Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 15 Guðmundur Ármannsson verktaki. NÝ þvotta- og litunarstöð fyrir nætur í fiskeld- iskvíar er í smíðum við höfnina á Reyðarfirði. Fyr- irtækið G. Ármannsson á Egilsstöðum reisir þar 650 m2 stálgrindarhús fyrir Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar í Neskaupstað. Að sögn Gunnars Larssonar byggingatækni- fræðings hjá Hönnun hf. og eftirlitsmanns með byggingunni verður þetta fyrsta stöð sinnar teg- undar hér á landi. Til að byrja með er ætlunin að stöðin þjóni fiskeldisfyrirtækjum á Austurlandi en með tíð og tíma landinu öllu. Tækjabúnaður og hreinsibúnaður stöðvarinnar kemur frá Noregi. Mengunarvarnir verða þær bestu sem völ er á og skaðleg efni hreinsuð úr úrgangi úr stöðinni. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun í apríl næstkomandi, að sögn Gunnars. Fiskeldisnætur í þvott og litun Fyrstu íbúðarhúsin í tíu ár rísa nú í Reyðarfirði. F.v.: Árni Guðmundsson, Sig- urður Guðmundsson, Birgir Guðjónsson og Guðmundur Árni Árnason. ÁRNI Guðmundsson bygginga- meistari, sem rekur Eikarsmiðjuna á Reyðarfirði, var ásamt þremur starfsmönnum sínum að vinna við nýtt parhús við Stekkjargrund þeg- ar blaðamenn bar að garði. „Ég byrjaði á þessu í nóvember og steypti grunninn fyrir jól,“ sagði Árni. Hann segir að í hvoru húsi sé 104 m2 íbúð auk bílskúrs, samtals 132 m2. Ætlunin er að loka húsunum og ganga frá gólfplötu nú og ljúka svo frágangi þegar húsin hafa verið seld. „Það er óhemju mikið spurt um hús- in, ekki síst af ungu fólki sem hefur verið í leiguhúsnæði, eða verið hús- næðislaust, og hugsar sér að vera hér áfram. Fyrirspurnir hafa komið frá fólki hér á Reyðarfirði, Eskifirði og á Akureyri.“ Árni segist ekki kvíða verkefna- skorti þegar hann hefur lokið við byggingu parhússins. Hann fékk út- hlutað fjórum parhúsalóðum til við- bótar við sömu götu, fyrir alls átta hús, og eins eru töluverð verkefni í viðhaldi og ýmsu öðru. En hvernig metur hann ástandið nú? „Hér var allt á síðasta snúningi og ekkert að gera. Nú er hugur í mönn- um og miklu bjartara yfir öllu en var.“ Ný íbúðarhús eftir tíu ára hlé FRÁ því að Alþingi samþykkti heimildarfrumvarp vegna álversins í Reyðarfirði 5. mars síðastliðinn hefur Guð- mundur Beck, bóndi að Kollaleiru í Reyðarfirði, flaggað íslenska fánanum í hálfa stöng. Með þessu vill hann sýna andstöðu sína við álvers- og virkjanaframkvæmdirnar. Guðmundur segist fara út með fánann um leið og dagleg störf hefjast, en hann er eggjaframleiðandi og sauðfjár- bóndi. Ásamt eiginkonu sinni sér hann einnig um veð- urmælingar við bæinn Reyðarfjörð fyrir Veðurstofuna. „Ég er sjálfsagt sá eini í bænum sem flaggar í hálfa stöng af þessu tilefni en ég veit um marga fleiri sem eru á móti álverinu þó að þeir láti ekki mikið á því bera. Þessar skoðanir eru ekki vinsælar hér. Í rauninni er viðhorfið þetta: „Þú mátt hafa þessa skoðun en í guðs bænum vertu ekki að hafa orð á henni.“ Með því að flagga í hálfa er ég að láta í ljós vanþóknun mína á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð við undirbúning fram- kvæmdanna. Náttúran er ekki látin njóta neins. Ég leit svo á að Kárahnjúkavirkjunin væri prófsteinn á það hvort yfirleitt ætti að fara eftir lögum um mat á umhverf- isáhrifum eða ekki. Verði þessu hleypt í gegn getum við alveg eins afnumið þessi lög,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur einnig áhyggjur af umhverfismál- um í Reyðarfirði með tilkomu álversins. Mengun muni aukast gríðarlega. Veðurfarslega séð sé ekki hægt að finna óheppilegri staðsetningu fyrir álver, m.a. sökum þess hve loftið sé kyrrstætt. Logn sé mjög algengt í firð- inum og við sólfarsvinda þegar líði á daginn sé hætta á að reyk frá álverinu leggi yfir byggðina í Reyðarfirði. Guðmundur segist ekki fá mikil viðbrögð bæjarbúa, þeir þekki hans skoðanir og sumir virði þær, aðrir ekki. Einhverjir hafi þó séð spaugilegu hliðina á málinu því að fyrsta daginn sem hann flaggaði í hálfa stöng hafi önnur systir hans, sem vinnur í frystihúsinu á staðnum, verið spurð að því hver hafi dáið í fjölskyldunni. Hún hafi sagt með sinni alkunnu hægð: „Ætli hafi ekki bara drepist nokkrar hænur hjá honum.“ Flaggar í hálfa Guðmundur Beck á Kollaleiru í Reyðarfirði. