Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 17
Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Enskuskóli Erlu Ara auglýsir • Enskunám í Hafnarfirði. • Vinsælu vornámskeiðin að hefjast. • Námsferðir til Englands fyrir 12-15 ára. • Námsferðir til Englands fyrir fullorðna. Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Skráning í síma 891 7576 frá 13-17 alla daga. Nánari upplýsingar um starfsemi skólans á www.simnet.is/erlaara Hafi fólk hug á að ferðast um La Palma-eyjuna sem tilheyrir Kan- aríeyjum koma þessar slóðir að not- um: www.lapalmabiosfera.com og www.lapalmaturismo.com EITT AF því sem ferðalangar velta fyrir sér þegar halda á til útlanda er hvort fara eigi á eigin bíl og láta gæta hans á meðan verið er í fríi eða hvort taka eigi rútu, leigubíl eða bílaleigu- bíl. Kostnaðurinn er jafn misjafn og möguleikarnir eru margir og ef verið er að velta fyrir sér hagkvæmasta kostinum þá veltur hann á farþega- fjölda. Ef fimm manna fjölskylda er tekin sem dæmi þá kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna með Kynnisferðum en þeir eru sérleyfishafar á leiðinni að Leifsstöð og til baka. Ef miði er keyptur fram og til baka þá kostar hann 1.800 krónur fyrir fullorðinn einstakling. Börn frá 0–11 ára fá frítt með rútunni og 12–15 ára fá helm- ingsafslátt sem þýðir að miðinn kost- ar 500 krónur fyrir þau. Að sögn Unnar Svavarsdóttur sölu- og mark- aðsstjóra Kynnisferða var afsláttur til barna aukinn verulega um síðustu áramót en fargjaldið fyrir fullorðna hækkaði úr níu hundruð krónum í þúsund krónur sl. haust. Ódýrara ef margir eru saman Leigubílaakstur hjá BSR og Hreyfli kostar fyrir 5–8 farþega til Keflavíkur 9.200 krónur aðra leiðina sem þýðir 18.400 krónur fram og til baka. Sé um einn til fjóra farþega að ræða kostar farið 7.200 krónur eða 14.400 fram og til baka. Róbert Geirsson hjá BSR bendir á að leigu- bílstjórar sæki fólk heim að dyrum hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu og hann nefnir sem dæmi að ef nokkrir einstaklingar sameinist um leigubíl til Keflavíkur fari þeir heim til þeirra allra til að sækja þá. Hertz-bílaleiga hefur að undan- förnu verið með tilboð á bílaleigubíl- um til og frá Leifsstöð. Margrét Lín- dal Steinþórsdóttir sölustjóri Hertz á Íslandi segir að miðað sé við að þeir sem eigi flug snemma morguns sæki bílinn fyrir klukkan 19 daginn áður og skili honum í Keflavík að morgni. Í Leifsstöð er Hertz með opið frá 5.30–17.30 alla daga vikunnar og síð- an aftur á kvöldin kl. 21–1 yfir vetr- artímann, en kl. 20–3 yfir sumartím- ann. Í Reykjavík geta farþegar sótt eða skilað bíl hjá bílaleigunni í Öskju- hlíð eða á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir 5 manna fjölskyldu kostar leigan á Toyota Avensis eða sam- bærilegum bíl 2.700 krónur og er innifalið í því 18 klukkustunda leiga, 80 km, kaskó og skattur. Ef fólk hins vegar vill fá nóg pláss undir farang- urinn þá býður Hertz einnig upp á Toyota Avensis Station eða sam- bærilegan bíl og kostar leigan á hon- um 3.300 krónur. Við bætist bensín- kostnaður. Þessi tilboð gilda einungis fyrir leigu á bíl til og frá Keflavíkurflugvelli og er miðað við að farþeginn sé búinn að skila bílnum innan 18 klst. frá því hann var leigð- ur. Kjósi fólk að aka á eigin bíl og láta gæta hans á meðan verið er í burtu er um tvo möguleika að ræða, inni- geymslu og útigeymslu. Bílarnir bónaðir Alex bílahús er upphitað bíla- stæðahús skammt frá Leifsstöð og með þjónustuborð bæði í brottfarar- og komusal Leifsstöðvar. Að sögn Guðmundar Þóris Einars- sonar framkvæmdastjóra Alex kost- ar það 900 krónur að geyma bílinn í tvo sólarhringa, 3.150 í sjö sólar- hringa og 5.950 krónur í fjórtán daga. Við verðið bætist síðan 550 