Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Austur-Hérað Leikskólinn Tjarnarland Egilsstöðum Leikskólinn Tjarnarland óskar að ráða: Aðstoðarleikskólastjóra frá 1. júní nk. Um er að ræða fullt starf sem skiptist í 80% starf á deild og 20% stjórnunar- starf. Umsækjandi skal hafa lokið leikskólakennara- námi. Leikskólakennara í 100% starf frá 1. júní eða eftir samkomulagi. Hlutastarf kemur til greina. Tjarnarland er 4ra deilda leikskóli. Lögð er áhersla á að vinna í anda Reggio-hugmynda- fræðinnar. Nánari upplýsingar gefur leikskóla- stjóri í síma 471 2145. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til leikskólastjóra Tjarnarlands eigi síðar 7. apríl nk. Leikskólastjóri. ÍSLANDS MÁLNING Íslandsmálning óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: • Afgreiðslustarf í verslun. • Sölustarf Góð tölvukunnátta æskileg. Starfsreynsla á sviði markaðs og sölumála. Íslandsmálning óskar eftir dreifingaraðilum á landsbyggðinni. Íslandsmálning er dreifingarfyrirtæki Teknos, sem er alþjóðlegt málningarframleiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar í Finnlandi. Hjá Teknos starfa um 1000 manns, þar af 150 við þróun og gæðaeftirlit. Hjá Teknos er unnið eftir 9001 gæðavottunarkerfi. Vinsamlegast sendið umsóknir á netfang: im@islandsmalning.is Eða til auglýsingardeildar Morgunblaðsins merkt: Íslandsmálning. Íslandsmálning Sætún 4, 105 Reykjavík Umhverfisstofnun Landvarsla 2003 Umhverfisstofnun auglýsir eftir starfsfólki til landvörslu og verkamannastarfa á eftirtöldum stöðum sumarið 2003: Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum, Þjóðgarðin- um í Skaftafelli, Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Friðlandi að fjallabaki, Geysi og Gullfossi, Herðubreiðarlindum og Öskju, Hornströndum, Hvannalindum, Lakagígum, Lónsöræfum, Mývatnssveit og Vatnsfirði. Umsækjendur skulu vera eldri en 20 ára og þeir, sem lokið hafa landvarðanámskeiði, ganga fyrir um störf í landvörslu. Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á umhverfis- málum og gaman af umgengni við fólk. Land- verðir starfa við móttöku og þjónustu gesta á náttúruverndarsvæðum og sinna auk þess viðhaldi merkinga, stíga og eigna. Starfið er fullt starf en tímabundið. Öll ofantalin náttúruverndarsvæði lúta stjórn Umhverfis- stofnunar, en ýmist er starfsfólk eitt við land- vörslu eða undir stjórn yfirlandvarðar eða þjóð- garðsvarðar viðkomandi svæðis. Starfstími er breytilegur eftir því hvar er unnið. Þeir fyrstu hefja störf um miðjan maí og sumstaðar lýkur landvörslu ekki fyrr en í endaðan september. Starfstímabil og lengd vakta eru ákveðin þegar starf hefst (sjá heimasíðu). Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum ríkisins og Verka- mannasambandsins. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu stofnunarinnar og í móttöku hennar að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umsókn skal skila til stofnunarinnar á Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, fyrir 30. mars 2003. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is, eða í síma 591 2000. Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá: Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, símar 465 2359 & 855 4737, Þjóðgarðurinn í Skaftafelli, Ragnar Frank Kristjánsson, símar 478 1946 & 855 4767, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Guðbjörg Gunnarsdóttir, símar 436 6860 & 855 4260. Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðuneytið og starfar skv. lögum nr. 90/2002. Stofnunin hefur m.a. það hlutverk að framfylgja lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, um matvæli, eiturefni og hættuleg efnii og náttúruvernd. Starfsmenn eru um 75 og starfa á 6 sviðum og rannsóknastofu á 7 starfstöðum í dreifbýli og þéttbýli. T Æ K N I H Á S K Ó L I Í S L A N D S Te c h n i c a l U n i v e r s i t y o f I c e l a n d Höfðabakki 9 . IS - 110 Reykjavík Sími 577 1400 . Fax 577 1401 www.thi . is Tækniháskóli Íslands óskar eftir deildarforseta í rekstrardeild Lög um Tækniháskóla Íslands voru samþykkt 22. apríl sl. og reglur Tækniháskóla Íslands 22. nóvember sl. Með nýjum reglum er verið að breyta stjórnskipulagi kennsludeilda. Stöður deildarforseta eru nýjar við skólann og munu deildarforsetar taka virkan þátt í metnaðarfullri uppbyggingu og þróun Tækniháskóla Íslands. Deildarforseti rekstrardeildar Rekstrardeild býður nám til B.S. gráðu í viðskiptafræði af alþjóðamarkaðs- og vörustjórnunarsviði auk diplomanáms í iðnrekstrarfræði. Umsóknum um stöðu deildarforseta skal fylgja ferilskrá með meðmælendum auk ítarlegrar skýrslu um námsferil, stjórnunarstörf og önnur störf sem tengjast fræðasviði umsækjenda, svo sem vísindastörf. Deildarforseti er ráðinn til þriggja ára í senn og æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf frá og með 1. maí 2003. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Allar nánari upplýsingar veitir Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands í síma 577 1400 eða netfang rektor@thi.is Umsóknir skulu berast rektor Tækniháskóla Íslands, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, í síðasta lagi 31. mars 2003. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Hæfniskröfur: Umsækjendur skulu uppfylla hæfnisskilyrði um stöðu háskólakennara, sbr. lög nr. 136/1997 um háskóla, á vettvangi fræða sem annað hvort eru kennd í viðkomandi deild eða tengjast viðfangsefnum hennar. Dómnefnd skal meta hæfi umsækjenda sbr. 3. gr. laga nr. 53/2002 um Tækniháskóla Íslands auk þess sem dómnefnd skal við matið leggja áherslu á stjórnunarlega þekkingu og starfsreynslu umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa: Meistarapróf (M.Sc.) hið minnsta eða jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar Starfsreynslu er nýtist í starfi deildarforseta, bæði faglega og stjórnunarlega Tileinkað sér skipulögð og öguð vinnubrögð Hæfileika í mannlegum samkiptum Frumkvæði í starfi Starfssvið: Deildarforseti hefur m.a. yfirumsjón með: Stefnumörkun deildar, samskiptum og samvinnu við aðrar deildir og fagaðila í atvinnulífinu auk annarra samstarfsaðila Allri starfsemi deildar sem snýr m.a. að kennslu, rannsóknum, skipulagi, námsgögnum og starfsmannahaldi Rekstri deildar svo sem fjárhagsáætlun í samvinnu við fjármálastjóra og eftirlit með útgjöldum og öðrum rekstrarlegum þáttum Gert er ráð fyrir að hluti af starfsskyldu deildarforseta verði kennsla og/eða rannsóknir Snæfellsbær Leikskólastjóri óskast á Leikskólann Kríuból á Hellissandi Snæfellsbær óskar eftir leikskólakennara til að leysa af leikskólastjóra Leikskólans Kríubóls á Hellissandi í eitt ár til að byrja með. Þetta er 100% starf og er gert ráð fyrir að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 15. maí 2003. Leikskólinn er fysta skólastigið og annast upp- eldi og menntun barna á leikskólaaldri. Þar er lögð áhersla á nám og þroska í gegnum leik og starf. Gerð er krafa um að umsækjendur séu með leikskólakennaramenntun. Nánari upplýsingar fást hjá leikskólastjóra í síma 436 6723 eða á skrifstofu Snæfellsbæjar í síma 436 6900. Skriflegum umsóknum ber að skila til skrifstofu Snæfellsbæjar fyrir 30. apríl nk. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is undir „Stjórnskipan“ og „Eyðublöð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.