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515 www. gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS – Almenn farseðlaútgáfa, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir, ferðaráðgjöf, hótelbókanir, fagleg persónuleg þjónusta, áratuga reynsla ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU Helsinki, Berlín, Prag, Búdapest og Vín Til Prag 28. apríl á góðu verði Nú bjóðum við aftur skemmtilega vorferð til Prag í beinu flugi Flugleiða til Frankfurt og rútuferð þaðan til Prag. Við gistum 6 nætur á 4ra stjörnu hóteli i Prag og eftir viðkomu í þeim fagra bæ Karlovy Vary, eigum við næsturstað í Þýskalandi áður við höldum heim frá Frankfurt. Innifalið: Flug,flugvallaskattar, akstur milli Frankfurt og Prag, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður, skoðunarferð um Prag, íslensk fararstjórn og leiðsögn. Aðrar skoðunarferðir bókast og greiðast hjá fararstjóra. Ferðatími: 28. apríl til 5. maí Verð á mann er aðeins 79.900 krónur. Fararstjóri: Pétur Gauti Valgeirsson Leiðsögn alla ferðina. Beint leiguflug til Prag 1. ágúst Í Prag, höfuðborg Tékklands, búa 1.2 milljónir manna. Borgin, forn og sögufræg var til skamms tíma höfuðborg sambandslýðveldisins Tékkósló- vakíu og áður konungsríkisins Bæheims, sem um aldir var hluti af veldi Habsborgarættarinnar. Andblær liðinna tíma endurspeglast í umgjörð stórborgar Evrópu sem í dag laðar til sín milljónir ferðamanna árlega, enda ekki að ástæðulausu, því borgin, arfleifð hennar og íbúarnir – bjóða til Farseðlar, ferðaráðgjöf, hótelbókanir, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir... Upplýsingar og bókanir – Sími 511 1515 – Takmarkað sætaframboð Öll ofanskráð verð miðast við gengisskráningu 24. febrúar 2003. söguveislu á hverju horni. Nú förum við áttunda árið í röð til Prag í beinu leiguflugi með Flugleiðum. Innifalin er vegleg skoðunarferð um Prag á fyrsta degi ferðarinnar, en auk þess eru aðrar skoðunar- ferði í boði sem greiðast sérstaklega. Innifalið: Flug,flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting í 2ja manna herbergi, morgun- verður, skoðunarferð um Prag, íslensk fararstjórn og leiðsögn. Ferðatími: 1. ágúst til 9. ágúst. Verð á mann er aðeins 73.700 krónur. Fararstjórar: Emil Örn Kristjánsson og Pétur Gauti Valgeirsson. Leiðsögn alla ferðina. Búdapest, Vínarborg í maí Kræsingar eru aldrei langt undan í þessari ferð, enda viðkomustaðirnir bæði Búdapest og Vínarborg. Flogið er um Kaupmannahöfn til Vínarborgar þann 21. maí og gist þar eina nótt. Heimflug er frá Búdapest um Kaupmannahöfn þann 28. maí. Veglegar skoðunarferðir um Vínarborg og Búdapest eru innifaldar í verðinu. Innifalið: Flug til Vínarborgar um Kaupmanna- höfn og heim frá Búdapest, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting í tveggja manna herbergi m. morgunverði, akstur milli Vínarborgar og Búdapest, skoðunarferðir um báðar borgirnar og íslensk fararstjórn og leiðsögn. Flogið verður með Flugleiðum og SAS um Kaupmannahöfn. Ferðatími: 21. maí til 28. maí Verð á mann er aðeins 83.900 krónur. Fararstjóri: Emil Örn Kristjánsson Leiðsögn alla ferðina Beint til Berlínar 2. maí Þriðja árið í röð bjóðum við ferðir til Berlínar. Nú förum við 2. maí í beinu leiguflugi með þýska flugfélaginu Aero Lloyd. Hér gefst ein- stakt tækifæri að upplifa söguna og breytingar á umliðnum áratug sem setja svip á borgina. Hér er vöxturinn mikill og þróunin hröð. Vegleg skoðunarferð um borgina er innifalin í verðinu. Boðnar verða m.a. skoðunarferðir til Dresden og Potsdam sem greiðast sérstaklega. Innifalið: Flug,flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting í 2ja manna herbergi, morgun- verður, skoðunarferð um Berlín, íslensk fararstjórn og leiðsögn. Ferðatími: 2. maí til 8. maí Verð á mann er aðeins 61.500 krónur. Fararstjóri: Emil Örn Kristjánsson Leiðsögn alla ferðina. Tvær ferðir til Helsinki í apríl Í apríl förum við 2 ferðir í beinu áætlunarflugi Flugleiða til Helsinki, höfðuborgar Finnlands; þann 16. apríl og svo viku síðar, þann 24. apríl. Umfangsmikil skoðunarferð um Helsinki sem og dagsferð til Tallin í Eistlandi eru innifaldar í verðinu. Fararstóri og leiðsögumaður verður Álfhildur Álfþórsdóttir sem búið hefur í Helsinki og þekkir staðhætti. Hún fylgir hópunum alla ferðina. Innifalið: Flug, flugvallaskattar, akstur milli flug- vallar og hótels við komu og brottför, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, skoðunarferð um Helsinki, dagsferð til Tallin, Íslensk fararstjórn og leiðsögn. Fyrri ferðin þann 16/4–21/4 er 6 daga ferð og kostar 66.400 krónur. Síðari ferðin 24/4–28/4 er fimm daga löng og kostar 62.500 krónur. Fararstjóri: Álfhildur Álfþórsdóttir Leiðsögn alla ferðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.