Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 43
jákvæðni til starfsins: „Ég væri ekki búinn að vera hérna í nærfellt 20 ár ef ég kynni ekki vel við starfið. Hér er gott að vinna og mér líkar vel við fyrirtækið“. Við samstarfsmenn Hannesar hjá Strætó tökum undir þessi orð hans, hann var góður starfsmaður og okkur líkaði vel við hann. Við minnumst góðs félaga og sam- starfsmanns, sem ávallt vann störf sín af trúmennsku, dugnaði og al- úð. Börnum Hannesar og foreldr- um, sem og fjölskyldunni allri, vottum við samúð okkar. Blessuð sé minning Hannesar Garðarsson- ar. Ásgeir Eiríksson. Kveðja frá Málfundafélaginu Óðni Hannes H. Garðarsson fyrrum formaður Málfundafélagsins Óðins er látinn. Við félagar hans í Óðni söknum vinar í stað, en þar fór tryggur og traustur félagi. Hannes var virkur í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar fjölda trúnaðar- starfa. Hann átti m.a. margsinnis sæti í uppstillingarnefndum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nú síðast fyrir framboðslista til alþingis í Reykjavík á næstu vordögum. Þá átti hann sæti í stjórn verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins um ára- bil. Hannes var skemmtilegur fé- lagi, sem hafði áhuga á þjóðmálum og öllu því sem bæta má mannlífið. Hann var duglegur félagsmála- maður og skoraðist ekki undan, ef til hans var leitað. Hann var stétt- vís og trúr sinni sannfæringu. Með fráfalli Hannesar H. Garðarssonar er skarð fyrir skildi hjá okkur í Málfundafélaginu Óðni. Fjölskyldu Hannesar vottum við samúð, um leið og við þökkum góð- um dreng samfylgdina. F.h. Málfundafélagsins Óðins, Ívar Andersen formaður. Kynni mín af heiðursmanninum Hannesi H. Garðarssyni hófust á vettvangi Sjálfstæðisflokksins fyr- ir um fimmtán árum. Hannes ávann sér traust og vinsældir inn- an flokksins enda var hann for- maður Óðins um margra ára skeið og helsti skipuleggjandi starfs fé- lagsins vegna kosninga til Alþingis og borgarstjórnar. Hannes var ötull við að safna fé- lögum fyrir Óðinn, lagði sérstaka áherslu á að yngja upp í félaginu og kalla unga menn til trúnaðar- starfa, hvort sem það var í stjórn félagsins eða á framboðslistum flokksins. Átti hann í þeim efnum gott og farsælt samstarf við stjórn Heimdallar. Hannes talaði aldrei neina tæpi- tungu og þurfti maður ekki lengi að velkjast í vafa um afstöðu hans til manna og málefna. Oftast skreytti hann ræðu sína með góð- um skammti af gamansemi og hæfilegri hæðni ef honum bauð svo við að horfa. Eitt sinn ræddum við um við- kvæmt úrlausnarefni, sem kom til kasta hans á vettvangi Óðins og sagði Hannes þá eftirfarandi, sem mér finnst á margan hátt lýsa hon- um vel: „Ég hef mjög einfaldan stjórnunarstíl. Ég ræð.“ Maður vissi þannig ætíð hvar maður hafði Hannes og ef hann var við stjórn- völinn, gátu menn treyst því að tekið væri á málunum. Hæfileikar Hannesar í fé- lagsmálum nýttust víðar en í Sjálf- stæðisflokknum og þar gat hann sér ekki síður orð fyrir málafylgju. Fljótlega eftir að hann hóf störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur var hann kjörinn trúnaðarmaður starfsmanna og fulltrúi þeirra í stjórn Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Þegar SVR var breytt í hluta- félag árið 1993, var óskað eftir því að Hannes tæki sæti í stjórn fyr- irtækisins. Var ætlunin sú að hann yrði fulltrúi starfsmanna í stjórn- inni en einnig vakti fyrir stofn- endum að nýta yfirgripsmikla þekkingu hans á fyrirtækinu og innviðum þess. Hlutafélagavæðing- in var umdeild og vissi Hannes fyrirfram að stjórnarmenn þess myndu ekki sitja á friðarstóli. Engu að síður ákvað hann að setj- ast í stjórn þótt honum væri ljóst að hlutskiptið yrði vanþakklátt. Með því að leggja sig allan fram í stjórninni, taldi