Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 38
ÁGÚSTA Pétursdóttir Snæland fermdist árið 1929 í Dómkirkjunni hjá sr. Friðriki Halldórssyni. Eftir athöfnina var boðið í kaffi og veitingar heima hjá henni á Túngötu 38. Foreldrar hennar voru Pétur Halldórsson bóksali, sem keypti bókaverslunina af Sigfúsi Eymundssyni og varð síðar borg- arstjóri, og Ólöf Björnsdóttir, dóttir Björns Jenssonar, en Jens var Sig- urðsson og bróðir Jóns Sigurðssonar forseta. Móðir Ágústu var alnafna ömmu sinnar Ólafar, konu Björns Gunnlaugssonar stærðfræðings. Íslandsmeistari í tennis Ágústa fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1915 á áttræðisafmæli langömmu sinnar, Ágústu Svendsen, og var ekta Reykjavíkurdóttir eins og segir í kvæðinu eftir Tómas Guðmundson skáld. Hún segir að skömmu eftir fermingu hafi hún látið klippa sig stutt eða drengjakoll eins og þá var í tísku. Sumrin á eftir hafi hún spilað tennis af kappi á Melavellinum og hún vann fyrstu Íslandskeppina í tennis árið 1931 í einliðaleik kvenna, tvíliðaleik kvenna og blönduðum. Hún end- urtók afrekið árið 1932. „Við vorum mikið í íþróttum á þessum árum og lögðumst einnig oft í ferðalög,“ segir hún, en meðal félaga var Egill Snorri Hrafn Snorrason, frændi hennar og bróðursonur áðurnefndrar Ágústu Svendsen sem varð fyrst kvenna til að hefja verslunarrekstur í Reykjavík. Ágústa Svendsen, langamma Ágústu Snæland, var fyrsta kaupkonan í Reykjavík, samkvæmt bestu heimildum. Hún rak verslun í Reykjavík frá árinu 1887. Ágústa hóf að versla í smáum stíl í þakherbergi við Banka- stræti en árið 1903 keypti hún Aðalstræti 12 og í því reisulega húsi, sem var kjallari og tvær hæðir, hafði hún verslun á fyrstu hæð en í rúmgóðri íbúð bjuggu dóttir hennar og maður hennar með sjö börn sín. Verslun Ágústu hét Refill og þar seldi hún efni í íslenska búninginn. Eldri konur hér í bæ muna vel eftir þessari verslun því hún var rekin allt fram undir 1950. „Aðalfermingargjöfin var reiðhjól sem foreldrar mínir gáfu mér,“ segir hún, „þá voru engir strætisvagnar, svo það kom að góðum notum. Við hjóluðum t.d. í Öskjuhlíðina og í sundlaugarnar í Laugardalnum.“ Hún fann að fermingin fólst í því að vera tekin í fullorðinna tölu. „Ég man að orð prestsins, „Legg þú á djúpið“, höfðu þau áhrif á mig að eitt- hvað óþekkt væri framundan.“ Hún á enn eina fermingargjöf sem hún fékk, það er emileruð næla með mynd af pálmatré, vatni og fjalli í fjarska. Ágústa telur sig hafa verið unga á mjög skemmtilegum tíma í Reykja- vík. „Unga fólkið þekktist allt, því allir voru í sama skóla, Miðbæjarskól- anum. Tómas Guðmundsson fangaði andrúmsloftið vel í ljóðum sínum. Þegar haustaði kom unga fólkið utan af landi aftur í bæinn og flæddi um lifandi Austurstrætið,“ segir hún. „Það er gott að eiga þessi unglingsár,“ segir hún, „maður fékk að vera eins og maður var, óáreittur.“ Hún segir að tímaskynið hafi verið annað, t.d. tók viku að komast til útlanda. Átján ára sigldi Ágústa ásamt fjórum öðrum ungmennum til Kaup- mannahafnar. Hún bjó þar í þrjú ár og lærði fyrst Íslendinga auglýs- ingateiknun í Kunstværkerskolen. Þegar hún kom aftur heim stofnaði hún teiknistofu í Aðalstræti 12 með Halldóri Péturssyni bróður sínum, en teiknihæfileikana höfðu þau úr móðurættinni að hennar mati. Hún vann m.a. keppni um merki Lands- virkjunar og Listahátíðar. Einnig urðu nokkrir munir sem hún hannaði þekktir, t.d. kríurnar úr fisk- beinum, sem Vigdís Finnbogadóttir gaf stundum eintök af á ferðum sín- um erlendis sem forseti. Skapandi konur Ágústa segir að kreatívar konur áður fyrr hafi oft- ast fengist við hannyrðir og teiknun. Langamma Ágústu sat gjarnan frammi í teikniherbergi Arndísar Björnsdóttur, móðursystur hennar, og saumaði. Móðursystur hennar, Sigríður og Arndís, tóku við rekstri búð- arinnar af langömmu Ágústu en Arndís var líka þekkt og vinsæl leikkona. Ágústa býr núna á Litlu-Grund í nánd við Túngötu 38, en þar bjó hún reyndar frá þriggja ára aldri til sjötugs. Hún bjó í húsinu með manni sín- um, Pétri V. Snæland. Hún hefur mikinn áhuga á andlegum fræðum og í uppáhaldi hjá henni er Njála eftir Björn Gunnlaugsson, frænda hennar. Áður en þetta stutta viðtal var tekið við hana hafði hún setið við að þýða kafla úr De Profundis eftir Oscar Wilde. Hún setur einnig stundum saman ljóð og nýlega birtist eitt eftir hana í bókinni Hönd í hönd sem Skálholts- útgáfan gaf út handa syrgjendum. Þá voru engir strætis- vagnar Ágústa Snæland fermd- ist árið 1929, en hún var ekta Reykjavíkur- dóttir. Hún fékk reiðhjól í fermingargjöf og á ennþá fallega nælu sem hún fékk einnig. Hún var fyrsta konan sem lauk námi í auglýs- ingateiknun. Fermingarmynd Ágústu 1929. Næla sem Ágústa fékk í fermingargjöf. Morgunblaðið/Kristinn Ágústa Snæland rifjar upp ferminguna 1929 en eftir hana var kaffi- boð heima hjá henni á Túngötu 38. Fróðleg fermingargjöf Öðruvísi fermingargjöf Lifandi vísindi komið í verslanir LÆKNAVÍSINDI • FORNLEIFAFRÆÐI • ERFÐAFRÆÐI • STJÖRNUFRÆÐI • LÍFFRÆÐI • SAGA • GEIMVÍSINDI BO BEDRE fylgir áskriftÍ Formi komið í verslanir HEILSA • SAMLÍF • SÁLFRÆÐI • HOLLUSTA • LÍKAMSRÆKT • SNYRTIVÖRUR • LÍFSGLEÐI ask@visindi.is Áskriftarsími 881 2060 ask@visindi.is Áskriftarsími 881 4060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.