Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA skóflustungan aðsjö hundruð manna nýrriíbúðabyggð í miðborgReykjavíkur var tekin ígær. Framkvæmdirnar munu, samkvæmt tölum Hagstof- unnar, leiða til rúmlega 30% íbúa- fjölgunar á svæði, sem afmarkast af Aðalstræti, Skólavörðustíg, Frakka- stíg og Skúlagötu. Forsvarsmenn verkefnisins, fyrirtæki sem rekið er undir heitinu 101 Skuggahverfi, vænta þess að byggingarnar muni stuðla að betri miðbæ, fjölbreyttara mannlífi, aukinni verslun og hvetja til fjárfestinga í nágrenninu. Undirbúningur fyrir fyrirhugaða íbúðabyggð hefur staðið samfellt yfir í þrjú ár, en fyrirtækið utan um verkefnið, 101 Skuggahverfi, var að forminu til stofnað fyrir um tveimur árum síðan. 101 Skuggahverfi er í helmingseigu Burðaráss hf., dóttur- félags Eimskipafélags Íslands hf., og að jafnstórum hluta í eigu Fast- eignafélagsins Stoða hf., sem er langstærsta fasteignafélag landsins eftir að Stoðir keyptu Þyrpingu hf. sl. vor. Stærstu eigendur Stoða, sem hefur með höndum byggingu, rekst- ur og umsjón fasteigna, eru Baugur hf. og Kaupþing hf. Óhætt er að fullyrða að verkefnið sé stærsta einstaka framkvæmdin í sögu miðborgarinnar, en alls verða reistar 250 íbúðir í átján byggingum með alls 35 þúsund fermetra grunn- flöt auk átta þúsund fermetra bíla- geymslu. Til samanburðar má geta þess að upphaflega Kringlan, sem tekin var í notkun árið 1987, var 30 þúsund fermetrar. Þessi nýja byggð á að rísa á reit, sem markast annars vegar af Skúlagötu í norðri, Lind- argötu í suðri, Frakkastíg í austri og byggingum við Klapparstíg í vestri. Þar með lokast Skúlagötumyndin endanlega. Fyrsta úthverfið Þó ótrúlegt megi nú virðast í aug- um nútímabarna er Skuggahverfið eitt af elstu úthverfum Reykjavíkur og byggðist fyrst í landi jarðarinnar Arnarhóls. Fyrsta býlið á þessum slóðum var reist um aldamótin 1800 og hét Skuggi, en af því dregur hverfið nafn sitt. Eftir 1850 jókst byggðin í Skuggahverfi jafnt og þétt og fyrsta raunverulega gatan, sem var lögð innan Skuggahverfis, var Klapparstígur árið 1877. Um og eftir aldamótin 1900 varð mikil breyting á Skuggahverfi. Í stað gömlu torfbæj- anna reis þar mikið timburhúsa- hverfi með stöku steinbæjum inni á milli. Til gamans má geta þess að einn þessara bæja stóð á því horni, sem nú afmarkast af Frakkastíg og Skúlagötu hét Byggðarendi sem innsta hús bæjarins. Um þetta leyti varð Skuggahverfi einnig smám saman eitt af helstu iðnaðarhverfum Reykjavíkur. Útgerðarfyrirtæki Thors Jensens, Kveldúlfur, lét reisa miklar byggingar báðum megin Vatnsstígs upp úr 1913. Byggingarn- ar voru flestar á reitnum, þar sem nú á að reisa 101 Skuggahverfi og þarna mátti líka m.a. finna sælgætisgerðir, gosdrykkjaverksmiðjur, smjörlíkis- gerð, kjötvinnslur, trésmiðjur, prentsmiðjur og kassagerð. Thor Jensen kallaði byggingar sínar Kveldúlfshöfða, en bæjarbúar töluðu gjarnan um Kveldúlfsstöðina. Gömlu Kveldúlfsbyggingarnar voru brotn- ar niður fyrir nokkrum áratugum. Á níunda áratugnum var sam- þykkt nýtt skipulag Skuggahverfis- ins sem einkenndist af breytingu úr iðnaðarhverfi í nútímalegt íbúða- hverfi. Nýja skipulagið má rekja til borgarstjóratíðar Davíðs Oddsson- ar, sem sá fyrir sér endurnýjun svæðisins með röð háhýsa, sem blas- að gætu við þegar komið væri inn til borgarinnar frá Viðeyjarsundi. Á upphaflega skipulaginu, var gert ráð fyrir hóteli á þeim reit, sem hér um ræðir og var þá í eigu Eimskipa- félags Íslands. Þrátt fyrir að hótelið hafi verið komið vel á veg í hönnun, var fallið frá þeim hugmyndum. Í framhaldinu var ákveðið að þarna skyldi rísa íbúðabyggð og hafa gömlu iðnaðarhverfin nú verið end- urskipulögð sem hágæðaíbúðasvæði að evrópskri fyrirmynd. „Í miðborgum Evrópu er mjög al- gengt að íbúðabyggð og menningar- stofnanir séu að taka við af gömlum pakkhúslóðum enda geta flestir ver- ið sammála um að iðnaðarstarfsemi eigi ekki heima í miðborgum – dýr- ustu svæðunum, sem borgir hafa yfir að ráða,“ segir Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóri 101 Skugga- hverfis. Þekktir arkitektar Dönsku arkitektarnir Schmidt, Hammer & Lassen, sem reka yfir 100 manna arkitektastofu í heima- landinu, eru