Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.03.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 B 13 NFRÉTTIR ÞRÁTT fyrir að enginn vöxtur hafi verið í veiðum á botnfiski á undan- förnum árum, hefur ört vaxandi vinnsla á honum í Kína leitt til þess að verð hefur ekki hækkað með minnk- andi framboði. Kostir við framleiðslu á fiski í Kína eru margir, einkanlega nær ótakmarkað ákaflega ódýrt vinnuafl en mánaðarlaun fiskverka- fólks eru um 8.000 krónur. Góðar aðstæður Kínverjar veiða lítið af hefbundnum botnfisktegundum og sérhæfa sig í innflutningi á heilfrystum fiski, sem þeir þíða upp, flaka og vinna í sér- pakkningar, blokkir og fleira og flytja síðan út að nýju. Helztu miðstöðvar þessarar vinnslu eru í héruðunum Shangdong og Liaoning. Í báðum til- fellum eru hafnarskilyrði ákjósanleg, þar eru miklar frystigeymslur og öll uppbygging og samgöngur sniðnar að þörfum þessarar framhaldsvinnslu á fiski. Sem dæmi um það má nefna að hægt er að landa um 4.000 tonnum af freðfiski úr frystiskipum á einum degi, en slík afköst þekkjast ekki ann- ars staðar. Ferming gengur ekki síð- ur vel fyrir sig og á einni viku áður en Evrópusambandið setti á sínum tíma bann við innflutningi á afurðum frá Kína, voru um 800 gámar af fiskflök- um og ýmsum öðrum matvælum fluttir út frá höfninni í Qingdao. Lág farmgjöld Eftir því sem útflutningurinn eykst næst að lækka flutningskostnaðinn á markaði í Bandaríkjunum og Bret- landi. Farmgjöld fyrir tonn af fisk- flökum til Evrópu eru nú um 80 doll- arar á tonnið og 150 fyrir tonn flutt til austurstrandar Bandaríkjanna. Þessi gjöld eru mjög samkeppnishæf við flutninga á fiski frá Suður-Ameríku til sömu áfangastaða. Aukinn vinnsla hefur einnig í för með sér hagræðingu og aukna fram- leiðni í vinnslunni. Kínverjar hafa nú náð þeim árangri við vinnslu á heil- frystum fiski að þeir eru mun fljótari að vinna inn fyrir stofnkostnaði en gengur og gerist um borð í vinnslu- skipum eða fiskvinnslum á Vestur- löndum. Ein leið til að bæta afkom- una er að minnka alla meðhöndlum á fiskinum og stytta vinnslutímann. Þannig nást betri gæði og samkeppn- in við vinnslu á ferskum fiski verður auðveldari. Kaupendur að fiskinum frá Kína segja að oft séu gæði hans meiri en á einfrystum fiski. Annar kostur sem Kínverjar búa við er að auðvelt er fyrir þá að beina þeim fiski, sem ekki stenzt gæðakröf- ur hinna vestrænu markaða, inn á heimamarkaðinn. Þessar aðstæður og fleiri þættir hafa því staðið undir gífurlegum vexti í þessari fiskvinnslu Kínverja undanfarin 10 ár. Verðmæti frystra flaka fluttra út frá Kína var aðeins 139 milljónir dollara, 10,8 milljarðar króna á gengi nú, en náði 742 milljónum dollarar árið 2001, eða 57,5 milljörðum íslenzkra króna. Þessar tölur ná bæði yfir flök af botn- fiski og öðrum fisktegundum, þar sem ekki er gerður greinarmunur þar á í útflutningsskýrslum. Ódýrari afurðir, eða þær sem seljast á minna en dollar fyrir pundið, minna en 77,50 krónur fyrir 0,453 kíló, eru þó bróð- urparturinn af fiskútflutningi Kín- verja. Útflutningur á dýrari afurðum sækir þó stöðugt í sig veðrið, enda er stöðugt vaxandi spurn eftir gæða- flökum frá Kína. Aðalmarkaðarnir fyrir flök frá Kína hafa verið Norður- Ameríka, Evrópa og Austurlönd fjær. Á síðasta ári var mest selt til