Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ  STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, segir það vera for- gangsmál í vor að kaupa Christophe Dugarry frá Bordeaux en kappinn hefur verið í láni frá franska félaginu síðan í janúar.  FULHAM hefur vísað á bug tilboði frá Liverpool í bakvörðinn Steve Finnan, en Liverpool mun hafa boðið 4 millj. punda í leikmanninn. Fulham vill a.m.k. 7 millj. punda fyrir Finnan sem hefur verið í herbúðum Fulham í fimm ár.  EKKI verður rætt við Teddy Sheringham um nýjan samning við Tottenham fyrr en leiktíðinni verður lokið í vor, en samningur Shering- hams við félagið rennur út í júní. Glenn Hoddle knattspyrnustjóri Tottenham, segir að framhaldið hjá Sheringham velti á því hvort Totten- ham tekst að komast í Evrópukeppn- ina eða ekki. Komist félagið ekki í Evrópukeppnina verði ekki gerður nýr samningur við Sheringham nema að hann samþykki nokkra lækkun launa.  SHERINGHAM er 37 ára gamall en hefur eigi að síður verið einn besti leikmaður Tottenham í vetur og er m.a. markahæsti leikmaður liðsins. Hann hefur rúmar 12 millj. króna í lauk á mánuði.  CHRISTIAN Vieri, leikmaður Int- er Mílanó, hefur vísað ásökunum á bug þess efnis að hann hafi látið niðr- andi ummæli falla í garð Lomana LuaLua í viðureign Inter og New- castle í vikunni, en Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, hefur mál- ið til athugunar um þessar mundir.  UEFA ætlar ekki að gera neinar athugasemdir við leikmannaskipan Manchester United í Evrópuleik gegn Basel, en á varamannabekk liðsins sátu leikmenn úr byrjunarlið- inu eins og Ryan Giggs, Paul Schol- es, David Beckham og Ruud van Nistelrooy. Talsmaður UEFA sagði í gær að Sir Alex Ferguson hafi full- an rétt á að hvíla leikmenn. „Svo framarlega að hann tefli fram leik- mönnum af 25 manna nafnalista a- hópsins getur UEFA ekkert gert.“  TERRY Venables, knattspyrnu- stjóri Leeds, sagði í gær að miðvall- arleikmennirnir Nicky Barmby og Eirik Bakke séu orðnir góðir af meiðslum sem hafa hrjáð þá og þeir verði með í leik gegn Middlesbrough um helgina.  ÍTALSKA stúlkan Karen Putzer kom fyrst í mark í risasvigi í heims- bikarkeppninni á skíðum. Keppt var í gær í Kvitfjell í Noregi. Þetta var síðasta mót keppnistíðarinnar í risa- svigi kvenna þar sem Carole Mont- illet frá Frakklandi var heimsbikar- meistari. Sigur Montillet kemur réttum tveimur árum eftir að landa hennar Regine Cavagnoud vann heimsbikarinn í sömu grein, en Cavagnoud lést í slysi á æfingu fyrir hálfu öðru ári. Montillet tileinkaði Cavagnoud sigurinn. FÓLK ÞEIR sem verða í sviðsljósinu á Hampden Park, eru – landsleikir: Markverðir Birkir Kristinsson, ÍBV..................73 Árni Gautur Arason, Rosenborg ...25 Aðrir leikmenn Rúnar Kristinsson, Lokeren..........96 Guðni Bergsson, Bolton..................77 Arnar Grétarsson, Lokeren ...........57 Þórður Guðjónsson, Bochum .........43 Lárus Orri Sigurðsson, WBA ........37 Brynjar B. Gunnarsson, Stoke ......34 Pétur H. Marteinsson, Stoke .........25 Heiðar Helguson, Watford.............23 Arnar Þór Viðarsson, Lokeren ......22 Eiður S. Guðjohnsen, Chelsea .......20 Marel Baldvinsson, Lokeren..........11 Ívar Ingimarsson, Brighton.............9 Jóhannes K. Guðjónsson, A. Villa....9 Bjarni Þorsteinsson, Molde .............8 Gylfi Einarsson, Lilleström .............7 Indriði Sigurðsson, Lilleström ........6 Þeir mæta Skotum STEPHEN Eberharter frá Aust- urríki tryggði sér í gær heimsbik- armeistaratitilinn í risasvigi og í samanlagðri alpakeppni. Hann sigraði á síðasta risasvigsmóti heimsbikarkeppninnar í Lille- hammer í Noregi, á 1.36,97, og er nú kominn með 273 stiga forystu í samanlagðri keppninni og þar sem aðeins eru eftir tvö mót, svig og stórsvig, eru aðeins 200 stig eftir. Lasse Kjus varð annar í gær, 0,41 sekúndu á eftir Eberharter og landi meistarans, Hannes Reichelt, varð þriðji, tveimurhundruðustu úr sek- úndu á eftir Norðmanninum. Eberharter heimsbikar- meistari Atli sagðist ekki vera að láta und-an kröfum eins eða neins með valinu á Guðna, en styr hefur á tíðum staðið um Atla eftir að hann tók við þjálf- un landsliðsins fyrir að leita ekki eftir kröftum Guðna. „Ég tel að Guðni geti hjálpað okkur mikið í þessum leik við Skota og því fannst mér rétt að kanna hug hans að þessu sinni. Og eins og ég vissi þá var Guðni