Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F SAMGÖNGUR AFÞREYING FISKIÐNAÐUR Starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á nýjar skrifstofur Samskipa í Suður-Kóreu og í Kína. Mikil gróska er í afþreyingar- iðnaðinum hér á landi. Kínverjar auka stöðugt tvífrystingu á fiski á kostnað annarra landa, meðal annars Noregs. SAMSKIP/6 Í STANSLAUSRI/8 BOLFISKVINNSLAN/13 HÆKKUN vísitölu neysluverðs er meiri nú en bæði markaðsaðilar og Seðlabanki Ís- lands höfðu reiknað með, að sögn Birgis Ís- leifs Gunnarssonar seðlabankastjóra. „Við spáum auðvitað ekki frá mánuði til mánaðar en reynum að meta spána frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs til fyrsta ársfjórðungs í ár. Þá sýnist okkur að þetta sé aðeins hærra en gert var ráð fyrir í okk- ar spá en munar þó ekki miklu,“ segir Birg- ir Ísleifur. Hann segir að það séu útsölulok sem skýra ríflega helming hækkunarinnar nú. „Síðan heldur húsnæðisliðurinn áfram að hækka. Að þessu sinni virðist það vera vegna nýs mats á húsaleigu, sem fram- kvæmt er á þriggja mánaða fresti. Vegur þar mjög þungt hækkun á leigu félagsbú- staða í Reykjavík. En leigan á þeim hækk- aði um 8% samkvæmt þessari mælingu. Þetta sýnir að tólf mánaða vísitöluhækk- unin er 2,2% en Kjarnavísitala 1, sem er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns, hækkar um 2,65% sl. 12 mánuði en Kjarnavísitala 2, sem er kjarna- vísitala 1 án opinberrar þjónustu, hækkar um 2,3% á sama tímabili,“ segir Birgir Ís- leifur. Að mati Seðlabankans sýnir hækkun vísi- tölunnar nú að það sé ekki rétt sem haldið hefur verið fram í opinberri umræðu, og Seðlabankinn gagnrýndur fyrir, að vera að berjast við verðbólgu sem alls ekki sé til staðar. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er einhver verðbólga í pípunum og okkar er að halda henni sem næst verðbólgumark- miði Seðlabankans sem er 2,5%,“ segir Birgir Ísleifur. Hann segir að alltaf þurfi að hafa fyrir- vara um mælingar á jafn stuttu tímabili, eða einum mánuði. „Heldur meiri hækkun vísitölunnar nú í mars en undanfarin ár get- ur bent til þess að það sé meiri eftirspurn í gangi þannig að menn þori að hækka meira í samkeppninni en ella. Það er ýmislegt fleira sem bendir til þess, m.a. aukin greiðslukortavelta.“ Birgir Ísleifur segir að svo virðist sem undirliggjandi eftirspurn- araukning eða bjartsýni ríki í þjóðfélaginu. „Það er ekkert annað en gott um það að segja en sýnir þó að það verður að hafa var- ann á varðandi verðbólguna.“ V E R Ð B Ó L G A N Meiri hækkun en spáð var Húsaleiguhækkun Félagsbústaða vegur þungt VÍSITALA neysluverðs hækk- aði um 1,08% frá fyrra mánuði sem er töluvert meiri hækkun en fjármálafyrirtækin höfðu spáð, en spár þeirra voru á bilinu 0,4–0,6%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,11% frá fyrra mán- uði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 1,3% sem jafn- gildir 5,1% verðbólgu á ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Mestu munar um hækkun á verði á fötum og skóm í kjölfar vetrarútsala. Hækkunin nam 12,9% milli mánaða eða sem svar- ar 0,63% hlutdeild í heildarhækk- un. Verð á bensíni og dísilolíu hækkaði um 5,1% sem gerir 0,19% hlutdeild í heildarhækkun vísitöl- unnar. Eins hækkaði markaðs- verð á húsnæði og húsaleiga