Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 12
SENNILEGA verður oftast meira umstang í kringum fermingar hjá stúlkum en drengjum. Ástæðan er félagsleg en ekki nauð- synleg. Hárgreiðslan veldur a.m.k. oftar meiri usla hjá stúlkum. Nóg er að gera á hárgreiðslustofum og tímar eru pantaðir með góðum fyrirvara. Mjög algengt er að væntanlegar ferming- arstúlkur fari í svokallaða prufugreiðslu til að kanna hvort hug- myndin að hárgreiðslunni gangi upp. Fyrst er að stúdera blöð og myndir og ræða við hár- greiðslumeistarann um tillögur að greiðslum. Svo er að velja og prufa. Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir fermist í Kópavogskirkju sem talin er með fegurstu kirkjum landsins. Kirkjan var vígð ár- ið 1962 á Borgarholtinu, þar sem hún stendur hátt í miðjum bænum. Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, teiknaði kirkj- una og Gerður Helgadóttir, myndhöggvari, gerði steindu gluggana. Kirkjan minnir á hvatninguna í Fyrra Pétursbréfi: „Komið til hans, hins lifanda steins – til Jesú.“ Ingibjörg ferm- ist í henni 23. mars, sr. Ægir Frímann Sigurgeirsson fermir. Haldið í síðustu lokkana Ingibjörg hefur ekki tamið sér að gera allt á síðustu stundu, og fór því í byrjun mars í prufu- greiðslu og fermingarmyndatöku. Blaðamaður hitti hana á hár- greiðslustofunni Scala í Lágmúla 5 í Reykjavík, þar sem Kristín Pétursdóttir greiddi henni. „Já, ég er nokkuð vel undirbúin fyrir ferminguna,“ segir Ingibjörg, „ég verð í vínrauðri dragt í ferm- ingunni. Hárið verður í liðum og föstum fléttum.“ Ingibjörg er í 8.H í Kársnesskóla í Kópavogi og eru 13 stelp- ur í bekknum. Hún segir að þær tali stundum um ferminguna, en margar ætla að vera í dragt og nokkrar í kjól. Kristín hárgreiðslumeistari segir að flestar stelpur fari í prufugreiðslu, það sé mikilvægt til að tryggja að þær verði ánægðar með hárið þennan stóra dag í lífinu. Hún segir að prufugreiðslan og aðalgreiðslan kosti samtals um sex þúsund krónur. Hún segir einnig algengt að þær fari í myndatöku eftir prufugreiðsluna. Ingibjörg segist ætla að láta klippa sig eftir ferminguna. Kristín segir að margar stelpur komi fyrstu vikuna eftir ferm- inguna og klippi sig stutt eða láti stytta hárið. „Þær halda í síð- ustu lokkana fyrir fermingargreiðsluna, en fórna þeim síðan,“ segir hún. Ingibjörg segist ætla að halda veisluna heima hjá sér og bjóða tæplega 80 manns. „Það verður bæði matur og kaffi í veislunni,“ segir hún og að fermingartertan verði í mynd sálma- bókar úr marsipani. „Mér finnst þetta merkilegur dagur, eitt- hvað sem maður gerir bara einu sinni,“ segir hún. Ingibjörg passar stundum börn og ætlar í unglingavinnuna í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Að búa sig undir merkileg- an dag Ingibjörg Auður hefur búið sig vel undir ferminguna, ætlar ekki að vera á síð- ustu stundu með neitt. Eftir ferm- inguna ætlar hún að láta lokkana fjúka. Ingibjörg hjá Kristínu í Scala í prufugreiðslu, en síðar um daginn fór hún í myndatöku. Glæsilegt og gott Hentugt og hagkvæmt Mjög skemmtileg nýjung frá Frakklandi í veisluna. Glæsilegir frosnir veislubakkar sem eingöngu þarf að þíða og eru tilbúnir á 2 - 3 klst. á veisluborðið. Konditori - Kökur - Snittur - Tartalettur - Bökur - Tertur Glæsilegar vörur sem seljast á sérlega hagstæðu heildsöluverði. Þar sem magn er takmarkað er ráðlagt að panta í tíma. Nánari upplýsingar og myndir á www.meistaravorur.is Funahöfða 17a, sími 568 7000 GLERÁRTORGI - S. 462 2509 Eitt með öllu: Svissneskt gæðaúr! Eðalstál og safírgler! 100 metra vatnsvarið! Verð 12.600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.