Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGARskammdeg-ið er í há-marki hér áÍslandi og veðurguðirnir virðast vera að refsa okkur Ís- lendingum fyrir eitt- hvað sem við vitum ekki hvað er nota margir tækifærið og taka sér frí frá litlu köldu eyjunni í Norð- ur-Atlantshafi. Skammdegið er ekki þeirra uppáhald og stefnan er tekin suður á bóginn, líkt og far- fuglarnir. Sumir fara ár eftir ár til fyrir- heitna landsins, sem er kölluð eyja hins ei- lífa vors. Kanaríeyjar eru fyr- ir löngu orðnar þekkt- ar meðal Íslendinga sem vin í eyðimörk vetrarins. Á hverjum vetri fara um tíu þús- und Íslendingar til Kanaríeyja. Núna fer helmingurinn með Heimsferðum og hinn helmingurinn með Úr- vali-Útsýn og Plús- ferðum en ýmsar ferðaskrifstofur hafa séð um að flytja land- ann þangað síðastliðna áratugi. Sumir dvelja í eina til tvær vikur en margir dvelja í allt að tvo til þrjá mánuði. Fyrsta ferðin er farin í lok október og sú síð- asta í lok apríl. „Kjarni þeirra sem fara til Kanaríeyja með okkur lítur á þetta eins og að fara í sumarhúsið sitt. Þetta fólk vill gjarna vera á sama gististað og helst í sama húsi og árið áður,“ segir Andri Már Ingólfs- son, forstjóri Heimsferða. Miðað við fyrrnefndan fjölda ferðamanna má ætla að hátt í þúsund Íslendingar séu á Kanaríeyjum á hverjum tíma. Íslenskar ferðaskrif- stofur bjóða upp á ferðir til Gran Canaria og eru flestir gististaðirnir á Ensku ströndinni (Playa del Inglés). Það er því ekki óalgengt að heyra ís- lensku talaða á götum úti á þessum slóðum, en sækist maður sérstaklega eftir félagsskap Íslendinga á maður í nokkur hús að venda. Íslendinga- samfélagið á Kanarí er mikið og merkilegt – maður getur til dæmis farið út að borða á íslenskum veit- ingastað og keypt sér heimilis- og raftæki þar sem öll þjónusta er á ís- lensku. Klörubar Innan um blikkandi ljósaskiltin, spilasalina og sölumennina í Yumbo Center, stærstu verslunarmiðstöð- inni á svæðinu, leynist veitingastað- ur sem heitir Cosmos. Staðurinn er í daglegu tali kallaður Klörubar og á honum halda Íslendingarnir sig. Í gegnum skarkalann heyrast mjúkir harmonikkutónar og ég renn á hljóð- ið. Undir vegg situr Örvar Kristjáns- son harmonikkuleikari og spilar á þetta fallega hljóðfæri sem minnir á Ísland. Þjónarnir eru í óða önn að bera fram girnilega fisk- og kjötrétti og gestirnir njóta matarins eftir sól- böð dagsins. Ég spyr eftir eigand- anum – Klöru – og hún birtist í hvítri blússu, sólbrún og hressileg. „Yfir háveturinn eru Íslendingar helstu viðskiptavinir okkar. Ég myndi segja að þeir væru iðulega svona 70–80% af salnum,“ segir Klara Baldursdóttir sem á og rekur staðinn ásamt eiginmanni sínum, Katalóníumanninum Francisco Cas- ade. Hún heldur áfram: „Hér á Ensku ströndinni á hver þjóð sinn samastað og við höfum í gegnum ár- in orðið að nokkurs konar félagsmið- stöð fyrir Íslendinga. Hér gerist leikritið „Á sama tíma að ári“ á hverju kvöldi!