Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Leikskólinn Sælukot sem er einkarekinn leikskóli, óskar eftir leikskólakennara í eina heila stöðu. Framtíðarstörf. Upplýsingar gefur Dídí í símum 552 7050 og 562 8533. Verkstæðismaður Verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða mann til viðgerða á verkstæði. Þarf að hafa reynslu af viðgerðum á vélum, bílum o.fl. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl., eða á box@mbl.is, merktar: „Vanur — 13444“, fyrir 20. mars. Íslandsflug óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður: Flugumsjón/Flugrekstrardeild Starfssvið: Flugáætlanir Flugeftirlit Hæfniskröfur: Skírteini flugumsjónarmanns og/eða atvinnu- flugmannsskírteini. Reynsla af störfum tengdum flugrekstri er æskileg. Frumkvæði og samskiptahæfni. Umsjón með starfstöð erlendis Starfsvið: Dagleg stjórnun. Yfirumsjón stöðvarinnar. Vinnuáætlanir. Eftirlit. Hæfniskröfur: Reynsla á sviði stjórnunar og störfum tengdum flugrekstri. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Færni í mannlegum samskiptum. Góð enskukunnátta Almenn tölvukunnátta. Umsóknir, merktar „Starf í flugrekstrardeild“, óskast sendar á toti@islandsflug.is eða til Íslandsflugs, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykja- vík, fyrir 19. mars nk. Nánari upplýsingar eru einungis veittar í gegn- um tölvupóst hjá Þórarni Ólafssyni. Netfang: toti@islandsflug.is Skrifstofustarf Innflutningsfyrirtæki vantar öflugan starfskraft til almennra skrifstofustarfa, hlutastarf, sem fyrst. Jákvæðni og góð tölvukunnátta (Word, Excel, Internet) ásamt góðu valdi á ensku og/eða einu Norðurlandamáli nauðsynlegir eiginleikar. Einnig getum við bætt við okkur sölufólki víða á landinu. Umsóknir, merktar: „Fjölbreytni“, sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 21. mars nk. Rafvirkjar! Ætlum að ráða rafvirkja til framtíðarstarfa. Rafstjórn ehf. www.rafstjorn.is Virkni loftræstikerfa er okkar fag! Sími 587 8890, netfang: rafstjorn@rafstjorn.is Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. Rafvirkjar Við leitum eftir vönum mönnum til starfa nú þegar. Mikil mælinagvinna framundan og góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur Magnús í síma 693-7317. Norræni heilbrigðisháskólinn í Gautaborg, Svíþjóð, óskar eftir Deildarstjóra Ráðning sem fyrst. Nánari upplýsingar á: www.nhv.se Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2003. Ungmennafélagið Fjölnir Ungmennafélagið Fjölnir óskar eftir að ráða öfluga einstaklinga á besta aldri(50+) til að ann- ast gæslu húsnæðis, ræstingar og umsjón/ eftirlit með vallarsvæði félagsins í sumar. Upplýsingar um störfin eru veittar í síma 567 2085. Umsóknum er veitt móttaka á skrifstofu félagsins í Dalhúsum 2, Reykjavík, eða á netfangið fjolnir@fjolnir.is . Umsóknarfrestur er til 21. mars nk. Atvinnutækifæri — eigin rekstur Matvælafyrirtæki óskar eftir samstarfsaðila er gæti tekið að sér í verktöku verkefni við framleiðslu. Um er að ræða verkhluta, tengdan fuglasöfnun í eldishúsum félagsins. Þetta getur verið tilvalið verkefni fyrir þá, er hefja vilja eigin atvinnurekstur. Starfsvettvangur er Suður- og Suðvesturland. Þeir, sem hafa áhuga á verkefninu, vinsamleg- ast sendi nafn og símanúmer til augldeildar Mbl. fyrir 21. mars 2003, merkt: „T — 851.“ Kennsla á Þórshöfn Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 15. apríl nk. Kennara vantar við Grunnskólann á Þórshöfn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Um er að ræða almenna kennslu og umsjón í 1.-10. bekk, auk kennslu í heimilisfræði og handmennt á öllum aldursstigum. Einnig vantar sérkennara í fullt starf. Í skólanum, sem er ágætlega búinn, eru um 70 nemendur sem er samkennt í 6 bekkjardeildum. Aðstæður fyrir barnafólk eru mjög hentugar á staðnum, t.d. er þar nýtt og glæsilegt íþróttahús og góður leikskóli. Nánari upplýsingar fást hjá Esther Ágústsdótt- ur, skólastjóra, í símum 468 1164, 468 1465 og 865 5551 og/eða Siggeiri Stefánssyni, formanni skólamálaráðs, í símum 468 1404 og 894 2608. Svæfingahjúkrunar- fræðingar athugið Laus staða á svæfingadeild Sjúkrahús Akra- ness. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. Fáist ekki svæfingahjúkrunarfræðingur kemur til greina að ráða hjúkrunarfræðing, með starfsreynslu, á vöknun. Upplýsingar gefur Guðrún Margrét Halldórs- dóttir, deildarstjóri, í síma 430 6188. Á skurðdeild S.A. eru framkvæmdar um 2000 aðgerðir árlega. Ný og glæsileg skurðdeild var tekin í notk- un 30. september 2000. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkra- svið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkra- hús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkra- húsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuð áhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er lögð áhersla á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi al- menna heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar mennta- stofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. Tölvunarfræðingur Er að leita að tölvunar- eða kerfistfræðingum með þekkingu á Delphi og/eða Oracle. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 19. mars, merktar: „T — 13447“. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Staða skólastjóra við Grunnskóla Þórshafnar! Staða skólastjóra við Grunnskólann á Þórshöfn er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 15. apríl nk. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst nk. Umsóknir sendist til skrifstofu Þórshafnar- hrepps, merktar sveitarstjóra eða formanni skólamálaráðs. Grunnskólinn á Þórshöfn er einsetinn skóli með rúmlega 70 nemend- um í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Þórshöfn búa rúmlega 400 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Undirstaða atvinnulífsins er öflugur sjávarútvegur — veiðar og vinnsla — sem hefur tryggt sig í sessi undanfarin ár og skapað forsendur fyrir aukinni þjónustu sveit- arfélagsins. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Atvinnuástand er gott og því tiltölulega auðvelt um vinnu fyrir maka og sumarvinnu fyrir unglinga. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Upplýsingar gefa Björn Ingimarsson, sveitar- stjóri, bjorn@thorshofn.is, símar 468 1220 og 895 1448 og Siggeir Stefánsson, formaður skólamálaráðs, siggeir@hth.is, símar 468 1404 og 894 2608. Bifvélavirkjar Bílaverkstæði Borgþórs ehf. á Egilsstöðum auglýsir eftir starfskrafti til starfa; bifvélavirkja eða mjög vanan starfsmann við allar almennar bílaviðgerðir. Uppl. veitir Borgþór í s. 471 1436 og 471 2660.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.