Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 23 börn Unnsteinn Freyr Jónasson er 5 ára og býr á Ásvallagötu 39 í Reykjavík. Hann er rosalega klár að teikna og sendi þessa mynd inn í myndlist- arkeppni Skógarlífs 2. Og á myndinni má sjá Móglí og Balla, krókódíl, tígr- isdýr, eiturslöngu og ljón – eða sann- kallað skógarlíf! Sannkallað skógarlíf! Ríkey G. Eydal, 11 ára úr Grafarvog- inum, er einn af vinningshöfum vina- keppninnar. Hún sendi inn þennan spurningalista sem öllum sem eiga vini væri hollt að svara. Því að með því veltir maður fyrir sér hvað sönn vinátta er og hvort maður er góður vinur. Það gæti verið sniðugt að fá besta vin sinn eða vinkonu til að svara spurningunum líka, og bera síðan saman svörin ykkar, eða bera saman við svör þeirra Ríkeyjar og Hrafnhild- ar, vinkonu hennar, sem einnig fylgja með. Eða eins og Ríkey segir sjálf: „Hvað sérðu? Dæmdu sjálf/ur hvort þú þurfir að bæta þig í vináttunni!“ 1) Gerir þú upp á milli vina þinna? 2) Finndu 5 orð sem lýsa góðum vini. 3) Bannar þú vinum þínum að vera með í leik? 4) Gefur þú vinum þínum með þér af nammi? 5) Hefur þú logið að vini þínum? 6) Treystir þú vinum þínum? 7) Treysta vinir þínir þér? 8) Hefurðu svikið vini þína? 9) Hefurðu strítt vinum þínum? 10) Þykir þér vænt um vini þína? Svör Ríkeyjar: 1) Nei. 2) Góður, skemmtilegur, frá- bær, bestur, flottastur. 3) Nei. 4) Já. 5) Nei, ég held ekki. 6) Já. 7) Ég vona það. 8) Nei. 9) Nei. 10) Já. Svör Hrafnhildar: 1) Nei. 2) Hreinskilni, sannleikur, traust, skemmtilegur, góður. 3) Nei, oftast ekki. 4) Já, ef það er mikið nammi til. 5) Vonandi ekki, man ekki eftir því. 6) Já, full- komlega. 7) Örugglega, ég veit það ekki. 8) Nei!!! 9) Bara í djóki. 10) Já, ef þeir eru sannir vinir. Örlítið próf í vináttu Ert þú góður vinur? Í dag kl. 14 verður sýnd finnsk teikni- mynd í Norræna húsinu sem mælt er með fyrir börn 2–10 ára. Í henni er ekkert tal heldur hljóð og söngur. Og það er ókeypis aðgangur! Aldinborinn og trjábukkurinn er kvikmynd sem fjallar um tvö skordýr sem búa í holum trjástubbi og eru vinir. Þeir nýta á nýjan hátt hluti sem mennirnir hafa hent sem ónýtum. Trjábukkurinn er málglaður og upp- finningasamur en aldinborinn er hins vegar skapgott átvagl. Stundum leik- ur allt í lyndi, en stundum koma upp einhver misskilningur og árekstrar milli þeirra. Sögurnar eru nokkrar og fjalla um grundvallaratriði lífsins svo sem virð- ingu við náungann og umhverfið og að sigrast á sjálfselsku og græðgi. Lausn: C). Gaman gaman Vinir í holum trjástubbi Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Þrumubrækur - Vinningshafar Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, 10 ára, Hvolsvegi 11, 860 Hvolsvöllum. Anna Snædís Sigmarsdóttir, 7 ára, Vesturholti 7, 220 Hafnarfirði. Atli Geir Ragnarsson, 9 ára, Keilufelli 7, 111 Reykjavík. Ásta Fanney Eðvarðsdóttir, 9 ára, Flúðaseli 76, 109 Reykjavík. Björk Úlfarsdóttir, 8 ára, Skógarhlíð 3, 221 Hafnarfirði. Brynja Björk Vestfjörð, 11 ára, Móaflöt 21, 210 Garðabæ. Daði Freyr Gunnarsson, 9 ára, Reynihlíð 7, 105 Reykjavík. Eydís Ósk og Konný Björg Jónasdætur, 9 ára, Víðigrund 41, 200 Kópavogi. Gísli Gunnarsson, 8 ára, Efstahrauni 21, 240 Grindavík. Guðmundur Kristinn Lee, 7 ára, Skjólsölum 1, 201 Kópavogi. Guðrún Ósk Kristjánsdóttir, 9 ára, Hlíðarbyggð 39, 210 Garðabæ. Hákon Fannar Kristjánsson, 8 ára, Sólheimum, 810 Selfossi. Jóhannes B. Gunnarsson, 12 ára, Vallargötu 4, 230 Keflavík. Karen og Sigurjón, 9 og 5 ára, Hlíðavegi 36, 260 Njarðvík. Kristinn Sædal Geirsson, 10 ára, Háseyla 30, 260 Njarðvík. Margrét Lóa Ágústsdóttir, 9 ára, Efstuhlíð 19, 221 Hafnarfirði. Verðlaunaleikur vikunnar Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið miða fyrir 2 á myndina Þrumubrækur: Sendið okkur svarið, krakkar! Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans - Gallsteinar afa Gissa - Kringlan 1 103 Reykjavík Skilafrestur er til sunnudagsins 22. mars. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 29. mars. Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Hver liggur á spítala: ( ) Afi Gissi ( ) Unglingaskrímslið ( ) Torfi og Gríma Halló krakkar! Göldróttir gallsteinar! Systkinin Torfi og Gríma búa á annasömu nútíma- heimili. Þegar foreldrar þeirra eru ekki að vinna gera þau fátt annað en skipa börnunum til og frá. Ekki bætir unglingaskrímslið úr skák sem gerir allt til að angra þau og skelfa. Þau bera sig upp við afa Gissa sem liggur á spítala eftir gallsteinaaðgerð. Að venju hefur hann ráð undir rifi hverju - En eru það ráð sem duga? Taktu þátt í léttum leik og þú gætir unnið! Tíu heppnir krakkar fá þessa skemmtilegu bók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í verðlaun. Pétur Geir Ómarsson, 12 ára, Blómahæð 2, 210 Garðabæ. Sólveig A. Bergmann, 11 ára, Bræðraborgarstíg 15, 101 Reykjavík. Steingrímur Gunnarsson, 6 ára, Dimmuhvarfi 21, Kópavogi. Sunna Sigríður Sigurðardóttir, 7 ára, Bakkastöðum 165, 112 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.