Evrópu. Bitnar á Norðmönnum Kínverska fiskvinnslan heggur því skörð í vinnsluna á Vesturlöndum, og hefur það til dæmis bitnað töluvert á Norðmönnum. Fiskvinnsla þeirra hefur verið rekin með verulegu tapi undanfarin misseri, meðal annars vegna hás gengis norsku krónunnar. Norskir framleiðendur hafa borðið sig aumlega vegna þessa og segja að Kínverjarnir hafi keypt mikið af norskum fiski, sem þeir þíði upp og vinni áfram til útflutnings frá Kína. Þeir bjóði svo afurðirnar á evrópsku mörkuðunum á verði sem sé um 56 krónum lægra á kíló en sambæri- legar norskar afurðir. Útflutningur á fiski frá Noregi til Kína fimmfaldaðist á síðasta ári og að minnsta kosti 28 fiskvinnslufyrirtæki urðu gjaldþrota sama ár, en 15 fóru á hausinn árið áður. Árið 1996 seldu Norðmenn Kínverjum fisk fyrir um 350 milljónir dollara, en sú upphæð náði 853 milljónum dollara árið 2001. Af þessu er botnfiskur um það bil helmingur. Aukin fiskneyzla Tvær ástæður eru aðallega fyrir auknum innflutningi á fiski til Kína. Sú fyrri er áðurnefnd áframvinnsla og tvífrysting á fiski, en hin er aukin fiskneyzla heima fyrir. Hún á einkum við fremur dýrar hágæða afurðir, svo sem kaldsjávarrækju, lax og fleira. Kínverskir neytendur eiga nú mun fleiri kosta völ en áður. Þar sem kaupmáttur launa fer vaxandi eykst spurnin eftir dýrari og betri afurðum, auk þess sem mikill fjöldi Kínverja er beinlínis auðugur. Þá fara Kínverjar í auknum mæli út að borða, einkum þegar verið er að gera viðskipta- samninga. Markaður fyrir unnar fiskafurðir er reyndar fremur lítill, enda kaupa húsmæður fiskinn frekar ferskan á hefðbundnum fiskmörkuð- um og yfirleitt kaupa þær bara inn fyrir hvern dag í senn. Framtíð fiskiðnaðarins í Kína í vinnslu úr heilfrystum fiski er talið góð. Kaupendur leggja stöðugt áherzlu á lágt afurðaverð og stöðug- leika í verðlagi. Þeir þurfa líka að fá afurðirnar afhentar reglulega og vilja helzt ekki þurfa að vera með miklar brigðir. Þá eykst spurn eftir afurð- um, sem lítið sem ekkert þarf að með- höndla á veitingahúsum annað en elda þær. Spurn eftir tilbúnum rétt- um eykst að sama skapi í smásölunni. Víðast hvað fer hráefnisverð og launakostnaður hækkandi og því verður ætíð minna til skiptanna fyrir framleiðendur og seljendur. Þróunin verður því sú að framleiðendur í Jap- an og á Vesturlöndum leita innar á markaðina fyrir sjávarafurður en láta Kínverja um einfaldari grunnvinnslu. Í þessu felast möguleikar Kínverja fyrst og fremst eins og staðan er í dag og fátt virðist benda til þess að það breytist í nánustu framtíð. Vanþróað bankakerfi Veikleikar þessarar vinnslu Kínverja eru hins vegar þeir að bankakerfið þar í landi er lítt þróað og hæfir fisk- vinnslunni ekki vel. Kínverskir fram- leiðendur eiga oft við fjárskort að stríða og lausafé er lítið. Þeir geta því átt erfitt með að brúa bilið milli hrá- efniskaupa og þess að greitt fæst fyr- ir afurðirnar. Þetta leiðir einnig til þess að framleiðendur eiga erfitt með að halda birgðir og neyðast því á stundum til að selja á lægra verði, en þeir gætu ella fengið. Þarna gætu hugsanlega komið til sögunnar sterk- ir erlendir aðilar, sem gætu fjár- magnað hráefniskaup og haft bol- magn til að bíða þar til bezta verðið fæst fyrir afurðirnar. Þegar á heildina er litið virðist ljóst að vöxtur vinnslu Kínverja