Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæð(ur) í eðli þínu en engu að síður skipta samskiptin við fjölskylduna þig miklu máli. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki fordóma hafa áhrif á hvernig þú metur tilboð sem þér berast. Notaðu eigin dómgreind og fylgdu þínu hjarta er taka þarf ákvörðun. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver snurða hefur hlaupið á þráðinn hjá þér og gömlum vini. Leitaðu ráða hjá fjölskyldunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú bókstaflega ljómar þessa dagana og vekur eft- irtekt hvar sem þú kemur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hættu að vantreysta sjálf- um þér því þú ert fullfær um að takast á við hlutina og hefur nægilega þekk- ingu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhverjar nýjungar bíða þín á næsta leiti. Taktu þér tíma til þess að kanna stöðuna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu ekkert að halda aft- ur af hugmyndaflugi þínu þótt einhverjir séu með nöldur í þinn garð. Reyndu að sýna þolinmæði því allt snýst á betri veg innan skamms. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samtal við ættingja, ná- granna eða fjölskyldu hef- ur jákvæð áhrif á þig. Stattu hins vegar fast á þínum rétti hvað sem á dynur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það getur verið gott að bregða út af vananum endrum og sinnum. Taktu því rólega um sinn og náðu áttum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þessi dagur er kjörinn til þess að taka ákvarðanir er snerta fjármál eða við- skipti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þú hafir áhuga á fé- lagsmálum þarftu að gefa þér tíma til að vera einn með sjálfum þér. Stattu vörð um heilsu þína og hamingju. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það gefur lífinu lit að hitta góða vini og ræða lífsins gagn og nauðsynjar og skiptast á skoðunum. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er rangt að reyna að þröngva fram breytingum sem þú vilt berjast fyrir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MEÐ MORGUNKAFFINU Hvenær ætlarðu að láta gera við símsvarann?! HELVÍTI Mér finnst það vera fólskugys að fara niður til helvítis og eyða aldri sínum innan um brennu illan geim ólíkan drottins sólarheim, svo hrollir huga mínum. Skötubarðvængjuð fjandafjöld flaksast þar gegnum eilíft kvöld, glórir í glóðir rauðar, þar er ei nema eldur og ís, allt í helvíti brennur og frýs, Satan og sálir dauðar. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 g6 4. d4 exd4 5. Rd5 Bg7 6. Bg5 Rf6 7. Rxd4 O-O 8. e3 Rxd4 9. exd4 c6 10. Bxf6 Bxf6 11. Rxf6+ Dxf6 12. Be2 He8 13. O-O He4 14. d5 cxd5 15. cxd5 Dxb2 16. Bf3 He5 17. d6 Hb8 18. Da4 Db6 19. Hfd1 a6 20. Hac1 He6 21. Bd5 Hxd6 22. Df4 Hxd5 23. Hxd5 Ha8 24. Hdc5 Dd8 25. Dd6 b5 26. Hc7 Hb8 27. He1 a5 28. h3 Hb7 29. Hc5 Hb6 Staðan kom upp í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hin vaska b-sveit Skákfélags Ak- ureyrar lét heldur betur hendur standa fram úr ermum í síðustu þrem umferðum SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Íslandsmótsins. Að loknum fjórum umferðum hafði sveitin þrjá vinninga og var langneðst. Í síðustu þrem umferðunum halaði sveitin inn 15 vinninga og bjargaði sér frá falli með miklum bravúr. Í stöðunni hafði einn liðsmaður sveitarinnar, Magnús Teitsson (2015), hvítt gegn Guðmundi Kjart- anssyni (2080). 30. Hxc8! og svartur gafst upp enda verð- ur hann hróki undir eftir 30...Dxc8 31. Dxb6. JOHN Armstrong hélt vel á spilum sagnhafa í þremur gröndum, en þess ber að geta að útspilið gaf honum góðan vind í seglin. Þetta var spil nr. 59 í úrslitaleik Eng- lendinga og Pólverja um NEC-bikarinn: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á6 ♥ G1072 ♦ 932 ♣K1052 Vestur Austur ♠ 83 ♠ G1094 ♥ K5 ♥ D986 ♦ D1087 ♦ K65 ♣ÁG983 ♣76 Suður ♠ KD752 ♥ Á43 ♦ ÁG4 ♣D4 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 2 lauf * Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Ekki kemur fram í móts- gögnum hvort suður lofar fimmlit í spaða með Stay- man-svari sínu. En hvað sem því líður er fátt eðlilegra en að spila út laufi frá vest- urhendinni og það gerði Pól- verjinn Marcin Lesnievski. Armstrong fékk fyrsta slag- inn á laufdrottningu og spil- aði aftur laufi á tíuna. Góð byrjun, en níundi slagurinn er samt ekki í sjónmáli. Hvað myndi lesandinn gera næst? Armstrong hitti á góða áætlun. Hann spilaði litlum spaða undan ásnum á kóng- inn heima og síðan smáu hjarta að blindum. Vestur dúkkaði og Krzysztof Mart- ens drap gosa blinds með drottningu. Nú er besta vörnin sú að spila tígli, en Martens ákvað að spila blindum inn á spaðaás. Þar með var leiknum lokið: Armstrong fór heim á hjartaás (og felldi kónginn), tók spaðadrottningu og fríaði fimmta spaðann. Níu slagir: fjórir á spaða, tveir á hjarta, einn á tígul og tveir á lauf. Á hinu borðinu hitti Brian Senior á tígul út frá vest- urspilunum og gerði þar með út um vonir sagnhafa í eitt skipti fyrir öll. Einn niður og 10 IMPar til Englendinga. Nú var forskot Pólverja komið niður í 7 IMPa, sem allir fóru og gott betur í næsta spili. Meira um það á morgun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Morgunblaðið/Ragnhildur Þessir duglegu drengir voru með flösku- og dósasöfnun og söfnuðu þeir kr. 1.296 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Haukur Guðmundsson og Sigurjón Gíslason. HLUTAVELTA HINN 16. janúar síð- astliðinn komu krakk- ar í 7.A.Ó. úr Hval- eyrarskóla í Hafnar- firði í heimsókn á Morgunblaðið. Koma þeirra á blaðið var liður í verkefninu Dag- blöð í skólum sem bekkurinn vann ný- lega í skólanum. Krakkarnir voru kurt- eisir og fróðleiksfúsir. Morgunblaðið þakkar þeim kær- lega fyrir komuna. Morgunblaðið/Golli HINN 11. febrúar sl. komu krakkar í 7. bekk HS í Vogaskóla í heim- sókn á Morgunblaðið. Þau höfðu þegar unnið ýmis verkefni með eintökum af Morgunblaðinu í skólanum og voru hingað komin til að fylgjast með vinnslu á raunverulegu dagblaði. Morgunblaðið vonar að krakkanir hafi orðið einhvers vísari um leið og við þökk- um þeim kærlega fyrir komuna. Morgunblaðið/Golli       Þú hefur verið bænheyrð- ur! Mamma kemur ekki um helgina … SMÆLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.