króna ábyrgðartrygging og 600 króna gjald fyrir að koma bílnum í bílahúsið. Þá kostar 600 krónur aukalega að taka á móti og afhenda bíl að flugstöð við heimkomu. Guðmundur segir að bíleigendum standi til boða að láta þrífa bílinn á meðan hann er í geymslu. Hann segir að alþrif á miðstærð af fólksbíl kosti 5.300 krónur en þá er bíllinn þrifinn að utan og innan og bónaður. Að lokum bendir Guðmundur Þór- ir á að veittur sé 15% pakkaafsláttur af gistingu á Alex móteli og þá býðst frítt útistæði allt að einni viku ef gist er eina nótt hjá þeim. Bíleigendum stendur einnig til boða að geyma bílinn hjá Securitas við Leifsstöð en um útistæði er að ræða sem eru vöktuð allan sólar- hringinn. Þar kostar tveggja daga geymsla 900 krónur, vikan 2.835 krónur og 14 dagar 5.670 krónur. Hægt er að fá bílinn þrifinn og kosta alþrif á fjölskyldubíl 4.350 krónur en hann er þá þrifinn að utan og innan og bónaður. Vilji fólk fá bílinn afhent- an við komusal Leifsstöðvar kostar það 750 krónur. Borgar sig að fara á eigin bíl, í leigubíl, á bílaleigubíl eða með rútu í Leifsstöð? Fjöldi farþega skiptir máli þegar velja á hagstæðasta kostinn Þegar halda á í frí til útlanda er hægt að fara á Keflavík- urflugvöll á eigin bíl og láta gæta hans og jafnvel þvo og bóna á meðan verið er í burtu. Það er einnig hægt að taka rútu, leigubíl eða bílaleigubíl og misjafnt hvað fólki finnst þægilegasti ferðamátinn. Það veltur á farþegafjölda hver ódýrasti kosturinn er. Margir láta geyma bílana sína við Leifsstöð á meðan þeir eru í burtu og enn aðrir nýta sér rútuferðir, leigja bíl eða taka leigubíl. Á ÁTTUNDA hundrað tjaldstæða í Danmörku eru eingöngu ætluð fólki sem er á göngu, á hjóli, að sigla eða ferðast á hestbaki. Ferðalangar á farartækjum eins og fólksbíl, húsbíl eða vélhjólum geta ekki fengið að gista á þessum svæðum. Yfirleitt er gistiaðstaðan ókeypis eða kostar í mesta lagi um 150 krónur íslenskar. Tjaldsvæðin tilheyra bændum, skólum og bæjarfélög hafa einnig útbúið tjaldsvæði við göngu- og hjólreiðastíga og við þekktar leiðir sem hægt er að fara á eikju (canoe). Á 150 tjaldsvæðum er lögð áhersla á að tjalda megi inni í miðjum skógi til að njóta náttúr- unnar og geta fylgst með þeim hljóðum sem eru í skóginum án ut- anaðkomandi truflunar. Lögð er áhersla á góða um- gengni og að fólk skilji við um- hverfið eins og það var þegar það kom á svæðið. Ókeypis tjaldstæði í Danmörku  Nánari upplýsingar um tjald- svæðin fást á slóðinni www.teltpladser.dk. Þar er hægt að panta bók þar sem fram koma upplýsingar um öll tjaldsvæðin sem standa til boða. ÞEIR Íslendingar sem lagt hafa leið sína í sumarfrí til Costa del Sol þekkja eflaust Gussabar. Það er eini íslenski barinn í miðbæ Torremolinos. Þetta hef- ur verið einn aðal samkomu- staður Íslendinga og Guð- mundur Jónsson eða Gussi eins og hann er kallaður hefur tekið vel á móti löndum sínum. Hann hefur rekið barinn í rúm 18 ár og búið á Costa del Sol í 29 ár. Að sögn Gussa hefur lengi staðið til að gera breytingar á barnum en miklar rigningar í nóvember flýttu fyrir þeim framkvæmdum. Þá flæddi í kjallarann og barinn var í kjölfar- ið tekinn í gegn, útbúin betri vinnuaðstaða en áður, málað og flísalagt. Í janúar síðstliðinum var síðan barinn opnaður að nýju. Á veturna sækja Spánverjar staðinn og Ísledningarnir bæt- ast svo í hópinn þegar fer að vora. Gussi segist alltaf hlakka til þegar sól hækkar á lofti og Ís- lendingarnir fara að koma en margir þeirra sem koma ár eftir ár eru orðnir góðir vinir hans. Guðmundur Jónsson, eða Gussi eins og hann er kallaður, á barn- um sem hann rekur á Costa del Sol á Spáni. Íslenski barinn á Torremolinos Búið að taka Gussa- bar í gegn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.