Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn Sig-mundsson fædd- ist á Ytra-Hóli í Kaupangssveit 13. nóvember 1910. Hann lést á dvalar- heimilinu Kjarna- lundi á Akureyri 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigmundur Kristinn Björnsson bóndi á Ytra-Hóli, f. 6.7. 1862, d. 22. 11. 1943, og Friðdóra Guð- laugsdóttir frá Þröm í Garðsárdal, f. 30.8. 1864, d. 3.8. 1928. Kristinn var yngstur af sjö systkinum sem öll eru nú látin. Þau eru Guðlaugur fyrrv. landpóstur, f. 30.6. 1889, d. 4.9. 1973; Björn deildarstjóri á Akureyri, f. 27.6. 1891, d. 18.1. 1975; Finnur fyrrv. landsbóka- vörður, f. 17.2. 1894, d. 24.6. 1982; Tryggvi bóndi á Ytra-Hóli I, f. 16.3. 1899, d. 14.11. 1987; Elínrós iðnverkakona á Akureyri, f. 16.6. 1901, d. 19.2. 1994; og Sigurlína húsfreyja á Ytra-Hóli II, f. 21.3. 1904, d. 16.8. 1951. Kristinn kvæntist hinn 4.10. 1936 Ingveldi Hallmundsdóttur, f. tryggi Guðlaugssyni. Hann lærði snemma hraðritun og var um skeið þingritari á Alþingi Íslend- inga eftir 1930. Fyrstu hjúskap- arárin vann hann skrifstofustörf á Akureyri, en gerðist síðan garð- yrkjubóndi á Arnarhóli í Kaup- angssveit frá 1940. Hann var brautryðjandi í framleiðslu græn- metis og jarðávaxta í Eyjafirði um og eftir stríðsárin, og seldi afurð sína sjálfur á markaðstorgi á Ak- ureyri fyrstu árin. Síðar breytti hann um búskaparhætti og fram- leiddi kartöflur og mjólk síðari áratugina. Kristinn tók virkan þátt í ýms- um trúnaðarstörfum í þágu sam- félagsins á langri ævi. Hann var lengi gjaldkeri Sjúkrasamlags Öngulsstaðahrepps, sat í hrepps- nefnd hátt í 30 ár og oddviti 1961–1974. Hann var ritari bygg- ingarnefndar Freyvangs og for- maður byggingarnefndar Hrafna- gilsskóla, starfaði lengi í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga, í sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu og var reikningshaldari Húsmæðraskól- ans á Laugalandi. Frá 1987 áttu þau hjónin heima í Þingvalla- stræti 29 á Akureyri. Ingveldur lést árið 1999 og frá 2001 naut Kristinn umönnunar á dvalar- heimilinu Kjarnalundi við Akur- eyri. Útför Kristins verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 7.10. 1913 á Strönd á Stokkseyri, d. 24.7. 1999. Þau áttu fyrst heima á Akureyri, en fluttust árið 1940 að Arnarhóli í Kaup- angssveit þar sem þau bjuggu til ársins 1987 er þau fluttust aftur til Akureyrar. Þau eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1) Hörður, f. 29.11. 1937, maki Sig- rún Björg Sigurðar- dóttir, f. 22.11. 1948; Hörður var áður kvæntur Önnu Maríu Jóhannsdóttur og eiga þau tvær dætur. 2) Magnús, f. 13.6. 1943, maki Brigitte Kristinsson; Magn- ús var áður kvæntur Kristbjörgu Ingvarsdóttur og eiga þau einn son; síðar kvæntur Hörpu Geirdal. 3) Hallmundur, f. 2.12. 1946, maki Anna Lilja Harðardóttir, f. 20.1. 1955, þau eiga fjóra syni. 4) Krist- inn Örn, f. 29.8. 1957, maki Lilja Hjaltadóttir, f. 16.8. 