Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 14
14 C SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝ FLUGA hefur gert það gott í sjóbleikjuám víða um land tvö síð- ustu sumur. Hún heitir Bleikt og blátt, en nafngiftin hefur ekki að geyma augljósa karlrembulega skírskotun þótt einhverjum gæti komið slíkt til hugar. Nafnið end- urspeglar litasamsetningu flugunn- ar, en þarna fara saman tveir þeirra lita sem heilla sjóbleikjur hvað mest í veiðiflugum, bleikur og blár. Björgvin Guðmundsson, höfund- ur flugunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að flugan hefði fæðst með þeim hætti að leiðsögumað- urinn Frímann Ólafsson hefði beðið sig að hnýta flugu eftir ákveðinni uppskrift. „Þetta var fluga sem Frí- mann skírði Högna. Hún var með svörtum væng, silfurbúk, bleiku skeggi og Jungle Cock, skógar- hana. Ég var ekki sáttur við þessa flugu, bætti gráa vængnum við og minnti hún mig þá á Peter Ross. Ég bætti síðan bláu við þar fyrir aftan, því blái liturinn hefur reynst mér mjög vel í sjóbleikjuveiði. Þá var flugan fullsköpuð, en ég hef stundum bætt við tveimur glimm- erþráðum, annaðhvort til hliðar á flugunni eða undir henni. Þá má hún bæði vera með og án kúluhauss og best fer hún á Kamasan-straum- fluguöngli númer 8,“ sagði Björg- vin. Gefur vel Flugan fór strax að gefa vel. Björgvin gaf veiðifélaga sínum, Dúa Landmark, nokkrar flugur og hann bleytti í þeim í Flókadalsá í Fljótum. „Dúi hringdi í mig að norðan og spurði hvaða stórvopn þetta væri eiginlega, hann mætti varla setja fluguna út í þá væri fiskur á og margar bleikjur tækju hana ofan í tálkn. Hann veiddi gríð- arlega vel á fluguna og auk þess veit ég að menn hafa fengið góðan afla á hana í Haukadalsá efri, Gufu- dalsá og víðar. Í Haukadalsá efri var ein uppákoman þannig að Bleikt og blátt gaf góða veiði en traustar flugur eins og t.d. Heima- sætan gáfu ekki högg,“ sagði Björgvin. Stormur í vatnsglasi Það hefur farið eins og eldur í sinu að ólga sé meðal félaga í SVFR vegna þess að formaðurinn hafi verið ráðinn í launað verkefni þar á bæ. Að sögn Bergs Stein- grímssonar, framkvæmdastjóra SVFR, er hér um storm í vatnsglasi að ræða og ekki ástæða til þeirra hörðu viðbragða sem ýmsir hafi lát- ið eftir sér. Samkvæmt Bergi snýr málið þannig að SVFR var kært til samkeppnisyfirvalda af keppinaut og þurfti í kjölfarið að finna veiði- leyfasölu sinni utan félagsins ákveðinn farveg, sem var sá að stofna hlutafélag um sölu þeirra veiðileyfa sem ekki seljast innan fé- lagsins. Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður SVFR, hafi í kjölfarið verið ráðinn í tímabundið launað verkefni við að koma nýja sölu- félaginu á koppinn. „Ýmsir hafa látið í ljósi óánægju með að fundargerðir skuli ekki hafa verið til reiðu að undanförnu, en það er bara tímabundið, rétt á með- an málið er leitt til lykta hjá félag- inu. Sumir spyrja hvort rétt hafi verið að ráða formanninn í verk- efnið, en það var mál manna í stjórn SVFR að vandséð væri hvar hæfari mann væri að finna. Bjarni hefur áralanga reynslu af starfsemi SVFR og þekkir þar alla innviði.“ Bleikur og blár góðir saman Bleikur og blár kúluhaus. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Kaffibollinn huldi spaðagos- ann og norðurbæingar unnu Mánudaginn 3. mars sl. lauk Siglufjarðarmótinu í sveitakeppni. Eftir gífurlega baráttu milli sveita Hreins Magnússonar og Þorsteins Jóhannssonar urðu úrslit þau að sveit Þorsteins stóð uppi sem sig- urverari með 150 stig eða 21,43 stig af 25 mögulegum í leik, sem er mjög hátt skor. Siglufjarðarmeist- ari í sveitakeppni árið 2003 varð þrísveit Þorsteins Jóhannssonar. Í sveit Þorsteins spiluðu Stefán Benediktsson, Birgir Björnsson og Þorsteinn Jóhannesson. Í öðru sæti varð sveit Hreins Magnússonar með 148 stig eða 21,15 stig í leik og í þriðja sæti sveit Íslandsbanka sem hlaut 126 stig. Hin árlega bæjarhlutakeppni milli norður- og suðurbæjar fór fram mánudaginn 3. febrúar