Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRÐUNGUR fram-haldsskólanema á Íslandihefur verið yfirheyrðuraf lögreglu vegna grunsum afbrot. Ef umferðar- lagabrot eru undanskilin hefur tæpur fimmtungur framhalds- skólanema verið yfirheyrður af lögreglu. Tilefni yfirheyrslu var oftast grunur um auðgunarbrot, því næst komu umferðarlagabrot, þá eignaspjöll, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot. Af þeim sem sættu yfirheyrslum játaði 59,1% brotið sem þeir voru grunaðir um. Helsta ástæða þess að fólk játaði brot sem það framdi voru skynjaðir sönnunarmöguleikar lögreglunnar. Tíu einstaklingar sögðust hafa ját- að á sig brot sem þeir hefðu ekki framið og sjö þeirra gáfu þá skýr- ingu að þeir hefðu verið að hylma yfir með öðrum. Þetta eru m.a. niðurstöður rann- sóknar þriggja sálfræðinema, und- ir heitinu Afbrotahegðun fram- haldsskólanema: Persónuleikaein- kenni og viðbrögð við yfir- heyrslum lögreglu. Rannsóknin var lokaverkefni þeirra Emils Ein- arssonar, Evu Bjarkar Valdimars- dóttur og Ólafs Arnar Bragasonar til BA-prófs í sálfræði við Háskóla Íslands. „Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hversu algengar yfir- heyrslur, játningar og falskar játningar væru hjá framhalds- skólanemum,“ sögðu Emil og Eva Björk þegar blaðamaður hitti þau, en Ólafur Örn var fjarstaddur vegna náms í Bretlandi. „Við skoð- uðum líka viðbrögð við yfir- heyrslum og tengsl þeirra við af- brotahegðun og persónuleika- einkenni.“ Flestir játa umferðarlagabrot Úrtakið í rannsókninni var 1.080 nemendur í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akur- eyri. Þátttakendur voru á aldr- inum 16–25 ára og voru piltar 43% en stúlkur 57%. Af þeim sem sögð- ust hafa farið í yfirheyrslu hjá lög- reglu sögðust 59,1%, eða 152, hafa játað það brot sem þeir voru yf- irheyrðir fyrir. Hins vegar sögðust 33%, eða 88 þeirra sem höfðu ver- ið yfirheyrðir, ekki hafa framið það brot sem þeir voru yfirheyrðir fyrir. Hæsta játningarhlutfallið var hjá þeim sem voru grunaðir um umferðarlagabrot, en af þeim sögðust 78,3% hafa játað á sig brotið. Þar á eftir komu auðg- unarbrot, en þar sögðust 60,7% hafa játað á sig brotið. Af þeim sem grunaðir voru um ofbeldis- brot sögðust 50% hafa játað og 40% þeirra sem grunaðir voru um eignaspjöll. Lægsta játningarhlut- fallið var hjá þeim sem grunaðir voru um fíkniefnabrot, en af þeim sögðust 28,6% hafa játað á sig brotið. Af þeim sem sögðust hafa fram- ið það brot sem þeir voru yfir- heyrðir fyrir játuðu 80,8%, eða 143, á sig brotið. Flestir þeirra sem voru yfirheyrðir fyrir auðg- unarbrot og frömdu það játuðu á sig brotið, eða í 86,3% tilvika. Þar á eftir komu þeir sem frömdu um- ferðarlagabrot, þeir játuðu í 83,9% tilvika. Þeir sem frömdu ofbeld- isbrot játuðu í 75% tilvika og 66,7% þeirra sem frömdu fíkni- efnabrot. Lægsta játningarhlut- fallið var hjá þeim sem frömdu eignaspjöll, en af þeim játuðu 65,4% á sig brotið. Fáir yfirheyrðir vegna fíkniefnamála „Það kom á óvart hve margir höfðu verið yfirheyrðir af lög- reglu, eða um fjórðungur þeirra sem þátt tóku í rannsókninni,“ segja Emil og Eva Björk. „Oft var um smávægileg brot að ræða. Fyrir rannsóknina höfðum við gert okkur í hugarlund að umferð- arlagabrot væru algengasti brota- flokkur framhaldsskólanema, en yfirheyrslur vegna auðgunarbrota, umferðarlagabrota og eignaspjalla reyndust nánast jafn algengar. Hver þessara brotaflokka kom við sögu í um 30% tilvika. Þá voru mál vegna fíkniefna miklu sjaldgæfari en ætla mætti miðað við þá um- ræðu sem er um þau. Í 8,8% til- vika voru yfirheyrslurnar vegna gruns um fíkniefnabrot.