1956, þau eiga þrjú börn. Barnabarnabörn Kristins eru sex. Kristinn stundaði nám við hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði hjá móðurbróður sínum, séra Sig- Með Kristni Sigmundssyni tengdaföður mínum er genginn mætur maður. Hann sofnaði inn í eilífðina á fögrum laugardegi á dvalarheimilinu Kjarnalundi við Ak- ureyri. Þar bjó hann síðustu tvö ár- in við gott atlæti, þar sem hann gat horft yfir sveitina sína og ævifer- ilinn um leið. Kristinn var yfirvegaður maður, góðviljaður og nærgætinn í háttum. Hann var fremur fámáll og dulur um tilfinningar sínar og kvartaði aldrei. Hann var mjög vel gefinn, víðlesinn og fróður og gott til hans að leita. Vart er hægt að minnast Kristins án þess að minnast Ingu konu hans um leið og vil ég gera það hér. Ég kynntist þeim hjónum fyrst fyrir rúmum 25 árum, þá bjuggu þau á Arnarhóli í Kaupangssveit, sem var mikið menningarheimili og gott heim að sækja. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og persónulegt. Það var prýtt listmunum, mörgum heimagerðum. Yngsti sonur minn lærði margt af heimsóknum sínum til ömmu, við að nýta ólíklegustu hluti til sköpunar. Úr niðurklippt- um sokkum og innkaupapokum urðu til mottur, ýmist ofnar eða heklaðar. Trjábörkur, könglar og spýtudrumbar breyttust í alþýðu- listaverk. Áhugamál hjónanna voru mörg, þau fóru á leiksýningar og sóttu tónleika. Bækur voru í önd- vegi á heimilinu, Kristinn las mikið og var hafsjór af fróðleik, ekki síst þegar kom að stjórnmálum eða ætt- fræði. Hjónin Inga og Kristinn voru ákaflega hlýjar og rólegar mann- eskjur, sem tóku mér fagnandi inn í fjölskylduna. Milli okkar myndaðist strax sterkt og gott samband. Á þeirra fallega heimili ríkti ró. Hjá þeim leið mér vel. Sérstaklega myndaðist persónulegt og einlægt samband milli okkar Ingu, við urð- um perluvinkonur. Inga var mikil blómakona og fjöldi blómanna var ótrúlegur. Að þeim hlúði Inga alla daga og blómin uxu vel og döfnuðu. Auk blómanna mátti hvarvetna sjá hannyrðir Ingu sem prýddu heim- ilið. Tónlistin batt okkur einnig sterk- um böndum. Kristinn spilaði dálítið á orgel og píanó og við spiluðum stundum saman „fjárlögin“. Ég vissi að hann naut þess einnig að hlusta á okkur hjónin leika saman og seinna barnabörnin, enda þótt hann segði ekki margt. Börnin okk- ar nutu gæsku þeirra og umhyggju. Ávallt var verið að föndra, prjóna vettlinga eða peysur, eða að baka. Oft sást í litla fingur krækja sér í kleinur eða snúða úr kisukrukk- unni, hún var aldrei tóm. Síðustu æviár Ingu voru erfið. Kristinn horfði á lífsförunaut sinn hrörna smátt og smátt, bæði and- lega og líkamlega. Hann hugsaði um hana á heimili þeirra, umvafði hana hlýju og aðstoðaði hana á all- an hátt til hinsta dags, en hún lést fyrir tæpum fjórum árum. Síðustu árin bjó Kristinn á Kjarnalundi. Nánast það eina sem hann tók með sér þangað var stór mynd af Ingu ungri, annað fannst honum óþarfi. Síðast þegar ég heimsótti Kristin í Kjarnalund stóð hann upp, leit yfir sveitina og fór að tala um lífshlaup sitt. Þarna fædd- ist hann, gekk í skóla og bjó megn- ið af starfsævinni. Mér fannst liggja á milli línanna að nú væri hann sáttur og tilbúinn að kveðja. Ég er þakklát fyrir góðar sam- verustundir og áhrifin er þær höfðu á líf mitt. Ég kveð með söknuði, en huggun er að vita þau saman á ný. Megi góður guð geyma minninguna um elskulega tengdaforeldra. Lilja. Líkur smaragði liggur sjórinn í lófa fjarðar. Eins og hvítt lín hvílir snjórinn á hnjúkum jarðar. Byggðin skín öll í blómaskrúði, hver bolli og þúfa. Eins og gullský glitrar úði af gljúfrabúa. Hvolfskál blárri lík hvelfist firðin um himinvegi. Eins og helg stund er hljóð kyrrðin á láði og legi. Ef veistu eigi þú veist það þá, þið vitið það líka: Guð er á ferð og gengur hjá að gleðja fátæka