klár í slaginn,“ sagði Atli og neitaði því að meiðsli Hermanns Hreiðarssonar, varnarmanns hjá Ipswich, réðu mestu um að Guðni væri valinn að þessu sinni. „Auðvitað er það áfall að geta ekki teflt Her- manni fram að þessu sinni. En hvort sem Hermann hefði getað spilað þennan leik sem framundan er eða ekki þá var ég staðráðinn í að leita eftir kröftum Guðna. Ég hefði valið þá báða ef sá möguleiki hefði verið fyrir hendi,“ sagði Atli sem sagðist hafa átt hreinskilnislegt samtal við Guðna um leið og hann leitaði eftir kröftum hans vegna landsleiksins. „Við hreinsuðum loftið og skildum sáttir, ákveðnir í að snúa bökum saman. Mér þykir ákaflega vænt um að Guðni skyldi verða við beiðni minni. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu sem á eftir að vera okkur ómetanlegt veganesti í þessum erf- iða leik við Skota, ekki síst vegna þess að Hermann verður fjarri góðu gamni,“ sagði Atli. Spurður hvort hann væri með þessu vali á Guðna að opna leið fyrir hann vegna landsleikjanna í undan- keppni EM sem fram fara í júní, sagði Atli svo ekki endilega vera. „Nú var ég að velja hóp fyrir leikinn við Skota. Hverja ég vel fyrir leikina í vor kemur í ljós þegar að þeim leikjum kemur.“ Vonast til að Árni Gautur geti leikið Einnig vakti það athygli í gær að Árni Gautur Arason er í hópnum en hann gekkst undir aðgerð á olnboga í byrjun mánaðarins. „Ég vona að Árni Gautur hafi jafnað sig þegar að leiknum kemur og þess vegna vel ég hann, en auðvitað getur brugðið til beggja vona. Geti hann ekki leikið þá er ég reiðubúinn að kalla í mann í hans stað. Þetta kemur hins vegar allt í ljós í næstu viku,“ sagði Atli og vildi ekki gefa upp hvaða markverði hann hefði í handraðanum. „Ég er hins vegar bundinn af því að tilkynna norska knattspyrnusambandinu um val á leikmönnum sem leika þar í landi með hálfs mánaðar fyrirvara. Þess vegna kalla ég eftir Árna því hafi ég ekki tilkynnt um val á honum með lögbundnum fyrirvara þá er ekki möguleiki að velja hann viku fyrir leikinn ef sú staða kæmi þá upp að hann væri klár í slaginn,“ sagði Atli ennfremur. Skotar eru sterkari en í haust Atli sagði ennfremur að ljóst væri að leikurinn í Skotlandi yrði erfiður. Skotarnir hefðu verið sterkir sl. haust þegar þjóðirnar áttust við og þeir væru eflaust enn sterkari nú. „Bæði vegna þess að keppnistímabil- ið hjá leikmönnum liðsins er að ná hámarki og einnig sökum þess að Berti Vogts landsliðsþjálfari hefur kynnst Skotunum enn meira síðan við lékum við þá í haust og um leið þá þekkja leikmenn betur til Vogts og hvers hann ætlast til af þeim,“ segir Atli sem býr sig undir harða rimmu á Hampden Park. „Ég tel mig hafa valið það besta lið sem við eigum völ á um þessar mundir. Flestir leik- menn eru að leika þýðingarmikil hlutverk í sínum félagsliðum og virð- ast vera fullir sjálfstrausts.“ Sárir eftir fyrri leikinn Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði leikinn á Hampden Park vera einkar þýðingarmikinn. „Við er- um sárir eftir fyrri viðureign þjóð- anna hér heima síðasta haust sem tapaðist. Kannski er það vegna þess að væntingar okkar vegna leiksins voru of miklar. Að þessu sinni þá er það klárt að Skotar ganga til leiks sem sigurstranglegra liðið og það með réttu,“ sagði Eggert Magnús- son. Morgunblaðið/Kristinn Guðni Bergsson klæddist síðast landsliðspeysu Íslands gegn Írum á Laugardalsvellinum 6. september 1997. Guðni (nr. 7), sem var fyrirliði landsliðsins í leiknum gegn Írum, er við öllu búinn er David Connolly sækir að Kristjáni Finnbogasyni markverði. Guðni Bergsson valinn í íslenska landsliðið eftir nærri sex ár úti í kuldanum Vissi alltaf að Guðni myndi svara kallinu GUÐNI Bergsson, varnarmaður og fyrirliði Bolton í Englandi, var kallaður inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir leikinn við Skota í undankeppni EM sem fram fer á Hampden Park í Glasgow 29. þessa mánaðar. „Ég hef alltaf sagt að Guðni myndi svara kalli okkar á jákvæðan hátt ef til hans yrði leitað,“ sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari um valið á Guðna sem vakti mikla athygli þegar landsliðshópurinn var tilkynntur en Guðni hefur ekki leikið með landsliðinu í hálft sjötta ár eða frá því að Íslendingar léku við Íra á Laugardalsvelli í undankeppni HM í september 1997. Eftir Ívar Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.