Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 71. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Undir hamrinum Hugleikarar fara á kostum | Listir 30 Íþróttir sem tómstunda- gaman | Daglegt líf 4 Eiffelturn og Tangram Vel heppnaðir þemadagar í Varmárskóla | 24 Píla og keila GRÍÐARLEG sprenging varð við Kárahnjúka síðdegis í gær þegar rúm sjö tonn af sprengiefni voru notuð til að sprengja meira en 20 þúsund rúmmetra af bergstáli úr brún árgljúfurs Jöklu við Kárahnjúka í gær. Var þetta ein stærsta sprengingin við undirbúninginn að smíði Kárahnjúkastíflu. Verið er að gera vegstæði niður bergstálið að væntanlegum hjárennslisgöngum við stíflusvæðið. Þetta var þriðja sprengingin frá því á mánudag og er búið að losa yfir 40 þúsund rúmmetra af bergi í þessari viku. Við undirbúning stóru sprengj- unnar í gær voru boraðar 110 sprengiholur. Svona upplifði blaðamaður Morgunblaðsins sem fylgdist með þessari gífurlegu sprengingu þennan at- burð: „Eftir endalaust andartak bifaðist jörðin og þung druna úr iðrum jarðar smaug inn í merg og bein. Berg- brúnin lyftist á löngum kafla og tók flugið. Fyrst upp og svo út yfir gljúfrið. Drunan stóð enn. Kolsvartur berg- mökkurinn sveif út yfir grængolandi fljótið og tók svo að falla í hægum boga. Um leið og grjóthaugurinn lenti í ánni tók hún flugið upp með austurbakka gilsins. Svartur bergstrókur að vestan og hvítur vatnsstrókur að austan. Vatnssúlan skvettist meira en 100 metra upp gilbarminn að austan og rennbleytti bergvegginn og svartar skriðurnar fyrir ofan.“ Morgunblaðið/RAX „Druna úr iðrum jarðar“ GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti er sátt- ur við að frestað verði þar til í næstu viku at- kvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) um nýja ályktun um Íraksdeiluna, ef það megi verða til þess að auka stuðning við ályktunina. Þetta kom fram í máli talsmanns forsetans í gær. Colin Powell utanríkisráð- herra sagði að einnig kæmi til greina að hætta við að reyna að fá ályktun borna undir atkvæði. Bandaríkjastjórn hefur sótt fast að atkvæða- greiðsla um ályktunina, sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa lagt fram, færi fram í dag, en í henni er Írökum gefinn lokafrestur til mánu- dags til að afvopnast. Haft var eftir ónafn- greindum embættismanni í Hvíta húsinu í gær, að forsetinn hefði ákveðið að vert væri að gefa Tony Blair, forsætisráðherra Breta, nokkra daga í viðbót til að reyna að ná samkomulagi við andstæðinga ályktunarinnar. Verði at- kvæðagreiðslunni frestað er líklegt að loka- fresturinn, sem Írakar fá, frestist einnig. „Vanhugsað neitunarvald“ „Forsetinn er með þessu að teygja sig eins langt og hann getur til að gefa færi á að ná samkomulagi,“ sagði talsmaður Bush, Ari Fleischer, í gær. Frakkar, sem ásamt Rússum hafa sagst myndu beita neitunarvaldi í öryggisráðinu til að koma í veg fyrir ályktun er heimilaði að Írakar yrðu afvopnaðir með hervaldi, höfnuðu í gær tillögu Breta um breytingu á drögum ályktunarinnar þess efnis, að Írökum yrði gert að uppfylla sex skilyrði til að sanna að þeir séu að afvopnast, og komast þannig hjá stríði. Bandaríkjamenn ávítuðu Frakka í gær fyrir að hóta „vanhugsuðu neitunarvaldi“ gegn ályktuninni. Fleischer var spurður hvort Bandaríkjamenn hefðu afskrifað Frakka í deil- unni við Íraka, og svaraði hann því til, að Frakkar hefðu sagt að þeir myndu „beita neit- unarvaldi gegn ályktuninni burtséð frá því hvað í henni standi. Þannig að ég held að Frakkar sjái sjálfir um afskriftirnar“. Bush sáttur við frestun atkvæðagreiðslu SÞ Hugsanlega hætt við að leggja ályktun fyrir Washington, París. AP, AFP. STARFSMENN Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinna nú að því í Jórdaníu, um fimm km frá landamærunum að Írak, að reisa viðkomubúðir fyrir flóttafólk ef til stríðs kemur, og eru menn hér að koma upp salernisaðstöðu. Búist er við að brjótist út átök í Írak muni erlendir ríkisborgarar sem þar eru, m.a. fjöl- margir Egyptar, reyna að komast úr landi, og yrði þá tekið á móti fólkinu í þessum búð- um í Jórdaníu, þar sem það gæti fengið mat og aðrar nauðsynjar áður en það héldi áfram til síns heima. Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálf- mánans í ríkjunum er liggja að Írak eru nú tekin að búa sig undir flóttamannastraum, komi til átaka. Hafa verið fluttar til Jórdaníu miklar birgðir af helstu nauðsynjum. Morgunblaðið/Þorkell Búa sig undir stríð SERBNESKAR öryggis- sveitir handtóku í gær tugi manna í víðtækum aðgerð- um er miðast að því að finna morðingja Zorans Djindjic, fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, sem leyni- skyttur réðu af dögum í Belgrad í fyrradag. Þrátt fyrir handtökurnar í gær leika þeir, sem helst eru grunaðir, enn lausum hala. Forsprakki þeirra er fyrrverandi sérsveitarlögreglumað- ur, Milorad Lukovic. Tugir hand- teknir í Serbíu Djindjic  Óttast pólitískar/20 Belgrad. AFP. ♦ ♦ ♦  Stóra bomban/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.