Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 21
stendur: Einkaeign – Almenn notk- un bönnuð. Á milli leikaravagnanna er körfuboltastandur. Á honum er enginn miði. Ég fæ leikjaskúrinn undir tölv- una. Borðtennisborðið er flutt útá gervigrasið fyrir framan. Þeir leika mikið borðtennis enda ekkert að gera fyrir þetta 80 manna lið þegar verið er að skjóta á setti. Það er bara hangið og beðið og borðað og hangið svoldið meira. Í sófanum fyrir utan klippiskúrinn liggur yf- irleitt einhver sofandi. Fyrir utan þessa skúra og vagna er matsalurinn í einu horninu – ofsagóður matur; í hinu horninu eru smiðirnir endalaust að berja eitthvað saman og á miðju svæðinu er nokkurs konar bílastæði. Það er ekkert verið að leggja bílnum fyrir utan og labba inn í gímaldið þegar hægt er að keyra alla leið inn. Litl- ir bílar. Stórir bílar. Límósínur. Jeppar. Flutningatrukkar. Og loft- ræstingin, sem er á við sex Aero- flot, er fyrir utan klippiskúrinn. Varla hægt að segja að þarna sé „fram í heiðanna ró“. Í hinum helmingnum af gímald- inu er settið þar sem verið er að skjóta. Þar inni er líka búninga- deildin. Propsdeildin. Teiknideild- in. Málningardeildin. Tækjadeildin. Ásamt öllum sviðsmyndum sem bú- ið er að byggja og bíða notkunar. Þar hangir fólk líka. Ótrúlegt hvað fólk nennir að hanga. Í hvert skipti sem ég kem þar inn er enginn að gera neitt. Ef ég hefði ekki haft efnið inní tölvunni hefði ég haldið að ekkert væri að gerast þarna. Og ef ég hefði ekki séð leikarana í þessari sömu tölvu hefði ég haldið að enginn leikari væri með í þessari blessaðri mynd. Enginn Jim Carrey. Engin Kate Winslet. Heldur ekki Kirsten Dunst eða Tom Wilkinson. Þaðan af síður Mark Ruffalo og Elijah Wood. Það hefur ekkert gengið hraðar að klippa á settinu. Ef eitthvað er þá gengur það bara hægar. Michel kemur inn í hádegispás- unni – sem stundum er klukkan sjö að kvöldi – fer eftir mætingu á daginn – eða hann kemur inn þeg- ar verið er að snúa kamerunni og undirbúa annan vinkil á senu. Kastar sér niður og segir: Get ég séð eitthvað? Hann fær heyrnartól og horfir á senur. Oftast vill hann heldur horfa á aðrar senur en þær sem ég er að sýna hon- um. Svo köllumst við á um senuna og hann spyr hvort ég geti ekki klippt einhverja aðra senu en þá sem ég er að vinna í og svo zúmmmm er hann horfinn. Ég sit eftir í hávað- anum með hausinn í rúst. Þetta er einsog að hafa æft langhlaup og þegar ég mætti til keppni væri mér sagt að ég ætti að keppa í stangarstökki. Gengur ekki alveg upp í mín- um haus. Ég er kannski bara svona fjandi treg.“ Valdís hefur áður unnið vestra. Hún klippti hina vel þekktu mynd Gus van Sants Finding Forrester með Sean Connery í aðalhlutverki fyrir tveimur árum. Ég velti fyrir mér hvort nýja verkefnið komi í framhaldi af þeirri mynd eða hvort Íslandstengingin milli Gondrys og Bjarkar eigi þar hlut að máli. „Ekki spyrja mig af hverju þeir völdu mig sem klippara. Ég fékk handritið sent frá umboðsmanni mínum fyrir jól. Las það og fannst frábært. Talaði við Michel í síma og það gekk víst ágætlega eftir því sem ég frétti. Svo fékk ég að vita að þeir hefðu annan klippara í tak- inu sem þeir ætluðu að tala við. Um áramótin fékk ég að vita að þeir höfðu ráðið hinn klipparann. Mér fannst það lásí nýársgjöf. Þeir höfðu ráðið Susan Morse – klipp- arann hans Woody Allen, og svo sem allt í lagi að þurfa að láta í minni pokann fyrir henni. Í end- aðan janúar fékk ég mail frá Laru umboðs- manni, sem sagði að þeir hefðu ákveðið að skipta út klipp- aranum. Vildu fá mig strax og helst í gær. Viku seinna var ég á leið til NY. