Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 22
STJÓRNLAGADÓMSTÓLL Tyrk- lands bannaði í gær stærsta flokk Kúrda, HADEP, á þeirri forsendu að hann stefndi einingu landsins í hættu með því að styðja aðskiln- aðarsinnaða uppreisnarmenn og saksóknarar óskuðu eftir því að systurflokkur hans yrði einnig bannaður. Forystumenn HADEP lýstu banninu sem miklu áfalli fyrir þá sem hafa beitt sér fyrir úrbótum í mannréttindamálum í Tyrklandi og það eykur spennuna í Kúrdahér- uðunum þar sem tyrkneski herinn er að undirbúa hugsanlegar aðgerð- ir gegn kúrdískum uppreisnar- mönnum í Norður-Írak komi til stríðs í landinu. Bannið minnkar einnig líkurnar á því að Tyrkir fái að hefja aðildarviðræður við Evr- ópusambandið. „Okkur skilst að HADEP hafi orðið miðpunktur baráttu gegn ein- ingu ríkisins með því að aðstoða og styðja Verkamannaflokk Kúrdist- ans,“ sagði forseti stjórnlagadóm- stólsins, Mustafa Bumin. Dómstóllinn bannaði einnig 46 fé- lögum í HADEP, meðal annars nokkrum stofnfélögum, að taka þátt í pólitískri starfsemi í fimm ár. „Skjöl sanna að allir þessir menn hafa aðstoðað hryðjuverkasamtök- in,“ sagði Bumin. Dómstóllinn fyrirskipaði að eign- ir flokksins yrðu gerðar upptækar. Skömmu eftir úrskurðinn óskaði ríkissaksóknari Tyrklands eftir því að systurflokkur HADEP, Lýðræð- islegi þjóðarflokkurinn (DEHAP), sem var stofnaður árið 1999, yrði einnig bannaður. 24 flokkar hafa verið bannaðir Verkamannaflokkur Kúrdistans (PKK) stjórnaði fimmtán ára vopn- aðri baráttu fyrir sjálfstjórn Kúrda- héraðanna í suðaustanverðu Tyrk- landi þar til hann lýsti yfir vopnahléi árið 1999 þegar leiðtogi flokksins, Abdullah Öcalan, var handtekinn. Stríðið kostaði 36.000 manns lífið, 3.700 þorp voru lögð í rúst og þúsundir Kúrda urðu að flýja heimkynni sín. Forystumenn HADEP vilja að deilan verði leyst með friðsamleg- um hætti og neita því að flokkurinn tengist PKK. Flokkurinn er ekki með neinn fulltrúa á tyrkneska þinginu en er við völd í nokkrum bæjarfélögum í suðaustanverðu landinu. Hann var stofnaður árið 1994 eftir að annar flokkur Kúrda, Lýðræðisflokkurinn (DEP), var bannaður vegna meintra tengsla við PKK. HADEP er 24. flokkurinn sem hefur verið bannaður í Tyrklandi frá 1963. Líklegt er að bannið sæti gagnrýni Evrópusambandsins sem hefur nokkrum sinnum varað Tyrki við því að þeim verði ekki boðið að hefja aðildarviðræður nema þeir komi á lýðræðislegum umbótum og úrbótum í mannréttindamálum. Tyrkneska þingið breytti stjórnar- skrá landsins í fyrra til að auka menningarleg réttindi Kúrda, m.a. til að heimila útvarps- og sjónvarps- útsendingar og kennslu á kúrdísku. Forystumenn HADEP for- dæmdu bannið í gær og sögðu það mikið áfall fyrir þá sem barist hefðu fyrir lýðræðisumbótum í Tyrklandi og vildu að deilan um Kúrdahéruðin yrði leyst með friðsamlegum hætti. „Tyrkir ætla að halda gömlu stefn- unni til streitu,“ sagði Mefahir Alt- indag, forystumaður HADEP í kúrdísku borginni Diyarbakir. „Þetta er pólitísk ákvörðun,“ sagði Dogan Erbas, forystumaður flokksdeildar HADEP í Istanbúl, um úrskurð stjórnlagadómstólsins. „Hún mun hafa mjög slæm áhrif á kúrdísku þjóðina. Kúrdar voru orðnir bjartsýnir vegna tilrauna Tyrkja til að fá aðild að Evrópu- sambandinu og töldu að flokkurinn yrði ekki bannaður.“ Óttast stríð milli Tyrkja og Kúrda Kúrdar í Tyrklandi eru mjög andvígir því að Bandaríkjamenn hefji hernað í Írak vegna þess að þeir óttast að tyrkneski herinn not- færi sér stríðið til að ráðast á Kúrda. „Það eru miklar líkur á því að hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Írak leiði til stríðs milli Kúrda og Tyrkja,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður mannréttindasamtaka í Kúrdahéruðunum. „Tyrkir líta á stríð gegn Saddam sem tækifæri til að leysa Kúrda-vandamálið.