Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4 . M A R S 2 0 0 3 B L A Ð B  SVIPMIKIÐ ÚR NORÐRI OG FÍNLEGT ÚR AUSTRI/2  ÞJÓÐSÖNG- URINN OG GÍNURNAR/2  TÍSKUFYLGIHLUTIR – SEM HRINGJA/3  POOL – PÍLUKAST – KEILA/4  NEI VIÐ NEYSLU/6  AUÐLESIÐ/8  UM HELGAR fer Benedikt van Hoofí sundlaugarnar í Laugardal og ímessu í Hallgrímskirkju, en þess á milli vinnur hann við færiband í Osta- og smjörsölunni. Þessi tuttugu og fimm ára Þjóðverji, sem er mjólkurfræðingur að mennt, hefur tekið slíku ástfóstri við land og þjóð að ekki einungis hefur hann sest hér að heldur er hann langt kominn með að láta húðflúra íslenska skjaldarmerkið á bringuna á sér. Hvort tveggja voru stórar ákvarðanir, sem hann segir endurspegla einkunnarorð sín í anda gamals, þýsks máltækis: Láttu þig ekki dreyma um lífið, heldur lifðu drauma þína. „Þegar ég var lítill strákur í úthverfi München vissi ég ekk- ert um Ísland, en ég átti bók með myndum af fánum og skjaldarmerkjum allra landa. Ég hreifst mjög af því íslenska, fannst það langfallegast og var líka ánægður með að í því voru engin vopn eða önnur drápstól,“ segir Benedikt um fyrstu vitneskju sína um Ísland. Svo leið og beið og Ísland var ekkert inni í myndinni hjá honum fyrr en árið 1996 að hann ákvað að fara í vikufrí til útlanda. Eftir vangaveltur um Venesúela og önnur framandi lönd varð Ísland fyrir valinu. Þegar heim kom leiddi bolur með mynd af Íslandi, sem hann keypti á Hard Rock Café, til kynna við íslenska stúlku og aust- urrískan eiginmann hennar – og fleiri ferðalaga til Íslands. „Þegar ég kom inn á McDonalds í München vakti bolurinn athygli Guðnýjar Jónu Guðmarsdóttur, sem þar vann. Við tókum tal saman og kynntumst skömmu síðar betur þegar ég fór sjálfur að vinna þarna, en ég hafði þá verið atvinnulaus um hríð,“ segir Benedikt, sem kom fimm sinn- um til Íslands áður en hann ákvað að setj- ast hér að. Sumarið 2001 hafði hann uppi á Guðnýju og Herwig, manni hennar, sem þá voru flutt til Íslands og unnu bæði á McDonalds. „Við ferðuðumst um landið og ég hreifst æ meira af náttúrunni, menningunni og fólk- inu, sem er svo stolt af landinu sínu. Þegar þau hjónin spurðu mig af hverju ég flytti ekki bara til Íslands greip ég hugmyndina á lofti og ákvað á augabragði að láta slag standa svo framarlega sem ég fengi hús- næði og starf.“ Benedikt skrapp til München til að ganga frá ýmsum málum, kom aftur í ágúst sama ár og hefur verið hér síðan. Hann fékk fyrst vinnu á McDon- alds og hóf að læra íslensku, sem hann skilur nú prýðilega í ræðu og riti og talar merkilega vel. Hann kveðst vera alsæll og þótt vígur sé á tvær tungur ut- an móðurmálsins á hann varla orð til að lýsa hrifningu sinni. Skjaldarmerkið er hins veg- ar órækur vitnisburður um að svo sé. Bene- dikt segir að Ísland standi hjarta sínu næst og því sé húðflúrið þar. Þótt ekki sé sársaukalaust að láta húð- flúra sig, kemur í ljós að Benedikt hefur komist í hann krappari. Hann er á skrá hjá Beinmergsgjafastofnun Þýskalands, sem leitaði til hans í ágúst í fyrra, því bein- mergur hans passaði við Austurríkismann, sem þurfti á aðgerð að halda. „Ég flaug til Hamborgar þar sem beinmergur var tek- inn úr mér og flogið með hann til sjúklings- ins í Vín. Það gladdi mig mjög að bein- mergur minn bjargaði lífi hans. Allar tilfinningar eru í hjartanu og því er húð- flúrið fyrir mér líka tákn um þá góðu til- finningu að hafa bjargað mannslífi.“ Benedikt varð ekkert meint af og hann ber sig líka vel undan húðflúrinu. Segir svolítið sárt þar sem landið liggur mitt á milli brjóstanna og grínast með að menn þurfi að þjást til að verða fallegri. „Svanur Jónsson í Tattó og skarti gerði útlínurnar í október, fyllti út fánann í desember, er hálfnaður með landið og næstum búinn með drekann en hinar landvættirnar eru enn bara útlínur. Framvindan ræðst af tíma og fjárráðum mínum, en ég býst við að myndin verði fullbúin í apríl.“ Og hvað kosta svo herlegheitin? Um fimmtíu þúsund krónur, svarar Benedikt, sem sér ekki eftir einum eyri og kveðst fá mikla athygli í sundlaugunum fyrir til- tækið. Til heiðurs landi og lífi Morgunblaðið/Árni Torfason  Benedikt van Hoof býst við að skjaldarmerkið verði fullklárað í næsta mánuði. Í merkinu eru engin vopn eða drápstól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.