Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 8
Sævar með „kambgreiðslu“ og örlítið af strípum. Aron Valur með villta greiðslu og mikið af strípum. Davíð með síða herraklippingu. OFTAST er meira umstang í kring- um hár stúlkna en pilta fyrir ferm- ingardaginn. Hvað hárstíl piltanna varðar segir Jónína S. Snorradótt- ir, formaður Meistarafélags í hár- greiðslu, mikið hafa borið á síð- ara hári að undanförnu, sem sé gaman. Strákar þurfi samt sem áður að láta klippa sig og móta á sér hárið með þartilgerðum efn- um. „Þessi síða tíska er ekki eins og var hér fyrir löngu þegar strák- ar voru með sítt hár eftir að hafa safnað í langan tíma og dágott frí frá rakarastofum. Núna klippum við skemmtilegar línur í hárið svo auðvelt sé að móta það. Stuttar línur í hári eru líka vinsælar. Þetta fer allt eftir því hvað hver og einn vill. Tískan er skemmtileg að því leyti að nú er bókstaflega allt í tísku,“ segir Jónína. Starfsfólk hársnyrtistofunnar Höfuðlausna annaðist hár ferm- ingarbarnanna. Eiríkur með dæmigerða stutta herralínu. Hár stráka hefur síkkað undanfarið Morgunblaðið/Kristinn Hrafn Davíð sýnir nýjustu strákalínuna. Ferming- arhárið 2003 Þótt meira umstang sé að jafnaði kring- um hár stúlkna en pilta fyrir ferming- ardaginn þurfa þeir að láta klippa sig og móta á sér hárið. Mikið er um fléttur í hárgreiðslum fyrir stelpur og er Hringa- dróttinssaga sögð mikill áhrifavaldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.