Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 9 verksmiðjuna með því að sýna okk- ur myndband frá málningarverk- smiðjunni, en af öryggisástæðum er hún ekki opin gestum. Þar eru í notkun ýmis efni sem gefa frá sér eitraðar gufur og stór hluti máln- ingar og herðingar á lakki bílsins er unninn af sjálfvirkum færiböndum eða af vélmennum. Áður en hópnum var boðið niður í aðalsal Liberty-samsetningarverk- smiðjunnar þurftu allir að setja á sig öryggisgleraugu og úlnliðsband úr teygjuefni yfir armbandsúr til að bílarnir rispuðust ekki ef við kæm- um nærri þeim. Niðri biðu tveir raf- magnsbílar sem Gloria og sam- starfsmaður hennar Rick óku okkur í um svæðið innandyra. Víða voru stansskilti og Gloria sagði okkur að ef þau fylgdu ekki umferðarreglum innan verksmiðjunnar og stoppuðu ekki misstu þau akstursleyfi um verksmiðjuna tímabundið, en auk starfsmanna sem eru á ferð um verksmiðjuna má rekast þar bæði á mannaða lyftara og ómannaða, en þeir síðarnefndu eru tölvustýrðir. Við vorum búin myndavélum og höfðum leyfi Chucks til að taka myndir í verksmiðjunni en hann hafði hlæjandi sagt okkur frá að slíkt leyfi væri nýlunda, því meðan þeir voru að framleiða og þróa Lib- erty-jeppann límdu þeir svart plast fyrir alla glugga verksmiðjunnar í tvö ár og fóru aldrei með prufubíl- ana út nema yfir þeim væri ábreiða. Var það gert vegna njósna frá sam- keppnisaðilunum sem settu upp myndavélar í trjánum vestan við verksmiðjuna. Í dag fá hins vegar aðilar frá samkeppnisfyrirtækjum aðgang að ýmissi tækniþekkingu því Chuck segir að bílaframleiðend- ur verði að veita hver öðrum að- gang að ákveðnum þáttum fram- leiðslunnar. Verksmiðjan er afar nýtískuleg með ótal færiböndum sem færa bílapartana áfram, gólfhlutum sem færast til og hækka og lækka eftir því við hvaða hluta bílsins er verið að vinna, lyftiörmum til að setja mælaborð í bílana sem eina heild og ýmsum öðrum tækjum sem létta vinnuna. Starfsmenn eru fjögur þúsund og tvö hundruð og Jeep- verksmiðjurnar hafa alltaf verið annar stærsti atvinnuveitandi í To- ledo, næstir á eftir heilbrigðiskerfi borgarinnar. Allir starfsmenn eru aðilar að verkalýðsfélaginu United Auto Workers og innan verksmiðj- unnar er fólk afar stolt af starfi sínu. Það vakti athygli íslensku gestanna hversu áreynslulaust þeir leystu störf sín af hendi þótt þeir væru að vinna undir ákveðinni pressu. Árslaun þeirra sem vinna við samsetninguna eru um 6 millj- ónir íslenskra króna og Gloria sagði að ekki væri óalgengt að þrjár og allt upp í fjórar kynslóðir sömu fjöl- skyldu hefðu unnið hjá fyrirtækinu. Sjálf væri hún þriðja kynslóð því afi hennar vann á trésmíðaverkstæði gömlu verksmiðjanna. Við samsetningu Liberty-jepp- anna er unnið á tveimur átta tíma vöktum á dag. Hver og einn starfs- maður hefur þekkingu á tólf mis- munandi störfum við samsetn- inguna og á tveggja tíma fresti skipta starfsmenn um stöðu og starf. Er það gert til að draga úr starfsleiða og einhæfni. Með jöfnu millibili meðfram samsetningarlín- unni eru afmörkuð svæði með borð- um og stólum þar sem starfsmenn geta sest niður í kaffi- og matar- hléum, borðað nestið sitt þar eða í matsal verksmiðjunnar, og rætt saman um ýmislegt sem lýtur að starfinu. TJ Wrangler Sú útfærsla af gamla Willy’s jeppanum sem nú er framleidd kall- ast TJ Wrangler og eru þeir jeppar settir saman í elsta hluta verk- smiðjunnar. Gloria benti gestunum strax á muninn sem finna mátti á loftræstingunni. Í Wrangler-hluta verksmiðjunn- ar er mun heitara en í nýrri Lib- erty-hlutanum þar sem loftinu er haldið í 78° á Farenheit alla daga ársins. Samsetningu á Wrangler jeppunum er algjör færibandavinna ef svo má að orði komast, því þar skipta starfsmenn ekki um stöðu, heldur standa við sama verkið dag eftir dag og setja saman 320 jeppa daglega á 8 tíma vöktum. Hinni eiginlegu skoðunarferð um verksmiðjurnar lauk í reynsluakst- ursdeildinni og Guðjóni var boðið að fara reynslurúnt í einum TJ Wrangler-jeppanum. Eftir ferðina hafði hann á orði að þótt þeir byggju til ójöfnur á brautinni og létu vatn dynja á rúðum og hurðum, væri það ekkert hvorki á móti hol- óttum vegum á Íslandi né láréttri rigningu og roki. Jeep og aftur Jeep Innan verksmiðjunnar er lítil minjagripaverslun sem starfsmenn- irnir reka. Þeir sjá sjálfir um að kaupa inn vörur sem áletraðar eru Jeep og selja svo gestum og við- skiptavinum fyrirtækisins. Fyrir jól ár hvert gefa þeir ágóðann til góð- gerðarmála. Þar drógu allir upp budduna og styrktu gott málefni með því að kaupa boli og fleira merkt Jeep. Utan við dyr verslun- arinnar gat að líta peningaskápinn sem öll laun samsetningarmanna Willy’s jeppana voru greidd úr áður en ávísanir og beinar millifærslur inn á reikninga starfsmanna komu til sögunnar. Heimsókninni í samsetningar- verksmiðju lauk síðan framan við hana við sex metra langt og rúm- lega tveggja metra hátt Jeep- merki, en fyrir framan það er TJ Wrangler-jeppi og Cherokee-jeppi málaðir af starfsmönnum fyrirtæk- isins í fánalitum Bandaríkjanna. Þar voru teknar myndir af hópnum til að eiga til minningar um ein- staklega vel heppnaða og ánægju- lega heimsókn til Jeep. Höfundur er framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu. www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.