Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR óttast að morðið á Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, á miðvikudag valdi óróa á Balkanskag- anum öllum, þar sem menn bárust á banaspjót allan síðasta áratug. Er m.a. talin hætta á að dragi úr fjárfest- ingum erlendra aðila í Serbíu enda pólitískt óvissuástand komið upp í kjölfar brotthvarfs Djindjic, sem hef- ur verið einn helsti baráttumaðurinn fyrir pólitískum og efnahagslegum umbótum í landinu. Ekki er enn vitað með vissu hverjir stóðu að baki tilræðinu en stjórnvöld hafa sakað hóp sem Milorad nokkur Lukovic fer fyrir um að bera ábyrgð á morðinu. Er Lukovics og ýmissa bandamanna hans nú leitað. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í kjölfar tilræðisins og höfðu lögregla og her Serbíu mikinn viðbúnað í gær. Neyðarástandið þýðir að ýmsum borgaralegum réttindum eru settar skorður tímabundið, og m.a. hafa yf- irvöld farið fram á það við útgefendur dagblaða að þau birti ekki annað en það sem frá stjórnvöldum kemur um þennan verknað. Morðið á Djindjic þýðir að Serbíu vantar bæði forsætisráðherra og for- seta, en tilraunir til að kjósa nýjan forseta fóru út um þúfur fyrir jól vegna dræmrar kjörsóknar. Var talið líklegt í gær að Nebojsa Covic varaforsætisráðherra settist í stól Djindjic fyrst um sinn. Getgátur voru hins vegar uppi um það hver fyllir skarð Djindjic í serb- neskum stjórnmálum þegar til lengri tíma er litið. Þar er Vojislav Kost- unica, síðasti forseti Júgóslavíu, nefndur til sögunnar en hann hefur verið án embættis síðan Júgóslavía lognaðist út af og til varð lauslega tengt sambandsríki Serbíu og Svart- fjallalands. Kostunica nýtur þó ekki meiri hylli en svo að honum mistókst að tryggja sér kosningu sem forseti Serbíu fyrir jól, sem fyrr segir. Skotinn af 200 metra færi? Serbneska dagblaðið Politika sagði í gær að fleiri en einn byssumaður hefðu komið að tilræðinu gegn Djindjic. Fullyrti blaðið að forsætis- ráðherrann hefði verið skotinn í bæði brjóst og maga og að byssumennirnir hefðu verið í um 200 metra fjarlægð, á annarri hæð byggingar í nágrenni stjórnarráðsins. Varaforsætisráðherrann Zarko Korac sagði að nokkrir hefðu verið handteknir í tengslum við morðið á Djindjic en ekki er þó vitað um tengsl fólksins við ódæðið. Hafa ráðamenn sakað hóp sem Milorad Lukovic fer fyrir, betur þekktur undir viðurnefn- inu Legija, um að bera ábyrgð á morðinu. Lukovic er fyrrverandi for- ingi í sérsveit serbnesku lögreglunn- ar og var hann á sínum tíma afar ósáttur við þá ákvörðun Djindjic að framselja Slobodan Milosevic, fyrr- verandi forseta Júgóslavíu, til stríðs- glæpadómstólsins í Haag. Karac lýsti morðinu á Djindjic sem „stríðsyfirlýsingu“ gegn valdhöfum í landinu. „Morðið á Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, var tilraun þessa hóps til að stöðva baráttu stjórnvalda gegn skipulagðri glæpa- starfsemi,“ sagði í yfirlýsingu stjórn- valda í fyrradag. Kostunica, sem eldað hafði grátt silfur við Djindjic undanfarin misseri, sagði morðið á forsætisráðherranum aftur móti „hrikalega áminningu“ um að ekki hefðu verið stigin nægilega mörg skref í átt að raunverulegu lýð- ræði í Serbíu. Tengsl við mafíuna? Fyrir einungis þremur vikum var gerð önnur tilraun til að ráða Djindjic af dögum og var hún sögð til marks um að undirheimaöflin, sem verið hafa afar áhrifamikil í Serbíu, kynnu yfirlýsingum Djindjic, um að ráðast gegn yfirráðum þeirra, illa. Er fullyrt í nýlegri fréttaskýringu rannsóknar- stofnunarinnar Institute for War and Peace Reporting (www.iwpr.net) að margir íbúar Serbíu telji mafíuna orðna svo valdamikla í landinu að hún ráði í raun meiru en stjórnvöld. Hafði Djindjic fram að þessu lítt orðið ágengt í þeirri viðleitni sinni að ráða niðurlögum skipulagðrar glæpa- starfsemi í Serbíu. Raunar höfðu heyrst sögusagnir um að Djindjic hefði sjálfur mafíutengsl og stuðlaði þetta m.a. að því hversu