Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 20
Bresk grínsérviska fær vind í buxurnar. Þrumubrækur eða Thunderpants frumsýnd hér- lendis um helgina. og frumraun franska leikstjórans Michels Gondry, Human Nature, og nýjasta samstarfsverkefni þeirra Kaufmans og Gondrys er semsagt tilefni þessarar greinar, Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Gondry er ekki síst kunnur hérlendis fyrir leikstjórn sína á myndböndum Bjarkar Guðmunds- dóttur, m.a. Human Behaviour, Army of Me, Jóga og Bachelorette. Nýja myndin státar hins vegar af ýmsum skærustu stjörnum sam- tímans í aðalhlutverkunum, Jim Carrey, Kate Winslet, Kirsten Dunst, Elijah Wood og Tom Wilk- inson, svo dæmi séu tekin. Og Val- dís Óskarsdóttir fengin flugleiðis frá Danmörku til að klippa mynd- ina jafnóðum og hún hafnar á film- unni. Valdís heldur áfram: „Ég byrjaði að klippa í klippi- herberginu á Canal Street í New York en var svo flutt útá sett. Þeim fannst ég vera svo fjandi lengi að klippa og héldu að væri ég á setti og gæti hitt Michel í hádeg- inu og pásum ynni ég hraðar. Vá maður, hugsaði ég. Vera á setti innan um allt liðið og fá andrúms- loftið beint í æð. Frábært. Húsinu – ef hægt er að kalla þennan geim sem er á stærð við Kolaportið hús – er skipt í tvennt. Í öðrum helmingnum eru fimm húsvagnar. Leikstjóravagninn og pródúsentavagninn öðrum megin ásamt nokkrum skrifstofuskúrum sem er raðað snyrtilega upp við vegginn. Hinum megin eru leik- aravagnarnir. Fyrir framan leik- aravagnana er gervigrasrenningur. Þar á standa borð og stólar og eitt stykki hengirúm, plús göngutæki, svona fitness dót. Á göngutækinu Malkovitch og hreppti Óskarstil- nefningu og fjölda verðlauna. Nú er sú saga að endurtaka sig með Adaptation, sem verið er að sýna hérlendis, en Kaufman samdi einn- ig handritið að frumraun George Clooneys í leikstjórastólnum, Con- fessions of a Dangerous Mind, sem Sunshine of the Spotless Mind. Handritið er skrifað af Charlie Kaufman, frumlegasta höfundinum sem nú starfar í Hollywood og sagt var frá hér á blaðinu fyrir viku. Hann hristi verulega upp í við- teknum hugmyndum um banda- rískar bíómyndir með Being John M ORGUNN í Montauk á Long Island. Klukkan tuttugu yfir ellefu að morgni. Ég nappaði heyrnartólunum úr klippiherberg- inu og tengdi við tölvuna svo nú getur tónlistin yfirgnæft hávaðann úr loftræstingunni sem blæs mátt- leysislega íslensku vorlofti inní herbergið. Komin í ullarsokka og verð bráðum að setja upp hanska. Miðað við hávaðann – sem er eins- og í gamalli rússneskri Aeroflot flugvél – ætti hitastigið hér inni að slaga hátt uppí eyðimerkurhita. Herbergið hér uppá fjórðu hæð er alger andstæða klippiherbergisins í kjallaranum. Við fengum fundar- salinn sem er að minnsta kosti tíu sinnum stærri en klippiherbergið á Canal stræti í NY; salurinn ætl- aður fyrir 86 manns í sæti. Ég hef aldrei á ævinni haft eins stórt klippiherbergi og býst ekki við að fá annað eins síðar á þessari sömu ævi. Þar inni er hitabeltisloftslag. Ekki af því að það sé svo heitt heldur er sundlaugin og gufubaðið hinum megin á ganginum og inní klippiherbergið leggur þessa lykt sem fylgir sundlaugum og sauna. En það venst. Eftir átta tíma setu við tölvuna er maður löngu hættur að finna einhverja lykt.“ Ég hafði beðið Valdísi um að lýsa kringumstæðunum. Í tölvunni hennar er myndefni úr Eternal Ég þarf íslenskan klippara! Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Valdís: Eternal Sunshine er algert hunang fyrir klippara… „Og ef ég hefði ekki séð leikarana í þessari sömu tölvu hefði ég haldið að enginn leikari væri með í þessari blessuðu mynd. Enginn Jim Carrey. Engin Kate Winslet.