Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 51

Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Persóna þín er orkumikil, hugmyndarík og þorir að taka djarfar ákvarðanir. Hjónabönd og viðskipta- tengsl koma við sögu á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það leikur allt í lyndi í dag og þér tekst að sannfæra fólk um ágæti hugmynda þinna án þess að þurfa að hafa sérstaklega fyrir því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að sýna börnum sérstaka þolinmæði í dag. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Auðlegð og kraftur annarra kemur þér að góðum notum í dag. Láttu ekki óþarfa stolt koma í veg fyrir slíkt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert sérstaklega sannfær- andi í samræðum þínum við samstarfsfélaga og ætt- ingja. Af þeim sökum verð- ur þú að gangast við ábyrgð á því sem þú segir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Rómantík og daður koma við sögu í dag. Afbrýðisemi gæti einnig skotið upp koll- inum í samböndum. Því skiptir máli að fara varlega í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er allt í lagi að láta sig dreyma ef þú bara heldur þig á jörðinni í raunveru- leikanum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hugsaðu þig vandlega um áður en þú segir af eða á um tilboð sem þér berast. Betra er að taka eitt skref í einu og vera ánægð/ur með framvinduna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert í skapi til þess að eyða peningum í gjafir fyrir einhvern sem er mikil- vægur. Þá er ekki loku fyrir það skotið að einhver hugsi til þín og leiti að einhverju sérstöku fyrir þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt varast óþarfa eyðslu í dag, að öðrum kosti áttu á hættu að lenda í skuld. Slíkt er eitthvað sem þú hefur lítinn áhuga á. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Taktu það ekki nærri þér þótt þér takist ekki að gera svo öllum líki. Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú vekur aðdáun fólks og ljómar af sjálfsöryggi. Vertu samt á verði því framkoma þín getur valdið ýmiss konar andstöðu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hafðu heilsu þína í huga og gættu þess að ofkeyra þig ekki. Gættu þess að taka ekki of mörg verkefni að þér í einu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SLEMMA eða geim? Hvort vildi lesandinn spila fimm eða sex tígla á spil NS? Norður ♠ ÁD954 ♥ K10654 ♦ G3 ♣8 Suður ♠ -- ♥ 8 ♦ ÁD1096542 ♣ÁKD4 Kannski fer það svolítið eftir sögnum, því það er ljóst að vörnin þarf að taka á hjartaásinn sinn strax í fyrsta slag, annars er slemman á borðinu. Með hjarta út verður tígulkóng- urinn að skila sér. Þetta er svona og svona. En nú förum við til Yokohama, þar sem Eng- lendingar og Pólverjar voru að spila síðustu spilin í keppninni um NEC-bikar- inn. Þeir Armstrong og Callaghan sögðu þannig á spilin í opna salnum: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 lauf ! Pass 2 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Allir pass Þetta er hárrísandi end- ursögn á tveimur laufum, því ekki er sögnin krafa. Armstrong var í suður og þegar makker hans breytti veikt yfir í tvo tígla stökk hann í lykilspilaspurningu. Raunar er furðulegt að hann skyldi ekki segja slemmuna, því makker gat allt eins átt hjartaásinn eða tígulkónginn fyrir svari sínu og þá er slemman mjög góð. Í lokaða salnum fóru Pól- verjarnir Kwiecien og Pszczola hefðbundnari leið í sögnum: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 spaði Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Þarna kemur upp sú ákjósanlega staða að norð- ur sýnir fyrirstöðu í hjarta, sem gæti fælt vestur frá út- spili í þeim viðkvæma lit. Nei, Brian Senior lagði af stað með hjartaþristinn: Norður ♠ ÁD954 ♥ K10654 ♦ G3 ♣8 Vestur Austur ♠ G862 ♠ K1073 ♥ G932 ♥ ÁD7 ♦ K8 ♦ 7 ♣G63 ♣109752 Suður ♠ -- ♥ 8 ♦ ÁD1096542 ♣ÁKD4 Tíu IMPar til Englands og þeir höfðu náð forystu. „Eigi má sköpum renna,“ skrifaði Eric Kok- ish í mótblaðið – England ÁTTI að vinna þennan leik. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 75 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 15. mars, er sjötíu og fimm ára Ragnar Þorbergsson, Snæ- landi 5, Reykjavík. Ragnar er staddur á Kanaríeyjum, á hóteli Los Volcanes. 60 ÁRA af-mæli. Sex- tugur er í dag, laugardaginn 15. mars, Símon Á. Sigurðsson. Eig- inkona hans, Erna M. Kristjánsdóttir, verður sextug 15. apríl. Í tilefni af- mælis síns bjóða þau hjónin ætt- ingjum og vinum að gleðjast með sér í kvöld milli kl. 20– 23 í Þrastarheim- ilinu, Flatahrauni 21, Hafnarfirði. ERLAN María Jesú móðir góð, mild og rjóð á vanga, hún á litlu erluna með hefðarstélið langa. Máríuerlan mín, mín, mikið hef ég saknað þín, varstu úti í Danmörku að drekka mjöð og vín? Erla góða Erla, englabarnið mitt, lof mér nú að skoða betur langa stélið þitt. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 c5 6. Be3 Db6 7. c4 dxc4 8. Rbd2 Bd3 9. O-O cxd4 10. Rxd4 Bc5 11. Bxd3 cxd3 12. Rc4 Da6 13. Dxd3 Rd7 Staðan kom upp í seinni hluta Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Harriet Hunt (2389) hafði hvítt gegn Jóhanni H. Ragnarssyni (1980). 14. Rb5! Dc6 14...Dxb5 gekk ekki upp vegna 15. Rd6+ og hvítur vinnur drottninguna. Í framhald- inu lendir svartur í mikilli úlfakreppu. 15. Hac1 a6 16. Rbd6+ Kf8 17. Ra5 Dd5 17...Db6 18. Hxc5 Rxc5 19. Da3 og hvítur vinnur. 18. Dxd5 exd5 19. Bxc5 Rxc5 20. Hxc5 b6 21. Hc7! Rh6 svartur yrði mát eftir 21...bxa5 22. Hxf7# 22. Rb3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA Næsti, gerið svo vel!             Spilakvöld Varðar sunnudaginn 16. mars Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu á morgun sunnudaginn 16. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: ferðavinningur fyrir tvo til útlanda, hótelgisting út á landi, leikhúsferðir, út að borða, eldhústæki, matarkörfur, glæsilegir bókavinningar og fl. Gestur kvöldsins er Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra Aðgangseyrir er kr. 700 Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Allir velkomnir Námskeið um meðvirkni mars-maí Lítið sjálfsmat, sífellt að reyna að þóknast öðrum, depurð/þunglyndi, þú tjáir þig ekki opinskátt um hvað þér býr í brjósti og veist ekki hver þú ert eða hverju þú vilt ná fram. - Þetta eru nokkrar ásjónur meðvirkni. Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt: - læra að þekkja meðvirkni og hvernig hún vinnur spellvirki á lífi þínu. - lækna þig af meðvirkni. Gitte Lassen, ráðgjafi, og heilari, s. 861 3174.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.