Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 7
en þeir eru vanir – er svo annað mál. Stjórn Megawati Sukarnoputri í Indónesíu er eins og lýðræðisleg og búast má við í landi þar sem ofsa- trúarmenn – einnig innan hersins – sækjast eftir völdum og spilling hef- ur verið viðloðandi lengi. Prýðileg samvinna áströlsku og indónesísku lögreglunnar hefur tek- ist í rannsókn sprengjuárásanna á Balí og náðst hefur góður árangur. Slíka samvinnu þyrfti að auka en ekki stefna í hættu með stríði sem túlka má sem árás á múslima. Nú er komið upp vandræðamál fyrir alríkisstjórnina og yfirmenn hersins. Þegar HMAS Kanimbla hafði siglt í nokkra daga var tekið að bólusetja liðið með bóluefni gegn miltisbrandi. Neituðu ellefu her- menn að láta bólusetja sig af ótta við aukaáhrif svo sem ófrjósemi og aðr- ar aukaverkanir. Voru þeir þegar í stað sendir heim. Hins vegar hafa breskir hermenn, sem þúsundum saman hafa neitað slíkri bólusetningu, fengið að halda áfram ferðum sínum áleiðis í Flóa- bardaga. Enn er ekki séð fyrir endann á þessu fjaðrafoki. Naktar konur … Friðarsinnar stóðu friðsamlegan mótmælavörð meðan kveðjuathöfnin við höfnina fór fram og héldu á spjöldum sem á stóð NO WAR. Þeirra skoðun er sú að forsætis- ráðherra sé eins konar aðstoðarlög- regluforingi fyrir Bandaríkin. Hinn 8. febrúar tóku 750 konur í Byron Bay, NSW, sig saman um að mótmæla væntanlegu stríði með því að fækka fötum og mynda mótmæla- orðin NO WAR með líkömum sínum. Kalla þær sig: „Women in the bush against Bush.“ Hið merkilega við friðarsinna nú er að þeir koma úr öllum stéttum og brjóta öll flokksbönd. Kennarar, verkafólk, læknar, biskupar, prestar o.s.frv. Þingmenn hafa aldrei fyrr fengið slíkan fjölda mótmæla og áskorana gegn stríðinu í Írak með netpósti, sniglapósti og samtölum, auk þess sem lesendabréf dagblaðanna eru yfirgnæfandi á móti þátttöku Ástrala án SÞ. Mörgum þykir hroki stjórnmála- manna ekki minni en íþróttamann- anna – kemur þetta meðal annars fram í því að þeir svara sjaldnast spurningum fréttamanna heldur spinna sinn lopa eins og þeim þókn- ast æ ofan í æ. Er þetta orðið frægt í ýmsum skemmtilega háðslegum skrifum eins og t.d. hjá Patrick Cook sem skrifar reglulega fyrir tímaritið The Bulletin, eitt virtasta stjórn- málatímarit hér í álfu og stuttum gamanþætti John Clark í lok frétta- skýringaþáttar stöðvar ABC á fimmtudagskvöldum. Ísskápssegull Í sífellu er alið á ótta við hryðju- verkamenn. Nýjasta fyrirbærið er það að alríkisstjórnin hefur sent hverri fjölskyldu landsins segul til að setja á ísskápinn með upplýsingum um hvernig bregðast skuli við hryðjuverkamönnum og grun- samlegu athæfi auk bæklings í sama dúr. Patrick Cook bætir við var- úðarreglurnar í the Bullettin hinn 11. febrúar. Hann segir: „Verið í hreinum nærfötum þegar þið farið að heiman. Byrjið strax að rækta eigið græn- meti. Berið ævinlega með ykkur snær- isspotta. Það er afar gagnlegt, þ.e.a.s. snærið.“ Hinn frægi skopteiknari Leunig tekur líka segul og viðvaranir alrík- isstjórnarinnar fyrir í einstaklega háðulegum teiknimyndum í helg- arblaði SMH (Sydney Morning Her- ald) 8.–9. febrúar sl. Fyrstu myndirnar segja frá því hvernig meðhöndla skuli segulinn: „1. Haldið seglinum milli þum- alfingurs og vísifingurs. 2. Haldið seglinum í 5 mm fjar- lægð frá ísskápshurðinni. 3. Sleppið takinu á seglinum.