva er 4,04 metrar á lengd, eða 27 cm styttri en Zafira en hjólhafið er 2,63 metrar eða aðeins 6 cm styttra en á Zafira. Hjólin eru enda á ystu nöf sem gerir að verkum að innanrýmið er með mesta móti miðað við stærð bílsins. Framendinn er stuttur og með miklum halla og við tekur stór hallandi framrúða og þykkir a-bitar. Þakið myndar síðan boga að aftur- endanum sem er brattur, með há- stæðum afturljósaklasa og stórum afturhlera sem opnast upp. Það eru laglegar línur í bílnum sem sver sig í ætt annarra Opel bíla þar sem hvass- ar línur mæta mýkri formum. Þegar inn í bílinn er sest sést strax að það hefur verið vandað til verka. Á sætum og hurðarspjöldum er sterk- legt áklæði í tveimur lit- um og annað efnisval er vandað. Frágangur er alls staðar upp á það besta. Innbyggð hljómtæki með geislaspilara og tölvu- stýrð miðstöð með loft- kælingu ásamt leiðsögu- tæki var í prófunar- bílunum og stillingar fyrir hljómtæki og leiðsögu- tæki eru í stýrishjólinu. Öll stjórntæki leika í höndum ökumanns og hann finnur sig vel undir stýri. Sætastaðan er hærri en almennt er í fólksbílum. Stór a-bitinn hamlar þó dálítið útsýni úr bílnum þegar beygt er fyrir blindhorn þrátt fyrir litla skjáinn milli framrúðu og hlið- arrúðu. Flexspace sætafyrirkomulag Þrír komast í aftursæti og þar eru þrír hnakkapúðar og þrjú þriggja punkta belti. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því Opel kynnir þarna til sögunnar svokallað Flexspace sæta- fyrirkomulag. Það felur í sér aftur- sæti fyrir þrjá eða tvo sem vilja ferðast í miklum þægindum. Að auki felur kerfið í sér að farangursrými er stækkanlegt úr 350 lítrum, þegar það er minnst, upp í allt að 1.410 lítra án þess að nokkur sæti séu fjarlægð úr bílnum. Aftursætunum er skipt upp í þrjár sjálfstæðar einingar; tvö breið sæti og eitt mjórra miðjusæti. Í þess- ari stöðu er fótarýmið 993 millimetrar eða 31 millimetra meira en í miðju- röðinni í Zafira. Athygli vekur einnig gott höfuðrými í aftursætunum sem er 27 millimetrum meira en í Zafira. Miðjusætið er hægt að fella niður og myndast þá armpúði með geymslu milli ytri aftursætanna. Síðan er hægt að færa bæði ytri sætin á sleða um allt að 75 millimetra nær hvort öðru til að auka þægindi þegar tveir ferðast í aftursætum. Til þess að auka enn á þægindin er hægt að færa aft- ursætin um allt að 700 millimetra aft- ur til að auka fótarýmið. Loks er hægt að halla aftursætisbökunum úr 23 gráðu halla í 29 gráðu halla sem er þægilegt á lengri ferðum. Með þessu hefur Opel skotið öðrum ref fyrir rass því aðrir bílar í þessum stærðarflokki bjóða ekki upp á jafnmargar lausnir til að auka þægindi þeirra sem ferðast í aftursætum. Mikið flutningsrými En þar með er sagan ekki öll sögð því það er auðvelt að breyta Meriva í hálfgildings sendibíl. Fyrst eru aft- ursætin færð fram í fremstu stillingu og sætisbökin sett í 17 gráðu halla og þar með myndast 560 lítra farangurs- rými. Sé þörf fyrir enn meira flutn- ingsrými er hægt að fella sætisbökin alveg fram og myndast þá slétt gólf alveg að framsætum. Farangursrým- ið er þá komið upp í 890 lítra og sé fremra farþegasætisbak einnig fellt fram er farangursrýmið komið upp í 2.005 lítra og hægt að flytja hluti sem eru allt að 2,40 metrar á lengd. Undir farangursrýminu er síðan 60 lítra hólf sem er hentugt til að geyma ýmsa smáhluti en varadekkið er geymt undir