Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 14
tengt“ eins og hún tekur til orða. Margir velji kalda skinku á hlað- borðið, svo dæmi séu tekin, enn aðrir „vegan“ rétti, sem eru algerlega án hráefnis úr dýraríkinu. Í eftirrétt stingur hún upp á franskri súkkulaðiköku, ávaxta- sandköku, gulrótar- eða appelsínuköku, ávöxtum og ostum. Lykilorðið spelt Dóra segir að jurtafæði sé orðið algeng við- bót í mataræði fólks sem alla jafna myndi ekki flokka sig með grænmetisætum. Hvað dægursveiflur í jurtafæði áhrærir er spelt- mjöl stóra, flotta tískuorðið í dag, segir hún ennfremur. „Kynningin á speltmjöli hefur greinilega verið góð. Það hentar vel fólki með sumar gerðir glútenóþols og speltbrauð virðist létt og gott í maga.“ Helstu áhrifavaldarnir eru sem fyrr matargerð landanna við Mið- jarðarhaf og Indlands. Auk þess eru tyrknesk og marokkósk áhrif að færast í vöxt, segir Dóra Svavarsdóttir. SVOKALLAÐUR brunch er vinsæll kostur fyrir ferminguna, segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumaður á veitingastaðnum Á næstu grös- um. Sem uppistöðu í þess háttar hlaðborði mælir hún með volgum, kryddlegnum laxi og matarmiklum bökum með rótargrænmeti og baunum. Meðlæti gæti verið alls kyns salöt, til dæmis kús kús- salat, blaðsalat, kartöflusalat, hummus, tapernade og fleira. „Hér verður persónulegur smekkur hvers og eins að ráða,“ segir hún. Þótt brunch vísi í bandarískan morgunverð með hádegisívafi segir Dóra um að ræða léttan miðdegisverð með eilítið öðrum áherslum. „Þessi útgáfa er léttari og sumarlegri, jafnvel hollari, þar sem líka er boðið upp á blaðsalat og ferska ávexti,“ segir hún. Réttunum er raðað saman að vild og segir Dóra ekkert skilyrði að sleppa kjöti, þótt Á næstu grösum hafi einvörðungu jurtafæði á boð- stólum og meðlætið á fermingarhlaðborðinu sé nokkuð „grænmetis- Matjurtabökur og volgur lax Dóra Svavarsdóttir segir að jurtafæði sé orðið algeng viðbót í mataræði fólks, þótt það borði kjöt og aðrar dýraafurðir. Magafylli er mikilvægur þáttur í fermingarhald- inu. Hlaðborð með heit- um og köldum réttum eru vinsæl, segja mat- reiðslumenn. Einnig má bjóða gestum léttan miðdegisverð þar sem grænmeti gegnir veiga- miklu hlutverki, efna til spænskrar og ítalskrar brauðveislu og klykkja síðan út með fáguðum súkkulaðisnittum. Z O P P I N I O R I G I N A L jewelswatchesaccessories w w w . z o p o i n i . c o m Firði - Miðbæ Hafnarfjarðar Sími: 565 4666

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.