hann sig best þjóna hagsmunum starfsmanna sem og borgarbúa. Óhætt er að segja að mjög hafi gustað um Strætisvagna Reykja- víkur hf. það tæpa ár sem það starfaði. Hlutafélagið varð bitbein í pólitískum hráskinnsleik kosn- ingaveturinn 1993-94 og andaði jafnvel köldu í garð stjórnar frá ýmsum starfsmönnum. Við þessar aðstæður lenti Hannes í mikilli orrahríð og veit ég að hann fékk á þessum tíma margar árásir á sig frá andstæðingum hlutafélagsins. Þeir sem slíkt þurfa að reyna á vinnustað, vita að það getur verið afar erfitt. Aldrei kveinkaði Hann- es sér þó undan þessu hlutskipti en lagði enn harðar að sér við að bera klæði á vopnin og koma með tillögur til úrbóta. Þegar ég spurði Hannes um þetta tímabil, skynjaði ég vel að það hefði á margan hátt verið hon- um erfitt. Hann bar sig þó vel og sagði glottandi að út af fyrir sig hefði þetta verið góð reynsla og þarna hefði hann sennilega komist næst því að verða drepinn. Síðar, þegar SVR var aftur orð- ið borgarfyrirtæki og öldurnar hafði lægt, viðurkenndu jafnvel hörðustu andstæðingar hluta- félagsins að Hannes hefði unnið gott starf í stjórn þess við erfiðar aðstæður, staðið traustan vörð um hagsmuni starfsmanna og fært ýmsa hluti til betri vegar. Undirritaður settist í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur þegar fyrirtækinu var breytt í borgarfyr- irtæki a nýju árið 1994. Verð ég ávallt þakklátur Hannesi fyrir góð ráð og hvatningu vegna þeirra starfa. Skarð er fyrir skildi, nú þegar góður drengur fellur frá fyrir ald- ur fram. Veit ég að Hannesar verður sárt saknað af starfsmönn- um Strætó bs., Óðinsmönnum og öðrum sjálfstæðismönnum, sem ganga nú til kosninga án dýrmætr- ar liðveislu hans. Mestur er þó missir fjölskyldu Hannesar og sendi ég henni innilegar samúðar- kveðjur. Kjartan Magnússon. Ég kynntist Hannesi í tengslum við störf hans fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hannes vann að velferð- armálum og var sérstaklega annt um hag þeirra sem minna mega sín. Hannes var lengi fyrirsvari mál- fundafélagsins Óðins, verkalýðs- arms Sjálfstæðisflokksins. Það sem einkenndi störf og hugmyndir Hannesar var umhyggja fyrir öðr- um. Hugmyndir Hannesar áttu sterkan samhljóm með skoðunum manna eins og Bjarna Benedikts- sonar og Ólafs Thors, allir fengu rými – enginn útundan. Ég fann að kristið siðgæði var grunnur í hugmyndum og verkum Hannesar. Stundum hugsaði ég að ef ekki væru menn eins og Hannes þrengdust sjónarmið stjórnmála um knappa hagsmuni. Hannesi var treyst af samstarfs- mönnum sínum umfram marga aðra menn, verðleikar hans voru miklir. Góður vinur er horfinn. Hans er sárt saknað. Kraftar hans sem okkur nýttust ekki hér verða að vonum nýttir á æðri sviðum. Ég sendi fjölskyldu Hannesar dýpstu samúð mína. Jón Gunnar Hannesson. Minn elskulegi vinur, með þess- um fáu línum langar mig að kveðja þig að sinni og þakka fyrir öll árin sem við áttum saman. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég votta börnum Hannesar, for- eldrum hans og og fjölskyldunni allri, innilega samúð mína. Blessuð sé minning Hannesar Garðarsson- ar. Ársæll. Í dag er Hannes, vinur okkar og kær samstarfsfélagi borinn til hinstu hvíldar. Okkur langar til að minnast hans með fáeinum orðum. Hannes vann af heilindum að starfsmannamálum og fyrir það erum við honum þakklátir. Hann var öflugur liðsmaður í veiðiferð- um með félögum sínum á næt- urvaktinni, einnig góður samferða- maður í utanlandsferðum sem félagarnir fóru á stundum. Það var gott að eiga samstarf við Hannes, hann skipti aldrei skapi og var með eindæmum þægi- legur í umgengni. Við minnumst Hannesar með hlýhug og virðingu. Börnum hans, foreldrum og öðr- um þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar og huggunar í þeirra raun. Starfsmenn næturvaktar Strætó bs. