Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDSBANKI Íslands gekk í gær frá kaupum á 20,3% hlutafjár í Fjárfestingafélaginu Straumi, en kaupverð hlutabréfanna nam tæp- um 1.800 milljónum króna. Seljandi að 18,9% hlutafjár var Íslands- banki, sem eftir viðskiptin á 23% hlutafjár í Straumi. Tilkynningar vegna viðskiptanna streymdu inn á Kauphöll Íslands í gær, en í tengslum við þau seldu Íslandsbanki og Landsbanki öll hlutabréf sín í Íslenska hugbún- aðarsjóðnum, ISHUG, til Straums. Eftir kaupin á Straumur 45,43% í ISHUG og er orðinn langstærsti hluthafinn. Íslandsbanki seldi Straumi 15,39% hlutafjár í ISHUG, eða 217.770.141 krónur að nafn- virði, á genginu 1,55. Kaupverð nam því 337,5 milljónum króna. Landsbankinn seldi Straumi 13,08% í ISHUG, eða 185 milljónir að nafnverði, á sama gengi. Þannig nam kaupverðið 287 milljónum króna. Straumur keypti bréf í ISHUG af Íslandsbanka og Landsbanka Samtals keypti Straumur hluta- bréf í ISHUG fyrir 624,5 milljónir króna af bönkunum tveimur. Þórð- ur Már Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Straums, segir að fé- laginu hafi litist vel á ISHUG sem fjárfestingu. Hann vill þó ekki tjá sig um fyrirætlan Straums með fé- lagið. Hann segist telja að kaup Landsbankans á fimmtungi hluta- fjár í Straumi styrki félagið enn frekar, sem óháð og sjálfstætt fyr- irtæki. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að bankinn hafi tekið þá ákvörðun, í samráði við stjórnendur Straums, að bjóðast til að kaupa eignarhluti smærri hlut- hafa. „Vegna þess að þá höfðu orð- ið breytingar á stefnu og þar með hlutverki Straums, auk þess sem skattaafsláttur vegna hlutabréfa- kaupa var afnuminn að fullu um áramótin. Við þetta eignaðist Ís- landsbanki stóran eignarhlut í Straumi, rétt tæplega 40%, og okk- ur fannst það styrkja stöðu Straums sem fjárfestingafélags að fá Landsbankann inn sem hluthafa. Við erum ánægð að sjá hvernig þetta hefur æxlast,“ segir hann. Tapið vegna ISHUG alltaf komið fram í afkomu bankans Spurður um ástæður fyrir sölu á eign í ISHUG segir Bjarni: „Eign okkar í sjóðnum var tilkomin vegna þess að við áttum eignarhlut í sjóð- um sem bankinn áður rak; Talentu hátækni og Talentu Internet. Þar sem bankinn rekur ekki þessa sjóði höfðu þessir eignarhlutir ekki stefnumótandi gildi fyrir bankann. Því varð það að ráði, þegar Straumur sýndi bréfunum áhuga, að selja þau.“. Bjarni segist ekki vera með tölu tiltæka um tap bankans á viðskipt- um með hlutabréfin í ISHUG. „Bréfin hafa alltaf verið skráð á markaðsvirði í reikningum bank- ans, þannig að tapið hefur ávallt komið fram í afkomunni. Ég hef ekki handbæra tölu yfir tapið, en augljóslega hefur það verið nokk- urt, í samræmi við gengi hugbún- aðargeirans síðustu misseri,“ segir hann. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að bankinn telji að umbreytingarverk- efni, líkt og Straumur sérhæfi sig í, eigi eftir að verða stærri og fleiri hér á landi í framtíðinni. „Við telj- um að náið samstarf við félag eins og Straum auki styrk okkar á þessu sviði,“ segir hann og bætir við að Landsbankinn sé einnig að huga að áhættudreifingu með kaupunum. „Straumur keypti hlutabréf af Landsbankanum í tengslum við þessi kaup meðal annars í Íslandssíma, Íshug og Landsbanka Íslands og Straumur verður þannig jafnframt meðalstór hluthafi í bankanum.