Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANDVERK og hönnun opnar sýn- ingu á íslensku handverki og list- iðnaði í sýningarsal í Sívalaturn- inum í Kaupmannahöfn í dag. Sýningin var fyrst sett upp í Hafn- arborg í nóvember sl. Í aðdraganda sýningarinnar var haldin sam- keppni, sem var öllum opin og dóm- nefnd valdi úr innsendum munum. Dómnefnd valdi verk frá 42 aðilum. Í tengslum við sýninguna er gefin út sýningarskrá þar sem allir sýn- endur eru kynntir. Sýningin stendur til 27. apríl. Frá sýningu Handverks og hönnunar í Hafnarborg. Íslenskt handverk sýnt í Kaupmannahöfn unnar og færir út stílinn á sinn frumlega og kraftmikla hátt. Síð- astliðið ár leikstýrði hún eftir- minnilega spunaverkunum Hljóm- sveitinni og Grimmsævintýrum hjá Leikfélagi Kópavogs en síðar- nefnda sýningin var valin til sýn- ingar í Þjóðleikhúsinu sem áhuga- verðasta leiksýning ársins. Nú notar Ágústa svipaða aðferð, hún glæðir látlausan textann lífi með spuna og sprelli sem á rætur í vinnu með líkamlega nærveru leik- aranna, ásamt öguðum trúðsleik og hreyfingum sem spretta úr spuna- vinnunni. Það var augljóst að leik- arahópurinn hefur fengið að leggja sitt til málanna því sjá mátti dásamlega fjölbreyttan grínleik þar sem hápunkturinn var feikna fyndin eftirherma af Baldri og Konna. Atriðið er alls ekki á skjön við annað því Ágústu tekst fag- mannlega að virkja hópinn sem eina heild og eina leiksál. Heildarmyndin sem Ágústa Skúladóttir er að verða fræg fyrir krefst þó fleira fólks og hér hefur hún tekið með sér sömu búninga- hönnuði og hjá LK, þær Þóreyju og Þórunni. Þær verða að teljast með hugmyndaríkara fólki því þær búa til fjölskrúðuga, tímalausa búninga úr tuskum og tjulli, suma ættaða frá fyrri sýningum en hér ræður aftur á móti litagleðin ríkj- um. Sviðsmyndin er í sama stíl, LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur býr yfir mörgum leikskáldum sem ým- ist skrifa verkin ein eða í félagi við aðra. Hildur Þórðardóttir er hér ein á ferð með sitt fyrsta verk en áður var hún einn þriggja höfunda að Völinni, kvölinni og mölinni sem sett var upp 1999. Verk hennar er nokkuð í hugleikskum anda; gerist í íslenskri sveit fyrr á öldum þar sem prestsgrey reynir að gifta dætur sínar ríkum mönnum en tekur ekki í mál að þær fái að eiga þá sem þær elska. Ástin er þó ekki aðeins í meinum hjá yngri kynslóð- inni heldur einnig þeirri eldri og koma við sögu framhjáhöld, lausa- leikskróar og rangfeðruð börn og veldur allt þetta skemmtilegasta sápuóperuhrærigraut og angri. Hugleiksandinn nær þó ekki mikið lengra því hér kemur leik- stjórinn Ágústa Skúladóttir til sög- einföld og hugvitssöm og skipt- ingar eru notaðar sem hluti verks- ins, verða fyndnar í hvert sinn. Tónlist þeirra Björns og Þorgeirs fellur eins og flís að efni og leik- stjórn, hún er mjög vel samin, fjöl- breytt og áheyrileg og notuð út í æsar af leikurunum sem eru flestir svo góðir söngvarar að jaðrar við atvinnubrag. Eina hljóðfærið er klarinett sem Keith Hayward blæs í. Gamlir og nýir Hugleikarar fóru allir á kostum en það var alveg sérstaklega gaman að sjá