Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR            # #  #'#   4 - -0+-1 *  '( ' (  # #  #'# 5 (   4 -      (  '   ##  #'#'#       (# # (#'# # # 4  (#'##'## # # #  !    # #      + LOÐNUVERTÍÐIN er nú að fjara út, aðeins um 35 þúsundtonn eftir af kvótanum og stefnir í lökustu vertíð frá árinu1995.Þó að aflinn á yfirstandandi loðnuvertíð sé þannig varla meiri en í slöku meðallagi og sjómenn segist þokkalega sáttir, hafa margir þeirra lýst áhyggjum sínum yfir ástandi loðnustofnsins, enda hafi í rannsóknaleiðangrum Hafrannsóknastofnunarinnar ekki fundist loðna í nægjanlegu magni til að standa undir góðri sumar- og haustvertíð. Heildarkvóti vertíðarinnar er 765 þúsund tonn og varla útlit fyrir að bætt verði við kvótann úr þessu, enda bólar ekkert á loðnu úr vestri, sem oft hefur komið loðnusjómönn- um þægilega á óvart og lengt vertíðina í annan endann. Sé loðnuvertíðin sem nú er að renna sitt skeið á enda borin sam- an við síðustu vertíð, verður samanburðurinn ærið óhagstæður. Á síðustu vertíð veiddu íslensku loðnuskipin alls um 1.051 þúsund tonn sem er næstmesti afli á einni vertíð frá upphafi. Aflinn varð að- eins meiri á vertíðinni árið 1997, alls 1.249 tonn. Þannig er allt útlit fyrir að aflinn á yfirstandandi vertíð verði að minnsta kosti hátt í 300 þúsund tonnum minni en á síðustu vertíð. Ætla má að útflutn- ingsverðmæti þeirra nemi nú ríflega 4 milljörðum króna, sé miðað við að allur aflinn fari til bræðslu. Varla er þó hægt að tala um tapað fé í þessu samhengi, enda ómögulegt að segja til um það fyrirfram hvað auðlindin gefur. Það er bót í máli að verð á mjöli og lýsi er fremur hagstætt um þessar mundir og því viðbúið að afkoma vertíð- arinnar í heild verði að minnsta kosti viðunandi. Hins vegar má segja að afkoma vetrarvertíðarinnar valdi töluverðum vonbrigðum, enda hefur ekki náðst að framleiða eins mikið af hinni verðmætu Japansloðnu og -hrognum eins og vonir stóðu til. Heilfrysting loðnu fyrir Japansmarkað hefur löngum haft yfir sér blæ gullæðis, enda greiddu Jap- anir áður fyrir hátt verð fyrir stóra loðnu með réttu hrognainnihaldi. Æð- ið hefur hins vegar runnið nokkuð af mönnum síðustu misseri, enda hefur samkeppni við Norðmenn á þessum markaði harðnað mjög, loðnan er auk þess smærri en mörg undangengin ár og Japanir þar af leiðandi ekki til- búnir til að greiða fyrir hana eins hátt verð. Aðeins voru fryst um 2.500 tonn af loðnu fyrir Japansmarkað á yfirstandandi vertíð sem er talsvert minna magn en oft áður. T.d. voru fryst um 20 þúsund tonn fyrir Japansmarkað árið 1998. Athygli vekur að Japansfrystingin hefur á þessari vertíð færst að mestu út á sjó, megnið af þeirri loðnu sem seld verður til Japans var fryst um borð í loðnuskipum sem til þess eru búin en sáralítið í landi. Heilfrysting loðnu fyrir markaði í Austur-Evrópu, einkum Rúss- landi, hefur hinsvegar vaxið nokkuð á undanförnum árum og ætla má að fryst hafi verið um 20 þúsund tonn af loðnu á þann markað á yfirstandandi vertíð en til samanburðar má nefna að í fyrra voru fryst um 14 þúsund tonn á Rússland. Mun lægra verð fæst hins- vegar fyrir loðnuna á þessum markaði en í Japan. Þá voru markaðir fyrir frosin loðnuhrogn mjög lofandi fyrir yfir- standandi vertíð, eftirspurnin var mikil í Japan og verðið ágætt. Loðnukvótinn var hinsvegar langt kominn þegar hrognin uppfylltu hinar ströngu kröfur japanskra kaupenda og því útlit fyrir að fram- leiðslan verði nokkuð minni en áætlað var. Innherji skrifar Endaslepp loðnuvertíð Frysting loðnu fyrir Japansmarkað hef- ur löngum haft yfir sér blæ gullæðis en nú hefur æðið runnið af mönnum innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● Í MORGUNPUNKTUM Kaupþings fyrr í vik- unni eru vaxtaákvarðanir Seðlabanka Ís- lands gagnrýndar og segir að bankinn hafi lækkað vexti of seint. Þar segir að Seðla- bankinn virðist nota „ýmist verðbólgu eða verðbólguvæntingar til að mæla peningalegt aðhald.