Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 4
                ' "  3       45 3          36 3         3                   ! + -       47 8 "      " 3            %8  #    #  9  3  "  #  :  8      " .       +83 8 $    "     %8 "         .  8      #  ;< ./ "                 *==3 &5 !8  . '58> 8  . :5  &5  8 6 (;? *==3  .  @A @ A B @B @ACB A @ CC C  @ %   8 D58 . 1 2 B1B 2 1 2 A1 2 4 .. %    -. D58  ; 7 E F- <83 F- 8   :   *  %   %    -.  A @ @CC B  @ @  BB A C  B  A BB  @CA %   8 D58 . AFLAHEIMILDIR Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað og hlutdeildarfélaga eru nú lang- leiðina í 400.000 tonn eftir sam- eininguna við SR mjöl. Þar af eru heimildir til veiða á loðnu um ríflega 220.000 tonn. Starf- semin er nú á 15 stöðum á land- inu og tveimur erlendis. Fyr- irtækið kemur nú að rekstri 8 fiskimjölsverksmiðja, en ákveðið hefur verið að loka einni þeirra, á Reyðarfirði. Fyrirtækið á eða á hluta í út- gerð margra fiskiskipa. Í beinni eigu þess eru skipin Birtingur, Börkur, Beitir, Barði, Bjartur og Snæfugl, en hið síðast nefnda verður notað sem brunnbátur við laxeldi. Auk þessara skipa á félagið misstóran hlut í útgerð eft- irfarandi skipa. Guðmundur Ólafur ÓF, Huginn VE, Björg Jónsdóttir ÞH, Bjarni Ólafsson Ak, Ásgrímur Halldórsson SF og Siku, sem er í eigu East Greenland Codfish, en SVN á hlut í því félagi. Síldarvinnslan rekur Fisk- iðjuver fyrir bolfisk og upp- sjávarfisk og laxasláturhús í Neskaupstað. Hún á hluti í Fóð- urverksmiðjunni Laxá, Eign- arhaldsfélagi Austurlands, Út- hafssjávarfangi, Sæsilfri og vélaverkstæðum. Framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar er Björgólfur Jóhannsson og formaður stjórnar Þorsteinn Már Bald- vinsson. Aflaheimildir SVN eru nær 400.000 tonn 4 B FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI HAGNAÐUR Kaupþings banka hf. eftir skatta í fyrra var 3.075 millj- ónir króna sem er sá mesti í sögu bankans, að því er fram kom í ræðu Guðmundar Haukssonar stjórnar- formanns félagsins í ræðu á aðal- fundi félagsins sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Á fund- inum fór Sigurður Einarsson for- stjóri yfir ársreikning félagsins og skýrði hina góðu afkomu fyrir hlut- höfum, sem fjölmenntu á fundinn. Arðsemi eiginfjár Kaupþings var 32,4% í fyrra og hefur verið að með- altali 39,2% sl. fimm ár. Guðmundur Hauksson sagði heildareignir hafa tífaldast og eigið fé átjánfaldast á sama tímabili. „Í kröfuhörðu og við- kvæmu viðskiptaumhverfi hefur Kaupþing hingað til farið fram úr áætlunum varðandi langtímaarð- semi eigin fjár, sem hljóða upp á 15%. Á sama tíma og Kaupþing banki mun alltaf stefna að því að gera betur en metnaðarfull markmið fyrirtækisins segja til um, verður að muna að fyrri árangur getur ekki alltaf verið áreiðanlegt viðmið fyrir framtíðina.“ Hann sagði að nú, fjórða árið í röð, hefði eigið fé bankans tvöfaldast á milli ára og var 18.322 milljónir í lok 2002. „Við erum sérstaklega stolt af að ná þessum hraða vexti sem raun ber vitni án þess að fórna arðsem- inni. Við höfum náð okkar góða ár- angri með umtalsverðri stækkun er- lendis, samruna við Auðlind og yfirtöku JP Nordiska. Við búumst við að meginvöxtur fyrirtækisins verði erlendis í framtíðinni, vegna hárrar markaðshlutdeildar okkar á Íslandi.