Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  Töluvert átak þurfti til að koma fólki niður á jörðina í hluta- bréfakaupum vestanhafs. Þar vestra óttast menn nú að hryðju- verkamenn kunni að reyna að eitra innflutt matvæli. Breytingar á hlutabréfamarkaði og varnir gegn hryðjuverkum MATVÆLA- og lyfjaeftirlit Bandaríkj- anna hefur kynnt nýjar reglur um matvæla- öryggi og viðbúnað gegn hryðjuverkum sem tengjast matvælum. Reglurnar, sem munu taka gildi 12. desember á þessu ári, munu hafa mikil áhrif á þá sem flytja sjávarafurðir inn til Bandaríkjanna. Reglurnar munu krefjast skráningar allra þátta sem koma að framleiðslu og flutningi matvæla og dýrafóðurs sem selja á til Banda- ríkjanna. Allar upplýsingar þurfa að liggja fyrir áður en varningurinn kemur til landsins. Sé upplýsingaskyldu ekki sinnt, verður varn- ingurinn stöðvaður og gerður upptækur og getur það svo leitt til þess að viðkomandi inn- flytjandi fái ekki leyfi til frekari innflutnings til Bandaríkjanna. Reglurnar liggja ekki end- anlega fyrir, en hægt er að gera athugasemd- ir við þær til 4. apríl. Gert er ráð fyrir því að fyrirliggjandi hugmyndir að reglunum verði samþykktar án teljandi breytinga. Markmiðið með þessum reglum er að sjálf- sögðu að tryggja öryggi neytenda og koma í veg fyrir hryðjuverk sem felast í því að eitra matvæli. Því verða innflytjendur matvæla og dýrafóðurs að sýna fram á það með óyggjandi hætti að öllu sé óhætt, að hryðjuverkamenn hafi hvergi getað komizt í tæri við matvælin við framleiðslu þeirra eða flutninga. Hvað varðar framleiðendur fiskafurða, þurfa þeir þá væntanlega að geta tryggt það að hryðju- verkamenn hafi hvergi getað átt við fiskinn frá veiðum til komu hans til Bandaríkjanna. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig það verður gert. Þarf að sanna með óyggjandi hætti að enginn í áhöfn fiskiskipanna sé hryðjuverkamaður, að enginn slíkur hafi unn- ið við framleiðsluna og enginn slíkur hafi get- að komizt nálægt afurðunum á flutningsleið- inni? Eða er kannski nóg að fiskurinn sé tekinn út með einhverjum hætti við útflutn- ing? Hverjar sem endanlegar reglur verða, er ljóst að þær munu hafa eða geta haft veruleg áhrif á sölu afurða til Bandaríkjanna. Banda- ríkin eru hins vegar verulega háð innflutningi á sjávarafurðum svo ólíklegt er að reglur sem hindri innflutning að meiru eða minna leyti verði settar. Þessar reglur gefa hins vegar Bandaríkjunum tækifæri til að hindra eða stöðva innflutning frá einstökum löndum eða landsvæðum. Það skiptir öllu máli að koma í veg fyrir hryðjuverk af því tagi, sem hér er verið að reyna að hindra. Aðferðirnar til þess mega hins vegar ekki verða að ill- eða óyfirstíg- anlegum viðskiptahindrunum sem hægt er að misbeita gagnvart þeim þjóðum, sem ekki eru Bandaríkjunum þóknanlegar af einhverjum ástæðum. Nýjar innflutningshömlur hjgi@mbl.is ll SJÁVARÚTVEGUR Hjörtur Gíslason M ÁLTÆKIÐ segir að sá eigi kvölina, sem eigi völina. Vissulega hafa tímarnir breyst. Stutt er síðan Rík- issjónvarpið var eitt um sjónvarpsrekstur. Ekkert var sjónvarpað á fimmtudögum og ekki heldur í júlí. Kvik- myndir voru marga mánuði á leiðinni í ís- lensk kvikmyndahús. Myndbandstæki voru ekki komin fram. Hagsæld í þjóðfélaginu hefur aukist