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist. Það eina sem ég veit er að eftir að Michel hafði horft á einhverjar senur sagði hann afar glaður: I told them I needed an Ice- landic editor. Hvernig er að vinna með Gondry? „Mjög gott. En mér myndi ekki detta í hug að segja annað jafnvel þótt það væri afleitt. Þú ættir að þekkja þetta frá öllum „myndum um mynd- ina“ sem maður sér. Þar hefur allt verið svo fjandi gott og yndislegt og gaman og allir svo klárir og góðir og næs. Og þú situr og horfir og veist að allt var alltaf á hraðri leið til fjandans. Á ekki við í þessu Sunshine tilviki. Að minnsta kosti ekki ennþá. En það er gott að vinna með Michel. Hann kvartaði að vísu í gær yfir að ég yrði að taka mig á til að skilja frönsku enskuna hans. Ég get alveg skilið hann. Ég get bara ekki haft tölvuna í gangi á meðan hann talar. Það verður að vera þögn. Hann er virkilega hugmyndarík- ur. Þegar ég las handritið hugsaði ég með mér: Vá. Allt fullt af effekt- um. Verður þetta enn ein It’s all about effects mynd? Það var það nafn sem It’s All About Love (nýj- asta mynd danska leikstjórans Thomas Vinterberg (Festen, sem Valdís klippti) gekk undir þegar verið var að klippa. Í Eternal Sun- shine er fullt af effektum. Fólk birtist skyndilega og er horfið aft- ur. Herbergi hverfa. Þú heldur að þú sért á einum stað en ert á allt öðrum. Persónur renna saman við aðrar persónur. Alla þessa effekta gera Michel og Ellen Kuras, kvik- myndatökumaður í tökum. Engir tölvueffektar takk.“ Efni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er með þeim furðu- lega en vel skiljanlega hætti sem Charlie Kaufman er þekktur fyrir, eins konar súrrealismi fram settur sem realismi? „Myndin fjallar um par, Joel og Clementine (Carrey og Winslet). Sambandið hjá þeim er orðið held- ur bágborið svo Clementine ákveður að eyða Joel úr minninu sem hún svo gerir. Þegar Joel upp- götvar að hann er horfinn úr henn- ar heimi ákveður hann að eyða henni þá bara líka. Hann fer á klí- nik sem hefur sérhæft sig í að eyða slæmum minningum fólks og fær meðhöndlun. Sérfræðingar í minn- ingaútþurrkun mæta nótt eina með tölvuútbúnað heim til Joels og hefj- ast handa. Við förum aftur á bak í tímaröð og sjáum hverja uppákom- una af annarri hjá Joel og Clem. Þegar búið er að eyða rúmlega helmingi minninganna uppgötvar Joel að hann elskar Clem eftir allt saman og vill stoppa. En það er hægara sagt en gert þegar þú ligg- ur heima í rúminu þínu og hefur í ofanálag tekið svefntöflu. Ekki nóg með það, heldur ertu inní hausnum á sjálfum þér og allir sem eru þar inni eru þínar eigin ímyndanir og ekki mikil hjálp í þeim, þannig lag- að. En Joel getur stungið af og far- ið með Clem inní aðra minningu sem er henni algerlega ótengd, t.d. þegar hann var lítill strákur, í þeirri von að ekki sé hægt að spotta þau á tölvuskjánum … Ég segi ekki meira.“ Er þarna komin framtíðarlausn á þessum eilífu hjónabandsvandræð- um? Mun skilnuðum fækka eftir frumsýningu? „Veit það ekki. Einhverjar minn- ingar sem þig langar til að eyða? Myndum við þá ekki öll enda uppi minnislaus með öllu? Í það minnsta með ansi gloppótt minni, myndi ég halda. Ímyndaðu þér: Þú situr og skyndilega manstu eftir því að þú fórst einhvern tímann til Portúgal. Ókei. Þú manst að þú keyptir flug- miða. Þú manst að þú settist uppí bíl og keyrðir að Brávallagötu 103. Svart svart svart svart – því þeirri sem þú fórst með ertu búinn að láta eyða úr minningunni – svart svart. Það næsta sem þú manst er að þú ert að keyra frá Brávallagötu á dekkjaverkstæði með sprungið dekk. Mundi það ekki vekja furðu þína hvað þú gerðir við þennan flugmiða og af hverju í ósköpunum þú ert að þvælast með sprungið dekk?“ Hefurðu hitt Kaufman eða þenn- an stjörnufans sem þú ert að klippa í tölvunni? „Veistu, maður hittir aldrei kjaft en ég væri alveg til í að hitta Charlie Kaufman ef útí það færi. Ég sit inní klippiherberginu á með- an ég held meðvitund og þá fer ég heim. Ég þarf ekki að vita hvernig veðrið er. Ég þarf ekki að elda mat. Ég þarf ekki einu sinni að passa uppá að borða því það gera aðstoð- armennirnir mínir, Paul og Dave. Ég þarf ekki að laga til. Ég þarf ekki að vita hvert ég er að fara því ég er keyrð. Mér er sagt hvenær ég á að mæta hér eða þar ef ég á aðmæta hér eða þar. Ég þarf ekki einu sinni að vita hvað ég heiti. Það eina sem ég þarf að vita er hvernig á að klippa myndina saman. Ef ég veit það er ég í góðum málum. Viti ég það ekki er ég í djúpum skít.