Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 21
Hvítar og súkkulaðimakkarónur 460 g flórsykur 250 g möndlur (léttristaðar og malaðar í fínt duft) 200 g eggjahvítur Blandið saman flórsykri og möndlumjöli og þeytið eggjahvíturnar stíft. Blandið öllum eggjahvítunum saman við þurrefnin og blandið saman þar til blandan er þykk en við það að byrja að fljóta. Setjið í sprautupoka með sléttri tjullu og sprautið litlar kúlur u.þ.b. 3 cm í þvermál. Látið standa þar til skorpa myndast á makkarónuna og bakið við 210°C 5–7 mínútur. Þegar súkkulaðimakkarónur eru lagaðar bætist 40 g af góðu kakódufti við flórsykurinn og 30 g aukalega af eggjahvítum eru notuð. Makkarónurnar geymast best í kæli, þær eiga að hafa stökka skorpu og vera mjúkar í miðjunni. Hvít súkkulaðimousse með makkarónum og ávöxtum 275 g mjólk 1 vanillustöng (feit og stór) 8 g gelatín 350 g hvítt súkkulaði 375 g hálfþeyttur rjómi Bleytið gelatínið í miklu köldu vatni og skerið vanilluna þvert yfir og skafið í mjólkina. Sjóðið mjólkina og hellið henni í hakkað súkkulaðið í litlum skömmtum. Hrærið þess á milli með sleikju (ef blandan skilur er það ekki áhyggjuefni heldur er súkkulaðið að kalla á meiri vökva). Áferðin á að vera mjög teygjanleg og glansandi. Þegar blandan er fingurköld hellið henni í mjórri bunu í léttþeyttan rjómann (munið að léttþeytti rjóminn á að vera kaldur og HÁLFÞEYTTUR). Hellið blöndunni í skál og kælið í nokkra tíma, þegar hún er orðin köld sprautið henni ofan á öfuga makkarónuna og skreytið með ávöxtum t.d. hindberjum og rifsberjum. Sætur kexbotn 180 g smjör 115 g flórsykur 36 g möndlumjöl 60 g egg 5 g vanillusykur 5 g salt 300 g hveiti Blandið öllum hráefnum saman nema hveiti og hrærið vel. Öll hráefni eiga að vera við svipað hitastig. Blandið hveit- inu við þegar allt er vel blandaða saman og kælið. Fletjið deigið út þegar það er orðið kalt. Skerið í 3x3 cm, raðið á bökunarplötu (oft er betra að kæla eftir skurð þar sem auðveldara er að meðhöndla kalt deig). Bakið við 180°C þar til kökurnar eru orðnar gulbrúnar. Earl Grey súkkulaðiganache 375 g rjómi 300 g súkkulaði (Manjari frá Valrhona) 125 g smjör 40 g Earl Grey blátt (fæst í Te- og kaffi) Sjóðið rjómann og bætið Earl Grey í og látið standa í 3 mínútur (alls ekki lengur þar sem teið verður biturt). Sigtið teið frá og vigtið vökvann aftur, bætið rjóma í til að ná réttri þyngd aftur. Hellið í fjórum til fimm skömmtum í fínt hakkað súkkulaðið og hrærið með sleikju þess á milli (passið loftbólumyndun). Bætið smjöri við og hrærið í með sleikju (gott er að nota töfrasprota).Kremið er hægt að gera á tvo vegu, geyma í skál í 24 tíma og sprauta á kexið eða steypa í ramma u.þ.b. 1 cm að þykkt og skera eftir 24 tíma. Skreytið með rifnum eða sætum appelsínuberki þar sem appels- ínukeimur er af teinu. Hrár súkkulaðibotn með furuhnetum 125 g volgt smjör 140 g dökkt súkkulaði(yfir 60%) 100 g eggjarauður 150 g hrásykur 60 g hveiti 100 g léttristaðar furuhnetur Þeytið eggjarauður og sykur og bætið mjög mjúku smjörinu við. Hellið bræddu súkkulaðinu saman við í mjórri bunu undir stöðugri þeytingu, stoppið hrærivélina þegar blandan er orðin kremuð. Hrærið hveitinu og furuhnetunum saman við með sleikju. Smyrjið á bökunarpappír í lausbotnaformi ca. 1.5–2 cm á þykkt. Bakið við 210°C í tíu mínútur. Botninn á að vera hálfhrár þegar hann er tekinn úr ofninum. Kælið botninn áður en kreminu er smurt ofaná. Súkkulaðikrem 250 g mjólk 250 g rjómi 50 g sykur 60 g eggjarauður 370 g hakkað dökkt súkkulaði t.d. Manjari eða 70% súkkulaði 8 g gelatín Hitið mjólk, rjóma og sykur að suðu, bætið eggjarauðunum í og þeytið stöðugt. Takið af hita og bætið gelatíni við. Bætið súkkulaðinu í pottinn í 4–5 skömmtum, hrærið vel í hvert skipti. Kælið. Þegar kremið er kalt þeytið lítillega upp og smyrjið ofan á botnana, annaðhvort í skúffu eða lausbotna formi. Frystið og skerið í ferhyrnda bita ca. 3x3cm. Sigtið kakó yfir og skreytið með hnetum. Best er að borða þessa bita beint úr kæli. Einnig er möguleiki á að laga heila köku. Morgunblaðið/Kristinn Súkkulaðimakkarónur með hindberja-súkkulaðikremi 140 g rjómi 125 g maukuð hindber (frosin eða fersk, fjarlægið helst steinana) 20 g hunang 300 g súkkulaði (Manjari frá Valrhona) 70 g smjör Hitið rjóma, hindber og hunang og bætið fínt hökkuðu súkkulaðinu út í 3–4 skömmtum. Þeytið með písk þess á milli. Blandið smjöri í með sleikju og látið standa við stofuhita í nokkra tíma eða þar til blandan stífnar. Sprautið ofan á súkku- laðimakkarónu með stjörnutjullu, skreytið með ávöxtum t.d. hindberjum og rifsberjum og broti af harðri karamellu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.