Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 10
10 C SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2003-2004 Innritun sex ára barna (fædd 1997) fer fram í Varmárskóla í síma 525 0700 (eldri deild jafnt sem yngri deild) og Lága- fellsskóla í síma 525 9200 dagana 17., 18. og 19. mars nk. frá kl. 9:00—15:00. Auk þess fer fram innritun nemenda, sem eru að flytjast eða fyrirhugað er að flytjist milli skólahverfa eða frá öðrum bæjarfélögum. Sérstök athygli er vakin á því, að um- sóknarfrestur til að stunda nám í grunn- skólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast skóla- skrifstofu á eyðublöðum sem þar fást. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur. Upplýsingar um skipulag skólasvæða eru á heimasíðu Mosfellsbæjar, slóðin er www.mos.is . Áríðandi er að foreldrar innriti börn sín á þessum tíma. Grunnskólafulltrúi. Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2003 – 2004 • Innritun 6 ára barna (fædd 1997) fer fram í grunnskólum Kópavogs mánu- daginn 17. og þriðjudaginn 18. mars nk. kl. 9.00 til 16.00. • Sömu daga fer fram innritun nem- enda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Salahverfi: Haustið 2003 munu nemendur 1. – 8. bekkjar hefja nám í Salaskóla en nemendur 9. – 10. bekkjar eiga skólasókn í Lindaskóla. Mikilvægt er að aðstandendur innriti nemendur eins fljótt og auðið er. Vatnsendahverfi: Nemendur í 9. – 10. bekk innritast í Digranesskóla. Nemendur í 1. – 8. bekk innritast í Salaskóla. Haustið 2003 munu skólar hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 22. ágúst. Vetrarfrí verða dagana 3. og 4. nóvember 2003 og 26. og 27. febrúar 2004. Sérstök athygli er vakin á því, að um- sóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 21. mars og skulu umsóknir berast skólaskrifstofu á eyðu- blöðum sem þar fást. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur. Fræðslustjóri Grunnskólar Kópavogs Til leigu 3ja herb. íbúð Til leigu er góð 3ja herb. íbúð við Skólavörðu- stíg í nýlegu lyftuhúsi. Laus strax. Tilboð óskast send til augldeildar Mbl., merkt: „101 Reykjavík“, fyrir 21. mars nk. HÚSNÆÐI Í BOÐI LÓÐIR Byggingalóð Til sölu glæsileg lóð við Ólafsgeisla í Grafar- holti, botnlangalóð við golfvöllin, samþykktar teikningar fylgja. Tilboð óskast send Morgunblaðinu merkt „Ólafsgeisli 13451“. Fallegar sumarhúsalóðir til sölu! Tvær samliggjandi eignarlóðir úr skógræktar- jörðinni Hvammi í Skorradal. Fallegt útsýni yfir vatnið. Hagstætt verð ef samið er strax. Eignanaust fasteignasala Vitastíg 12, 5518000 — 6900807. KENNSLA Menntun í Hótelstjórnun eins og hún gerist best * BA gráðan er viðurkennd af Bournemouth University Það sem við lærum með ánægju gleymum við aldrei BA í Alþjóðlegri hótelstjórnun & ferðaþjónustu* Hótelstjórnun og upplýsinga- tækni Framhaldsnám (Post-graduate diploma) IHTTI P.O. Box 171 4006 Basel Switzerland S. +41 61 312 30 94 Fax +41 61 312 60 35 admission@ihtti.ch www.hotelcareer.ch Til sölu 580 fm skrifstofuhæð á 2. hæð. Staðsett mið- svæðis í borginni. Skiptist niður í 230 fm, 145 fm 75 fm og 3 x 40 fm. Í útleigu í dag. Byggingaréttur getur fylgt með. Gott ástand og næg bílastæði. Gott útsýni. Til leigu Rúmlega 200 fm nýlega standsett skrifstofu- húsnæði á 2. hæð. Mjög góður staður. Fyrsta flokks aðstaða, næg bílastæði. 