“ En þau eru þarna ásamt mörgum fleiri stórleikurum – í þessari blessuðu mynd, Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Tölvan þar sem þau birtast er klippitölvan hennar Valdísar Óskarsdóttur, sem nú vinnur að nýju stórverkefni í alþjóðlegri kvikmyndagerð vest- ur í Bandaríkjunum. Þau Árni Þórarinsson skiptust á nokkrum tölvuskeytum í vikunni um nýjasta verkefni okkar eftirsóttasta klippara. SÉRVISKUKÓMEDÍURNAR sem Ealingfélagið sendi frá sér á ár- unum báðum megin við 1950 voru gæddar þeim undirleikna, lágværa húmor sem Bretar eru þekktir fyrir þar sem hnyttni og snyrtileg ádeilu- skeyti eru lögð í munn undirfurðu- legra karaktera, sem gjarnan voru leiknir af Alec Guinness. Einstak- lingseinkennin sem flokka má undir breska sérvisku birtust einatt í und- arlegum eldri piparjónkum, auðug- um furðufuglum af aðalsætt, skrýtnum gömlum herforingjum. Allt virtist þetta fólk af öðrum heimi, leifar liðins tíma sem trúlega var aldrei til en lifði þó góðu lífi í þessum kvikmyndum. Sú endur- reisn breskrar gamanmyndagerðar sem hófst með Fjórum brúðkaupum og jarðarför fyrir tæpum áratug byggist meira á vandræðalegum rómönsum ensks millistéttarfólks. Meginsprauta þeirra myndar og af- komenda hennar, handritshöfundur- inn Richard Curtis, fer þannig allt aðra leið en Ealing-höfundarnir T.E.B. Clarke og William Rose, enda eru tímarnir breyttir í bresku þjóðfélagi. Thunderpants er einnig til marks um breytta tíma; rómantíkin er víðs fjarri en sótt er engu að síður í breska sérviskusjóðinn. Myndin blandar nýtískulegum vandamála- hugtökum á borð við einelti saman við hefðbundin bresk skringilegheit og grófri ungæðisskemmtun saman við ástandið í alþjóðamálum, ekki síst ástarsamband Breta og Banda- ríkjamanna. Eða þannig lítur efni- viðurinn út eins og staðan er. Og efnið er einhvern veginn svona: Pat- rick Smash (Bruce Cook) er bresk- ur skólastrákur með tvo maga, já, tvo maga, sem veldur svo geysi- legum vindgangi að til vandræða horfir fyrir hann og aðra sem þurfa að umgangast hann. Patrick sætir stríðni og einelti af hálfu skólafélaga sinna og hann er sem næst einn og vinalaus í sínum skelfilega lyktar- hjúp. Þrátt fyrir allar tækniframfar- ir við kvikmyndasýningar geta bíó- gestir hrósað happi yfir að enn hefur ekki verið hannað „Smello- rama“-kerfi fyrir lyktarskynið. En Patrick Smash verður það hins veg- ar til láns að hann kemst í kynni við annan skólastrák, Alan Allen (Ru- pert Gint, sem þekktur er af Harry Pottermyndunum þar sem hann leikur vininn Ron Weasley). Hann, rétt eins og bíógestir að þessu leyti, hefur ekkert lyktarskyn. Alan er hins vegar upprennandi hugvits- maður og áttar sig á því að í linnu- litlum viðrekstrum hins ólánsama félaga síns leynist óvirkjað orkubú. Hann býr því til afar merkilegar virkjunarbuxur sem varðveita og halda í skefjum gasframleiðslu Pat- ricks en leysa síðan orkuna úr læð- ingi þegar þörf krefur og ástæða er til. Og eins og í nútímaævintýrum kemur rétti tíminn til að grípa til slíkra þjóðráða þegar bandaríska þjóðin stendur frammi fyrir ógn- arástandi. Bandarískir geimfarar eru í bráðum lífsháska þar sem far- kostur þeirra verður fyrir loftsteini og Geimferðastofnun Bandaríkj- anna hefur einn sólarhring til að Vindgangurinn sem bjargaði vesturgeimi Þrumubrókin kemur til hjálpar: Bruce Cook í hlutverki Patricks Smash. Bresk sérviska hefur löngum skemmt kvikmynda- húsagestum, allt frá tímum Ealingfélagsins seint á 5. áratugnum og jafnvel fyrr. En það afbrigði breskrar sérvisku sem birtist í nýrri gamanmynd, Þrumubrækur eða Thunderpants, sem frumsýnd er hérlendis um helgina, slær út öll þau sem á undan hafa komið, skrif- ar Árni Þórarinsson. Þar er vindorka ungs drengs virkjuð í þágu mannkyns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.