Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 B 5 Liðamóta- krem Verkja- og gigtaráburður FRÁ Ótrúlegur árangur ÞAÐ voru, skal ég segja þér,strákarnir í hverfinu semsettu þessi spjöld upp. Við höfðum verið með eitt píluspjald frá því við opnuðum, það var mjög vin- sælt, en strákarnir vildu bæta aðstöð- una og við leyfðum þeim það. Við greiddum allan efniskostnað en þeir settu þetta sjálfir upp, enda smiðir og rafvirkjar í hópnum,“ segir Gyða Bárðardóttir sem rekur ölstofuna Riddarann við Engihjalla ásamt eig- inmanni sínum Þórhalli Maack. Til umræðu eru píluspjöldin tvö í horni staðarins en strákarnir í hverfinu, sem Gyða minnist á, eru félagar í Pílukastfélagi Breiðabliks. „Þetta eru allt efnilegir ungir menn, flestir þeirra eru í námi og þetta eru góðir drengir. Þeir koma hér oft til þess að slaka á og gleyma sér í innbyrðis keppni. Við keyptum líka þennan skáp handa þeim, undir öll verðlaun- in,“ útskýrir Gyða, bendir á stóran glerskáp og segir bikarana tala sínu máli um færni Breiðabliksstrákanna. „En annars koma hér líka konur til þess að kasta pílum sér til skemmt- unar eða æfa sig fyrir mót. Nokkrar þeirra eru úr pílufélaginu 13 Bros og hingað hafa líka komið bæði núver- andi og fyrrverandi Íslandsmeistar- ar.“ Rétt eins og í Bretlandi Riddarinn er ekki stór staður í fer- metrum talið en í þágu íþróttarinnar hefur samt heilu horni verið fórnað. „Stundum rúttum við líka hérna til, færum sófana og bætum við fleiri spjöldum til þess að halda mót. Ár- lega er haldið hér Carlsberg Open og líka Dartfellas-mótið, auk þess sem eitt Riddaramót hefur þegar verið haldið. En annars er maðurinn minn nú meira inni í þessum pílumálum,“ segir Gyða afsakandi. Hún viður- kennir þó að hafa býsna gaman af íþróttinni og laumast til þess að horfa á útsendingar frá pílukastmótum hinna allra bestu á Sky-sjónvarps- stöðinni. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt. Hún er nátengd kráarmenn- ingu, eins og til dæmis í Bretlandi, og þegar við opnuðum hér haustið 1999, ákváðum við einmitt að innrétta stað- inn í enskum stíl. Þá lá beint við að hafa píluspjald á vegg.“ Gestir geta tekið rispur við pílu- spjöldin en hvað þurfa þeir helst að hafa til að bera? „Þeir þurfa náttúru- lega að hafa sjónina í lagi og eitthvert smávegis mið. En annað er það raun- verulega ekki,“ svarar Gyða brosandi. Hver með sínar pílur Auk fyrrnefndra móta svarar eig- andinn Þórhallur gjarnan eftirspurn iðkenda um smærri mót og í kringum þau myndast gjarnan stemmning. „Þeir hjá Íslenska pílukastfélaginu hafa stundum mætt með aukaspjöld og þeir eru duglegir að setja þetta upp og ganga frá eftir sig. Þetta er allt saman alveg sómafólk,“ segir Gyða og snýr sér aftur að afgreiðslu á barnum. Í sama bili birtast í dyrunum þrír ungir menn, heimavanir á staðnum. Þeir staðfesta að pílustemmningin á Riddaranum sé góð og minnast einnig á Píluhöllina við Háaleitisbraut þar sem tugir manna safnist saman í viku- legri keppni. „En þeir á Grandrokk voru eiginlega fyrstir með þetta á sín- um tíma,“ segja þeir hátíðlega og draga litríkar pílur upp úr pússi sínu. Þeir útskýra að hver kastari leiki að jafnaði með sínar eigin pílur, enda misjafnar að gerð. „Byrjendum finnst auðveldara að fara af stað með þyngri pílur, kannski 24 grömm, en við erum komnir rétt undir tuttugu grömmin,“ segja þeir og taka sér svo stöðu á lín- unni sem er að sjálfsögðu í 2,37 metra fjarlægð frá spjaldbrún – eins og hefðin býður. Fólk þarf ekki að þekkjast PÍLUKAST BRJÁNN Árnason er 22 ára og kast- ar reglulega pílum á Riddaranum. „Ég er í liði sem heitir Breiðablik 2. Eiginlega datt ég inn í þetta fyrir tilviljun, ég hljóp í skarðið einu sinni þegar vantaði mann og hef verið fastur í þessu síðan. Þetta er rosa- lega skemmtilegt.“ Brjánn bendir á að næstum allir geti kastað pílu, óháð aldri, þyngd, hæð eða hæfileikum. „Maður þarf ekki að hafa neitt til að bera nema áhug- ann. Svo er bara að æfa sig.“ Að hans dómi er líka kostur hvað íþróttin er útbreidd um heiminn. „Ég var í Afríku um daginn, þar sem pabbi minn er við störf, og þetta var eina íþróttin sem við feðgarnir gát- um leikið saman þar. Svo er annað sem er svo frábært, fólk þarf í raun ekki að þekkjast til þess að spila, það bara tekur leik og kynnist.“ En ertu svolítið góður, Brjánn? „Ég er nokkuð góður. Ekkert mjög góður, en nokkuð góður. Strákarnir í Breiðabliki 1 eru auðvitað bestir. En ég er bara áhugamaður – hef ekki verið í þessu nema í tvö ár.