Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HART var deilt á landbúnaðarráð- herra, Guðna Ágústsson, í utandag- skrárumræðu Alþingi í gær um kjör bænda og ástandsins á kjötmarkaðn- um. Sigríður Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi umræðunnar. Sagði hún að aðgerðir til að bæta hag starfandi bænda hefðu látið á sér standa í tíð núverandi landbúnaðarráðherra. Benti hún á að skv. útreikningum nokkurra nema í MBA-námi við Há- skóla Íslands, og fram kæmu í síðasta tölublaði Vísbendingar, væru laun eigenda sauðfjárbúa að jafnaði um 68.250 kr. á mánuði, laun eigenda kúabúa um 165.750 kr. á mánuði og laun eigenda blandaðra búa um 96.617 kr. á mánuði. Þessum launum ætti síðan eftir að skipta milli hjóna sem oftast stæðu að baki búunum. „Það er ljóst af þessum tölum að af- koma bænda í íslenskum landbúnaði er afar slök, sérstaklega á sauð- fjárbúunum,“ sagði hún, „og það þrátt fyrir að beingreiðslur og styrkir vegna búvöruframleiðslu á Íslandi hafa á því herrans ári 2001 numið 5,7 milljörðum kr.“ Sigríður hóf ræðu sína á þessum orðum: „Það vakti mikla athygli þeg- ar núverandi hæstvirtur landbúnað- arráðherra, sem þá var háttvirtur formaður landbúnaðarnefndar Al- þingis lét svo um mælt skömmu fyrir síðustu kosningar, að vinnubrögðum landbúnaðarráðuneytis, sem þá var undir stjórn hæstv. landbúnaðarráð- herra úr hans eigin flokki, Guðmund- ar Bjarnasonar, mætti líkja við hraða snigilsins. Nú hefði maður haldið að þegar þessi háttvirtur þingmaður var svo gerður að landbúnaðarráðherra að þá hefði þetta aldeilis breyst til batnaðar. En því miður er það svo að lítið hefur breyst við tilkomu hæst- virts núverandi landbúnaðarráðherra inn í það embætti. A.m.k. hefur hrað- inn ekki aukist. Sumir hafa haft á orði að nú væri snigillinn sofnaður eða a.mk. dottaði hann mestanpartinn. Aðrir hafa látið að því liggja að hann væri kannski dauður og best væri að taka landbúnaðarráðuneytið undir annað ráðuneyti sem er ekki alveg eins seinfært í sínu göngulagi. Það vantar ekki að hæstvirtur ráðherrann hefur farið mikinn sem skemmti- kraftur. Það þykir varla burðugt þorrablót þar sem ráðherrann hæst- virtur heldur ekki ræðu og fer með gamanmál við miklar vinsældir. Hann er bestur á þorrablótunum eins og sjálf sauðkindin en aðgerðir til að bæta hag starfandi bænda í landinu hafa látið á sér standa.“ Í örri þróun síðustu árin „Landbúnaðurinn á Íslandi hefur verið í mjög örri þróun síðustu árin og það ríkir kraftur í flestum búgrein- um; mikil fjárfesting og uppbygging hefur átt sér stað ekki síst í mjólk- urframleiðslunni,“ sagði Guðni. Ráðherra sagði einnig að bændur hefðu verið að bæta við tekjumögu- leika sína t.d. með því að gerast skóg- ræktarbændur, ferðaþjónustubænd- ur eða bændur íslenska hestsins. „Það er óskaplega margt sem blasir við og bændur eru að vinna af mikilli bjartsýni,“ sagði hann. Bætti hann því við að þótt kjör bænda væru mjög misjöfn væri rangt að tala á þann veg að allir bændur væru fátækir og ættu bágt. Ráðherra sagði auk þess að nýi búvörusamningurinn innihéldi mikla möguleika fyrir bændur og nýja framtíð. „Og þó kjör sauðfjárbænda séu slök að meðaltali þá hafa þau batnað frá 1995 um 20%.