Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKI, sem stjórnastaf gróðafíkn, og auglýsingarþeirra hafa heilaþvegið Vest- urlandabúa og endurspeglast það í gegndarlausri neyslu og óhófi á flestum sviðum að mati samtakanna Culture Jamming. Þau eiga upptök sín í Vancouver í Kanada og eru samtvinnuð The Media Foundation, sem gefur út tímaritið Adbusters þar í borg. Erfitt er að útskýra hug- takið Culture Jamming en það gæti þýtt menningaröngþveiti, – klípa eða – rugl. Menningardjamm er heldur ekki fjarri lagi ef haft er í huga að hjá tónlistarmönnum er hugtakið jam-session þekkt og felur í sér að spila óundirbúið af fingrum fram. Með sama hætti gætu þeir sem að- hyllast Culture Jamming skírskotað til mótmælaaðferða sinna gegn ríkjandi auglýsingamennsku. Ad- busters-nafngiftinni er svo væntan- lega ætlað að standa fyrir auglýs- ingabana enda er markmið tímaritsins að grafa undan auglýs- ingum sem stuðla að æ meiri neyslu- hyggju. Kannski er eitthvað til í þeirri skoðun menningarruglaranna að aðeins í árdaga auglýsinga- mennskunnar hafi markmiðið verið að upplýsa fólk um vöruna sjálfa en ekki fólkið sem notar hana; dans- andi, syngjandi, segjandi sögur, lof- andi vöruna í bak og fyrir og jafnvel hótandi vá og voða þeim sem ekki bíta á agnið. Neðanjarðarlist Sú iðja andstæðra hópa að eyði- leggja auglýsingar og veggspjöld hverra annarra hefur lengi tíðkast. Svo virðist sem á liðnum áratug hafi athæfið tekið á sig aðra mynd og orðið að nokkurs konar neðanjarð- arlistgrein, sem gengur frekar út á að skopstæla, breyta og snúa út úr auglýsingatextum. Slík uppátæki eru meðal þess sem Culture Jamm- ing beitir sér fyrir og eiga miklu fylgi að fagna hjá ýmsum hópum andkapítalista, græningja og stjórn- leysingja. Þeir álíta að stórfyrirtæki hafi valdið í hendi sér og auglýsingar stuðli að taumlausri neyslu auk þess að vera frekleg innrás í friðhelgi einkalífsins. Nýlegt dæmi um tilþrif áhang- enda þessara sjónarmiða var þegar slagorðinu The Ones á auglýsinga- spjaldi bresku sjónvarpsstöðvarinn- ar BBC um þátt um Bush og Blairs var breytt í The Clones. Þeir einu, Bush og Blair, eða „aðalkallarnir“ eins og orðnotkunin gaf til kynna, urðu sem sé klónarnir eftir aðförina að auglýsingunni – og þótti mörgum bara nokkuð smellið. Raunar opnuð- ust nýjar víddir í menningarruglinu á níunda áratugnum þegar Adbust- ers notaði og afbakaði lógó banda- rískra stórfyrirtækja á borð við Gap og McDonald’s í áróðursskyni gegn neyslumenningunni. Margbilljón dollara vörumerki Ritstjóri Adbusters og forsprakki samtakanna er Kalle Lasn, höfundur bókarinnar Culture Jam með und- irtitlinum Hvernig á að snúa við sjálfseyðandi neysluæði Bandaríkja- manna – og hvers vegna við verðum að gera það (How to reverse Am- erica’s suicidal consumer binge – and why we must). Lasn heldur því fram að Bandaríkin séu ekki lengur þjóð heldur margbilljón dollara vörumerki; Ameríka™, sem sé í engu frábrugðið McDonalds, Marlboro eða General Motors. Ímynd þess sé ekki aðeins „seld“ Bandaríkjamönn- um sjálfum heldur líka neytendum um gjörvalla heimsbyggðina. Að vísu séu orðin „lýð- ræði“, „tækifæri“ og „frelsi“ nátengd merkinu, en þau séu einungis innan- tóm slagorð. Banda- rískan raunveruleika segir hann afar ólík- an þeirri ímynd vöru- merkisins, rétt eins og sígaretturnar sem seldar eru á fölskum forsendum undir merkjum lífskrafts og uppreisnar æskunnar. Lasn fer ekki í laun- kofa með skoðanir sínar og fullyrðir að bugti kjörnir embættismenn sig ekki og beygi fyrir ofur- valdi fyrirtækjanna eigi þeir sér ekki viðreisnar von. Allsherjar þróttleysi gagn- vart fyrirtækjavaldinu segir hann tröllríða húsum. Kaupa, kaupa, kaupa … Í stórum dráttum ganga kenning- ar Lasn og samtaka hans út á að bandarísk menning sé ekki sköpuð af fólkinu sjálfu, heldur fjölmiðlum og fyrirtækjum. Í „Ameríku™“ sé ekki lengur hægt að lifa frjálsu og eðlilegu lífi. Bandaríkjamönnum sé frá unga aldri innrætt að dýrka neyslumenninguna og margir séu sér þess ekki einu sinni meðvitandi, enda sé svo komið að sumir skil- greini sjálfa sig samkvæmt vörunum sem þeir neyta/nota. Fjölmiðlum ber hann ekki vel sög- una og segir þá miðla nokkurs konar hamingjulyfi líkt og svonefndu „soma“ í skáldsögunni Veröld ný og góð (Brave New World) eftir Aldous Huxley, en þar er sögupersónum haldið á slíku hamingjulyfi til þess að næra getuleysi þeirra. „Fjölmiðlar eru „soma“ fólksins. Þeir dáleiða okkur og selja okkur síðan vörur, sem eiga að vera æðislegar. Til þess að vera æðislega svöl og flott og falla inn í, verðum við að kaupa, kaupa og kaupa …,“ segir Lasn. Og hann talar líka um heimsfaraldur, því neyslu- menning Bandaríkjamanna breiðist út eins og pest. Meginástæðan fyrir því að berjast gegn henni sé þó sú að jörðin geti ekki lengur viðhaldið lífs- stíl fólksins, sem gangi út á að allir séu æðislega svalir. Ofgnótt og mótefni Ofgnótt af því taginu sem blasir hvarvetna við í stórborgum Banda- ríkjanna og víða í Evrópu er Lasn og samtökum hans þyrnir í augum. Þeim finnst kóka kóla skiltin, Nike- búðirnar, McDonald’s veitingastað- irnir og fólkið, sem geysist áfram um stræti og torg í nýjustu Calvin Klein-gallabuxunum sínum eða Armani-jakkafötunum, klyfjað inn- kaupapokum bera vott um for- heimskun af verstu gerð. Mótefni gegn neysluhugarfari í „Ameríku™“ er að hans mati menn- ingarruglun, eins og Culture Jamm- ing ástunda. Samtökin segir hann lítt skipulögð, en samanstanda af byltingarsinnuðu, reiðu fólki, sem finni hjá sér hvöt til að rísa upp og mótmæla og uppræta neyslukapítal- ismann. Hugmyndaflug einkenni að- gerðirnar, sem þó séu oftast óund- irbúnar og einfaldar. Einfaldasti tjáningar- mátinn gæti falist í að slökkva á sínu eigin sjón- varpi eða hafna ónauð- synlegum plastpoka í matvöruverslun. Slíkar aðgerðar breyta þó tæpast heim- inum í einu vetfangi. Engu að síður eru liðs- menn sannfærðir um að aðgerðir af svipuðum toga muni eiga vaxandi fylgi að fagna. Snjallar orðsendingar út um víð- an völl, grípandi hug- myndir og slagorð síist svo smám saman inn í huga fólks og fái það til að hugsa á öðrum nótum. Þrjátíu ára stríðið Lasn og hans fólk er mun bjartsýnna en ýms- ir bitrir og kaldhæðnir slæpingjar, pönkarar og utangarðsmenn, sem finna þjóðfélaginu allt til foráttu. Hann varar við að menn láti deigan síga því – þrátt fyrir allt –hafi þrjátíu ára barátta við tóbaksrisana skilað töluverðum árangri. Með sama hætti megi klekkja á öðrum fyrirtækjum, bæði þeim sem menga umhverfið og þeim sem menga hug- arfarið. Lausnin sé að sækja þau til saka fyrir glæpsamlegt athæfi. Lasn bendir á að tóbaksfyrirtækin hafi svo gott sem fallið á eigin bragði. Að vísu með öfugum formerkjum því snilldarbragð andstæðinganna gekk út á að sýna fram á að reykingar væru hættulegar og hallærislegar, en ekki æðislega svalar eins og fram- leiðendur geri út á. Fylgismenn Culture Jamming dreymir um víð- tæka menningarvakningu í sama anda, t.d. um að senn verði almennt litið á óhófsvarning á borð við meng- andi drossíur, klámvæddan Calvin Klein-fatnað og skyndibitafæði, sem hallærislegan. Þeir viðurkenna þó að glíman verði erfið og líkja henni við þegar vændiskona reynir að brjótast undan ógnarvaldi melludólgsins. Lasn hefur nokkur ráð upp í erm- inni fyrir þá sem vilja „djamma“. Þeir sem fái hvimleiðan ruslpóst í símbréfi ættu að senda kolsvartan pappír um hæl. Þannig gengi veru- lega á blekforðann í myndrita mót- takandans. Þá segir hann lag að biðja sölufólk, sem hringi heim til manns, vinsamlegast um heimasíma- númer þess sjálfs og bjóðast svo til að hringja þangað við betra tæki- færi. Innkaupafasta Með því að slá orðunum culture jamming upp í helstu leitarvélum á veraldarvefnum og fara inn á heima- síðuna adbuster.org er hægt að lesa ókjörin öll um samtökin og sjónar- mið þeirra og svipaðra hópa. Þar Kanadísku samtökin Culture Jamming hafa ýmislegt við neyslu- hyggju og auglýsinga- mennsku samtímans að athuga. Valgerður Þ. Jónsdóttir skoðaði það helsta. Eru gegndarlaus innkaup forheimskun af verstu gerð? Eitthvað hefur verið átt við nefið á frúnni. Sumir eru sagðir skilgreina sjálfa sig samkvæmt vörunum sem þeir neyta/nota. Jeppaauglýsingar í anda menningarruglaranna: Yfirskrift þeirrar t.v. er: Náttúran … Hún grær aftur. Þannig auglýsir ímyndað bílafyrirtæki, Damage (Skaði), en undir lógóinu stendur Poison for the Roads (eitur fyrir vegina). Á þeirri t.h. segir: Hörmuleg- ar loftslagsbreytingar? Ekki okkur að kenna. Ameríkanar vilja bíla fyrir feita rassa. „Ég vil að þið hafið taumhald á neyslunni,“ segir Sámur frændi samkvæmt fyrir- mælum Culture Jamming. Sniðgangið Bandaríkin, land ofneysl- unnar, segir á veggspjaldi með mynd af frelsisstyttunni, sem greinilega á við offituvandamál að stríða. Neiviðneyslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.