á tvífryst- um bolfiski, muni aukast. Sömuleiðis má búast við aukinni neyzlu heima fyrir. Gera má ráð fyrir að fyrirtækin verði færri og stærri, þar sem fjár- hagslega veikburða fyrirtæki verði að hætta rekstri. Stærri framleiðendur verða síðan að mæta kröfum kaup- enda á Vesturlöndum um stöðugt verðlag og jafna og reglubundna af- hendingu afurðanna. Líklegt er að af- urðir sem ekki liggur mikið á að koma á markað verði unnar í Kína og áherzla á gæði og vinnsluvirði mun aukast. Heimild: Seafood International. Bolfiskvinnslan færist í auknum mæli til Kína #    < 3    :   .  83 A>  C A B     36 .5 C  @   A F    <  8  8  :  C> @  C A B     36 .5 C  @    ENGINN skortur er á vinnuafli í Kína. Stærsti aðilinn í tvífryst- ingu á fiski er fyrirtækið Pacific Andes með aðsetur í Hong Kong. Það vinnur fisk í 18 verksmiðjum, þar af á það þrjár en er með fast- an samning við aðrar fimmtán. Fyrirtækið er nú að reisa nýja verksmiðju, en allar eru þær með vandað gæðaeftirlistkerfi, HACCP og uppfylla skilyrði fyrir innflutn- ingi til Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins. Nýja verksmiðjan verður á 330.000 fermetra lóð. Á henni verða átta vinnsluhús, hvert á tveimur hæðum á alls 37.000 fer- metrum. Allur húsakostur verk- smiðjunnar mun hins vegar þekja um 230.000 fermetra. Starfsmenn verða til að byrja með 7.000 á tveimur vöktum en alls verða þeir 15.000, þegar starfseminn verður komin í fullan gang. Alls kosta þessar framkvæmdir um 3,5 millj- arða króna og mun fram- leiðslugeta verða um 100.000 tonn af unnum afurðum á ári, en á lóð- inni verður meðal annars 60.000 tonna frystigeymsla og fiskimjöls- verksmiðja. Starfsmenn verða í verbúðum á staðnum og fá um 8.000 krónur á mánuði í laun. Framleiðslan nær til allra helztu tegunda á botnfiski, svo sem alaskaufsa, þorsks úr Atlants- hafi og Kyrrahafi, karfa og ým- issa flatfisktegunda. Allur verður fiskurinn fluttur inn heilfrystur, hausaður og slógdreginn og verð- ur hann unninn í flök, bita og blokkir. Félagið á engin fiskiskip, en floti þess var seldur í kreppunni sem reið yfir Asíu 1998. Stefnt er að því að byggja flotann upp að nýju, en á meðan er fiskurinn fluttur inn, meðal annars á eigin fiskflutningaskipum. Pacific Andes er með um fjórð- ungshlut í útflutningi Kína á fryst- um flökum, og er talið stærsti framleiðandi frystra flaka í heim- inum. Helztu markaðirnir eru í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum þar sem félagið á fiskréttaverk- smiðju. Framleiðsla á ári nemur nú um 60.000 tonnum af flökum og mun hún ná meiru en 100.000 tonnum innan tveggja ára. Pacific Andes framleiðir einnig fiskafurðir fyrir heimamarkaðinn, sem fer vaxandi, enda eru erlend- ar verzlanakeðjur að hefja starf- semi sína í Kína. Þar má nefna frönsku keðjuna Carrefour. Um helmingur afurða fyrirtækisins fer á heimamarkaðinn og verður vaxandi áherzla lögð á hann í framtíðinn, þegar innflutnings- tollar á fisk til sölu heima fyrir verða lækkaðir. Þrátt fyrir að nær öll vinnsla fyrirtækisins byggist nú á hand- aflinu, er Pacific Andes að huga að meiri sjálfvirkni í vinnslunni, einkum í flutningi á fiski. Hefur það meðal annars haft samband við Marel, Baader og fleiri slík fyrirtæki. Sjö þúsund starfsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.