sl. og voru átök mikil að vanda. Foringi suðurbæjar, Kristín Bogadóttir, mætti að vanda sigurviss með sitt lið enda vön lítilli fyrirstöðu. En nú brá til tíðinda því að norðurbæing- ar höfðu að sjálfsögðu rekið fyrri foringja, en það er háttur sem hef- ur verið hafður á leikskipulagi þeirra, og mættu nú með nýjan fyr- irliða, gamalreyndan jaxl, Sigfús Steingrímsson. Og viti menn, norð- urbæingar fóru með sigur af hólmi, reyndar var það með litlum mun, því að slemma í síðasta spil gerði útslagið. Þessi slemma átti alls ekki að vinnast en norðurbæing- urinn sem var blindur hafði sett kaffibolla yfir spaðagosann, sem varð þess valdandi að Birgir suð- urbæingur sá ekki alla hendina og gaf slemmuna. Ekki er gert ráð fyrir að þetta gerist aftur á næstu árum. Mánudaginn 10. mars hófst þriggja kvölda tvímenningur sem jafnframt er firmakeppni, eftir fyrsta kvöldið er staða efstu para þessi. Aron Sigurbjörnss.–Bogi Sigurbjörnss. 222 Ari Már Arason–Ari Már Þorkelsson 197 Þorsteinn Jóhanns.–Stefán Benedikts. 192 Að undanförnu hefur bridsfélag- ið staðið fyrir bridskennslu og þau ánægjulegu tíðindi hafa nú gerst að 3 ný pör mættu til leiks í 3ja kvölda tvímenningnum sem hófst 10. mars sl. Til hamingju með ár- angurinn og vonandi verða fleiri sem bætast í hópinn, því brids er skemmtileg keppnisíþrótt og tóm- stundagaman. Svæðamót Norðurlands vestra í tvímenningi Um helgina fór fram á Sauð- árkróki svæðamót Norðurlands vestra í tvímenningi með þátttöku 18 para. Þrjú efstu sætin skipuðu pör frá Bridsfélagi Siglufjarðar, sem raunar við nánari skoðun var dálítið fjölskylduvænt, þar sem feðgarnir Jón Sigurbjörnsson (for- seti) og Ólafur Jónsson, sonur hans, skipuðu fyrsta sæti, Birkir Jónsson, sonur Jóns, og bróðir hans, Bogi, annað sætið og Stef- anía, systir Jóns og Boga, og eig- inmaður hennar, Jóhann Stefáns- son, 3ja sætið. 1. sætið veitir rétt til þátttöku í úrslitum Íslandsmóts- ins í tvímenningi sem spilaður verður helgina 3.–4. maí og verða því Jón og Ólafur fulltrúar félags- ins í þeirri úrslitakeppni. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 11. mars voru spil- aðar tvær umferðir í hinu skemmti- lega Opna Borgarfjarðarmóti í sveitakeppni. Skagamenn halda enn ágætri forystu og baráttuþrek Borgfirðinga virðist ekki nóg til að veita þeim ærlega keppni. Bjart- asta Vonin stóð sig best og fékk 41 stig þetta kvöld en Skagamenn 39. Staðan er nú þessi: Skagamenn 294 Bjartasta vonin 285 Sigursveitin 254 Hjálparsveitin 240 Sveit Sparisjóðsins í Keflavík efst á Suðurnesjum Átta sveitir spiluðu í aðalsveita- keppni félagsins. Sveit Sparisjóðs- ins í Keflavík varð hlutskörpust og vann alla sína leiki. Í sveitinni spiluðu: Arnór Ragnarsson, Karl Her- mannsson, Gísli Torfason, Guðjón Svavar Jensen, Jóhannes Sigurðs- son og Karl Karlsson. Lokastaðan: Sveit Sparisjóðsins í Keflavík 165 Sveit Kristjáns Kristjánssonar 111 Sveit Sigríðar Eyjólfsdóttur 111 Sveit Karls Einarssonar 99 Mánudag 17. mars hefst þriggja kvölda Butler-tvímenningur, minn- ingarmót um Guðmund Ingólfsson. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 10. mars s.l. fórum við í velheppnaða heimsókn til bridsfélags Hafnarfjarðar. 9 sveitir frá hvorum spiluðu 2 umferðir í sveitakeppni, síðari 2 umferðirnar verða spilaðar í Síðumúlanun hjá okkur í apríl n.k. En mánudaginn 17. mars n.k. verður spilaður 1 kvölds-tvímenn- ingur. Verðlaun fyrir bestu skor bæði N/S og A/V. Skráning á spila- stað í Síðumúla 37 ef mætt er stundvíslega kl. 19.30. Paratvímenningur Brids- sambands Norðurlands eystra Um helgina var spilaður paratví- menningur Bridssambands Norð- urlands Eystra á Dalvík. 14 pör tóku þátt, sem verður að teljast nokkuð góð mæting. Frá upphafi tóku þau Kolbrún Guðveigsdóttir og Gylfi Pálsson forystu og komst ekkert annað par nálægt þeim eftir það. Er því óhætt að segja að þau hafi unnið mótið mjög sannfær- andi. Þess má geta að Kolbrún og Gylfi unnu líka úrtökumót Brids- sambands Norðurlands Eystra, fyrir Íslandsmótið í tvímenningi, með yfirburðum og verður spenn- andi að fylgjast með því pari í úr- slitunum fyrir sunnan. Staða efstu para varð þannig: Kolbrún Guðveigsdóttir– Gylfi Pálsson 75 Ólína Sigurjónsd.