hve vel þeir tileinka sér aðferðir leikstjór- ans. Þar fór þó fremst Hulda Björg Hákonardóttir í hlutverki Möngu fóstru, en ásamt því að tengja atriðin saman með fáguðum trúðleik, ættuðum sunnan úr Evr- ópu, skapaði hún innilega óþolandi og fyndna persónu, grófgerða og eigingjarna sífellt með ,,enginn veit til angurs fyrr en reynir á vör- unum“. Jóhann Davíð Snorrason var hin stjarna þessarar sýningar, lék Hafur, öreiga á Útnára, sem er jafn lítið aðlaðandi og Manga fóstra. Sýndi Jóhann alla takta gamanleiks og það svo að hann uppskar hlátur áhorfenda í hvert sinn sem hann birtist á sviðinu og var vart mennskur er hann breytt- ist í brúðu í Baldurs og Konna- atriðinu. Ármann Guðmundsson var kostulega grófur og óviðfelld- inn sem Úlfljótur og prestur Sig- urðar Pálssonar dásamlega utan- gátta með engilsásjónu sína. Silja Björk Huldudóttir og Sigríður Birna Valsdóttir sýndu skemmti- lega skarpar andstæður systranna og Hrefna Friðriksdóttir og Einar Þór Einarsson voru innilega sjálf- hverf og einföld mæðgin á Útnára; hún hrokafull en hann barnslegur. Þökk sé góðum leik, stórum hópi baksviðs, hugleikskum sveitaróm- an og flottri tónlist en ekki síst feikna sterkri leikstjórn Ágústu Skúladóttur þá fóru áhorfendur hlæjandi og glaðir af frumsýningu hjá Hugleik. „Enginn veit til angurs fyrr en reynir“ LEIKLIST Hugleikur Höfundur: Hildur Þórðardóttir. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Tónlist: Björn Thor- arensen og Þorgeir Tryggvason. Leik- mynd: Jón E. Guðmundsson, Jón Örn Bergsson, Þórey Björk Halldórsdóttir og Þórunn Eva Hallsdóttir. Lýsing: V. Kári Heiðdal. Búningar: Þórey Björk Halldórs- dóttir og Þórunn Eva Hallsdóttir. Förðun: Elsa Dóra Grétarsdóttir. Frumsýning í Tjarnarbíói 8. mars 2003. UNDIR HAMRINUM Hrund Ólafsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart „Þökk sé góðum leik, stórum hópi baksviðs, hugleikskum sveitaróman og flottri tónlist en ekki síst feikna sterkri leikstjórn Ágústu Skúladóttur.“ BRESKI rithöfundurinn Eliza- beth McGregor færist mikið í fang í skáldsögu sinni Ísbarninu. Í kynn- ingu á höfundi segir að hún hafi áð- ur skrifað nokkuð af smásögum, spennusögum og gamansögum en Ísbarnið sé hennar metnaðarfyllsta verk. Það má til sanns vegar færa að hér ráði metnaður ríkjum; nú- tíma ástar- og örlagasaga er fléttuð saman við sögulega atburði sem gerðust um miðja nítjándu öldina. Atburðir þessir lifna við og verða mjög áhugaverðir í meðförum McGregors en hins vegar nær nú- tímasagan aldrei góðu flugi. Má þar áreiðanlega kenna þýðingunni um að einhverju leyti en aðallega er því um að kenna að sagan fer hægt af stað auk nokkurra erfiðleika höf- undar við að ná utan um persónur sínar. Einnig týnist atburðarásin í nútímasögunni heldur mikið í smá- atriðalýsingum á kostnað persónu- sköpunar en sú er aldrei raunin í hinni sögulegu frásögn. Samt sem áður eru sannarlega nokkrar vel heppnaðar persónur í sögunni og dýpka þær skilning lesanda til muna. Persónurnar eru margar en að- alpersónan er Jo Harper, ung blaðakona í London. Henni er feng- ið það verkefni að grennslast fyrir um