Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 B 5 bílar IB ehf. á Selfossi hefur verið einn af- kastamesti innflytjandi bandarískra bíla á undanförnum misserum og um næstu helgi verður stórsýning hjá fyrirtækinu á ýmsum breyttum og óbreyttum bílum í samstarfi við IceCool jeppabreytingar og Bíla- skjól í Kópavogi, sem smíðar sjúkra- bíla fyrir IB. Líklega er langt síðan jafnmargir amerískir bílar hafa verið sýndir á einni bílasýningu hérlendis. Ingimar Baldvinsson er eigandi fyrirtækisins og hann segir að inn- flutningur á amerískum bílum hafi tekið mikinn kipp að undanförnu, ekki síst vegna hagstæðs gengis krónunnar gagnvart dollara. „Við ætlum að sýna Ford Excurs- ion í miðri breytingu og þrjá aðra pallbíla með sömu dísilvélinni, 6,0 lítra Powerstroke,“ segir Ingimar. Bíllinn, sem er breyttur af IceCool á Selfossi, er 5,76 metrar á lengd, eða hálfum metra lengri en Ford Exp- edition og tæpum metra lengri en Explorer. Hestöflin eru 325 við 3.300 snúninga á mínútu og hann togar 784 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Þá verður sýndur nýr GMC Dura- max með nýju útliti á framenda og innréttingu, ný útfærsla af Chevr- olet Astro hjólastólabíl og slökkvibíll með oneseven-búnaði, sem brýtur einn vatnsdropa niður í sjö með þrýstilofti, vatni og froðu. Slökkvi- bíllinn er pallbíll með 1.000 lítra tank en Ingimar segir að hann sé jafnvíg- ur tveimur venjulegum slökkvibíl- um. „Þetta er alger bylting þótt erf- itt sé að koma þessu inn á markaðinn. Það eru aðrir sem telja sig eiga þennan markað og beita öll- um brögðum. Þetta er mun ódýrari og öflugri slökkvibíll og hámarks- hraði bílsins er 150 km á klst.“ Ib ehf. hefur einnig smíðað sjúkra- bíla og sýnir einn slíkan á sýningunni en alls hefur fyrirtækið flutt inn eina 30 slíka bíla. Þá verður sýndur breyttur Econoline, Chevrolet Aval- anche sem er með loki á pallinum og hægt að opna inn í farþegarýmið og þannig hægt að nýta bílinn sem svefnbíl. GMC Envoy verður sýndur með nýrri 270 hestafla, sex strokka dísilvél. Þessi bíll var kjörinn pallbíll ársins 2002 í Bandaríkjunum og vakti vélin sérstaka athygli fyrir það hve hún er þýðgeng og hljóðlát. Sex hjóla Econoline, breyttur af IceCool, verður á sýningunni á sunnudaginn. Þetta er bíll á heims- mælikvarða. Hann er á þremur há- singum og með loftpúðafjöðrun á öll- um hjólum og 7,4 lítra Powerstroke vél. Allir helstu forsvarsmenn hafa fengið far í þessum bíl um fjöll og firnindi hérlendis. Einnig verða sýndir F-250 með nýrri dísilvél og tveir F-350 pallbílar og verður annar F-350 í reynslu- akstri. IB ehf. kynnir einnig varahluta- og sérpöntunarþjónustu fyrir amer- íska bíla. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag. Sex hjóla Econoline breyttur af IceCool á Selfossi. IB ehf. hefur flutt inn á fjórða tug sjúkrabíla. Ford Excursion í miðri 44" breytingu fyrir björgunarsveit. Amerískir vinnujálkar og sportlegir pallbílar Ford F-350 í LE-útfærslu er fluttur inn af IB ehf. Á sýningunni verður kynntur slökkvibíll sem er sagður afkasta jafnmiklu og tveir venju- legir slökkvibílar. Subaru Legacy GL 2.0 4WD f.skr.d. 25.08. 2000, ek. 60 þús. km., 5 dyra, sjálfskiptur, 15“ álfelgur, dráttarbeisli, geislaspilari o.fl. Verð 1.760.000. Notu› atvinnutæki og fólksbílar Smelltu flér á sölutorgi›! Á vef Glitnis er a› finna til sölu: Nota›a fólksbíla og atvinnutæki s.s. atvinnubifrei›ar, vinnuvélar, i›na›arvélar, skrifstofu- og tölvubúna›. fiar eru ítarlegar uppl‡singar og myndir, auk fless sem hægt er a› reikna út grei›slubyr›i lána og senda tilbo›. Kíktu á www.glitnir.is og sko›a›u frambo›i›! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – h lut i a f Í s landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.