meðal þekktustu arki- tekta í Danmörku og hafa tekið þátt í verkefnum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Auk þess að vera hönnuðir að mörgum þekktum byggingum heima fyrir, hafa verk þeirra teygt sig víð- ar. Skammt er t.d. síðan þeir urðu í öðru sæti um tillögur að byggingu nýs óperuhúss í bandarísku borginni Atlanta og nýlega var tillaga þeirra ein af fimm í lokaumferð samkeppni um nýjar höfuðstöðvar NATO. Sam- starfsaðilar þeirra hér á landi eru Hornsteinar ehf. og VSÓ-ráðgjöf hf. „Þetta eru fimm stjörnu arkitektar og mjög færir á sínu sviði. Með því að fá dönsku arkitektana til liðs við okkur, vildum við fyrst og fremst leitast við að brjóta upp það fyrir- komulag, sem hér hefur verið við lýði í byggingu fjölbýlishúsa til að freista þess að koma með eitthvað nýtt inn í fjölbýlishúsaflóruna, enda má segja að við séum að bjóða upp á fjölbýli í einbýlishúsaklassa. Þrátt fyrir fjöl- býli, koma íbúarnir til með að verða mjög út af fyrir sig,“ segir Einar. Gengið hefur verið til samstarfs við verktakafyrirtækið Eykt um uppsteypu fyrsta áfanga fram- kvæmdanna. Jafnframt hefur verið gengið frá samningi við Landsbanka Íslands um heildarfjármögnun fram- kvæmdanna, sem áætlaðar eru á sjötta milljarð króna. Gert er ráð fyrir að uppsteypa húsanna standi fram að næstu áramótum og verða þær 93 íbúðir, sem reistar verða í fyrsta byggingaráfanga, til afhend- ingar í júlílok á næsta ári. Allt að 200 manns munu hafa atvinnu af fram- kvæmdunum þegar mest verður. Sala íbúða hefst formlega í næsta mánuði. Sýningarsalur er á skrif- stofu félagsins í Kringlunni auk þess sem samið hefur verið við tvær fast- eignasölur um sölu á íbúðunum. Fyr- irtækið hefur komið sér upp mynd- arlegri heimasíðu, www.101skuggi.is þar sem á aðgengilegan hátt er hægt að gera sér grein fyrir útliti og innliti íbúðanna. Útsýni til allra átta Tólf íbúðagerðir verða í boði, allt frá 54 fermetrum og upp í um 200 fermetra og eru sumar íbúðanna með þakgarði, eins og tíðkast víða í miðborgum erlendis. Fjöldi her- bergja og innréttingar geta verið breytilegar og í boði eru innrétting- ar eftir óskum og þörfum hvers og eins. Íbúðir eru aðeins tvær á hverri hæð og er því engin þeirra með að- liggjandi veggi að nágrönnum, en hefur þess í stað þrjá útveggi og að- eins einn vegg aðliggjandi að sam- eign. „Húsaþyrpingin einkennist af þremur sextán hæða byggingum við Skúlagötuna, en til hliðar við þær standa átta og fjögurra hæða bygg- ingar, þar sem möguleiki á þakgörð- um myndast. Aðalaðkoman að bygg- ingunum verður í gegnum grænan inngarð með göngustígum þar sem gengið er inn í hverja byggingu fyrir sig frá miðsvæðinu. Eingöngu verð- ur um íbúðarhúsnæði í reitnum að ræða, en hvorki verður um atvinnu- starfsemi né sameiginleg salarkynni að ræða. Lokaðar bílageymslur eru undir húsunum. Ég vil leyfa mér að kalla þetta fjölbýlishús í einbýlis- húsaklassa. Það eru engin fjölbýlis- hús í þessum „standard“ á markaðn- um á miðbæjarsvæðinu í dag og hafa markaðskannanir, sem við höfum látið gera á undirbúningstímanum, leitt í ljós að eftirspurnin verði næg. Þrátt fyrir að hin eiginlega sala sé ekki formlega hafin, hafa nú þegar verið pantaðar 30 íbúðir af þeim 93, sem fyrirhugaðar eru í fyrsta áfanga. Segja má að eitt og annað marki þessum íbúðum sérstöðu og Með nýju íbúðabyggingunum mun Skúlagötumyndin endanlega lokast. Fyrstu íbúðirnar verða til afhendingar í júlí á næsta ári, en gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í árslok 2006. Birta og útsýni spilar stórt hlutverk í hönnun 101 Skuggahverfis, sem er 250 íbúða og 700 íbúa fjölbýlishúsahverfi, sem rísa á í mið- borg Reykjavíkur á næstu árum. Íbúðirnar, sem eru allt frá því að vera 54 fermetrar og upp í 200 fermetra, eru dýrari eftir því sem of- ar dregur. Í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur sagði Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis, að íbúðaverð lægi á bilinu frá 11 milljónum og upp í 50 milljónir á þessum glæsihíbýlum, sem danskir arkitektar hönnuðu fyrir íslenskar aðstæður. Glæsiíbúðir í Skuggahverfi Morgunblaðið/Jim Smart Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.