“ Erlendar tekjur í meirihluta Guðmundur sagði að hluthöfum Kaupþings hefði fjölgað úr 3.621 í 17.936 á árinu 2002 og félagið hefði verið skráð á O-lista kauphallarinnar í Stokkhólmi og orðið þannig fyrst ís- lenskra fyrirtækja til að vera skráð bæði hér á landi og erlendis. Hann sagði að það markmið fyr- irtækisins að meira en helmingur tekna þess verði erlendis náist lík- lega á þessu ári. Guðmundur sagði að Kaupþing hefði þá stefnu að halda áfram að vera leiðandi í fjármálaþjónustu á Ís- landi og framtíðarsýn fyrirtækisins gerði ráð fyrir að bankinn yrði í fremstu röð fjárfestingarbanka á Norðurlöndum. Guðmundur kom einnig inn á þá staðreynd að aðgerðir fyrirtækisins vektu oft athygli og óróa og sagði ástæðuna vera að frjáls og opinn fjármálamarkaður væri tiltölulega nýtilkominn hér á landi. Hann lýsti fyrirtækinu sem frumkvöðli sem þyrfti að brjóta ísinn í mörgum mál- um og fengi þannig eðlilega á sig gagnrýni. Allir njóta góðs af Kaupþingi Guðmundur sagðist viss um að ár- angur Kaupþings í sölu á íslenskum skuldabréfum erlendis ætti þátt í því að vextir hér á landi væru jafnlágir nú og raun ber vitni. „Þar með má segja að nær allir Íslendingar njóti góðs af starfsemi Kaupþings erlend- is.“ Guðmundur gerði í lokin grein fyr- ir þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér áfram sem stjórnarfor- maður félagsins en Sigurður Einars- son núverandi forstjóri mun taka við sem starfandi stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson aðstoðar- forstjóri verður forstjóri félagsins. Sagði Guðmundur að vegna þess hve fyrirtækið væri orðið stórt þarfnað- ist það stjórnarformanns í fullu starfi sem hefði góða sýn yfir starf- semina á hverjum tíma. „Ég hef tengst Kaupþingi sl. 12 ár, fyrst sem forstjóri í fimm ár og þá sem stjórn- arformaður í sjö ár. Þetta er búinn að vera mjög ánægjulegur og spenn- andi tími. Árið 1991 var eigið fé fyr- irtækisins 100 milljónir en er í dag 18.000 milljónir. Starfsmenn voru 25 en eru í dag 540 og þrátt fyrir þenn- an vöxt skilar Kaupþing betri af- komu en við gátum látið okkur dreyma um.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði á aðalfundinum að fyrir- tækið hefði stuðlað að lægri vöxtum á Íslandi með umsvifum sínum erlendis. Eigið fé átjánfald- ast á fimm árum AÐALFUNDUR Kaupþings banka hf. sem fram fór í gær var með nokkuð óvenjulegu sniði að því leyti að engin íslenska var töluð á fund- inum. Allt sem sagt var á fundinum var á ensku og er það til marks um aukna alþjóðavæðingu íslenskra fyr- irtækja. „Þetta er í fyrsta skipti sem enska er notuð á aðalfundi félags- ins, en héðan í frá verða fundirnir að taka mið af breiðari hópi hlut- hafa,“ sagði Guðmundur Hauksson á ensku og átti þá við fjölgun er- lendra hluthafa. Reyndar varð hon- um það á í miðri ræðu að mæla nokkur íslensk undrunarorð, þegar honum varð ljóst að hluta af skrif- aðri ræðu vantaði, en stuttu seinna hélt hann áfram eins og ekkert hefði í skorist – á engilsaxnesku. Allt á ensku nema nokkur orð TALSVERÐAR breytingar urðu á stjórn Kaupþings banka á aðalfundi félagins í gær. Tryggvi Jónsson og dr. J.T. Bergquist fara úr stjórn og Gísli Kjartansson verður varamaður en var aðalmaður áður. Nýir inn í stjórn koma Antonios Prodromour Yerol- emou, Ágeir Thoroddsen og Sigurður Einarsson, en hann verður starfandi stjórnarformaður Kaupþings banka. Varamenn í stjórn verða þá Gísli Kjartansson, Panikos Joannou Katsouris, Hreinn Jakobssson, dr. Julianna Borsos-Torstila, Fridrik Fridriksson, Marner Jacobson og Ólafur Elísson. Samþykkt var á fundinum að mán- aðarlaun stjórnarmanna yrðu 150.000 kr. og laun formanns stjórnar 300.000 kr. á mánuði. Þrír nýir í stjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.