Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 B 3 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Kringlukast 20% afsláttur af Wellington stuttfrökkum og Mac-cargo buxum límstafina. „Þetta var mikið vesen og tímafrekt að koma þessu upp, en það var þess virði,“ bætir Gunnar brosandi við. Á Laugaveginum, þar sem herrafatnaður er seldur undir yfirskriftinni GK menn, eru ljóðlín- urnar svartar á ljósbrúnum vegg. Í GK konur í Kringlunni má aftur á móti lesa sálminn í bleikum stöfum á hvítum vegg. Ortur á erlendri grund Sálmurinn Ó, guð vors lands var ortur í tilefni þjóðhátíðarinnar 1874 þar sem þúsund ára Íslandsbyggð var fagnað. Frumgerðin gekk undir heitinu Lofsöngur í minningu Ís- lands þúsund ára, en sálminn orti séra Matthías Jochumsson í Bret- landi veturinn 1873–4, fyrsta erind- ið í Edinborg en síðari tvö í London. Sveinbjörn Sveinbjörnsson bætti svo við laginu, þá aðeins 27 ára að aldri, en hvorugan mun hafa grunað að verkið yrði síðar þjóðsöngur þjóð- arinnar. Sálmurinn var fluttur í fyrsta sinn við lag Sveinbjörns af blönduðum kór við hátíðarguðþjónustu í Dóm- kirkjunni í Reykjavík hinn 2. ágúst 1874, að viðstöddum Kristjáni IX. Hann ávann sér þó ekki hefð sem þjóðsöngur fyrr en á árunum milli heimastjórnar og fullveldis, 1904– 1918. Við fullveldistökuna var hann leikinn sem þjóðsöngur Íslendinga og hefur verið það allar götur síðan. Höfundarréttur ljóðs og lags er í eigu íslenska ríkisins. Morgunblaðið/Golli sith@mbl.is verðlaust þótt það sé af- klippur.“ Nýja línan samanstend- ur af ábreiðum, inniskóm, púðum, pullum á hjólum og áklæðum. Hún ber yfir- skriftina East and north og vísar til þess að hönnun úr austri og norðri mætist, með fínleika silkisins úr austri og svipmiklu og stíl- hreinu skinni úr norðri. „Þetta er allt mjög upp- runalegt. Stíllinn er nor- rænn en þegar austrið blandast við verður þetta mjög óhefðbundið. Það er ný pæling að koma aust- rænum áhrifum að. Sú hugmynd vaknaði árið 2000 þegar ég var með sýningu í London og indverskur blaðamaður sagði að mín norræna hönnun félli vel að indverskum vefnaði,“ segir Sunneva hugsi. Þetta þótti henni spennandi og hefur þróað hug- myndina síðan. Efnin sem hún vinnur með eru frá Indlandi, Kína, Japan og jafnvel Pakistan. Leikur að náttúrulegum formum og litum Með haustinu mun Sunneva setja á markað línu þar sem silkið verður meira notað og þá einnig í föt, þ.e. ný föt saumuð upp úr gömlum efnum. Einnig mun hún nota kínverska nýja bómull, sem prentað hefur verið á, í púða og fleira, ásamt með skinninu. Sunneva nefnir gráskala þegar  Inniskór eru hluti af híbýlalínu Sunnevu. Hlýir og mjúkir úr gráu gæruskinni og bryddaðir með laxaroði.  Hönnuðurinn Sigríður Sunneva á æskuslóðunum á Akureyri. steingerdur@mbl.is  Stór og mikil ábreiða úr 20–30 skinnum er nokkurs konar mósaík- verk í leiðinni. hún talar um híbýlalínuna, enda er skinnið allt grátt og virðist spanna allan skalann. Reyndar litar hún leðurhliðina bláa í sumum tilvik- um. Einnig er mismunandi hvort samskeyti eru bein eða hvort nátt- úruleg lögun skinnanna er látin halda sér. Og sömu sögu er að segja af því hvort feldurinn er snöggklipptur eða langhærður. „Ég er að leika mér að formum og litum í náttúrunni. Hvort sem það er stuðlaberg, bráðinn ís, jökull eða íslenska grágrýtið,“ segir Sunneva og sveipar um sig óreglu- legri ábreiðu og segist vel sjá fyrir sér að nota svona ábreiðu sem sjal við grillið í sumarbústaðnum. Stóra ábreiðan getur líka gegnt mörgum hlutverkum; verið gólf- motta, rúmteppi eða sófaábreiða. Og ábreiðurnar eru marglitar þótt ullin sé af sömu kindinni og ennþá meiri munur á litunum þeg- ar nokkur eða jafnvel allt upp í 30 skinn hafa verið sett saman í