Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 13 GÍSLI Stefánsson múrari, sem rekur Byggð- arholt á Eskifirði, er ásamt starfsmönnum sín- um að steypa upp vöruhús BYKO á Reyðarfirði. Þegar því verki lýkur tekur við bygging 210 m2 heilsugæslustöðvar á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka stöðina um 200 m2. „Ég er búinn að bæta við sex starfsmönnum og er með tíu menn í vinnu í dag,“ sagði Gísli. „Það horfir ágætlega með verkefni út þetta ár. Síðan er hugmyndin að fara að byggja hér íbúðir – eins og svo margir að sunnan og norðan ætla einnig að gera.“ En tekur það ekki atvinnu frá heimamönn- um? „Þótt við legðumst allir á eitt, þá dygði það ekki til að anna verkefnunum,“ sagði Gísli. Hann segir að heilmiklar framkvæmdir hafi verið á Eskifirði undanfarið og nú séu verkefni að aukast á Reyðarfirði. Hann sagðist telja að framkvæmdir mundu aukast á öllu svæðinu. „Ég tel að aukin byggð muni dreifast á svæð- ið, bæði Norðfjörð, Hérað, Eskifjörð, Reyðar- fjörð og eins Fáskrúðsfjörð eftir að göngin verða komin þangað. Ég hef ekki þurft að kvarta yfir verkefnaskorti. Það hefur raunar verið atvinnuleysi á Eskifirði upp á síðkastið, en vonandi fer það að breytast. Mér finnst fólk miklu bjartsýnna á framtíðina nú en það var.“ Enginn verkefnaskortur Gísli Stefánsson múrari. JÓN Arnar Beck var að vinna á skurðgröfu við lóð væntanlegs álvers Alcoa í Reyðarfirði. Þar átti að reisa upplýsingaskilti sem útskýrði á ís- lensku og ensku fyrirhugaðar framkvæmdir og álver. Aðspurður um afstöðu til álversins sagði Jón Arnar: „Mér finnst þetta mjög gott framtak fyrir Austfirðinga. Við erum búin að bíða lengi eftir þessu. Þetta hefur þegar fært fjör í atvinnu- lífið, búið að gera veg sem lengi stóð til að leggja.“ Jón Arnar vinnur hjá föður sínum, Óskari Alfreð Beck, sem rekur Gáma- og tækjaleigu Austurlands. Undanfarin 5 til 6 ár hefur Jón Arnar sótt vinnu víða um land, einkum við hafnargerð. „Það er orðið nokkuð langt síðan ég var að vinna hér heima. Álverið breytir hell- ingi fyrir okkur. Nú á að fara að reisa hér heilsugæslustöð eftir langa bið. Maður er að sjá ný andlit hér og orðið erfitt að fá íbúðir, allt að seljast upp.“ Jón Arnar er 22 ára gamall, hefur hann hugsað sér að sækja um vinnu í álverinu? „Ég sé til hvort ég fer í það, en þangað til vonumst við til að fá verkefni við uppbygg- inguna.“ Búinn að bíða lengi Jón Arnar Beck gröfumaður. RÁÐSKONURNAR Sigríður Eydís Ragnars- dóttir, frá Brú á Jökuldal, og Hrafnhildur Brynjarsdóttir, frá Árskógssandi, ráða ríkjum í vinnubúðum Arnarfells ehf. Þær annast mats- eld og ræstingu búðanna sem eru til húsa í vinnubúðum Landsvirkjunar í Sauðárdal. Aðspurð sagðist Sigríður hafa verið við ráðs- konustörf í vinnubúðum frá í haust og unnið á fjórum stöðum fyrir austan. Áður en Hrafn- hildur kom að Kárahnjúkum vann hún í vinnu- búðum Arnarfells við Bröttubrekku. Þær stöll- ur sögðu engum vandkvæðum bundið að afla vista þótt langt sé í kaupstað. Nýttar væru ferðir úr byggð þegar eitthvað vantaði. Ráðs- konurnar skipta með sér verkum. Hrafnhildur vaknar klukkan 6 á morgnana og útbýr morg- unmat og morgunkaffi sem karlarnir taka með sér á vinnustað og eins síðdegiskaffi. Þær eru saman um að útbúa hádegismat og kvöldmat. Sigríður gengur frá eftir kvöldmatinn og sér um kvöldkaffið. En eru karlarnir matvandir? „Nei, alls ekki. Þeir hafa ekki kvartað yfir matnum,“ sagði Hrafnhildur. Hjá starfsmönn- um Arnarfells við Kárahnjúka eru allir dagar eins, nema hvað gerður er dagamunur í matn- um. En hver er uppáhalds matur þeirra? „Ætli það sé ekki steikt lambalæri og bayonne skinka, svona sunnudagsmatur,“ sagði Sigríður. „Það er mikilvægt að allt gangi snurðulaust fyrir sig, því það þarf lítið til að valda pirringi í svona einangrun.“ En er ekki erfitt að vera langdvölum að heiman? „Maður er nú ekki lengur með nein smá- börn, þetta er ekkert erfitt,“ sagði Sigríður. „Þetta venst ótrúlega fljótt. Við erum líka tvær, svo ef aðra langar í frí þá getur hin leyst af,“ bætti Hrafnhildur við. En hvað tekur við þegar þessari törn lýkur? „Ég veit það ekki. Ætli það vanti ekki ráðs- konur í einhverjar vinnubúðir,“ sagði Hrafn- hildur. Er þetta góð vinna? „Þetta er ábyggilega með betri störfum sem bjóðast fólki með litla menntun, að minnsta kosti hvað launin varðar. Maður er líka í smá vandræðum með að eyða kaupinu. Hér er ekki hægt að skjótast út í sjoppu. Það er auðvelt að leggja fyrir,“ sagði Hrafnhildur. Sigríður býr á Brú, bæ sem er fremur af- skekktur en þó einna næstur virkjunarsvæð- inu. Er eitthvað líkt að vera á fjöllum nú og fyrst þegar hún fór að búa á Brú? „Nei, það er ekkert líkt. Fyrst eftir að ég flutti að Brú gat verið ófært fyrir bíla frá því í október og fram undir vor. Hér er opnað um leið og teppist og greiðar samgöngur til byggða.“ Karlarnir ekki matvandir Sigríður Eydís Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Brynjarsdóttir. Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka og norska fyrirtækisins NCC voru að fleyga úr aðgöngum sem liggja niður að stæði fyrirhugaðrar Kárahnjúkastíflu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.