Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 34
BIRKIR og Anna Björk Kristjánsbörn fermast saman 13. apríl í Neskirkju eða á pálmasunnudag. Þau eru tvíbur- ar, Birkir er fæddur átta mínútur í tólf á miðnætti 13. október og Anna átta mínútur yfir miðnætti 14. október 1989. Þau eru núna í Hagaskóla, en voru áður í Mela- skóla. Síðastliðið haust voru þau á vikufermingarnámskeiði og þar á meðal eina nótt á Úlfljótsvatni sem reyndar var skipt eftir kynjum. „Strákarnir fóru saman í ferð á Úlf- ljótsvatn og stelpurnar í aðra ferð,“ segir Birkir, „þar var t.d. farið í leiki og í kapellu, en einnig var fræðsla.“ „Í vetur eigum við að fara samtals í tíu messur,“ segir Anna, „auk þess vorum við í ljósamessu á aðventunni og tókum þátt í miðnæturmessu á aðfangadagskvöld, en þá bárum við kerti og kross.“ „Eftir hverja messu vinnum við verkefni sem tengist predikun dagsins,“ segir Birkir og að þau eigi að læra trúarjátninguna, Faðir vorið, boðorðin tíu og um alt- arisgönguna. „Fræðsla, leikir, upplifun, ferðalag og hjálparstarf“ eru einskonar einkunnarorð fermingarbarna í Neskirkju. Einnig tóku þau þátt í söfnunarátaki fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og sóttu fundi í NEDÓ sem er sameiginlegt unglingastarf fyrir sóknarbörn Neskirkju og Dómkirkju. Hagvön í kirkjunni Anna og Birkir eru hagvön í Neskirkju, því móðir þeirra Droplaug Guðnadóttir syngur í kórnum, Bjarni Páll bróðir þeirra fermdist þar í fyrra og auk þess sóttu þau þangað sunnudagskóla. Þau segja ágæta stemmningu vera í fermingar- hópnum, enda þekkjast krakkarnir ágætlega, eru flest- öll í sama skóla. Þau hafa lengst af búið í Vesturbænum eða frá 1994, áður bjuggu þau í Fossvoginum og þar áður í París þar sem Kristján Geirsson faðir þeirra var við nám í jarð- fræði. Hann er ættaður úr Reykjavík en Droplaug er frá Vopnafirði, þangað fara þau árlega á sumrin. Tónlist og íþróttir Þau leggja bæði stund á tón- listarnám og taka 4. stig á píanó í vor í tónskólanum Do Re Mi. Þau eru einnig í íþróttum. „Ég spila fótbolta,“ segir Anna, en hún varð Íslandsmeistari í 4. flokki A liða kvenna síðasta sumar. Birkir spilar handbolta með Gróttu og fótbolta á sumrin. Þau fara í íþróttaferð til Sví- þjóðar í sumar, og eftir það í sumarfrí á Vopnafjörð. Þau eru bæði í blaðaútburði á morgnana. Birkir ber út Morgunblaðið, og Anna ber út Fréttablaðið. Morgunblaðið/Kristinn Í upp- hafi var ferðalag Tvíburasystkin Anna og Birkir, á forsíðu þessa blaðs, fermast saman í Neskirkju í apríl. MELKORKA Arnórsdóttir er í 8. P í Smáraskóla í Kópavogi, hún fermist 17. apríl í Digraneskirkju. Digranessöfnuður var stofnaður í ágúst 1971. Fyrsta skóflustungan að Digraneskirkju var tekin 27. mars 1993 af dr. Sigurbirni Einarssyni biskupi og sr. Þorbergur Kristjánsson flutti ritningarorð og bæn. Sr. Gunnar Sigurjónsson og Magnús Björn Björnsson eru prestar kirkjunnar. Melkorka hefur m.a. búið sig undir ferminguna með því að læra bókina „Líf með Jesú“ og verkefnabókina „Litla messubókin“. Hún segir að allur bekkurinn hennar fermist klukkan tíu 17. apríl. Veislan hennar verður í sal í Faxafeni í Reykjavík, það verður matur á boðstólum á hlaðborði. Liturinn sem hún hefur valið í skreytingar í veislunni er vínrauður. „Ég ætla að fermast í íslenska þjóðbúningnum og vera í honum í veislunni líka,“ segir hún. „Ég ætla ekki að kosta miklu til hár- greiðslu heldur hafa hana einfalda og láta greiða mér heima,“ seg- ir hún. Melkorka segir að krakkarnir í bekknum tali stundum um ferm- inguna, t.d. hverju þau ætli að klæðast, hvað verði að snæða í veislunni og hvernig ávarp þau ætli að flytja. Einnig eitthvað um fermingargjafir. Hún hafi t.d. áhuga á að eignast myndavél og nýtt rúm. Melkorka er söngmanneskja og er í unglingakór Digraneskirkju. Hún hefur áhuga á skíðamennsku og hefur komist þrisvar á skíði á þessu ári. Í sumar ætlar hún að ferðast og passa börn. Fermist í íslenska þjóðbún- ingnum Melkorka ætlar ekki að kosta miklu til hár- greiðslu, heldur hafa hana einfalda og láta greiða sér heima. Morgunblaðið/Kristinn Melkorka með pabba sínum, Arnóri Gísla Ólafssyni, sem hefur tekið þátt í undirbúningi fermingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.