bílnum. En væntanlegir kaupendur eru ekki einungis að leita að hagkvæmum sæta- og rýmislausnum í bílum. Þeir krefjast einnig þokkalegs akstursbíls. Meriva verður boðinn með fjórum vélargerðum þótt líklegt sé að aðeins tvær rati alla leið til Íslands. Þarna er um að ræða tvær 1,6 lítra vélar, þ.e. 8 ventla, 87 hestafla vél, sem verður ekki í boði hérlendis, og Ecotec, 16 ventla, 100 hestafla vél, sem verður líklega helsti sölubíllinn á Íslandi. Með þessari vél er bíllinn fáanlegur bæði með fimm gíra handskiptingu og Easytronic sjálfvirkri skiptingu. Að auki verður hann fáanlegur með 1,8 lítra, 125 hestafla vél og 1,7 lítra samrásardísilvél, 100 hestafla. Beinskipting eða Easytronic Annan prófunardaginn var bíllinn reyndur með 1,8 l Ecotec-vélinni og beinskiptingu. Með þessum búnaði eru menn með í höndunum virkilega aflmikinn bíl. Leiðin lá meðal annars um fjallavegi á norðausturhluta eyj- arinnar og þar kom að góðum notum hið mikla tog vélarinnar. Það var því óþarfi að hræra mikið í gírunum nema rétt þegar skotist var milli vink- ilbeygjanna. Bíllinn er vel einangrað- ur frá vél en nokkur vegdynur heyrð- ist enda bíllinn á lágprófilbörðum og allur hinn sportlegasti. Staðalbúnað- ur er diskabremsur á öllum hjólum með ABS og hemlunarátaksdreifingu og neyðarhemlun. Stýrið er, eins og í svo mörgum nýjum bílum, með raf- magnsmótor sem dregur úr bensín- eyðslu, og aðlagar sig jafnframt að auknum hraða með þyngingu. 1,6 lítra Ecotec-vélin er sömuleiðis góður kostur í þennan bíl. Hún var reynd með Easytronic-skiptingunni sem er ekki sjálfskipting heldur kúp- lingslaus beinskipting þótt skiptingin fari annaðhvort fram sjálfvirkt eða með því að pikka gírstöngina eins og í Tip- og Steptronic sjálfskiptingum. Munurinn er bara sá að meiri hnökr- ar eru á skiptingunni, þ.e.a.s. smáhik myndast áður en bíllinn skiptir um gír þegar ökumaður velur að skipta sjálfur. Þetta er svipað kerfi og Sele- speed frá Alfa Romeo. Engin hefð- bundin sjálfskipting verður í boði í Meriva. Eins og fyrr segir er þessi nýstár- legi bíll væntanlegur hingað til lands seint í sumar og má búast við að verð- ið verði á bilinu 1,7–1,8 milljónir króna. Lítið er hægt að segja um verð fyrr en búnaður liggur fyrir og auk þess er ljóst að Meriva er ekki að fara í beina samkeppni við aðra bíla á markaði hérlendis heldur ryðja brautina fyrir nýjar lausnir í innan- rými í þessum stærðarflokki. Hár afturendi með hástæðum afturljósum og stórum rúðum. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Meriva er rétt rúmir 4 metrar á lengd en hjólhafið er mikið. Gott efnisval og laglegur frágangur er á innanrýminu. Opel Meriva með nýstárlegar lausnir gugu@mbl.is Rúmgóður og fjölhæfur. REYNSLUAKSTUR Opel Meriva Guðjón Guðmundsson A-bitinn skyggir á út- sýni við viss- ar aðstæður. Lengd: 4.042 mm. Breidd: 1.694 mm. Hæð: 1.624 mm. Hjólhaf: 2.630 mm. Flutningsrými: 350-1.410 lítrar. Eigin þyngd: 1.350 kg. Hleðslugeta: 455 kg. 1,6 Ecotec: 100 hestöfl, 150 Nm við 3.600 sn./mín. Hröðun: 13,3 sekúndur. Hámarkshraði: 175 km/klst. Eyðsla: 7,5 lítrar í blönd- uðum akstri (beinskiptur). 1,8 Ecotec: 125 hestöfl, 165 Nm við 4.600 sn./mín. Hröðun: 11,3 sekúndur. Hámarkshraði: 192 km/ klst (beinskiptur). Eyðsla: 8,2 lítrar í blönd- uðum akstri (beinskiptur). Opel Meriva 1,6 og 1,8 Ecotec

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.