fornleifafræðinginn Doug Marshall frá Cambridge en hann hefur týnst á norðurskautinu í rannsókn sinni á afdrifum heim- skautaleiðangurs Sir Johns Frank- lins sem farinn var um miðja nítjándu öldina. Í stuttu máli sagt kynnast þau Harper og Marshall og í gegnum hann fær hún mikinn áhuga á rannsóknarefni hans og þeim slóðum þar sem skip Frank- lins festust í hafís. Auk þess að koma að heilmiklum upplýsingum um Franklinsleiðangurinn með at- hugunum Jo Harper er fléttað inn köflum þar sem atburðirnir eru lífgaðir við með hjálp höfundar en sagan sú er sögð frá sjónarhóli tólf ára drengs. Samkvæmt ágætum eftirmála er persóna hans algerlega spunnin af höfundi til þess að fá bernskt sjónarhorn á þessa skelfi- legu atburði og er það vel til fundið. Flestar aðrar persónur í þeirri sögu gæðir höfundur lífi út frá upplýs- ingum um þá menn sem tóku þátt í leiðangrinum og létu lífið, allir sem einn, hátt á annað hundrað manns. Gefið er sterklega í skyn að þar hafi ráðið örlögum að einhverju leyti sá ótti, yfirgangur og hroki gagnvart frumbyggjum heimsins sem alltaf hafi fylgt Vestur-Evr- ópumönnum. Til viðbótar sögunum tveimur sem ganga haganlega á víxl gegnum bókina er þriðja sagan sögð og er hún af kvenkyns ísbirni sem ráfar um norðurskautið en með sögu hennar kemur náttúruvernd- arsjónarmið sterkt inn í bókina. Sögurnar þrjár tengjast svo nokk- uð skemmtilega í lokin og verður þannig til þráður gegnum aldirnar og tíminn skreppur saman. Þær persónur sem best eru skap- aðar eru tveir ungir menn. Annar er Gus, Augustus Peterson, dreng- urinn sem horfir forvitnum augum á atburði leiðangursins og fær síð- an að reyna meira en flestir ung- lingar fyrr og nú. Í persónunni er dýpt og samúð sem skilar sér til lesenda. Hinn er John Marshall, sonur fornleifafræðingsins Dougs. Hann er gerður að hreyfiafli at- burða sem skipta miklu máli fyrir atburðarás bókarinnar auk þess sem sögurnar þrjár tengjast að ein- hverju leyti með honum. Persónan er sjálfri sér samkvæm og gefin er heildstæð mynd af uppvaxtarárum hans og mótun. Hann þróast eðli- lega og þroskast í sögunni. Hið sama verður ekki sagt um aðalper- sónuna Jo Harper. Hún verður fyr- ir mikilli sorg og stendur uppi með lífshættulega veikt barn þegar á líður. Þó að samúð lesanda sé vissu- lega með henni vegna þeirra hörm- unga sem yfir hana dynja nær hún aldrei þeirri dýpt sem höfundur er annars prýðilega fær um gæða per- sónur sínar. Það má geta sér þess til að persónan standi höfundi of nálægt að einhverju leyti en einnig skortir þar undirbyggingu. Stærsti galli bókarinnar, fyrir utan það sem áður er getið, eru svo samskipti að- alpersónunnar við nánustu vinkon- ur sínar og vini. Þar rennur sagan stundum út í væmni og yfirborðs- kenndar lýsingar sem eru furðu- lega mikil andstæða við hina vel gerðu sögulegu frásögn. Í sögunni af nítjándu aldar atburðunum er ekki aðeins góð persónusköpun heldur hefur McGregor mikla þekkingu á viðfangsefninu. Þar týn- ist frásögnin aldrei í smáatriðalýs- ingum heldur verða allar upplýs- ingar áhugaverðar. Til dæmis lýsingar á klæðum og fæði, bygg- ingu