“ Bent er á að fyrir ári síðan hafi verð- bólga verið notuð til að finna út hve mikið að- hald bankinn ætti að hafa og hvert eðlilegt vaxtastig væri. Kaupþing segir að nú sé hins vegar notast við væntingar um verðbólgu sem séu 1-1,5% hærri en verðbólgan sjálf. Segir Kaupþing að hið sama megi segja um gengi krónunnar. Í nýjasta tölublaði Pen- ingamála sem Seðlabankinn gefur út segir að bankinn telji ekki tilefni til lækkunar á vöxtum bankans með það eitt að markmiði að stuðla að lækkun á gengi krónunnar. Kaupþing gagnrýnir þetta. „Fyrir ári síðan taldi þó bankinn mikilvægt að halda vöxtum háum til að grafa ekki undan gengi krón- unnar. Sá grunur hlýtur því að læðast að mönnum að vöxtum hafi verið haldið of lengi of háum,“ segir í Morgunpunktum Kaup- þings. Vextir lækkaðir of seint? ● AFKOMA kanadíska sjávarútvegsfyr- irtækisins Fishery Product International (FPI) batnaði umtalsvert á síðasta ári. Hagnaður fé- lagsins nam 13,8 milljónum kanadískra doll- ara (1 CAD = 52,4 ÍSK) en lít- ils háttar tap hafði verið af rekstri félagsins árið áður, sem skýrðist aðallega af óreglulegum liðum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslands- banka, en þar segir ennfremur eftirfarandi um afkomu FPI: „Velta FPI jókst um 5% frá fyrra ári og var 740 milljónir dollara. Kostnaðarverð seldra vara var 655 milljónir dollara og var álagning félagsins því 11,6% og hækk- aði lítið eitt frá fyrra ári. Hagnaður fyrir skatta var 21,5 milljónir dollara. Á fjórða ársfjórðungi jókst velta félagsins um 6% og nam 203,3 milljónir dollara og hagn- aðist félagið um 4,9 milljónir dollara, samanborið við 1,9 milljónir árið áður. Hagnaður á hlut á fjórða ársfjórðungi var 0,31 dollari samanborið við 0,12 á sama tíma árið áður.“ Betri afkoma hjá FPI ◆ ◆ ll SJÁVARÚTVEGUR ● STRAUMUR hf. tilkynnti í gær að félagið hefði fest kaup á 10,38% hlut í Íslenska hugbúnaðarsjóðnum, eða sem nemur 146.893.982 krónum að nafnvirði. Fyrir átti fjárfestingarfélagið 1,73% í sjóðnum, þannig að eignarhlutur þess er 12,11% eftir við- skiptin eða 171.414.736 krónur að nafn- virði. Straumur kaupir í ISHUG ● INFORMATION Management (IM) hefur gert samning við IT North um sölu á tengsla- stjórnunarkerfi IM, IM-CCM, sem heldur ut- an um samskiptasögu fyrirtækja og við- skiptavina. IT North, sem er danskt ráðgjafafyrirtæki og söluaðili hugbúnaðar, hyggst kynna IM-CCM fyrir dönskum fyrir- tækjum á markvissan hátt og segir Ragnar Bjartmarz, framkvæmdastjóri IM, í frétta- tilkynningu að samningurinn við IT North muni opna fyrirtækinu nýjar leiðir í sölu hug- búnaðar. IM selur til Danmerkur DÓTTURFYRIRTÆKI Samskipa í Bandaríkjunum, Samskip Inc., hefur skrifað undir samstarfssamning við Direct Container Line USA DCL um dreifingar- og vöru- húsaþjónustu í Bandaríkjunum og Kanada. Samkvæmt samkomulaginu taka Samskip við allri starf- semi Direct Container Line í Norfolk í Virginíu, jafnt vöru- húsaþjónustu sem bókun á frakt. Er samstarfið þegar haf- ið því í síðasta mánuði hófst samnýting vöruhúss Samskipa í Norfolk. Samskip