–Reynir Helgason42 Ragnheiður Har.sd.–Frímann Stefánss.24 Una Sveinsdóttir–Pétur Örn Guðjóns.18 Soffía Guðmundsd.–Stefán Vilhjálms. 12 26 pör í Gullsmára Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 13 borðum fimmtudaginn 13. marz. Miðlungur 264. Beztum árangri náðu: NS Ernst Backman – Karl Gunnarsson 298 Jóhann Ólafsson – Sigurpáll Árnason 292 Bragi Salomonsson – Haukur Ísaksson 287 Páll Guðmundsson – Filip Höskuldsson283 AV Valdimar Hjartars. – Haukur Hanness.319 Kristján Guðm.s. – Sigurður Jóhannss. 317 Leó Guðbrandss. – Aðalst. Guðbrandss.305 Guðfinna Hannesdóttir – Jens Sörensen 267 Spilað alla mánu- – fimmtudaga. Mæting kl. 12,45 á hádegi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson S M Á A U G L Ý S I N G A RI TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík „Eitt lítið skref“. Laugardag- inn 22. mars nk. kl. 12.00—17.00 ætla þær Guðrún Hjörleifsdóttir og María Sigurðardóttir að halda námskeið í húsnæði SRFÍ í Garðastræti 8. Á námskeiðinu, sem þær nefna „Eitt lítið skref“, ætla þær að fjalla um andleg málefni, s.s. árur, orku, liti og sitthvað fleira. Skráning og upplýsingar á skrif- stofu SRFÍ í síma 551 8130. Tak- markaður þátttakendafjöldi. Skyggnilýsingafundur. Sunn- udaginn 23. mars nk. kl. 14.00 verður haldinn skyggnilýsinga- fundur með Þórunni Maggý Guðmundsdóttur, miðli, í hús- næði SRFÍ í Garðastræti 8. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SRFÍ. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdótt- ir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Egilsdóttir, Lára Halla Snæfells, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdótt- ir sér um hópastarf. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Breyttur opn- unartími á skrifstofu í Garða- stræti 8. Opið mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga frá kl. 9— 13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 3  1833178  9.III. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Morgunguðsþjónusta Kl. 11.00 Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram heldur áfram að útskýra kafla úr Fyrra Korintubréfi. Kl. 20.00 er fjölbreytt samkoma í umsjá unga fólksins. www.kristur.is Í kvöld kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Sr. Frank M. Halldórsson talar. Mánudagur 17. mars kl. 15.00 Heimilasamband. Brigader Ingi- björg Jónsdóttir talar. Kl. 17.30 Barnakór. Gunnar Þorsteinsson predikar á samkomu í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.00. Miðvikudagur: Alfanámskeið kl. 19.00. Fimmtudagur: Konunglegu kl. 17.30. Laugardagur: Samkoma kl. 20.30. www.cross.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennsla um Trú kl. 10:00. Kenn- ari er Jón Gunnar Sigurjónsson. Kennslan er opin öllum. Bænastund kl. 16:00. Allir hvattir til að mæta. Samkoma kl. 16:30 Högni Vals- son predikar. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Á sama tíma er krakkakirkja og ungbarnakirkja. Allir hjartanlega velkomnir. Brauðsbr. kl. 11:00. Ræðumaður Owe Lindeskär. Almenn samkoma kl. 16:00. Ræðumaður Owe Lindeskär. Barnastarf fyrir börn 1—9 ára og 10—12 ára. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Allir hjartanlega velkomnir. Miðv. Mömmumorgun kl. 10:00. Fjölskyldusamvera kl. 18:00. Bæn og fræðsla. Fimmtud. kl. 21:00 Eldur unga fólksins. Laugard.: Bænastund kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6:00. filadelfia@gospel.is ATVINNA Ítölsk stúlka sem fer í skóla á Íslandi 3.8.'03 til 4.6.'04 óskar eftir heimili á meðan. Getur aðstoðað við heimilsstörf, barnagæslu o.fl. Astrid Pilotti astrob2003@libero.it, s. 0039 02 57410505, 0039 349 2241277, fax 0039 02 5394227. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.