“ Hefur sérkennilegt viðfangsefni þessarar myndar kallað á annars konar klippivinnu en þú ert vön? „Allar myndir hafa eitt sameig- inlegt og það er að segja sögu. Að því leytinu er vinnan við Eternal Sunshine ekkert frábrugðin öðrum myndum sem ég hef klippt. Aftur á móti er efniviður og úrvinnsla kannski örlítið öðruvísi í þessu til- viki. Ég hef ofsalega gaman af Eternal Sunshine-heiminum hans Kaufmans. Allt liðið er fullkomlega eðlilegt í þessum súrrealíska heimi hans. Ofan á það bætist hugmynda- rík útfærsla Michels á efninu. Þetta er algert hunang fyrir klippara og eins gott að ég klúðri ekki mynd- inni í klippingunni.“ Klukkan er orðin þrjú og Valdís þarf að fara niður í hitabeltislofts- lagið. „Paul aðstoðarmaður mættur og búinn að kveikja á tölvunum. Dave er í fríi í dag. Michel kemur og við byrjum að vinna í senum. Hann er ýmist hjá mér að skoða og ræða málin eða hann situr hjá Paul og klippir með honum. Þetta er súper fyrirkomulag. Engin hætta á að leikstjóranum leiðist á meðan klipp- arinn klippir því hann getur rokkað á milli. Eykur líka hraðann á klipp- ingunni um helming og í dag tókst okkur að koma saman fjórum sen- um. Það eru reyndar svolitlar ýkjur því ég var búin að vinna í mínum tveim í gær á meðan Paul og Mic- hel sátu saman. Michel var rosagl- aður þegar hann fór. Við líka. Ekki af því að hann fór heldur yfir því hvað hann var glaður. Svo er böns eftir af spurningum sem þú lagðir fyrir mig og ég er ekki búin að svara. Og klukkan orð- in hálfátta og ef við eigum að fá einhvern mat í dag verðum við að drífa okkur á annaðhvort veitinga- húsið sem er í þessum bæ. Þau loka bæði klukkan níu. Svo ef þú vilt að ég svari fleiru eða svari öðruvísi eða þarft að skera allt niður af því get aldrei sagt neitt í stuttu máli skrifaðu mér mail eða hringdu.“ Ja, það væri þá helst hvenær Eternal Sunshine of a Spotless Mind á að verða tilbúin og hvað sé svo framundan hjá þér? „Hef ekki hugmynd og það á við um hvoru tveggja. Talaðu við mig í október varðandi það mál.“ Reuters Kate Winslet: Lætur eyða slæmum minningum úr minninu… Michel Gondry: Virki- lega hugmyndaríkur… Jim Carrey: Vill hætta við útþurrkun minning- anna… senda björgunarleiðangur út í geim- inn til að leysa þá úr prísundinni. Hvað er þá til ráða? Jú, þá er kallað á ofurmennið í þrumubrókinni; vindorka hans dugir til að koma björgunarflauginni á áfangastað. Jafn skrýtið og það er virðist þessi söguþráður sem næst dreginn beint á ská út úr fréttum líðandi stundar, bæði af hremmingum geimskips NASA nýlega og sóknarvarnar- bandalagi Breta og Bandaríkja- manna gagnvart hættum í heims- málunum. Nema þetta með viðrekstrarfrelsarann; hann hefur ekki enn komið í fréttum. Reyndar segir leikstjóri Þrumu- bróka, Peter Hewitt, sem áður er einkum þekktur af fjölskylduævin- týrinu The Borrowers, að hann hafi ekki fengið hugmynd að mynd um viðrekstur. Um hvað er myndin þá? Hewitt segir að á forsýningum fyrir áætlaða markhópa myndarinnar hafi áhorfendur sagt Þrumubrækur fjalla um vináttuna, um það að nýta hæfileika sína og finna tilganginn í lífinu. Ekki vindganginn í lífinu? Yfirnáttúrulegir eða, eftir atvik- um, náttúrulegir hæfileikar af sér- viskulegu tagi hafa gjarnan prýtt breskar gamanmyndir fyrir krakka á öllum aldri; þar nægir að nefna dýratal doktors Dolittle, regnhlífar- flug barnfóstrunnar í Mary Poppins og fljúgandi bílinn í Chitty Chitty Bang Bang. Í nútímalegum anda bjóða Þrumubrækur svo upp á prumpferðir út í geiminn og hafa Bretar því virkjað í þágu krakka- gríns efnisþætti úr fullorðinsgríni á borð við Blazing Saddles og ung- lingagríni fjölda amerískra gelgju- mynda síðustu ára. Allt í þágu bresk-bandarískrar samvinnu í al- þjóðamálum. Það er svo af hinum tæplega fer- tuga Peter Hewitt að frétta að hann er að hefjast handa við mynd um gíraffa sem arkar alla leið frá Afr- íku til Vínarborgar til að sanna sig. Gangi þeim báðum vel, Hewitt og gíraffanum, sem er jafn hugumstór og hann er hálslangur og því líkleg- ur til afreka við þær alþjóðastofn- anir sem starfa í Vínarborg. Björgunarleiðangurinn: Stórháska afstýrt í geimnum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 21 bíó bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.