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 43 Laugardags- fræðsla Íslensku Kristskirkjunnar stundar langur fyrirlestur, síðan hressing og eftir það fyrirspurnir og umræður. Allir eru velkomnir. Fræðslufundur í Eyjafirði DALVÍKURPRESTAKALL, Hrís- eyjarprestakall, Ólafsfjarð- arprestakall og Félags- og skóla- þjónustan við utanverðan Eyjafjörð verða með fræðslufundi um „með- virkni“ laugardaginn 15. mars á eft- irtöldum stöðum: Ólafsfjörður kl. 10:00 í safn- aðarheimilinu, Dalvík kl. 13:00 í safnaðarheimilinu og í Hrísey kl. 16:00 í Hlein. Stefán Jóhannsson MA í fjöl- skylduráðgjöf, verður með fyr- irlestur og sýnt verður myndband. Allir velkomnir. ALLA laugardaga í mánuði, nema þann fyrsta,er boðið upp á símennt- unar-námskeið í Íslensku Krists- kirkjunni, Bíldshöfða 10. Margvísleg efni um kristna trú og hluti tengda henni eru til umfjöllunar. Næsta laugardag er efni kennsl- unnar: „Hvað er ólíkt með Íslensku Kristskirkjunni og öðrum söfn- uðum?“ Kennari er Friðrik Schram, prestur safnaðarins. Fjallað verður um hugsjón Íslensku Kristskirkj- unnar og markmið, helstu guð- fræðilega áhersluþætti, stjórnun og skipulag. Námskeiðið hefst kl. 10 og stendur til hádegis. Fyrst er klukku- Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Passíu- sálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10- 12. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Grafarvogskirkja. Á leiðinni heim. Helgi- stund í Grafarvogskirkju alla virka daga föstunnar kl. 18.15-18.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 LLL - KFUM&K í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 13 Litlir lærisveinar, æfing hjá báðum hópum. Sigurlína Guðjónsdóttir kórstjóri og Guð- mundur H. Guðjónsson, undirleikari. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Minnum á sam- veruna í Víkurskóla á morgun, laugardag- inn 15. mars, milli kl. 11.15-12. Hittumst hress og kát. Sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskólans. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. KFUM&K, Holtavegi 28. Kristiboðsvika. Kl. 20 Viltu vinna að kristniboði? Samvera með fjölbreyttri dagskrá. Afróvisjón, söng- ur, spurningar Þorsteins J. og hugleiðingar Hrannar Sigurðardóttur. Sjoppa og kristni- boðsbingó eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma kl. 21. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað- ur frá kl. 10-18 í dag. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður R. Richardson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grétarsson. Björgvin Snorrason flytur fyrirlestra á þriðjud. kl. 20. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafs- son. Biblíurannsókn og bænastund á föstudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Elías Theo- dórsson. Biblíurannsókn og bænastund að Breiðabólstað í Ölfusi á miðvikudögum kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum. Biblíufræðsla/ guðsþjónusta kl. 10.30. Ræðumaður Halldór Ólafsson. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum Bróðir minn og mágur, EINAR VILHELM GUÐMUNDSSON, Garðvangi, Garði, síðast til heimilis að Sólbakka, áður Haga, Sandgerði, andaðist á Garðvangi mánudaginn 10. mars. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju í dag, föstu- daginn 14. mars, kl. 14.00. Fyrir hönd systkina, Ólafur S. Guðmundsson, Sigurbjörg Smith. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug, og veittu okkur styrk, við fráfall elskulegrar móður okkar, KRISTÍNAR HERMUNDSDÓTTUR frá Strönd. Guð blessi ykkur öll. Margrét Hjartardóttir, Nína Hjartardóttir, Hermundur Rósinkrans Sigurðsson, Björn Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.