“ Helsta ástæða þess að fólk ját- aði á sig afbrot sem það hafði framið voru skynjaðir sönnunar- möguleikar lögreglu. Margir gáfu upp þá ástæðu að þeir hefðu viljað losna sem fyrst af lögreglustöðinni og um fjórðungur hópsins vildi létta af samvisku sinni. Sumir gáfu upp fleiri en eina ástæðu fyr- ir játningu. Hér á landi hefur verið gerð rannsókn á fölskum játningum fanga, en þetta er í fyrsta sinn sem könnun er gerð meðal al- mennings, utan fangelsa. Fram- haldsskólarnir urðu fyrir valinu, þar sem auðvelt var að leggja spurningalista fyrir fjölda manns þar í einu. „Af þeim sem fóru í yfirheyrslu hjá lögreglu sögðust tíu manns, eða 3,8%, hafa játað á sig brot sem þeir höfðu ekki framið. Algengasta skýringin sem þeir gáfu var að þeir hefðu verið að hylma yfir með öðrum, en því svöruðu sjö af þess- um tíu. Þetta hlutfall þótti okkur nokkuð hátt, við bjuggumst við að 2–3 hefðu gert falska játningu. Niðurstöðurnar benda þó til að falskar játningar séu mun sjald- gæfari hjá framhaldsskólanemum VIRK VÍSINDI Ragnhildur Sverrisdóttir rsv@mbl.is Játa á sig sök til að hylma yfir með öðrum FRÆÐIMENNIRNIR „Verkefnið var viða- mikil rannsókn sem út- heimti bæði mikinn und- irbúning og mikla gagnasöfnun af hálfu nemenda auk þess sem bæði úrvinnsla og rit- gerðarsmíð var mjög tímafrek. Frammistaða og samstarf nemend- anna þriggja var að öllu leyti með ágætum og skilaði sér í góðri rann- sóknarskýrslu. Fyrir ut- an ritgerðina hafa nú þegar verið sendar til útgáfu tvær vís- indagreinar í erlend rit- rýnd vísindarit, en það eru greinarnar: Confessions and denials and the relationship with personality: Data on students in further education og Com- pliance and personality: The vulnerability of the unstable introvert,“ seg- ir dr. Jón Friðrik Sig- urðsson. „Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og rann- sóknin um margt mjög merkileg. Þetta er fyrsta rannsókn sem vit- að er um að hafi verið gerð á fölskum játn- ingum á meðal almenn- ings og gefur því nýja sýn á tíðni falskra játn- inga. Þá er þetta einnig í fyrsta sinn sem gerð er samanburðarrannsókn á þeim hópum manna sem eru yfirheyrðir hjá lög- reglu en það eru: þeir sem játa það sem þeir hafa gert, þeir sem játa það sem þeir hafa ekki gert, þeir sem neita því sem þeir hafa ekki gert og þeir sem neita því sem þeir hafa gert. Samstarfsmaður okk- ar í þessu viðamikla rannsóknarverkefni er prófessor Gísli H. Guð- jónsson réttarsálfræð- ingur við Háskólann í London, sem er löngu þekktur fyrir rannsókir sínar á ástæðum þess að menn játa afbrot við yf- irheyrslu hjá lögreglu og fölskum játningum.“ LEIÐBEINANDINN Dr. Jón Friðrik Sigurðsson Rannsóknin um margt mjög merkileg Dr. Jón Friðrik Sigurðsson NAFN: Emil Einarsson, f. 1976 FORELDRAR: Kristín Braga- dóttir starfs- maður Flug- fraktar, Einar Helgason ör- yrki MAKI: Sigríður Ólöf Sigurð- ardóttir, garðyrkjufræðingur. MENNTUN: Grunnskólapróf frá Austurbæjarskóla, stúdents- próf frá Kvennaskólanum 1996, BA-próf í sálfræði frá Há- skóla Íslands vorið 2002. Emil vinnur nú að rannsóknum á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. NAFN: Eva Björk Valdimarsdóttir, f. 1978 FORELDRAR: Soffía Pálmadótt- ir, nemi við Há- skólann á Ak- ureyri, Valdimar Sigurgeirsson, bóndi. MAKI: Ólafur Magnússon, sérfræð- ingur á Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur. MENNTUN: Grunnskólapróf frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1998, BA-próf í sál- fræði frá Háskóla Íslands vorið 2002. Eva Björk er nú for- stöðumaður skóladagvistunar í Öskjuhlíðarskóla. NAFN: Ólafur Örn Bragason, f. 1978 FORELDRAR: Árdís Ólafs- dóttir, ljós- móðir og lektor í ljósmóð- urfræði við HÍ, Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barna- verndarstofu Íslands MENNTUN: Grunnskólapróf frá Langholtsskóla, stúdentspróf af félagsfræðibraut frá Menntaskólanum við Sund 1998, BA-próf í sálfræði frá Há- skóla Íslands vorið 2002. Ólafur Örn er í MSc námi í rétt- arsálfræði við Háskólann í Surrey, Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.