Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 B 7 ÁRIÐ 2000 tók hópur listafólkssig saman og undirbjó Kaup- um ekkert-daginn í Reykjavík. Í fararbroddi voru Helena Stef- ánsdóttir, lista- og kvikmynda- gerðarmaður, og Berglind Jóna Hlynsdóttir ljósmyndari. Að sögn Helenu fengu þær stöllur hug- myndina af heimasíðu Adbusters. „Okkur fannst andóf gegn neysluhyggju í anda Kaupum ekk- ert-dagsins vera tímabært hér og fengum fullt af listafólki til að vera með myndlistarsýningar, gjörninga, tónleika og ýmsar uppákomur. Yfirskrift myndlist- arsýningarinnar var Neysla og var lógóið í sama dúr og lógó Ný- kaupa, sem þá voru og hétu. Þenn- an dag, 24. nóvember, opnuðum við líka Kaupið ekkert-búðina, þar sem allt fékkst gefins,“ segir Hel- ena og upplýsir að Kaupum ekk- ert-dagurinn hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Næsta ár tók Helena aftur að sér að skipuleggja Kaupum ekk- ert-daginn, en þá var ekki eins mikið haft við og árið áður. Hún segir að tæplega þrjátíu manns hafi komið saman til hugleiðslu fyrir utan Smáralind undir merkj- um dagsins og ýmsum skiltum með staðreyndum um afleiðingar öfga í neysluvenjum fólks. „Við bentum á ýmsar óhugnanlegar staðreyndir í þágu neysluhyggj- unnar, t.d. að stórfyrirtækið Ken- tucky Fried Chicken ali kjúklinga með þrjár bringur af því að þær eru vinsælli en aðrir hlutar kjúk- lingsins og fleira á þeim nótum, enda af nógu að taka,“ segir Hel- ena, sem vegna barneignar var ekki með Berglindi í að skipu- leggja Kaupum ekkert-daginn ár- ið 2002. „Ég var engu að síður virkur þátttakandi og hef hugsað mér að standa, ásamt Berglindi, fyrir þessum degi í ár. Draumur okkar er að gefa út blað um nei- kvæðar hliðar neyslunnar. Það er svo margt sem fólk ekki veit …,“ segir Helena. Fyrir tilstuðlan Culture Jamming hefur fjöldi fólks í Bandaríkjunum, Kanada og ýmsum Evrópulöndum tekið höndum saman undanfarin ár og keypt ekki neitt einn dag á ári, allajafna mesta innkaupadag ársins. fólk ekki veit … Margt sem kemur líka fram að andófið gegn neysluhyggjunni tekur á sig ýmsar og á stundum skrýtnar myndir. Ánægðast er andófsfólkið með ár- angur BND-dagsins, Buy Nothing Day eða Kaupum ekkert-dagsins, sem Culture Jamming hefur staðið fyrir undanfarin ár, alla jafna mesta innkaupadag ársins, síðast 29. nóv- ember. Í kjölfarið upphófust umræð- ur í spjallþáttum útvarps- og sjón- varpsstöðva og dagblöð víða um heim greindu ítarlega frá samstöðu fólks í sólarhrings innkaupaföstu. Meginmarkmiðið er, að sögn Lasn, að vekja athygli á óhóflegri neyslu og misrétti milli fátækra og ríkra þjóða. Samkvæmt heimasíðu Ad- busters hélt fjöldi manns í Banda- ríkjunum, Kanada og um öðrum þrjátíu löndum að sér höndum í innkaupum þennan dag auk þess sem margir lýstu yfir vanþóknun sinni á ríkjandi kaupæði með því að halda á lofti áróð- ursspjöldum á götum úti. Á þeim gaf að líta spakar setningar og hvatningarorð eins og: „Verjið frekar tímanum með fjölskyldu og vinum heldur en peningum.“ Ekki svo galin hugmynd, en skyldi fólk ekki bara kaupa meira daginn eftir Kaupum ekkert-daginn? Segir svínið satt? Líkt og aðrir sem vilja koma sjón- armiðum sínum á framfæri þurfa samtökin að auglýsa, ekki síst til að skapa stemningu fyrir tiltæki eins og BND-deginum og Slökktu á sjón- varpinu-vikunni, sem þau hafa beitt sér fyrir. Væntanlega hefur svínið, sem fór með aðalhlutverkið í auglýs- ingunum, sem sýndar voru á CNN dagana fyrir BND-daginn, haft lög að mæla þegar það þuldi: „Að með- altali er neysla Bandaríkjamanns fimm sinnum meiri en Mexíkana, tíu sinnum meiri en Kínverja og þrjátíu sinnum meiri en Indverja.