“ Verði Bandaríkjaher leyft að gera innrás í Írak frá Tyrklandi hyggjast stjórnvöld í Ankara senda tyrkneska hermenn inn á yfirráða- svæði Kúrda í Norður-Írak. Þau segja þetta nauðsynlegt til að hindra að Írakar flýi til Tyrklands en talið er að markmiðið sé í raun að koma í veg fyrir að íraskir Kúrd- ar notfæri sér glundroðann sem myndi fylgja stríði í Írak til að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Tyrkir óttast að það myndi kynda undir aðskilnaðarkröfum Kúrda í Tyrk- landi. Tyrkneskir fjölmiðlar hafa sagt að hermenn hafi þegar verið sendir yfir landamærin en ekki hefur verið hægt að staðfesta það þar sem her- inn hefur lokað svæðinu. Banni Tyrkja við stærsta flokki Kúrda mótmælt Spennan í Kúrdahéruðunum eykst og minni líkur á ESB-aðildarviðræðum Ankara. AFP. ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ BLAÐINU Á MORGUN Með Morgunblaðinu á morgun fylgir 48 síðna blað um fermingar, undirbúninginn, athöfnina og veisluna. Geymið blaðið! AÐ minnsta kosti 14 manns létust og um 85 slösuðust er um 200 bílar lentu saman á þjóðveginum milli Feneyja og Treviso á Ítalíu í gær. Lá þá mikil þoka yfir veginum en að sögn lögreglunnar skeyttu margir ökumenn því engu og slógu ekkert af hraðanum. Raunar voru árekstr- arnir tveir því að ökumenn, sem stöðvuðu bíla sína er þeir sáu hvað gerst hafði, fengu aðra bíla aftan á sig. Varð eldur laus í nokkrum bílanna. AP Fjórtán létust í stórárekstri SÆNSKA stjórnin kann að stöðva vopnaútflutning frá Svíþjóð til Bandaríkjanna ákveði George W. Bush Bandaríkjaforseti að hefja stríð í Írak án stuðnings örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna, að sögn sænskra embættismanna í gær. „Við vonum að við lendum ekki í þessari erfiðu stöðu en ef það gerist er ljóst að þetta verður ein af erf- iðustu ákvörðunum sem stjórnin hefur þurft að taka á sviði vopnaút- flutnings,“ sagði Lotta Fogde, að- stoðarutanríkisráðherra sem fer með mál sem varða vopnaútflutning Svía. Hún bætti við að eitt af mik- ilvægustu skilyrðum sænskra stjórnvalda fyrir heimild til vopna- útflutnings væri að löndin sem vildu kaupa vopnin virtu alþjóðalög. Sænsk stofnun, sem hefur eftirlit með vopnaútflutningnum, bannar að vopn séu seld til landa sem heyja stríð eða brjóta alþjóðalög. Vopnaútflutningur Svía til Bandaríkjanna jókst um 51% í fyrra, nam 249 milljónum sænskra króna, um 2,2 milljörðum íslenskra, og var um 15% af heildarvopnaút- flutningi landsins. Um 40 sænsk fyrirtæki flytja út vopn. Banna Svíar vopnasölu vestur? Stokkhólmi. AFP. EMBÆTTISMENN breska utan- ríkisráðuneytisins telja ekki „við hæfi“ að Elísabet Englandsdrottn- ing yfirgefi land sitt við „núverandi aðstæður“ en í gær var greint frá því að Elísabet hefði aflýst opinberri heimsókn sinni til Belgíu. Heimsókn- in var fyrirhuguð í næstu viku en ekkert verður nú af henni í samræmi við tilmæli stjórnvalda. Er ákvörð- unin sögð tengjast yfirvofandi stríðs- átökum í Írak. Fulltrúar konungshallarinnar sögðu að heimsóknin yrði sett á dag- skrá við annað tækifæri. Gert hafði verið ráð fyrir því að drottningin ætti fund með Alberti II Belgíukon- ungi og jafnframt að hún myndi hitta aðila í við- skiptalífinu, auk þess sem ráðgert var að hún skoð- aði höfuðstöðvar Atlantshafs- bandalagsins og ræddi við George Robertson lávarð, framkvæmdastjóra NATO. Konunglegri heimsókn á erlenda grundu var síðast frestað eftir árás- irnar á Bandaríkin 11. september 2001 en þá hafði drottningin haft í bí- gerð heimsókn til Ástralíu. Englandsdrottning fer ekki til Belgíu London. AFP. Elísabet II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.