skipanna, lengdargráðum, veðri og mörgu fleiru. Ísbarnið er stór bók sem lýsir miklum örlögum fyrr og nú. Höf- undurinn hefur undirbúið vel hið sögulega efni og auk þess safnað góðum upplýsingum um sjúkdóm- inn sem lýst er í nútímanum. Auk þess eru í sögunni nokkrar athygl- isverðar persónur sem dýpka hana mjög. Hins vegar eru óþarflega margir gallar á aðalpersónunni og leiðigjörn smáatriði tínd til þegar gerðum hennar er lýst, sérstaklega fram í miðja bók. Þrátt fyrir það tekur sagan kipp þegar þar er kom- ið og þegar upp er staðið fær les- andi nokkra tilfinningu fyrir mann- legum örlögum, sársaukafullri reynslu barna og fullorðinna en auk þess fær hann tengingu við fortíð og ósnortna náttúru í hættu. Dimm örlagasaga BÆKUR Skáldsaga Eftir Elizabeth McGregor í þýðingu Þóreyjar Friðbjörnsdóttur. 457 bls., Vaka-Helgafell, Reykjavík 2002. ÍSBARNIÐ Hrund Ólafsdóttir MÁLÞING um Veru Hertzsch verður í fyrirlestrarsal Lands- bókasafns – Háskólabókasafns í Þjóðarbók- hlöðunni á morgun, laug- ardag, kl. 14– 16.30. Það er hin nýstofn- aða Miðstöð einsögurann- sókna sem stendur fyrir málþinginu í samvinnu við Reykjavíkur- Akademíuna og Landsbóka- safnið, í tilefni af því að nú um þessar mundir eru liðin 60 ár frá því að Vera lést í fangabúðum í Karaganda í Kazkhastan. Kast- ljósinu verður beint að henni sjálfri, ævi hennar og afdrifum, og því sögulega samhengi sem mál hennar endurspeglar. Nafn Veru Hertzsch hefur iðulega borið á góma hér á landi í umfjöllun um afstöðu Halldórs Kiljans Laxness til kommún- ismans. Arnór Hannibalsson fjallar um hreinsanirnar miklu og fangabúðakerfi Sovétríkjanna. Gunnar Harðarson fjallar í tímaröð um atburði í máli Veru, Jón Ólafsson segir frá er hann var á slóðum Veru í Téminkov- búðunum árið 2002. Að loknum erindum verða pallborðsum- ræður. Fundarstjóri er Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur. Vera Hertzsch og hreinsan- irnar miklu Vera Hertzsch NÝTT námskeið hefst 24. mars í Myndlistaskólanum í Reykjavík þar sem nemendum gefst kostur á að kynnast tæknilegum grundvallarat- riðum stafrænnar myndvinnslu ásamt því að þjálfast í beitingu kvik- myndarinnar sem skapandi tjáning- arforms. Námskeiðið er öllum opið, 16 ára og eldri, en nemendur þurfa að koma með eigin upptökuvélar. Kennari er Steinþór Birgisson. Sumarnámskeið fyrir unglinga Sumarnámskeið fyrir unglinga 13– 16 ára verða í júní. Þar gefst nem- endum kostur á að kynnast grunn- þáttum kvikmyndagerðar og verður leiðbeint um gerð stuttmynda. Námskeið í myndvinnslu Lát engan lítasmáum augum á elli þína er óður til aldraðra, eftir Sigurbjörn Þor- kelsson. Bókin er byggð á erindi sem höf- undurinn flutti fyrst á Degi aldr- aðra á ráðstefnu í Bústaðakirkju árið 2000. Ráð- stefnan bar yfirskriftina Staða aldr- aðra á þotuöld. Í bókinni er einnig bæn eftir höfundinn og fjögur frum- samin ljóð úr ljóðabókum hans, Að- eins eitt líf og Lífið heldur áfram. Útgefandi er höfundur. Bókin er 48 bls., prentuð í Litrófi ehf. Ljós- mynd á kápu er eftir Sigurbjörn Þor- kelsson. Erindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.