“ segir hún og hlær. Örvar hefur tekið sér hlé frá nikk- unni og nú hljómar „Sveitapiltsins draumur“ með Hljómum í hljóðkerf- inu. Ég spyr Klöru hvort hún bjóði ávallt upp á eitthvað íslenskt á mat- seðlinum. „Á jólum og öðrum hátíðisdögum býð ég upp á viðeigandi hátíðarmat sem ég fæ sendan að heiman. Á jól- unum er hangikjöt og á sprengidag eru saltkjöt og baunir. Á morgun er dansleikur hjá okkur og þá verður boðið upp á hamborgarhrygg með brúnuðum kartöflum og öðru til- heyrandi. Ég býð hins vegar upp á íslenskan fisk allt árið. Nú svo spilar Örvar hér sex kvöld vikunnar. Hann er eins og farfuglarnir, hann kemur með fyrsta flugi á haustin og fer með því síðasta á vorin,“ segir Klara. Hún upplýsir mig einnig um að á barnum sé hægt að fá íslenskt brennivín og stundum séu haldin bingókvöld eða félagsvist í samvinnu við ferðaskrifstofurnar sem bjóða upp á sérstakar ferðir fyrir eldri borgara. „Svo erum við eins og hvert annað þorp á Íslandi. Við seljum Morgunblaðið, það kemur hingað tvisvar í viku og menn bíða iðulega spenntir eftir því.“ Klara hefur rekið Cosmos í þrjátíu ár en áður bjó hún á Spáni þar sem hún rak veitingastað á Costa Brava. Hún er margreynd í bransanum og segir Íslendinga vel liðna í viðskipt- um á eyjunni. Hjá henni starfar fjöl- þjóðlegt þjónustulið og eru nokkrir Íslendingar þar á meðal. Fyrir utan íslensku farfuglana hafa um þrjátíu Íslendingar fasta búsetu á Cran Canaria. Margir þeirra eru þekktir meðal íslensku ferðamannanna sem koma ár eftir ár. Ella hárgreiðslukona, Andrea fótaaðgerðafræðingur og Harry í Photo Harry eru þar á meðal. Sá síð- astnefndi er þó ekki Íslendingur heldur Indverji. Photo Harry Það má segja að það séu tvær fé- lagsmiðstöðvar fyrir Íslendinga á Kanarí; Klörubar og búðirnar hans Harry. Harry er Indverji frá Bombay sem flutti til Kanaríeyja fyrir rúmum tuttugu árum. Hann opnaði litla búð þar sem hann seldi raftæki og ferðamannavörur og framkallaði filmur. Hann hefur sér- hæft sig í viðskiptum við Íslendinga og hefur náð furðulega góðum tökum á íslensku máli. „Þegar ég var að opna búðina mína um 1982 voru Íslendingar á hótelum hér allt í kring. Þeir komu oft og versluðu við mig og upp frá því fór ég að pikka upp tungumálið. Skil- urðu?“ segir Harry á ótrúlega góðri íslensku. Hann hefur aldrei komið til Íslands en stefnir að því að heim- sækja land og þjóð sem fyrst. „Síðan hef ég eignast mjög marga góða íslenska vini sem koma aftur og aftur til mín og versla við mig,“ segir Lítið Ísland á „Enskri strönd“ Íslendingasamfélagið á Kanaríeyjum er með líf- legra móti enda fara þangað árlega tíu þúsund ís- lenskir ferðamenn. Ragna Sara Jónsdóttir kynnt- ist lífinu á Klörubar og Íslandsvininum Harry, sem talar frábæra íslensku þótt hann hafi aldrei komið til Íslands. Klara Baldursdóttir hefur rekið veitingastaðinn Cosmos, sem í daglegu tali er þó ekki kallaður annað en Klörubar, í 30 ár. Hún segir að yfir háveturinn séu Íslendingar milli 70 og 80% gesta. Búðin hans Harry er þakin hlutum sem minna á Ís- land. Á einum veggnum hanga munir sem eru til sölu og íslensk heiti standa við: Néfhársklippur, labbamælir, hitamælir, nasaklippur. Einn veggur í búð Harrys er þakinn myndum af íslenskum vinum. „Þetta er Kalli Ara og hér eru Stína og Jói,“ segir Harry og bendir á fólkið á myndunum. Annar veggur er þakinn nafnspjöldum íslenskra vina sem fá jólakort frá Harry um hver jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.