til muna undanfarin ár og nú hefur hinn al- menni Íslendingur mun meira aflögu en áður til dægrastyttingar. DVD-tæki eru að verða almenningseign, en með þeim má segja að kvikmyndasalirnir hafi færst heim í stofu. Sjálfum kvik- myndasölunum hefur fjölgað ört og eru orðnir glæsilegri og þægilegri en nokkru sinni fyrr. Nú hafa margir aðgang að sjónvarpi allan sólarhringinn; erlendum sem íslenskum sjón- varpsstöðvum sem bjóða upp á margfalt meira efni en áður. Ekki má gleyma leikhúsunum, en þau hafa nokkurn veginn haldið sínum hlut í gegnum árin. Samkeppni fylgir velferð Með velferðinni og auknum fjárráðum eykst samkeppnin um frítíma fólks. Í þess- ari grein er áhersla lögð á ferns konar af- þreyingu; sýningar kvikmyndahúsanna, útleigu myndbanda, sjónvarp og sýningar í leikhúsum. Í grófum dráttum má segja að þessar greinar keppi um athygli fólks þeg- ar skyggja tekur, þótt auðvitað komi margt annað til greina, eins og íþróttir, skemmtistaðir og fleira. Ef rýnt er í tölur Hagstofunnar um að- sókn að kvikmyndasýningum á landinu öllu kemur í ljós að hún var álíka mikil árið 2001 og tíu árum áður. Heldur dró úr henni á milli áranna 2000 og 2001, en þá hafði hún farið hægt vaxandi frá árinu 1995. Ef aðsókninni er deilt niður á landsmenn sést að hver Ís- lendingur fór að meðaltali sex sinn- um í bíó árið 1991, en aðeins 5,3 sinnum árið 2001. Vöxtur á síðasta ári Aðsóknin virðist hafa náð lág- marki í kringum 1995, farið vax- andi til 2000, en dottið a niður 2001, úr 5,6 niðu sýningar á Íslending. voru tiltækar tölur fy 2002, en Björn Sigur kvæmdastjóri kvikmyn ljósa, segir að vöxtur ha asta ári. Aðspurður segist Bjö að aukin DVD-tækjaeig tilkoma Skjás eins, hafi í kvikmyndahús. „Ég he aukast á þessum marka Björn segir að kvikm skiptist í tvær fylkinga og sýningu kvikmynda. Myndform annars vega aðshlutdeild og Sambíó 52% hlutdeild ef miðað Skífan rekur Smárabíó m Regnbogann með fjóru Myndform rekur Lau reka Skífan og Mynform ureyri, með tveim söl með sex sýningarsali í Á í Kringlunni, fimm sali Nýja bíói í Keflavík og t ureyri. Sjónvarpsáhorf vex Þrátt fyrir margauglý leika sjónvarps á Ísland mikilli sókn síðustu ár. þessa aukningu megi re sælda Skjás eins. Kann kynna, að árin 1994–19 áhorf verið tiltölulega Samkeppni má skilgreina á mismunandi hátt; þröngt eða vítt. Ívar Páll Jónsson leit aðeins yfir sviðið í þeim rekstri afþreyingar, sem hann taldi helst keppa um athygli fólks að kvöldi til. Þar horfði hann á aðsókn í kvikmyndahús, sjónvarps- áhorf, útleigu myndbanda og aðsókn í leikhús. % 68 8 8. G    <  5 68 - 3. 8-7 ! . 8   K  K "#  "  $#  $  #    #   K KB AKC K@ K K L  8-7 5 8 M D36 8-7 5 5 8-7 %&  '   (   $     )  '  (  $   %& "G    - 5 "G  - 5    B A C  % 68 -  "') 6" ! 7!) ! 88)9! ) &#! "') 6" ! 