“ Sagði hann auk þess að kjör kúabænda hefðu batnað um 44% á síðustu árum. Undir lok umræðunnar sagði ráðherra að verið væri að fara yfir það með Bændasamtökunum og öðrum hvern- ig hægt væri að hindra gjaldþrot bænda. Guðni Ágústsson svaraði einnig gagnrýni Sigríðar varðandi það að hann færi með gamanmál á þorra- blótum. Um það sagði Guðni: „Mér þykir mjög vænt um það að þjóðin vill þó hlusta á mig sem heldur skemmti- legan mann, að því er hún segir – ég held því ekki fram – hvað væri nú ef ég væri næstleiðinlegasti maður þessa lands. Hver myndi þá hlusta? Ég held að hér í þingsalnum séu nú ýmsir sem enginn vill hlusta á. Þann- ig að ég er nú tiltölulega sáttur við þessa stöðu og skammast mín ekki fyrir það.“ Síðan sagði hann: „En ég er fyrst og fremst stjórnmálamaður sem hef verið að taka af mikilli alvöru á landbúnaðarmálunum. Hins vegar blasir vandinn við og við hann er ég að glíma.“ Gripið verði til aðgerða Margir þingmenn tóku þátt í um- ræðunum og bentu á þann vanda sem bændur væru í. Þuríður Backman, þingmaður VG sagði að gjaldþrot bænda blasti við. „Og það verður því að grípa til opinnberra aðgerða til að forðast víðtæk gjaldþrot,“ sagði hún. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að staða bænda, sem ekki hefðu annað starf, væri langt frá því að vera góð. „Við því þarf að bregðast; það þarf að greina vandann og vinna sig út úr honum.“ Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, sagði að það þyrfti með öllum ráðum að vinna að því að fólkið sem vildi búa í sveit- um landsins festist ekki í fátæktar- gildrum og Kristjáns Pálsson, þing- maður utan flokka, sagði að til að aðstoða bændur þyrfti að skoða ýms- ar leiðir. Þá sagði Einar Oddur Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, m.a. að lífsnauðsynlegt væri að styrkja íslenska sauðfjárrækt. Hins vegar þyrfti að hugsa málið upp á nýtt. Staða sauðfjárbænda og kjötmarkaðar rædd á Alþingi Hart deilt á land- búnaðarráðherra FORSETI Alþingis tók vel í þá hugmynd Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í gær að kvikmyndin Lilja 4-ever, sem sýnd hefur verið í Háskóla- bíói á Norrænum bíódögum, verði sérstaklega sýnd al- þingismönnum. Þannig fræðist þeir betur um mansal. Kolbrún vakti máls á þessu á þingfundi í gær en sjálf sá hún myndina ásamt nokkrum öðrum þingkonum í vikunni. Myndin er eftir sænska kvik- myndaleikstjórann Lukas Moodysson og fjallar um sölu á konum sem haldið er sem kynlífsþrælum. Kolbrún segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi orðið fyrir miklum áhrifum af myndinni og telur að hún gefi raunsanna lýsingu á aðstæð- um stúlkna sem lenda í klóm þeirra sem stunda mansal. Kolbrún minnir á að í vikunni hafi hún mælt fyrir tillögu um að kaup á vændi verði gerð refsiverð. Tillagan var hins vegar felld. Hún telur að til- lagan hefði verið samþykkt hefðu þingmenn séð myndina áður en atkvæði um tillöguna voru greidd. Þingmenn horfi á Lilju 4-ever FRUMVARPI iðnaðarráð- herra, Valgerðar Sverrisdótt- ur, um heimild til þess að gera samninga við Norðurál hf. um stækkun álvers félags- ins í allt að 300.000 tonn í tveimur áföngum var vísað til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í gær. Fram kom í at- kvæðagreiðslunni að Sam- fylkingin hygðist styðja frum- varpið þótt hún geri ýmsar athugasemdir við einstakar efnisgreinar þess. Þingflokk- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leggst hins vegar gegn frumvarpinu. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, sagði þegar atkvæði voru greidd um að vísa frumvarp- inu til síðustu umræðu að Samfylkingin hefði ýmislegt við það að athuga að stjórn- völd gerðu hvern sérsamning- inn á fætur öðrum við stór- iðjufyrirtæki um stuðning af ýmsum toga. Sagði hún að Samfylkingin vildi að í land- inu ríktu almennar gegnsæjar reglur um það með hvaða hætti stuðningi við atvinnu- rekstur væri háttað. Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður VG, útskýrði af- stöðu síns þingflokks. „Við hjá VG getum ekki stutt frumvarp um að fyrirtækið fái heimild til að stækka í 300.000 tonn, aðallega vegna þess að forsendur slíkrar stækkunar eru ekki fyrir hendi. Rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma hefur ekki litið dagsins ljós og það er algjörlega nauðsyn- leg forsenda þess að það sé hægt að taka ákvarðanir um stækkun fyrirtækja,“ sagði hann. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að hafa yfirlit yfir orkuauðlindir sínar og meta á grunni þeirra úttekta hvernig með skuli fara og hvernig skuli nýta.“ Samfylk- ingin styð- ur stækkun Norðuráls MIKLAR annir hafa verið á Alþingi síðustu daga en í gærkvöld var enn stefnt að því að ljúka störfum Alþingis á þessu kjörtímabili í dag, föstudag. Fundur hófst kl. 10.30 í gærmorgun og voru þá 37 þingmál á dagskrá. Annar fundur hófst síðan um kl. 20 í gærkvöld. Voru þá 54 mál á dagskrá. Í gærkvöld stefndi allt í það að umræður yrðu fram á nótt. Miklar annir eru á þinginu Morgunblaðið/Sverrir VERKEFNISSTJÓRN reynslu- sveitarfélaga hefur hvatt reynslu- sveitarfélög til þess að framhald verði á tilrauna- og nýsköpunarstarfsemi þeirra. Að mati verkefnisstjórnar hef- ur verkefni reynslusveitarfélaga heppnast ágætlega þegar á heildina er litið en ýmsu hefur þó verið ábóta- vant, að því er fram kemur í skýrslu félagsmálaráðherra um framkvæmd verkefnis um reynslusveitarfélög. Verkefni reynslusveitarfélaga hófst árið 1994 og lauk formlega í árs- lok 2001. Markmið verkefnisins var að veita sveitarfélögum heimildir í til- raunaskyni til að taka að sér fram- kvæmd nýrra verkefna, reyna nýtt rekstrar- og fjármögnunarfyrir- komulag í tilteknum málaflokkum og þróa nýjungar í stjórnsýslu. Fram kemur í skýrslunni þar sem árangurinn af verkefni reynslusveit- arfélaga er metinn, að skv. mati Rík- isendurskoðunar og óháðs úttektar- aðila sé ekki ljóst hvort fjárhagslegur ávinningur hefur náðst með yfir- færslu verkefna. Í umfjöllun um hvað betur hafi mátt fara segir að fljótlega hafi komið fram sú gagnrýni sveitarfélaga að ákveðinnar tregðu gætti í vissum fag- ráðuneytum um að ganga til samn- inga við sveitarfélög um verkefni. „Að mati sveitarfélaga voru við- komandi ráðuneyti íhaldssöm og höfðu aðra sýn á hlutverk og verk- efnaskiptingu milli ríkis og sveitarfé- laga. Jákvæðni skorti því hjá ýmsum embættismönnum ríkisins gagnvart tilraununum. Skortur á vilja og sam- starfi ráðuneytanna dró því fljótt úr krafti viðkomandi sveitarfélags og það gafst fljótlega upp. Nefna má sem dæmi um þetta ósk Garðabæjar um að yfirtaka rekstur heilsugæslu í Garðabæ og ósk Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að yfirtaka rekstur Framhaldsskóla Austur-Skaftafells- sýslu gegn rammafjárveitingu frá rík- inu. Helsta ástæða þessa var að und- irbúningur þessi kostaði bæði vinnu- og peningaútlát hjá ráðuneytunum sem ekki var búið að gera ráð fyrir. Að þessu leyti var verkefnið vanmetið strax í upphafi,“ segir í skýrslunni. Skýrsla lögð fram um reynslusveitarfélög Skortur á samstarfi gagnrýndur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.