“ Gott samstarf Lands- banka og Íslandsbanka Halldór segir Landsbankann hafa átt mjög gott samstarf við Ís- landsbanka um tiltekin verkefni. „Þessu tengt er að Landsbanki og Íslandsbanki stóðu rétt fyrir jól saman að stofnun fasteignafélags um rekstur banka og opinberra eigna. Íslandsbanki og Landsbanki hafa í tengslum við þessi viðskipti rætt um að auka samstarf sín á milli á sviði fasteignamála sem sér- hæfi sig í rekstri almenns atvinnu- húsnæðis og byggi í því efni á starfsemi Landsafls sem Lands- bankinn á þegar fjórðungshlut í,“ segir Halldór. Ein þeirra eigna sem Lands- bankinn selur nú er eignarhlutur í Íshug sem bankinn hefur tapað nokkuð á, m.a. á árinu 2001. „Við gerðum auðvitað vel grein fyrir því þá. Söluverðið á bréfunum núna, 1,55, er hins vegar nokkru hærra en síðasta bókfært verð í reikn- ingum okkar. Bréfin hafa ávallt verið færð á markaðsvirði, þannig að þau hafa alltaf haft áhrif á af- komu bankans, þar með talið já- kvæð áhrif við söluna nú,“ segir hann. Landsbankinn með 20% í Straumi Kaupverð tæplega 1,8 milljarðar – Aukið samstarf bankanna ÓLAFUR Ólafsson forstjóri Sam- skipa mun láta af störfum sínum sem forstjóri og verða starfandi stjórnarformaður félagsins í sam- ræmi við breytingar á stjórn- skipulagi og rekstrarfyrir- komulagi sem stjórn Samskipa samþykkti í gær. Breytingarnar fela í sér að Samskipum verður skipt upp í tvö félög, Samskip Ísland og Samskip Global. Knútur G. Hauksson, sem verið hefur aðstoðarforstjóri Samskipa, verður forstjóri Sam- skip Ísland og Ásbjörn Gíslason verður forstjóri Samskip Global. „Þessar breytingar á rekstr- arfyrirkomulagi Samskipa hafa verið lengi í farvatninu og eru í takt við þær áherslubreytingar sem orðið hafa á starfsemi Sam- skipa á undanförnum árum,“ seg- ir Ólafur Ólafsson, fráfarandi for- stjóri, í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér. „Sam- skip voru skipafélag en eru í dag alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum hvers kyns flutningatengda þjón- ustu, hvort sem er í lofti, á láði eða legi.“ Samkvæmt tilkynningunni verður verkefni starfandi stjórn- arformanns m.a. að samhæfa rekstur og vinna að áframhald- andi stefnumótun og uppbygg- ingu Samskipa, jafnt heima sem erlendis. Morgunblaðið/Kristinn Ásbjörn Gíslason, Ólafur Ólafsson og Knútur G. Hauksson. Ólafur verð- ur starfandi stjórnar- formaður HEILDARAFLI íslenskra skipa var 285.105 tonn í febrúar sl. og dróst saman um 154.367 tonn frá febrúarmánuði 2002 en þá veiddust 439.472 tonn. Botnfiskafli var 33.386 tonn samanborið við 35.954 tonn í febrúarmánuði 2002 sem er tæplega 2.600 tonna munur á milli ára. Þorskafli dróst saman um 3.338 tonn en ýsuafli jókst aftur á móti um 1.127 tonn á milli ára. Af flatfiski bárust 1.885 tonn á land en í febrúarmánuði 2002 var aflinn 2.611 tonn og dróst flatfisk- aflinn því saman um 726 tonn á milli ára. Mest var veitt af grálúðu eða 1.144 tonn, 303 tonn fengust af skrápflúru og 148 tonn af skarkola. Af loðnu veiddust 246 þúsund tonn en loðnuaflinn í febrúarmán- uði 2002 var hins vegar 395 þúsund tonn og er munurinn 149 þúsund tonn. Af síld veiddust tæplega 1.100 tonn í ár en 3.600 tonn í fyrra. Skel- og krabbadýraafli var 3.095 tonn sem er 659 tonnum meiri afli en í febrúar 2002. Mest veiddist af rækju eða tæplega 1.900 tonn, því næst kom kúfiskur en af honum veiddust 999 tonn. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2003 nemur heildarafli íslenskra skipa alls 542 þúsund tonnum og er það tæplega 82 þúsund tonnum minni afli samanborið við árið 2002. Af botnfiski hafa borist liðlega 61 þús- und tonn sem er tæplega 2 þúsund tonnum minna en gerðist á árinu 2002 fyrir sama tímabil. Þá er loðnuaflinn orðinn rúmlega 466 þúsund tonn en það er 75 þúsund tonnum minni afli en á árinu 2002. Milli febrúarmánaðar 2002 og 2003 dróst verðmæti bráðabirgða- fiskaflans saman, á föstu verði árs- ins 2001, um 17,2%. Fyrir tímabilið janúar-febrúar dróst aflaverðmæti saman, á föstu verði ársins 2001, um 7,1% miðað við sama tímabil ár- ið 2002.                                 (& )&          *  Mikill samdrátt- ur í fiskafla Lakari loðnuveiði meginskýring á 154.000 tonna samdrætti HAGNAÐUR Granda hf. á síðasta ári nam 1.814 milljónum króna eft- ir skatta eða um 30% af rekstr- artekjum. Í tilkynningu frá Granda kemur fram að tekjur fé- lagsins námu tæpum 6 milljörðum króna og jukust um 26% milli ára. Rekstrargjöld námu um 4,4 millj- örðum króna sem er 32% meira en árið á undan. Í tilkynningu frá Granda kemur fram að rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var 1.608 milljónir króna eða 27% af rekstr- artekjum. Á árinu 2001 var sama hlutfall rúm 30%. Veltufé frá rekstri nam 1.253 milljónum sem er 21% af rekstr- artekjum samanborið við 1.192 milljónir og 25% árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok 5.473 milljónir og eiginfjárhlutfallið 38%. Sú breyting hefur orðið á reikn- ingsskilaaðferð félagsins að árs- reikningur er ekki verðleiðréttur. Hefði það verið gert hefði hagn- aður ársins verið 130 milljónum hærri og eigið fé félagsins 150 milljónum hærra. Hlutdeildarfélög öll rekin með hagnaði Grandi hf. átti eignarhluta í þremur innlendum og einu erlendu hlutdeildarfélagi í árslok. Innlendu félögin eru Hraðfrystihús Eski- fjarðar hf., Þorbjörn-Fiskanes hf. og Stofnfiskur hf. en þau voru öll rekin með hagnaði 2002. Félagið seldi á árinu eignarhluti sína í Þor- móði ramma-Sæbergi hf. og hagn- aðist um 339 milljónir á þeirri sölu. Einnig seldi félagið hlut sinn í Haraldi Böðvarssyni hf. og nam hagnaður af því 164 milljónum króna. Dótturfélagið Faxamjöl hf. sameinaðist Granda hf. á árinu. Grandi seldi togarann Snorra Sturluson og nam hagnaður af sölu hans 85 milljónum króna. Þá seldi félagið Isla hf. á árinu 2002 en áhrif þess fyrirtækis á reksturinn voru neikvæð um 93 milljónir króna. Grandi eignaðist fjórðungs- hlut í Þorbirni Fiskanesi hf. á síð- asta ári og jók við fjárfestingu sína í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, á nú yfir 20% í því félagi. Grandi gerir nú út þrjá frysti- togara, tvo ísfisktogara og eitt fjölveiðiskip og starfrækir fisk- vinnslu í Reykjavík auk mjölverk- smiðja í Reykjavík og Þorlákshöfn. Heildarbotnfisksafli félagsins var 34.889 tonn á árinu 2002, en veiði fjölveiðiskipsins á uppsjávarfiski var 70.668 tonn, segir í tilkynn- ingu. Aðalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 4. apríl 2003 í matsal fyrirtækisins í Norðurgarði kl. 17. Gerð er tillaga um 15% arð- greiðslu til hluthafa. Grandi skilar góðri afkomu                                             !          "  #        !!  $  #  "  %   $  %       &    ! ' ( )(' !  )      )   *            ! ' ( )( ' !         !   !  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.