7!) ! Afþreying gegnir æ stærra hlutverki í lífi fólks og rekstur þar vaxandi með hverju árinu sem líður Í stans leit að sk FYRIR þremur árum síðan var mesti höf- uðverkur fjármálaráðgjafa fólginn í því að fá fólk til að binda nú ekki allt sitt fé í hlutabréf- um. Helstu vísitölur voru háar, hlutabréf gengu kaupum og sölum og hinn almenni fjár- festir, „venjulegt fólk,“ átti hluti í fyrirtækjum hér og þar án þess að hafa af því miklar áhyggjur. Yfirmaður alþjóðafjárfestinga hjá J.P. Morgan Chase segir frá í því í Economist á dögunum að í raun hafi þurft töluvert átak til að koma fólki niður á jörðina þegar kom að fjárfestingum, hlutabréfakaup hafi verið sjálf- sögð. Nú er tíðin allt önnur og bjartsýni ekki bein- línis það sem lýsir best hugarástandi þeirra sem starfa á Wall Street. Þegar fjölmörg fyr- irtæki hafa þurft að skera niður, önnur farið á hausinn, gengi hlutabréfa hefur lækkað og orð- ið bókhaldsbrellur er orðið nokkurs konar klisja frekar en nýyrði, þá er höfuðverkur fjár- málaráðgjafa einna helst að fá fólk til að binda fé, að fá fólk til að gera eitthvað annað við pen- ingana en stinga þeim undir koddann. Venjulegt fólk virðist nefnilega ekki lengur sjá sér hag í því að fjárfesta í hlutabréfum. Í nýjasta tölublaði Business Week er sagt frá því að í raun séu að verða grundvallarbreytingar á starfsemi hlutabréfamarkaða því litlu fjárfest- arnir – venjulega fólkið – sé að draga sig alger- lega út af mörkuðunum. Óstöðugleikinn sem nú ríkir á mörkuðum fyrir hlutabréf er þannig talinn fleiru en stríðs- óvissu að kenna. Enda sést glöggt ef litið er nokkuð aftur í tímann að hlutabréfavísitölur hafa verið að lækka verulega í tvö til þrjú ár. Í byrjun ársins 2000 var S&P 500 vísitalan bandaríska um eða yfir 1400 stig en hefur verið í kringum 800 stig frá upphafi ársins 2003. Svipaða sögu er að segja af hinni evrópsku FTSE 100 sem var í kringum 6500 stig í byrjun árs 2000 en er nú aðeins í kringum 3500 stig. Þær breytingar sem vísað er til snúa helst að venjulega fólkinu. „Miðlarar og sjóðsstjórar stýra nú markaðnum ... oft á kostnað hins al- menna fjárfestis,“ segir í grein Business Week. Hinn almenni fjárfestir, sem hefur í gegnum árin verið nokkurs konar fasti á hlutabréfa- mörkuðum, virðist telja hag sínum betur borg- ið með peningana undir koddanum en bundna í óstöðugum hlutabréfum. Þótt það hljómi þversagnakennt þá telur blaðið að hinn stóri og dreifði hópur „venjulegs fólks“ sem áður átti hluti í félögum vestra hafi átt stóran þátt í að skapa stöðugleika á mörk- uðum. Með brotthvarfi hans verði sífellt erf- iðara að spá um gengi hlutabréfa. Venjulegt fólk hefur hvorki bolmagn til að mæta mikilli áhættu né skjótast inn og út af mörkuðum eins og stærri fjárfestar geta. Það heldur því annað hvort í hlutabréfin eða sleppir þeim alveg, eins og nú virðist hafa gerst. Venjulega fólkið er á útlensku kallað „buy- and-hold investors.“ Líklega mætti tala um „kaupa-og-halda fjárfesta“ á íslensku. Þeir sem teljast vera í þessum hópi eru þeir sem áð- ur lögðu fé sitt, þótt lítið væri, í hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem þeim voru mest að skapi og þeir töldu líklegt að myndu hækka í verði. Eitt þeirra fyrirtækja sem áður hafði marga slíka fjárfesta er risinn General Electr- ic. Á síðasta ári hreyfðist gengi hlutabréfa í GE um meira en 2% á dag alls 108 sinnum á árinu, eða tvo af hverjum fimm viðskiptadögum vik- unnar. Skal því engan undra að venjulegt fólk sé ekki áfjáð í að draga peninga undan kodd- anum til að setja í hlutabréf sem enginn veit hvort eru á leið upp eða niður. Haltu mér, slepptu mér eyrun@mbl.is ll HLUTABRÉF Eyrún Magnúsdóttir ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.