“ Hann kveður þægilegt að hverfa inn í píluheiminn ásamt félögunum með bjórglas við höndina og ögrandi spjaldið innan seilingar. „Mest eru það við strákarnir sem tökum þátt, en kærusturnar okkar hafa samt stundum leyst af. Þetta er nefnilega opin íþrótt og hentar öll- um,“ segir Brjánn og einblínir á erf- iðan reit. Pílurnar fljúga hratt og lenda í tvöföldum tuttugu, einföld- um og þreföldum átján. Rúnar segist „ekki vera mikill keilari sjálfur“ þótt merkilegt kunni að virðast, enda einbeiti hann sér meira að rekstrinum. Leikinn segir hann þó einfaldan og fjörugan fyrir alla. „Þú spilar bara með þá kúlu sem þú ræður við, lík- amlegur styrkur skiptir engu máli þannig. Svo er hægt að laga leik- inn að hverjum sem er, við erum til dæmis með grindur sem við reisum meðfram brautinni fyrir krakkana svo kúlan detti ekki ofan í rennurnar. Hingað koma líka margir úr hópi fjölfatlaðra, þeir nota sérstakar grindur sem þeir ýta kúlunni niður af. Allir geta sem sagt verið með í keilu, hvort sem þeir valda kúlunni eða ekki.“ Keila er keppnisíþrótt hér á landi og fer Íslandsmótið að mestu fram í keilusalnum í Mjódd. „Hluti af leikjunum fer reyndar fram hér, en annars er þessi staður meira ætlaður almenningi. Þetta er af- þreyingarmiðstöð. Og þeir sem koma hingað til þess að leika keilu þurfa ekki að eiga neinn útbúnað, skórnir og kúlurnar eru innifaldar í verðinu svo þeir geta bara mætt og byrjað.“ En Rúnar, hvað er þetta með skóna – til hvers þarf að vera í sérstökum skóm? „Út af sveiflunni. Menn stíga aftur í annan fótinn um leið og kúl- unni er sleppt og séu þeir á sokka- leistunum er hætta á að þeir renni til.“ Einn leikur á klukkustund Keilubrautirnar eru að sögn Rúnars nýjar, einnig tölvuskjáirnir sem sýna skor. Allt að fjórtán manns geta verið samtímis á hverri braut, en Rúnar segir best að forðast slíkan fjölda. „Það verð- ur fljótlega tómt kaos,“ segir hann og hlær. „Einna algengast er að fimm manns spili saman og það er mjög heppileg- ur fjöldi.“ Nafn hvers keppanda birt- ist á skjánum og þar er hægt að fylgjast með skorinu. Ef allar keil- urnar falla í einu kasti, næst svonefnd „fella“, en ef tvö köst þarf til er talað um „að feykja“. Stigafjöldinn reiknast sjálfkrafa, en hámarksskor, 300 stig, næst með því að ná tólf fell- um í röð. „Það tekur fimm manns á einni braut venjulega eina klukkustund að klára einn leik. Þá er mjög al- gengt að einhver bíði eftir braut- inni, stundum er hér upp í þriggja tíma bið um helgar. Aðsóknin er mjög mikil og svo gengst fólk auð- vitað upp í keppnisskapinu og kemur aftur og aftur til þess að bæta sig. Við sjáum alla flóruna í því,“ segir Rúnar. Brautir Keiluhallarinnar eru ol- íubornar reglulega, um það sjá tölvustýrðar vélar. „Olíuburðurinn fer eftir því hvort keppniskeilarar eiga í hlut eða aðrir. Fyrir keppn- isspilara er meiri olía borin á brautina, alveg út í battana og þanning næst meiri snúningur á kúluna.“ Að sögn Rúnars halda ýmis fyr- irtæki keilumót í höllinni, á næst- unni fer til dæmis fram Blikk- smiðjumótið þar sem blikksmiðjur úr ýmsum landshlutum etja kappi. „Svo var hér um daginn kennsla í keilu fyrir konur, á vegum Keilu- sambands Íslands, og var þátttak- an gríðarleg. Fullt alla dagana. Þannig að við kvörtum ekki þegar kemur að áhuga og aðsókn hér.“ Morgunblaðið/Sverrir FEÐGARNIR Jóhann Dagur Auðunsson, 11 ára, og Auð- unn Ásberg Gunnarsson öttu kappi í Keiluhöllinni þegar blaðamann bar að, og voru spurðir hvort þeir kæmu oft. „Við erum að reyna að venja okkur á það,“ sagði Jóhann Dagur sposkur og kvað íþróttina skemmtilega. „Það hefur hvarflað að mér að fara að æfa keilu. Annars langar mig líka til að æfa tai- kwon-do með bróður mín- um.“ Hinn ungi keilari hafði þegar náð einni fellu í leikn- um og átti eftir að bæta við fleirum. Hann brást við vel heppnuðum köstum með frumsömdum sigurdansi og greinilegt að feðgarnir skemmtu sér hið besta. „Ég verð að vinna kallinn gamla,“ kvað Jóhann Dagur upp úr á miðri leið. „Heyrðu, þú ert komin með 19 stig en ég 8 – nú verð ég að taka mig á,“ hrópaði pabbinn og bjó sig undir betra kast. „Aðalatriðið er að hafa gam- an að þessu,“ bætti Auðunn við og sneri sér að blaða- manni. „Við erum nú bara sjálfmenntaðir, líklega rétt yfir meðallagi góðir. En þetta er ágæt hreyfing.“ Að svo mæltu rann kúla Auð- uns af stað og felldi allar tíu keilurnar. Heppni? Tja, ekki endilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.