“ Ekki féll auglýsingin í kramið hjá öllum frekar en BND-dag- urinn. Þann dag árið 2002 sagði Lasn hafa haft sérstaka þýðingu vegna þess að Bush forseti hefði sagt löndum sínum að það væri þjóð- ræknisleg skylda þeirra að versla. Sömu viðhorfa gætir efalítið á sjón- varpsstöðvunum ABC, CBS og NBC, sem hann segir ár hvert neita Culture Jamming um birtingu aug- lýsinga á þeirri forsendu að þær ógni núgildandi stefnu Bandaríkjanna í efnahagsmálum. Eins og nú háttar til hjá fólki eru innkaupin helgisiðir, stórmarkaðirn- ir dómkirkjan, neytendur söfnuður- inn og vörurnar helgitákn þarfanna. Slíka samlíkingu er að finna á vefn- um nologo.org, sem Naomi Klein stofnaði, ásamt félögum sínum, eftir að bók hennar Nologo kom út árið 1999. Bókin sú vakti mikla athygli og deilur, enda fjallar hún um hvernig merkjavöruframleiðendur misnota börn og fullorðna í Asíulöndum til að svala hégóma Vesturlandabúa. Innkaupin, trúarbrögðin og listin Eflaust er langt í land að viðhorf og aðgerðir menningardjammara og áþekkra hópa fái hljómgrunn hjá al- menningi. Neysluhyggjan virðist teygja anga sína sífellt lengra og nú er mjög í tísku að spyrða hana sam- an við listir. Í greininni Consumer Culture, eða Neyslumenning, í jan- úarhefti breska Vogue er fullyrt að innkaupaferðir hafi fyrir löngu kom- ið í staðinn fyrir heimsóknir í söfn og listagallerí. Eru innkaupin sem slík kannski orðin listræn? spyr höfund- urinn og kemst að því að í lok ársins verði sett upp sýningin Shopping: A Century of Art and Consumer Cult- ure (Innkaup: Öld listar og neyt- endamenningar) í Tate safninu í Liv- erpool. „Spyrðu ekki hvað landið getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur keypt fyrir land þitt,“ skrifar Bandaríkjamaðurinn Mark C. Tayl- or í sýningarskrána. Tekið er fram í Vogue að Taylor þessi sé háskóla- genginn. Og þá eru fleyg orð lista- mannsins Andy Warhol: „Að kaupa er amerískara en að hugsa og ég er amerískastur allra.“ Vörumerki McDonalds, Kelloggs og Nike fá ekki góða útreið í menningarruglinu. Til dæmis er spjótum beint að því síðastnefnda fyrir að misnota börn í Asíulöndum til að svala hégóma Vesturlandabúa. Útúrsnúningur og afbakanir vjon@mbl.is Kaupum ekkert- dagurinn Saga hlutanna Öryggis- nælan upp í skuld ÖRYGGISNÆLAN er uppfinning vélvirkja frá New York. Hún varð til í höndum Walters Hunts þar sem hann sat með vírbút í hönd- unum og hugsaði um hvernig hann gæti borgað fimmtán dala skuld. Hann fékk einkaleyfi á ör- yggisnælunni 10. apríl árið 1849. Hunt sat með vírbútinn í þrjá tíma og beygði hann og sveigði þar til öryggisnælan varð til. Sá sem hann skuldaði fimmtán dali hafði samið við Hunt um að borga honum 400 dali fyrir það sem hann gæti gert úr vírbútnum og öll réttindi því tengd. Það varð úr að Hunt fékk aldrei nema þessa 400 dali fyrir uppfinninguna sína. Græddi ekki á upp- finningum sínum Það lá víst ekki fyrir honum að græða á uppfinningunum sínum. Hunt var nokkuð afkastamikill uppfinningamaður og eftir hann liggja m.a. fyrsta gerð nútíma saumavélar, götusópari og hnífa- brýni. Ekki sótti hann um einka- leyfi á saumavélinni sinni þar sem hann óttaðist að uppfinningin ylli atvinnuleysi og heiðurinn af upp- finningu saumavélarinnar hefur því fallið öðrum í skaut, þ.e. Isaac Singer. Öryggisnælan hefur mikið verið notuð síðan Hunt beygði saman vírinn og bjó til þetta þarfaþing sem sprettur sundur og saman og lokast svo það stingi okkur ekki. Á tímum taubleyjunnar var ör- yggisnælan t.d. notuð til að halda bleyjunni saman og á sínum stað. Enn er hún notuð til að næla hitt og þetta saman og líka m.a. til að næla endurskinsmerki á úlpur og til ýmissa bráðabirgðaviðgerða. Nudd og aðhalds sokkabuxur Apótek, lyfjaverslanir og fríhöfnin PLUS PLUS ww w. for va l.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.