Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar HJÓLASTILLUM JEPPA Á STÓRUM DEKKJUM TÓMSTUNDAHÚSIÐ Glaciar Motorsport aukahlutir á bíla í úrvali Nethyl 2, sími 587 0600 www.glaciar.is Sími 535 9000 TÖLURNAR um Carrea GT segja nánast allt sem segja þarf um getu bílsins: Það tekur hann 9,9 sek- úndur að ná 200 – ekki 100 – heldur 200 km hraða. Og fulltrúar Porsche á bíla- sýningunni í Genf sögðu svona nokkuð einkenna allt sem viðkemur þessum snögga bíl. Porsche Carrera GT er 4,61 m á lengd, 1,92 á breidd og 1,16 á hæð með hjólhafi sem er 2,73 metr- ar. Sem sagt langur, breiður og lágur eins og hraðakstursbílar þurfa að vera og þyngd hans er 1.380 kg. Tíu strokka og 5,7 lítra vélin er 612 hest- öfl og togið er 590 Nm á 5.750 snúningum. Há- markshraðinn er 330 km og segja fulltrúar Porsche að þrátt fyrir þessi afköst sé bíllinn mjög svo hæfur til daglegs brúks þar sem aksturseig- inleikarnir séu ekki síðri þótt hægar sé ekið, þ.e. ekki stundaður kapp- akstur. Porsche fyrirtækið hefur sett sér grundvallarstefnu í kapp- akstursverkfræði sinni: Málamiðlan- ir eru ekki möguleiki. Þess vegna segja þeir verkfræðinga fyrirtækis- ins hafa náð svo langt í þróun, leit og útfærslu við alla getu bílsins sem fært hafi fyrirtækinu þúsundir sigra í kappakstri um heim allan í rúm 50 ár. Bíllinn er hannaður fyrir kapp- akstursbrautir og síðan finstilltur fyrir venjulega vegi. Carrera GT var sem sagt fram- leiddur fyrir Le Mans sólarhrings- kappaksturinn og eftir 16 sigra árið 1998 var ákveðið að undirbúa fram- leiðslu á götubíl, sportbíl, sem byggður væri algjörlega á kappakst- urseiginleikunum. Haustið 2000 tók bíllinn að mótast frekar og nú er hann lifandi kominn – tilbúinn á markað. Porshe Carrera GT – það sést um leið að hér er eingöngu áhersla á aksturseig- inleika sem snúast um hraðann. Porsche Carrera GT Er annað hægt en að fá að minnsta kosti snert af bíladellu þegar menn setjast uppí svona bíl? Á BÁS Lexus er mest gert úr nýrri kynslóð RX300 jeppans sem fulltrú- ar Lexus segja að leggi enn nýjar línur í flokki sportlegra bíla eða ferðabíla sem hlaðnir eru hvers konar þægindum. Staðhæfa þeir að Lexus sé meðal eftirsóknarverðustu tegunda sem boðnar eru á Evrópu- markaði. Bíllinn kemur á markað í maí. Meðal helstu breytinga á Lexus RX300 er lenging um 16 cm, bíllinn er 3,5 cm breiðari og nokkrar útlits- breytingar hafa verið gerðar. Boðin er áfram þriggja lítra V6 vél sem orðin er ívið aflmeiri eða 204 hest- öfl. Fimm gíra sjálfskiptingin var einnig endurbætt og allt þetta á að gefa bílnum aukinn hámarkshraða, úr 180 km á klst. í 200. Þrátt fyrir aukið afl minnkar eyðslan, er sögð lækka úr 13 l/100 km í 12,2 lítra. Þegar sest er uppí RX300, hvort heldur er í fram- eða aftursæti, er ekki hægt að kvarta yfir þrengslum þar sem gott rými er á alla kanta. Þá er yfirbragðið allt að innan skemmtilega frísklegt og vandað. Til að aðstoða við að leggja í þrengslum er bíllinn búinn mynda- vél að aftan sem sýnir á leiðsögu- skjánum í mælaborði hvernig um- horfs er aftan við bílinn og kemur það í veg fyrir að menn reki bílinn í þegar bakkað er. Lexus hyggst innan tveggja ára bjóða RX með vetnisvél og segja talsmenn fyrirtækisins að það verði fyrsti lúxussportbíllinn sem bjóði uppá þann möguleika. Lexus RX300 er í senn glæsilegur og rennilegur vagn. Lexus RX300 orðinn lengri og breiðari Alþjóðlega bílasýningin í Genf stendur til sunnudags. Hér drepur Jóhannes Tómasson á eitt og annað sem þar bar fyrir augu við upphaf sýningarinnar. Innan dyra í Lexus RX300 er nánast allt til þæginda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.