óvinsæll hann var meðal almennings, að sögn BBC. Engar sannanir eru þó fyrir slíkum sögusögnum og eftir stendur fyrst og fremst að það var Djindjic sem hvað helst beitti sér fyrir póli- tískum og efnahagslegum umbótum og að það var hann sem framseldi Milosevic til stríðsglæpadómstólsins í Haag, m.a. í því skyni að bæta ímynd landsins meðal leiðtoga Vesturveld- anna – nokkuð sem var bráðnauðsyn- legt ef Serbía átti að tryggja sér þá efnahagsaðstoð sem sárlega vantaði. Óttast pólitísk- ar afleiðingar morðsins Morðingja Zorans Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, enn leitað Belgrad. AFP. FJÖLDI Serba lagði í gær blóm og kransa á þann stað í miðborg Bel- grad þar sem Zoran Djindjic, for- sætisráðherra landsins, var skotinn til bana á miðvikudag. Minningar- athöfn um Djindjic var haldin í þing- húsinu í Belgrad um miðjan dag í gær og þjóðarsorg ríkir nú í Serbíu. Útför Djindjic verður haldin á morg- un, laugardag. Serbnesk dagblöð fordæmdu morðið á Djindjic í gær og sögðu það árás á lýðræði og stöðugleika í land- inu. Í Kosovo sagði hins vegar eitt helsta blað Kosovo-Albana, Koha Ditore, að morðið steypti Serbíu aft- ur inn í myrkrið, sem hefði einkennt landið á síðasta áratug. Reuters Þjóðarsorg í Serbíu EKKI kunnu allir Serbar að meta Zoran Djindjic forsætisráðherra, sem myrtur var í Belgrad í fyrra- dag, en hann er þó flestum harm- dauði. Venjulegt fólk gerir sér grein fyrir því að hann vildi snúa við blaðinu og stuðla að umbótum í Serbíu. Þetta segir Boban Acim- ovic, Serbi sem búsettur er í bænum Pozarevac, skammt frá Belgrad. Asimovic bjó um árabil á Íslandi en sinnir nú fjarvinnsluverkefnum fyr- ir Morgunblaðið frá heimili sínu í Serbíu. Boban segist sjálfur afar sleginn yfir þessum atburði. „Djindjic var óvinsæll meðal tiltekinna hópa en margir kunnu vel við hann. Hann stóð fyrir breytingum í friðarátt og á efnahag landsins og ég myndi segja að margt yngra fólk hefði kunnað vel að meta hann.“ Tekur Boban undir að það sé mikið áfall þegar forsætisráðherra lands sé myrtur um miðjan dag í höfuðborginni. Hann vill þó ekki meina að menn túlki þetta sem aft- urhvarf til gömlu daganna, þegar Balkanskaginn ólgaði í ófriði. „Þetta veldur hins vegar óróleika hjá fólki. Það spyr sig hvað geti eig- inlega gerst ef hægt er að myrða sjálfan forsætisráðherrann með þessum hætti.“ „Þegar ég heyrði um þetta í gær [í fyrradag] kveikti ég á sjónvarp- inu. Ég trúði því einfaldlega ekki að þetta væri satt. Í um klukkustund var ekki greint frá því að hann hefði dáið en svo fluttu CNN og BBC World Service fréttir þar að lútandi. Ég átti erfitt með að trúa þeim, taldi upplýsingar þeirra hljóta að vera rangar en síðan fékkst staðfest að hann hefði dáið. Samt vildi ég eiginilega ekki trúa þessu.“ Boban segir viðbrögð margra með þessum hætti. „Jafnvel þeir sem ekki voru aðdáendur Djindjic átta sig á því að þessi maður átti tvö ung börn, sem nú eru föðurlaus. Þó að menn væru kannski óánægðir með störf hans þá vildu þeir honum ekki svona illt.“ Boban segist ekki átta sig á hver sé líklegastur til að hafa skipulagt morðið á Djindjic en talið er hugs- anlegt að undirheimaöfl í serb- nesku þjóðlífi hafi staðið fyrir því. Boban vill þó ekki gera of mikið úr umfangi mafíustarfsemi í landinu. „Þessi mafía er sögð félagsskapur um 200 manna, og svo eru kannski eitt þúsund í viðbót sem tengjast þeim. Serbar eru hins vegar 10 milljóna þjóð og flestir eru mót- fallnir mafíuveldinu. Flestir vinna fyrir sér á heiðvirðan hátt, þó að launin hrökkvi oft skammt. Djindjic var kannski ekki vinsæll meðal fólks en hann barðist þó gegn áhrif- um mafíunnar og vildi snúa baki við pólitískum ósiðum fortíðarinnar.“ „Vildi eig- inlega ekki trúa þessu“ Morgunblaðið/RAX Boban á mynd sem tekin var í október 2000 um það leyti sem Slobodan Milosevic hrökklaðist frá völdum í Júgóslavíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.