og ríka. (Bragi Sigurjónsson.) Samofin fegurð Eyjafjarðar er minningin um hann Kristin Sig- mundsson, fyrrum bónda á Arn- arhóli í Eyjafirði, sem nú hefur fengið hvíldina. Hjá honum og móð- ursystur minni, Ingveldi Hall- mundsdóttur, sem lést árið 1999 fékk ég að vera í sveitinni í þrjú sumur þegar ég var barn að aldri. Að vera í sveit á sumrin var eitt af því sem margir af minni kynslóð voru svo heppnir að upplifa en er nú orðið fágætt hjá borgarbörnum 21. aldarinnar. Á þessum ,,sveita- dvalaraldri“ er veröldin full af óvæntum ævintýrum og allt getur gerst. Kristinn Sigmundsson var hluti af þessu ævintýri í sveitinni, ljúfur og hæglátur maður, og dagfars- prúður með afbrigðum svo aldrei sá ég hann skipta skapi þau þrjú sum- ur sem ég dvaldi á heimilinu; bónd- inn sem gekk að störfum sínum dag hvern með hægð en afkastaði þó svo miklu. Að hlusta á hann tala var fyrir mér, höfuðborgarbarninu, líkast ævintýri, því hann talaði ekki aðeins hreina norðlensku með rödd- uðum l-hljóðum heldur er hann eini maðurinn sem ég hef heyrt segja bæði ,,habbði“og ,,saggði“ og fannst mér það alltaf jafn skrýtið og skemmtilegt! Hann hafði ríka kímnigáfu þó hann bæri hana ekki mjög á torg og ennþá man ég hlýjuna í augnaráðinu þegar hann brosti. Kristinn og Inga frænka mín bjuggu rausnarbúi á Arnarhóli í tugi ára og var Kristinn umfangs- mikill kartöflubóndi til margra ára en aðrir eru mér fróðari um þau störf hans, tilraunir með útsæði og fleira. En góður kúabóndi var hann, það veit ég fyrir víst, því það var mitt starf að reka kýrnar og sækja kvölds og morgna ásamt Hallmundi frænda mínum og jafnaldra. Þetta voru hamingjusamar kýr því honum Kristni þótti vænt um kýrnar sínar og hugsaði afskaplega vel um þær, fjósið alltaf hreint og snyrtilegt og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Ég man ennþá nákvæmlega hvernig þær mæðgur Rósalind og Ljóma- lind voru á litinn og einnig uppá- haldskýrin mín, hún Eva! Auk kúa- rekstursins vorum við ,,litlu krakkarnir“ látnir hjálpa til og taka þátt í þeim sveitastörfum sem við vorum fær um, svo sem að gefa hænsnunum, aðstoða við heyskap- inn og hlaða mó í hrauka til þurrk- unar eftir mótekju. Kristinn starfaði líka að fé- lagsmálum á þessum árum og man ég að hann sat gjarnan inni á skrif- stofunni sinni á kvöldin og talaði í símann eða sinnti ýmsum sveitar- stjórnarmálum. Hann hafði mikinn áhuga á öllu því sem snerti fram- farir í landbúnaði og minnist ég í því sambandi sérstaklega kvölds eins löngu síðar á ævi hans. Þá sat hann við eldhúsborðið heima hjá móður minni, nýkominn úr bænda- ferð sem hann hafði farið í til Kan- ada, og ljómaði allur þegar hann sagði okkur frá öllu því nýstárlega sem hann hafði séð og kynnst í þeirri ferð. Á efri árum fluttu þau Kristinn og Inga frænka til Akureyrar þar sem þau bjuggu sér annað fallegt heimili í Þingvallastræti. Þar naut hún frænka mín umhyggju Kristins í veikindum sínum til hinstu stund- ar. Nokkru eftir andlát hennar fluttist hann síðan á dvalarheimilið í Kjarnalundi þar sem hann lést hinn 1. mars sl. ,,Bóndi er bústólpi“ eru orð sem minna mig alltaf á Kristin á Arn- arhóli. Bóndasonurinn úr Eyjafirð- inum skilaði góðu ævistarfi á búi sínu, kvæntist frábærri konu af Suðurlandi, fylgdist með öllum son- um sínum blómstra á þeim starfs- sviðum sem þeir völdu sér og sá barnabörnin vaxa úr grasi. Þetta var gjöf lífsins til Kristins Sig- mundssonar. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd Egils og barna okkar, Hrefna S. Einarsdóttir. KRISTINN SIGMUNDSSON ✝ Anna MagneaBergmann Stef- ánsdóttir, fæddist í Keflavík 31. maí 1920. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar- daginn 1. mars 2003. Anna var dóttir hjónana Guðlaugar Karitasar Berg- steinsdóttur, f. 10.5. 1884, d.22.2. 1952, og Stefáns Magnús- sonar Bergmann, f. 9.9. 1885, d. 17.1. 1969. Systkini Önnu eru: 1) Jóhann Bergmann, f. 18.11. Ástríðar Jónsdóttur, f. 27.10. 1879 á Laxfossi á Mýrum, d. 13.2. 1951, og Páls Jónssonar, f. 2.11. 1874 í Hvammi í Kjós, d. 26.8. 1969. Anna og Böðvar eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Ásta Vigdís, f. 14.6. 1943, gift Kristjáni Vilberg Vil- helmssyni. 2) Margrét, giftist Al- mari Þórólfssyni, þau skildu, Mar- grét giftist Gunnari Karli Þorgeirssyni, f. 25.3. 1940, d. 8.3.2001. 3) Anna Þóra, f. 22.10. 1958, gift Lúðvík Ver Smárasyni, f. 29.8. 1961. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin 13. Bálför Önnu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1906, d. 4.2. 1996. 2) Guðrún Stefánsdóttir Bergmann, f. 27.10. 1908, d. 27.4. 1989. 3) Hreggviður Berg- mann, f. 13.2. 1911, d) 22.12. 1978. 4) Þor- steinn Bergmann, f. 14.6. 1914. 5) Anna sem hér er kvödd. 6) Stefanía Bergmann Stefánsdóttir, f. 19.8. 1922. Hinn 14. mars 1943 giftist Anna Böðvari Pálssyni, f. 27.5. 1920 á Stokkseyri. Hann var sonur hjónanna Vigdísar Allt í einu er komið að leiðarlok- um hjá elskulegri ömmu minni, Önnu Magneu. Með sorg í hjarta, góðar minningar og þakklæti kveð ég þig. Ég vil þakka skemmtilega sam- veru sem einkenndist af lífsgleði, hlátri og ánægju. Ég vil þakka kærleikann, góðvild- ina og trúna sem hún sýndi mér. Ég vil þakka veitingarnar, strok- urnar og faðmlögin sem litlu fallegu hendur þínar veittu mér. Mest af öllu vil ég þakka að þú varst amma mín. En mikið á ég eftir að sakna þín og þess að heyra þig segja: „Nei, nabbagó, ert þetta þú.“ Elsku amma mín, ég kveð þig nú og þakka fyrir mig. Þín Anna Magnea (nabbagó). Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir þau 40 ár sem við áttum saman. Þær eru margar ánægjustundirnar sem ég minnist, en efst í huga mér eru lífsgleði þín og hláturinn. Hlýr faðmur þinn og kossar. Væntumþykja þín og ást. Ég elska þig, elsku amma. Guð geymi þig. Þótt jöklar og dalir skilji okkur að, þá skaltu ávallt muna það að hvar sem ég er og hvert sem ég fer, aldrei skal ég gleyma þér. Þín Kristjana P. Kristjáns- dóttir (Palla). ANNA MAGNEA BERGMANN STEFÁNSDÓTTIR Ástkær móðir mín og amma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR (Gunna Beta), lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi Hafnarfirði mánudaginn 10. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur Hjaltalín, Hjördís Ósk Haraldsdóttir. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTJÁN MARINÓ FALSSON, Hafnarstræti 28, Akureyri, lést miðvikudaginn 5. mars síðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Falur Friðjónsson, Sigurvina K. Falsdóttir, Ástþór Harðarson, Sigríður Hrönn Falsdóttir, Elva Björk Einarsdóttir, Þórir Már Einarsson, Daði Ástþórsson, Sigmundur Pétur Ástþórsson, Ævar Ísak Ástþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.