“ Það borgar sig ekki að gera lítið úr alþýðu manna. Margir endursenda pakkann óopnaðan. Þessi segulsaga á sennilega eftir að lifa sterkar í huga fólks en stríðs- bröltið. Hvenær fá Ástralar nýjan forsætisráðherra? John Howard, forsætisráðherra alríkisstjórnar Ástralíu, verður 64 ára í júlí næstkomandi. Þá hefur hann sagst myndi gera upp hug sinn og tilkynna þjóðinni hvenær hann dragi sig í hlé. Nú er hins vegar kom- ið annað hljóð í strokkinn. Ráðherra segist ekki munu hlaupa frá ábyrgð sinni varðandi Írak; hann vilji koma því máli til lykta áður en hann hætti. Tvennt annað veldur því að John Howard vill sitja – a.m.k. til ársloka. Í nóv.–des. 2003 verður afhjúpað A$ 6,4 milljóna minnismerki í London um eitt hundrað þúsund ástralska hermenn sem féllu í heimsstyrjöld- unum tveimur. Að öllu forfallalausu verður það John Howard sem vinnur það verk. Honum er málið skylt. Faðir hans og afi börðust báðir í þessum styrjöldum og féllu frá með- an JH var ungur að árum. Um miðjan október þinga leiðtog- ar APEC í Bangkok, Taílandi. Þar mætir forseti Bandaríkjanna, G.W. Bush. Vonir standa til að Bush sjái sér fært að koma í opinbera heim- sókn til Ástralíu við það tækifæri. Gestgjafinn verður að öllum lík- indum John Howard. Hinn framagjarni fjármálaráð- herra alríkisstjórnarinnar, Peter Costello, verður því að bíða enn um sinn og gerist nú biðin býsna löng. Og hver veit hvernig næstu kosn- ingar kunna að fara. aflanna Höfundur er rithöfundur búsettur í Ástralíu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 7 Skopteikning sem sýnir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Á neðri myndinni er teikning af þeim John Howard, Tony Blair og Bush sem nútíma William Tell. Þegar þingið kom loksins saman, samþykkti öldungadeildin vantraust á forsætisráðherra vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnar hans með öllum atkvæðum verkam.fl., demó- krata, græningja og óháðra. 34 at- kvæði á móti 31 atkvæði stjórn- arflokkanna. Skoðanakannanir sýna gífurlega andstöðu almennings við þátttöku Ástrala í stríði við Írak einkum og sér í lagi án þátttöku Sameinuðu þjóðanna. Aðeins 6% þjóðarinnar styðja slíkt árásarstríð. Forsætisráðherra er óvanur því að hafa almenningsálitið á móti sér og hefur beitt sér óspart í fjölmiðlum til að réttlæta málstað sinn. Þá hefur sendiherra Bandaríkj- anna móðgast vegna ýmissa ummæla Simon Creans og látið til sín heyra. Talið ummælin bera vott um óvináttu í garð stórveldisins. Viðbrögðin hafa verið þau að sendiherrann sé að skipta sér af innríkismálum Ástralíu og það samræmist ekki stöðu hans. Vert er að minna á að Írak kaupir mikið magn af hveiti frá Ástralíu ár- lega. Sambandi við önnur Asíulönd stefnt í hættu Herskip, vopn og herlið Ástrala, um 2.000 manns, samsvarar aðeins 1% af hernaðarbákni USA svo það er hinn móralski stuðningur sem skiptir Bandaríkjamenn mestu. Ástralar vilja ekki styggja stórveldið og geta með betri samvisku kallað á hjálp frá stóra bróður ef þeir þurfa á að halda. Af öllum þeim sem blaðamaður hefur spurt var aðeins einn aðili fylgjandi stríði. Var það þreytulegur bóndi sem sagðist geta séð fyrir sér árás Indónesa og að hersveitir þeirra myndu ganga eftir aðalgötunni í Nar- rabri. Þá þurfum við að biðja Banda- ríkin um hjálp, sagði þessi þreytti bóndi. Hvort Indónesar hafa minnsta áhuga á að lifa lífinu í Ástralíu – í allt öðru lofslagi og við allt önnur skilyrði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.