verða einn- ig umboðsaðili fyrir DCL í Virginíu og umboðsskrifstofur Direct Container Line munu annast móttöku á frakt Sam- skipa á um 30 stöðum í Banda- ríkjunum og Kanada. Gunnar Kvaran, framkvæmdastjóri Samskip Inc., segir að með þessu móti geti Samskip, sem umboðsaðili DCL, boðið við- skiptavinum í Ameríkuflutn- ingum upp á hagstæða þjón- ustu og tíðar ferðir til flestra áfangastaða í heiminum, hvort sem um sé að ræða lausafrakt eða gámaflutninga. Fram kemur í tilkynningu að Direct Container Line USA sé eitt af stærri flutningafyr- irtækjum Bandaríkjanna með umboðsaðila um allan heim. Það sé í eigu NACA Logistics Group, sem aftur sé eitt stærsta flutningafyrirtæki heims. Samskip í sam- starf í Ameríku Tíðar ferðir til flestra áfangastaða í heiminum ◆ TÖLVULEIKIR selj- ast fyrir 30 milljarða dollara á ári en flestir kaupendurnir eru karl- kyns. Á ráðstefnu tölvuleikjaframleið- enda í Kaliforníu á dögunum kom fram að ætlunin er á næstunni að leggja meiri áherslu á leiki sem höfða til kvenna. Tölvuleikjaiðnaður- inn er meðal fárra í há- tæknigeiranum sem hefur verið að vaxa að undanförnu þrátt fyrir niðursveiflu. Sala leikjanna jókst um 10% á síðasta ári, segir í frétt BBC. Þrátt fyrir vöxt og velgengni hafa framleiðendur áhyggjur af því að konur virðast ekki kaupa tölvuleiki, þrátt fyrir að verja almennt meira fé til neyslu en karlar. Alþjóðlegt félag leikjahönnuða hefur sett á fót sérstaka nefnd til að vinna að því að jafna hlutföll kynjanna í heimi tölvuleikja. Eitt af því sem nefndin stefnir að er að fjölga kon- um í hópi þeirra sem hanna og framleiða tölvuleiki. Bent er á að flestir þeir sem búi til tölvuleiki séu karlmenn og að flestir tölvuleikir séu miðaðir við að karlmenn spili þá. Með fleiri konur á bak við leikina er vonast til að fleiri konur kaupi tölvuleiki. Þá er talið að fjölga þurfi kvenpersónum í tölvuleikjunum sjálfum, einkum þeim sem þjóna öðrum tilgangi en að vera augnayndi fyrir spilarana. Kvenlegri tölvuleikir Reuters TVÖ fyrirtæki berjast nú um þýska hárvöruframleiðandann Wella. Bandaríski risinn Proct- er&Gamble og hið þýska Henkel vilja bæði eignast þetta næst- stærsta hárvörufyrirtæki heims, enda mikið í húfi. P&G hefur ítrekað reynt að kaupa fyrirtækið og fyrir skömmu virtist von vera á að það tækist fyrir litla 6 milljarða doll- ara. En nú hefur staða P&G breyst í þessu tafli eftir að Henk- el, sem m.a. framleiðir Schwarz- kopf-hárvörur, eignaðist 7% hlut í Wella. Samkvæmt þýskum lög- um verður að fá samþykki 95% hluthafa til að hægt sé að taka yf- irtökutilboði. Hlutur Henkel í Wella nægir því til að koma í veg fyrir að P&G eignist það. Nýti Henkel sér þennan rétt sinn getur það komið í veg fyrir að P&G eignist Wella. Yfirtaka P&G á Wella er talin vera nær eina leiðin fyrir P&G að vaxa frekar í Evrópu og ná þannig að ógna hinu franska L’Oreal, sem er stærsti hárvöruframleiðandi heims. Henkel er þó ólíklegt til að gefa mikið eftir því yfirtaka þess á Wella er einnig talin skipta miklu máli fyrir vöxt fyr- irtækisins. Heimildamenn Reut- ers telja að Henkel sé reiðubúið að bjóða allt að 7 milljörðum doll- ara til að eignast Wella. Gert er ráð fyrir að botn fáist í málið á næstunni. Lokagengi hlutabréfa í Wella var 74,5 evrur á hlut en eigendur fyrirtækisins eru sagðir vilja fá milli 80 og 90 evrur á hlut fyrir sinn snúð, náist samningar um sölu til annaðhvort Henkel eða P&G. Kapphlaupið um Wella Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.