180 fm og 2 x 40 fm húsnæði á mjög góðum stað. Næg bílastæði og stutt í allar áttir. Upplýsingar veitir Finnbogi í 897 1819. Fasteignasalan Frón Finnbogi Kristjánsson, lgf., Síðumúla 2, 108 Rvík. www.fron.is Lagersala á skóm í Askalind 5, Kópavogi, að ofanverðu. Opið frá kl. 13—17. Verð frá 200 kr. Tökum ekki kort. Námskeið um notkun varnarefna Námskeið um notkun varnarefna í landbúnaði, garðyrkju og við garðaúðun verður haldið dag- ana 7. og 8. apríl 2003. Námskeiðið er einkum ætlað þeim, sem vilja öðlast réttindi til þess að mega kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum og/eða starfa við garðaúðun. Þátttaka í varnarefnanámskeiði veitir ekki sjálf- krafa leyfisskírteini til kaupa á efnum í X og A hættuflokkum, heldur verður að sækja um það sérstaklega. Einnig verður að sækja sérstaklega um leyfi til að starfa við garðaúðun. Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 23.000. Tilkynna skal þátttöku sem fyrst og eigi síðar en 28. mars til Umhverfisstofnunar á sérstöku umsóknareyðublaði. Umsóknareyðublað og dagskrá námskeiðsins má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og verða þeir skráðir inn eftir tímaröð umsókna. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- stofnun í síma 591 2000. Umhverfisstofnun Rannsóknastofnun landbúnaðarins Vinnueftirlit ríkisins. BÁTAR SKIP Hef til sölu Sóma 800 með veiðileyfi og þorskaflahámarki Áhugasamir kaupendur sendi tilboð á sigrid- ur@regula.is . Sigríður Kristinsdóttir hdl., Regula-lögmannsstofa, Hafnarbraut 40 - 780 Hornafirði, sími 580 7900, fax 580 7911. SUMARHÚS/LÓÐIR Sumarbústaðalóð Til sölu sumarbústaðalóð í Húsafelli (leigulóð). Nánari uppl. í síma 699 6678 eða 898 1894. Úthlutanir úr IHM-sjóði Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð gjalda auglýsir RSÍ hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr IHM- sjóði Rithöfundasambandsins. Rétt til úthlutunar eiga rithöfundar, leikskáld, þýðendur og handritshöfundar verka sem flutt hafa verið í sjónvarpi eða hljóðrituð. Um út- hlutun geta sótt allir þeir sem telja sig eiga rétt, án tillits til félagsaðildar. Höfundum handrita fræðslu- og heimildarmynda er bent á að sækja um til Hagþenkis — félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Með umsóknum skal fylgja yfirlit um birt verk umsækjanda í sjónvarpi eða hljóðvarpi. Sér- stakt tillit verður tekið til birtra verka síðustu fimm almanaksár. Umsóknir þurfa að berast Rithöfundasambandi Íslands, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík fyrir 4. apríl nk. Netfang: rsi@rsi.is . Ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs Myndstef auglýsir eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna. Um ferða- og menntunarstyrki geta sótt allir myndhöfundar sem hafa verið félagsmenn í Myndstefi í a.m.k. eitt ár. Styrki skal veita til ferða, sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem myndhöfundur eða til að leita sér menntunar sem slíkur. Veita má styrki til ferða á ráðstefnur eða til þátttöku á námskeiðum eða vegna sýningarhalds og skal styrkupphæð að jafnaði miðast við kr. 100.000. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Myndstefs og á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skil- greind þau atriði, sem þurfa að koma fram í umsókninni. Á heimasíðu Myndstefs er einnig hægt að fá reglur um úthlutun ferða- og menntunarstyrkja. Umsóknarfrestur rennur út 5. maí 2003. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, fyrir ofangreindan tíma. Allar nánari upplýsingar gefur Guðlaug Jakobsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar frá kl. 10:00—13:00 alla virka daga. Reykjavík, 16. mars 2003. Stjórn Myndstefs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.