nokk- urs konar mósaíkteppi með mis- stórum „flísum“. Púðarnir ein- kennast af hinu sama; úr einu skinni eða mörgum og með reglu- legum eða óreglulegum samskeyt- um. Púðarnir eru annaðhvort ein- ungis úr skinni eða samsettir úr skinni og antiksilkinu. Hefur hug á að opna verslun Sunneva hefur fengið góð við- brögð hér á landi og erlendir aðilar hafa einnig sýnt áhuga en kynning á línunni er þó ekki hafin fyrir alvöru. Fatnaður Sunnevu er nú þegar seldur í Sviss og verslunareigandinn þar hefur sýnt áhuga á hí- býlalínunni. Sunneva vill kynna híbýlalínuna fyrst á Íslandi en huga að útflutningi síðar. Hún hefur einnig hug á að opna versl- un hér á landi þar sem hennar hönnun verður til sölu, bæði fatnaður og híbýla- línan og jafnvel innflutt silkivara. „En þetta er engin fjöldafram- leiðsla,“ segir Sunn- eva að lokum og hall- ar sér upp að aust- norrænum púða.  Leðurhliðin er stundum lituð blá eins og í þessari ábreiðu og í púð- anum þar sem japanskt antiksilki fer vel við mjúkt mokkaskinn.  Púðarnir eru ýmist samsettir úr nokkrum skinnum eða saumaðir úr heilum skinnum. Gráu tónarnir eru a.m.k. margir. 1 2 3 4 EF NÝSTÁRLEG mark-aðssetning Siemensgengur eftir verðurþess ekki langt að bíða að farsímar teljist til fylgihluta tískunnar rétt eins og veski, hanskar, skart og þvíumlíkt. Eins og lögmál markaðarins gera ráð fyrir er hugmyndinni ætlað að blása lífi í sölu far- síma. Og eins og svo oft áður eru sóknarfærin í tískuþræl- um heimsins; öllum þeim sem vilja vera smart hvar, hvernig og hvenær sem á þá er litið. Xelibri er nafnið á afurðinni, sem Siemens kynnti á þriðju 3GSM-ráðstefnunni í Cannes í febr- úar síðastliðnum. Fyrstu Xelibri- farsímarnir, sem tilheyra vor- og sumartískulínunni 2003, bjóðast í fjórum gerðum og mörgum litum og litasamsetningum, enda mark- miðið að notendur velji símana með tilliti til klæðaburðar hverju sinni. Nýju farsímunum er sem sé ekki ætlað að hírast ofan í veskjum og vösum, heldur prýða fólk og flíkur í viðeigandi litasétteringum. Markaðssetningin felst í því að selja símana í tísku- verslunum og verða þeir í boði í mörgum slík- um í Bret- landi, Kína, Frakklandi, Þýska- landi, Ítal- íu, Singapore og Spáni í næsta mánuði og fleiri löndum í sept- ember næstkomandi. „Xelibri-farsímarnir eru tískufylgihlutir, sem hringja. Eins og nú háttar til er algeng- ast að fólk velji sér far- síma eftir útliti þeirra og margir hafa gaman af að monta sig svolítið með þá,“ segir forstjóri Xelibri og hefur trúlega nokkuð til síns máls. Framleiðendur sjá fyrir sér að í framtíðinni eigi fólk marga tísku- farsíma til skiptanna og punti sig með þeim samkvæmt geðþótta, til- efni eða klæðnaði. Ennfremur að markaðurinn verði tvískiptur; ann- ars vegar handhægir og einfaldir tískufarsímar og hins vegar dýrari, endingarbetri og tæknilega full- komnari farsímar. Vorlína Xelibri-farsímanna fæst í takmörkuðu upplagi og er uppgefið verð frá 199 til 399 evra, eða frá um 17.000 til 26.500 ísl.kr. Samkvæmt Newsfox-fréttamiðl- inum jókst sala farsíma um 6% í heiminum árið 2002. Þá seldust 423,4 milljónir og var salan mest síðasta ársfjórðunginn, sérstaklega kringum jólin, eða 14% meiri enn árið áður. Mest seldist af Nokia, Motorola, Samsung og Siemens, sem var í fjórða sæti. Markaðurinn verður eflaust seint fullmettaður, sérstaklega ef farsími verður í huga fólks eins og hver annar fylgihlutur tískunnar. Eflaust mikið kænsku- bragð hjá Siemens, enda lætur tísk- an sjaldan að sér hæða…eða hvað? Tískufylgihlutir – sem hringja Nýju far- símunum er ekki ætlað að hír- ast ofan í veskj- um og töskum, heldur prýða fólk og flíkur.  Pulla á hjólum með svipmiklu áklæði. 6 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.