um 1,2% eða sem svarar til 0,15% af heildarhækkun. Styrkingar gætir ekki Ólafur Darri Andrason, deildar- stjóri hagfræðideildar Alþýðu- sambands Íslands, segir hækk- unina vera heldur meiri en búist hafi verið við. Helstu skýringuna er að finna í útsölulokum á fatnaði og skóm líkt og yfirleitt í mars- mánuði. „Það sem stingur svolítið í augun að húsnæðisliður vísitöl- unnar hækkar sem skýrist annars vegar af því að húsaleiga er að hækka, að hluta til vegna hækk- unar hjá Félagsbústöðum en einn- ig hækkar reiknuð húsaleiga sem er í raun staðgreiðsluverð hús- næðis.“ Ólafur Darri tekur sem dæmi um aðrar hækkanir verðhækkun á bensíni og olíum og einnig hús- gagnaverð en skýringin er sú að þau lækkuðu í síðasta mánuði og lækkunin er því að ganga til baka. „Við erum enn með lága 12 mán- aða verðbólgu eða 2,2% sem er undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5%. Síðan veldur ákveðnum vonbrigðum að styrking krónunnar virðist ekki halda aftur af hækkunum nú en gengið hefur verið að styrkjast frá áramótum,“ segir Ólafur Darri. Hannes Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að hækkun vísi- tölunnar nú sé talsvert meiri en Samtök atvinnulífsins hafi búist við og komi á óvart. „Hækkunina má rekja til fárra stórra breytinga og augljósast eru útsölulok og miklu meiri kraftur í þeim en gert hafi verið ráð fyrir. Undanfarna mánuði hefur þessi liður lækkað meira en undanfarin ár og töldum við að þar væri um að ræða blönd- uð áhrif af gengishækkunum og útsöluáhrifum. Það virðist eins og að áhrif gengishækkunarinnar skili sér ekki inn að þessu sinni,“ segir Hannes. Hann segir enn mikla hækkun á húsnæðisliðnum af völdum mikill- ar eftirspurnar en þar megi einnig sjá áhrif lækkunar ávöxtunarkröf- unnar sem komi fram sem hækk- un á staðgreiðsluverði á húsnæði. „Vísitalan byggist á staðgreiðslu- verði og peningagreiðslan kann að breytast þó svo að markaðsverðið sem slíkt breytist ekki eins mikið. Hækkun eldsneytisverðs er nátt- úrlega af alkunnum ástæðum. Þessir þrír liðir hafa mest áhrif til hækkunar en matvælaverð hefur hins vegar lækkað,“ segir Hannes. Í Morgunpunktum Kaupþings segir að meðaltalshækkun vísitölu neysluverðs í marsmánuði síðast- liðin tíu ár sé 0,3%. „Það er því ljóst að hækkunin nú er vel yfir meðaltalshækkun marsmánaðar og þarf að leita aftur til 1989 til að finna meiri hækkun í marsmánuði. Þetta er sérstaklega athyglisvert með tilliti til mikillar styrkingar krónunnar að undanförnu sem ætti að halda aftur af hækkunum á innfluttum varningi. Innfluttar vörur hækkuðu um nærri 3% í mánuðinum og er athyglisvert að verð innfluttra vara hefur verið óbreytt undanfarna 12 mánuði. Virðist því sem mikil styrking krónunnar hafi ekki haft veruleg áhrif á verðlag innfluttra vara. Þetta kemur verulega á óvart,“ að því er segir í Morgunpunktum Kaupþings. Skörp hækk- un vísitölu neysluverðs Útsölulok skýra ríflega helming hækkunar vísitölunnar um 1,08% í marsmánuði                      ! " #! #     !  "#!$% & ' (  $$%&  '  "#!  &')!#% *)* + + ( )!*+"  +")! $!) , - % )  ( ,- -"  ,.! !/'  (0'! '  ,  ") !% 1% 2! + !"#$%&% '()"&* (+," -./ 3 .( ( 012 3 / 4 4 ( 4 , 3 4  / 4 4 /( 3 / ' /  Miðopna: Í stanslausri leit að skemmtun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.